Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 37 MINNINGAR Ég fel í forsjá þína, guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matth. Jochumsson.) Nú þegar sólin fer að lækka aftur á lofti og blómin missa sína fegurð, kveð ég kæran frænda minn. Með fáum orðum langar mig að kveðja þig, elsku frændi. Það var svo gaman að þér þegar þú varst lítill því þú varst svo mikill prakkari. Ég man þegar við vorum úti í Hollandi saman fjölskyldan, þú þriggja ára og ég fjórtán ára ungl- ingur. Þú vildir ólmur fá að sofa einn í herbergi og gerðir það en bara hálfa nóttina því mestöll nóttin hjá þér fór í það að flakka á milli mömmu þinnar, pabba og mín. Þér fannst svo gott að kúra hjá einhveij- um og oft hafði ég vinninginn og komst þú þá með koddann þinn og lagðist hjá mér. Og svo þegar við vorum úti á Spáni saman, þú orðinn eldri og þurftir að eignast stuttbux- ur þar strax einn daginn. Ég man hvað ég varð glöð þegar þú baðst mig að koma með þér að velja bux- urnar, við ætluðum bara rétt að skreppa en þú varst svo vandlátur að það tók okkur hálfan daginn að velja einar skræpóttar stuttbuxur og ég veit ekki hvort okkar varð ánægðara ég eða þú þegar við loks- ins fundum réttu buxurnar. Þú varst alltaf svo fjörugur. Ég gleymi því aldrei þegar ég var að byija með mínum manni og hann var að koma heim. Þú varst þá stundum í pössun hjá ömmu og afa, þegar við, ung og ástfangin, reyndum að loka okk- ur inni I herberginu mínu. Þú lést okkur alitaf vita af þér, bankaðir ólmur á hurðina og vildir koma inn og ef það tókst ekki þá sendir þú okkur skilaboð undir hurðina. Það er sárt að- hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Nú kveð ég þig í hinsta sinn. Minningin um þig skipar eilífan heiðurssess í hjarta mínu. Elsku Didda, Lalli, Jónína og Matta, ykkar sorg er mikil og miss- ir, ég bið Guð að gefa ykkur styrk. Þín AnnaBjörk. Við erum oft minnt á hverfulleika lífsins en samt kemur dauðinn okkur jafnmikið á óvart. Magnús, sannur vinur og besti vinur sonar okkar, var sem oftar gestkomandi hjá okk- ur þennan örlagaríka dag þegar hann er skyndilega burt kallaður til fundar við Guð sinn. Það gerðist svo snöggt, hann hafði farið í stutta ökuferð sem leiddi hann til dauða. Okkur er gefið lífið sjálft í vöggu- gjöf, langt eða stutt eftir atvikum en óréttlæti eða sanngirni fylgir þar ekki með. Það var töfrandi kvöld við Þing- vallavatn. Þá um daginn höfðu þeir félagar notið veðurblíðunnar og far- ið í gönguferð í fallegu umhverfi. Það var ánægjulegt að taka þátt í gleði þeirra og eftirvæntingin var svo mikil þetta kvöld við matarborð- ið. Þannig átti fyrst að fara í stutta ökuferð upp í hraunið með nestispok- ana sína, síðan í bátsferð og daginn eftir átti að renna sér á sjóskíðum. En eins og hendi sé veifað erum við svipt þessum einstaka vini í blóma lífsins. Eitt er víst, að við verðum ekki svipt minningunni um góðan dreng. Hann var einn af þeim ein- staklingum sem auðga líf manns. Hann sagði fátt þvi brosið sagði allt og þegar hann tók þátt í samræðum féllu gullmolar á réttu augnabliki. í frístundum stundaði Magnús m.a. íþróttir. Hann hafði æft körfu- knattleik hjá KR síðastliðin tíu ár enda var hann góður körfuknattleiks- maður, þótti hafa góðar hreyfingar og var hittinn. Því valdist hann oft í þann úrvalshóp sem atti kappi við lið á eriendri grund. Ekki er að efa, að hann hefur verið góður fulltrúi þjóðar sinnar, svo prúður sem hann var. Þá var Magnús ekki ólíkur öðrum drengjum með áhuga sinn á tölvum. Þar nýttust honum vel enn aðrir mannkostir sem hann var gæddur, nefnilega gott mynd- og tónminni. Við trúum því að Magnús sé hjá frelsara þessa heims því að í Bibl- íunni segir Jesús: „Hver sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Við kveðjum hann hinzta sinni með ljóðl- ínum Freysteins Gunnarssonar. Tímamir líða sem hverfandi hvel. Hugurinn reikar til komandi tíða. Enginn má vita, hvað vor kann að bíða, vermandi sól eða bitrasta él. Maðurinn fæðist við bros eða böl, byltist með óðfluga tímanna straumi, vaknar til sorgar og svæfist í glaumi, svifinn á burt eftir skammvinna dvöl. Gleðin er léttfleyg, og lánið er valt. Lifíð er spuming, sem enginn má svara. Vinimir koma og kynnast og fara, kvaðning til brottfarar lífíð er allt. Liðin að sinni’ er vor samverustund, síðustu kveðjur með andblænum líða. Velkomin aftur, er sjáumst vér síðar, sólnanna drottinn oss blessi þann fund. Orð megna ekki að tjá hug okkar á þessari sorgarstundu. Við eigum eftir að sakna góðs vinar sárt og við munum aldrei gleyma brosinu hans. Lárus, Ragnhildur, aðrir að- standendur og ástvinir. Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Magnúsar Ö. Lárussonar. Fyrir hönd fjöiskyldunnar á Laugarásvegi 26. Ari Bergmann Einarsson. