Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 11 Aðalfundur Skógr æktar félags Islands Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞÁTTTAKENDUR á Skógræktarþingi fóru víða í vettvangsferð- ir, m.a. í sumarbústað til Guðrúnar Bjarnason við Hvaleyrarvatn, en hún er ekkja Hákonar Bjarnasonar, fyrrum skógræktarstjóra. Sljómvöld hvött til að auka fjárveitingar Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags Islands, sem lauk í Hafnarfirði á sunnudag, voru samþykktar þrjár tillögur þar sem stjórnvöld eru hvött til að auka fjárveitingar til skógrækt- armála. Samþykkt var á fundinum að vekja athygli fjárveitingarvaldsins á því að árlegar fjárveitingar til Land- græðslusjóðs hafi verið felldar úr íjárlögum sl. tvö ár. Fundurinn skor- aði á Alþingi að taka upp slíka fjár- veitingu að nýju enda væru þær góður íjárhagslegur bakhjarl skóg- ræktarfélaganna í landinu. Einnig var skorað á Alþingi, land- búnaðarráðherra og fjármálaráð- herra að sjá til þass að tryggð verði ijárveiting til plöntukaupa til Land- græðsluskóga í því skyni að ná því takmarki að gróðursetja a.m.k. 1 milljón plantna. Loks var samþykkt tillaga frá Skógræktarfélagi Árnes- inga að skora á landbúnaðarráðherra að leggja fram ijármuni í tilrauna- verkefni um skjólbeltarækt á Skeið- um í Árnessýslu. Aðalstjóm Skógræktarfélagsins var öll endurkjörin á fundinum og stjórnarmenn næsta árs eru því: Hulda Valtýsdóttir, Sveinbjörn Dag- finnsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Björn Árnason, Vignir Sveinsson, Sædís Guðlaugsdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir. Stjórnarmenn munu skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi en Hulda Valtýsdóttir var formaður. Ákveðið hefur verið að næsti aðal- fundur verði haldinn að ári í Dýra- firði í boði Skógræktarfélags Dýra- íjarðar. FRÉTTIR Ársþing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Ályktað gegn yfir- töku heilsugæslunnar SAMBAND sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, ályktaði á ársþingi sínu sem haldið er á Löngumýri í Skaga- firði gegn flutningi heilsugæsl- unnar frá ríki til sveitarfélaga. Björn Valdimarsson, varafor- maður SSNV, sagði að það væri mat sambandsins að betra væri í okkar fámenna landi að rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslu væri á einni hendi hjá ríkinu, ekki síst með tilliti til tækniþróunar. „Þessi starfsemi byggist æ meira upp á hátæknisjúkrahúsum. Sjúkrahús úti á landi eru oft meiri greiningarstaðir og eftir- meðferðarstaðir,“ sagði Björn. Hann sagði að umræðan væri vissulega ekki í sama anda og samþykkt Sambands íslenskra sveitarfélaga gekk út á á síðasta landsþingi. „Þetta mál hefur ekki verið mikið rætt með sveit- arfélögunum og við erum líka að hvetja til þess að menn ræði málið í alvöru,“ sagði Björn. Á þinginu var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Ársþing Sambands sveitarfélaga á Norð- urlandi vestra, SSNV, skorar á stjórn SSNV að leita samráðs við stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og önnur lands- hlutasambönd sveitarfélaga um endurskoðun á framkomnum hugmyndum um yfirtöku sveit- arfélaga á rekstri heilsugæslu í landinu. Þrátt fyrir samþykkt 15. landsþings Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um hugs- anlega yfirtöku sveitarfélaga á rekstri heilsugæslu hafa sveitar- stjórnir yfirleitt fjallað lítið um málið og því er eðlilegt að stjórn Sambands íslenskra sveitarfé- laga undirbúi frekari umfjöllun á næsta landsþingi sem haldið verður 1998.“ Samanburður við aðrar þjóðir á ekki við í greinargerð með ályktuninni segir: „Víða eru heilsugæslu- stöðvar og sjúkrahús samrekin og ljóst að óhagkvæmt og kostn- aðarsamt yrði að skilja þar á milli. Með aukinni tæknivæð- ingu og uppbyggingu hátækni- sjúkrahúsa eykst mikilvægi þess að öll heilbrigðisþjónusta lúti sömu yfirstjórn. Þannig verður jafnræði meðal þegnanna best tryggt ásamt rekstrarlegri hag- kvæmni. I umræðum um ný rekstrarform er mikilvægt að hafa í huga að í jafnfámennu landi og íslandi er nauðsynlegt að hafa heilsugæslu og sjúkra- húsþjónustu á einni hendi. Sveit- arfélög á íslandi eru fámenn og því á samanburður við aðrar þjóðir ekki við.“ Björn sagði að þingstörfin hefðu gengið vel. Auk heilsu- gæslumálanna var fjallað um yfirtöku sveitarfélaganna á grunnskólunum, einkum hvað varðaði þætti sem snúa að fjár- málum og stjórnun. Mikil um- ræða var um atvinnumál á föstu- dag og kynnt voru tvö verkefni sem eru í gangi í kjördæminu, annars vegar varðandi atvinnu- málefni sem félagsmálaráðherra hefur hleypt af stokkunum og hins vegar Ritts-verkefni sem Evrópusambandið er aðili að. Um er að ræða atvinnuþróunarverk- efni sem er verið að undirbúa á Norðurlandi vestra og Suður- landi með þátttöku Byggðastofn- unar og fleiri aðila. „Verkefnið miðar að því að skapa nýja möguleika í atvinnu- málum með tækni- og þekkingar- yfírfærslu í samstarfí aðila innan ESB-svæðisins,“ sagði Björn. Laguna. 5 dyra fólksbíll og skutbíll. Laguna. Fyrir þá sem kunna að meta glæsileika, fágun og gæði Staðalbúnaðurinn er ríkulegur: • 2.0 1 vél með beinni innspýtingu. • 115 hestöfl. • hækkanlegt bílstjórasæti með stillanlegum stuðningi við mjóhrygg. • strekkjari á öryggisbeltum. • öryggisbitar í hurðum. • rafdrifnar rúður. • fjarstýrðar samlæsingar með þjófavörn. • útvarp og kassettutæki með fjarstýringu og 6 hátölurum. • þokuljós að aftan og framan. • höfuðpúðar í aftursæti. • kortaljós við framsæti. • litað gler. Laguna kostar aðeins frá 1.T9B.000 kr. Listinn yfir staðalbúnaðinn er lengri og enn er ótalinn sá aukabúnaður sem hægt er að fá til viðbótar. RENAULT FER Á KOSTUM ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINNSlMI: 553 1236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.