Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 14

Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Brúarhlaup gegn reykingum Morgunblaðið/Sig. Jóns. STARFSMENN brúarhlaupsins á Tryjg-gvatorgi á Selfossi ásamt Rafni Haraldssyni, stjórnarformanni Isfugls, með kjötverðlauna- gripi hlaupsins, holdakjúklinga. Selfossi - Brúarhlaup Selfoss fer fram 7. september næstkomandi. Hlaupið er orðinn fjölmennasti íþróttaviðburðurinn á Selfossi og hefur skapað sér ákveðinn sess í bæjarlífinu. í ár er hlaupið einn af burðarásum dagskrárinnar Sumar á Selfossi en laugardagurinn 7. sept- ember er einmitt einn af sumardög- unum með skemmtilegri dagskrá fyrir bæjarbúa og gesti. Hlaupið fór fyrst fram 1991 á 100 ára afmæli Ölfusárbrúar. Upp frá því hefur þátttakendafjöldinn farið vaxandi ár frá ári og í fyrra voru þátttakendur í þessum viðburði ríf- lega 1.100 talsins. í ár hafa forráða- menn hlaupsins sett sér það takmark að þátttakendur verði 1.500. Bæj- arbúar og ailir þeir sem áhuga hafa á hollri hreyfingu eru.hvattir til að taka þátt í hlaupinu og sameinast um að gera það að skemmtilegum viðburði þar sem holl áreynsla ræður ríkjum í góðum félagsskap. Hlaupið gegn reykingum Einkunnarorð hlaupsins að þessu sinni eru: Fyrir betra líf án tób- aks. Með þessum orðum leggja hlauparar Brúarhlaupsins og reið- hjólafólk sitt af mörkum til barátt- unnar gegn reykingum. Þátttakend- ur geta hlaupið, hjólað, skokkað eða gengið, allt eftir því hvað hver vill. I boði eru 10 kílómetra hjólreiðar, 2,5 km hlaup, 5 km og 10 km hlaup og síðan 21 km hálfmaraþon. Þátt- takendur í hálfmaraþoni þurfa að hafa náð 16 ára aldri. Skráning í hlaupið hefst 30. ágúst klukkan 16 í Kjarnanum í KA á Selfossi. 31. ágúst er skráningartími klukkan 11 - 14. 5. september frá klukkan 16 og 6. september frá klukkan 12. í Reykjavík getur fólk skráð sig á skrifstofu Ungmennafé- lags Islands að Fellsmúla 26. Fyrir utanbæjarfólk og þá sem eru seinir fyrir er gefinn möguleiki á skráningu að morgni 7. september í Tryggva- skála. Skráningargjald er 800 kr. fyrir 12 ára og eldri og 400 kr. fyr- ir 11 ára og yngri og greiðist það við skráningu en þá fær hver þátttak- andi merktan bol til að hlaupa í. Einnig gefst hlaupurum kostur á að fá keyptar húfur merktar hlaupinu. Númer verða síðan afhent frá klukk- an 10 á hlaupadaginn í bækistöð hlaupsins, Tryggvaskála. Sigurvegarar fá kjúkling Allir sem Ijúka hlaupinu fá verð- launapening en auk þess fá karl og kona sem eru fyrst í hverri vega- Iengd kjúklingapakka frá Ísfugli og í hálfmaraþoni fá sigurvegarar fría gistingu í tveggja manna herbergi ásamt morgunverði í Gesthúsum á Selfossi eða á Hótel Vík í Mýrdal. Hlaupið hefst á Ölfusárbrú, hlaup- ið er um Austurveg, Langholt, Foss- heiði, Gagnheiði, Lágheiði og því lýk- ur síðan á Eyravegi framan við Hót- el Selfoss. Á hótelplaninu geta hlaup- ararnir hresst sig á vatni eða drykkn- um Garpi eftir hlaupið og þar fer verðlaunaafhending fram strax að loknu hlaupi. Þátttakendur í hlaupinu geta farið frítt í Sundhöllina og skol- að af sér svitann eftir átökin. Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gæðamjólkurframleiðendur í Austur-Húnavatnssýslu. Viðurkenningar fyrir gæðamjólk Blönduósi - Ellefu mjólkurfram- leiðendur í A-Húnavatnssýslu fengu viðurkenningu Sölufélags A-Hún- vetninga (SAH) fyrir hágæðamjólk framleidda á árinu 1995. Þetta er í níunda sinn sem SAH veitir mjólk- urframleiðendum slíka viðurkenn- ingu og á þessum níu árum hafa ábúendur í Austurhlíð í Blöndudal sex sinnum hlotið viðurkenningu fyrir gæðamjólk. Mjólkurbússtjóri mjólkursam- lagsins á Blönduósi, Páll Svavars- son afhenti þessar viðurkenningar í samsæti á Sveitasetrinu fyrir skömmu. Auk ábúenda í Austurhlíð fengu ábúendur eftirtalinn'a jarða viðurkenningu fyrir hágæðamjólk: Haustvörurnar streyma inn WÍJ&3 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Auðólfsstaða, Árholts, Blöndudals- hóla, Steinnýjarstaða, Steinár II, Neðri-Harrastaða, Hróarsstaða, Skinnastaða, Syðri-Grundar og Syðri-Löngumýrar. Páll Svavarsson mjólkurbússtjóri sagði að til að verða þessarar viðurkenningar að- njótandi þyrftu mjólkurframleið- endur að uppfylla mjög strangar gæðakröfur hvað varðar fjölda gerla og frumna í mjólkinni „og þessar kröfur uppfylla menn ekki nema með mikilli nákvæmni í dag- legum rekstri kúabúsins". Templarahöllin Eiríksgata 5 og byggingarréttur til sölu Húsið er kjallari og þrjár hæðir samtals um 1694 fm. í kjallara er samkvæmissalur, eldhús, snyrtingar o.fl. Götu- hæð gæti hentað fyrir hvers kyns skrifstofur og þjónustu. Á 2. og 3. hæð eru skrifstofur og fundarsalir. Byggingarréttur er áætlaður fyrir u.þ.b. 3200 fm byggingu. Allar nánari upplýsingar veita Þorleifur eða Sverrir í Eignamiðlunni og Kári á Garði. EIGNAMIÐIUNIN «.f Abyrg þjónusta í áratugi Sími 588 9090 - Fax 588 9095 Síðumúli 21. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. ^ejgnas^/ GARfíUR S. 562-1200 562-1201 Skipholti 5 Sveif seglum þöndum Vopnafirði - Það var glæsilegt far sem sigldi í höfn á Vopna- firði nýlega. Þar var á ferðinni Avance, 150 tonna skúta frá Noregi, af gerðinni Jongert 30M, ein af þeim glæsilegustu. Skútan var smíðuð í Hollandi fyrir 6 árum. Eigandi skútunnar, Jacob Stolt-Nielsen, er norskur skipa- flotaeigandi en skip hans ann- ast efnaúrgangsflutninga um heiminn. Níu menn voru um borð. Þeir sögðust ætla að sigla á slóðum víkinga og lögðu upp frá Hauganesi i Noregi, sigldu þaðan til Hjaltlandseyja, Fær- eyja og íslands. Til Vopnafjarðar komu þeir fyrst og fremst til að komast í veiði í Hofsá. Veiðin tókst með ágætum því um borð fóru 20 dáindis bleikjur. Frá Vopnafirði var ferðinni heitið til Akureyrar og þaðan til Vínlands og síðan til Ný- fundnalands. Það var tilkomu- mikil sjón að sjá skipið sigla fjörðinn undir fullum seglum. Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir Vegagerð í Vopnafirði Vopnafirði - Þeir voru ekki í nein- um vandræðum með vegagerðina, þeir Valgeir Mar Friðriksson og Ivar Örn Grétarsson þar sem þeir hrærðu steypu úr sementi, sandi og vatni. Þeir unnu að endurbótum á vegum sem þeir höfðu lagt um kletta á Vopnafirði en voru í svo- litlum vandræðum á einum stað vegna skriðufalla. Þeir voru að íhuga gangagerð með því að leggja plastflösku á hliðina og steypa svo yfir. Það væri ekki ónýtt ef ráða- mönnum landsins tækist að finna jafneinfalda lausn á vegasambandi Vopnfirðinga yfir á Hérað. Vegir eru lífæðar fólks í afskekktum sveitum landsins til annarra lands- hluta og nú þegar haustar að lok- ast brátt heiðarvegurinn frá Vopnafirði yfir Hellisheiði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.