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran, Spámaðurinn) En af hveiju, af hveiju aðeins 16 ár? Elsku hjartans drengurinn, eru orðin sem upp í hugann koma þegar ég hugsa til Magga. Ég sé hann fyrir mér með hlátursblikið í augun- um, háan og myndarlegan ungan mann, með stóra framtíðardrauma. Eftir að hafa lokið góðu grunnskóla- prófi, tók hann þá ákvörðun að hann ætlaði í Menntaskólann við Sund næsta vetur, en að ári skyldi hann fara sem skiptinemi til Bandaríkj- anna. Þegar ég stríddi honum á því, að þá myndi Anna „mágkona” alltaf hringja í hann þegar hún væri í Ameríku, brosti hann bara góðlát- lega og sagði að það væri nú bara gott og allt í lagi með það. Ég mætti meira segja koma í heimsókn til hans þegar hann væri búinn að „meika“ það í NBA, en Maggi spil- aði körfubolta með KR. Magnús Örlygur var alveg ein- stakur unglingur, mun þroskaðri en aldur hans sagði til um; svo blíður og umhyggjusamur um aðra, með skemmtilega kímnigáfu og mjög sterka réttlætiskennd. í maí sl., þeg- ar mér veittist sú ánægja að bjóða honum og fjölskyldunni í skírn son- arsonar míns, svaraði hann, þegar ég spurði hvort foreidrar hans yrðu að vinna á þessum degi, „ég veit það ekki, en ég kem alveg örugg- lega.“ Hann kom auðvitað, en ekki til að sitja við tölvuna, eins og hann gerði þegar hann var yngri, heldur til að blanda geði við fjölskylduna, það erum við öll þakklát fyrir nú. Maggi var systrum sínum, Jóninu og Matthildi, góður bróðir og vinur. Hann og foreldrar hans voru svo lánsöm að vera einnig vinir. Feðg- arnir voru sérstaklega samrýndir og höfðu nokkur sameiginleg áhugamál, t.d. tölvur. Móður sinni sýndi hann trúnað og ræddu þau oft um lífið og tilveruna langt fram eftir kvöldum. Það er því djúp sorg og nístandi sársauki í fjölskyldunni við fráfall Magnúsar Örlygs. Elsku Ragga, Lalli, Jónína og Matta, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur, einnig til ykkar Jóhanna, Siguijón, Anna Björk, Óli og allra aðstand- enda og vina Magga. Saman mun- um við læra að lifa með þessari sorg. Guð faðir sé vörður og vemdari þinn svo veröld ei megi þér granda, hvert fet þig hann leiði við föðurarm sinn og feli þig sér á milli handa. Guðs sonur sé fræðari’ og frelsari þinn, ei frá þér hans skímamáð víki, hann opni þér blessaðan ástarfaðm sinn og innleiði þig í sitt ríki. Guðs andi sé hjálpari’ og huggari þinn, í heimi þín vegferðar-stjama hann hjálpi þér síðan í himininn inn, að hljótir þú frelsi Guðs bama. (Vald. Briem) Blessuð sé minnig Magnúsar Ör- lygs Lárussonar. Anna Þórdís og fjölskylda. • Fleirí minningargreinar um Magnús ÖrJyg Lárusson bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Opið milli kl. 13 og 18. Nýbýlavegi 30 (Dalbrekkumegin), 200 Kópavogi. Sími: 564 3555. Fax: 564 3556 höggmyndir leiði. Minnismerki og hefðbundnir legsteinar úr marmara, graníti og kalksteini Við bjóðum sérstakt tilboðsverð á öllum granítsteinum í þessum mánuði. Verkin eru öll hönnuð af myndhöggvaranum Þóri Barðdal. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. II S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SlMI 557 6677 JB—i— + Elskulegur eiginmaður minn og faðir, ÞÓRÐUR PÁLSSON fiskkaupmaður, Þorsteinsgötu 13, Borgarnesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 23. ágúst sl. Ragnheiður Elbergsdóttir, Hreiðar Þórðarsson. Ástkær móðir okkar, ODDNÝ FRIÐRIKKA HELGADÓTTIR kennari, Bogahlfð 24, andaðist í Landspítalanum föstudaginn 23. ágúst. ída Margrét Jósepsdóttir, _ Helgi Örn Pétursson. + Ástkær eiginmaður, sonur og bróðir, OLGEIR FRIÐGEIRSSON, Háabarði 11, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu laugardaginn 24. ágúst sl. íris S. Sigurberg, Rósbjörg Jónatansdóttir og systkini. + Ástkær möðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSGERÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR, Ystaseli 19, áður Óðinsgötu 16b, er lést laugardaginn 17. ágúst, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudag- inn 27. ágúst kl. 13.30 Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Blindrafélagið. Ólöf Valdimarsdóttir, Valur Ásmundsson, Þorleifur Kr. Valdimarsson, Theodóra Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær móðir okkar, HALLDÓRA GEIRSDÓTTIR, Hátúni 10B, andaðist í Landspítalanum laugardag- inn 24. ágúst. Guðni Guðnason, Þórunn Guðnadóttir, Jón Geir Guðnason, Halldór Guðnason, Hjörtur Guðnason. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ÁGÚST ÓLAFSSON, Skipholti 55, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 15. ágúst, verður jarðsunginn fró Foss- vogskirkju 28. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Elísabet Einarsdóttir, Sverrir Ágústsson, Lilja Þorsteinsdóttir, Karen Agústsdóttir, Hanna Rún Ágústsdóttir, Arnar Ágústsson, Nfna Ólafsdóttir, Hafsteinn Ólafsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.