Morgunblaðið - 31.08.1996, Síða 9

Morgunblaðið - 31.08.1996, Síða 9
M OÍÍG U MÍL AÖl Ð; LA U G ARD:ÁtíU R 31. :;BT?99í» FRETTIR Skógræktin og Skeljungur í stígagerð á Þingvöllum Skógurinn í Hrafnagjár- hallinum aðgengilegri Nýjar vörur frá ARA Jakkar, pils, blússur Kringlunni 8-12 TISKUVERSLUN sími: 553 3300 SUMARIÐ 1958 voru gróðursettar hundrað þúsund tijáplöntur með eins metra millibili á um fjórtán hektara svæði í Hrafnagjárhallinum norðaustan Þingvallavatns. Nú, 38 árum seinna, eru hæstu trén orðin um átta metrar á hæð og skógurinn svo þéttur að erfitt er að komast þar leiðar sinnar. Skógrækt ríkisins og Skeljungur hafa nú tekið hönd- um saman um að ryðja stíga í skóg- inum í þeim tilgangi að gera hann aðgengilegan fyrir almenning. Kristinn Skæringsson, skógar- vörður á Suðvesturlandi, stjórnar framkvæmdunum fyrir hönd Skóg- ræktarinnar. Hann var einnig verk- stjóri við gróðursetninguna 1958 og segir að menn hafi ekki haft mikla trú á því þá að plönturnar myndu verða stórar. „Það er hreint ótrúlegt hvað þessi tré hafa vaxið á þessum tíma, því að jarðvegurinn var mjög rýr. Við vorum í vandræðum með að koma þessum litlu plöntum niður og ein- hvernveginn gerði maður þetta kannski með því hugarfari að þetta myndi ekki spretta, það myndi drep- ast svo og svo mikið úr þessu. En tilfellið er að það hefur bara ekki drepist svo mikið úr því,“ segir Kristinn. Stígar jafnaðir Hann segir að hugmyndin með því að planta svona þétt hefði verið sú að trén myndu skýla hvert öðru meðan þau væru að komast upp. Bilið á milli plantna hefði verið um einn metri en nú orðið væri bil milli plantna við gróðursetningu aldrei minna en tveir metrar og oft tveir og hálfur. Vinna hófst í síðustu viku við að ryðja stíg í gegnum skóginn, fella tré og klippa greinar og hafa þrír starfsmenn Skógræktar ríkisins komið þar að verki. Þetta er þó aðeins byijunin og verður haldið áfram næsta sumar. Stígarnir verða jafnaðir og borið ofan í þá kurl úr trjám sem grisjuð verða úr skógin- um. Sest niður á sjónarhólum Ætlunin er að leggja nokkrar mislangar hringleiðir um skóginn, með svokölluðum sjónarhólum, þar sem komið verður fyrir borðum og bekkjum, þar sem vegfarendur geta tyllt sér niður og notið útsýn- isins. Aðspurður um hvort fyrir liggi kort eða teikningar af fyrirhuguð- um stígum, vill Kristinn sem minnst segja. Hann vilji helst leggja stíginn og færa hann svo inn á kortið, þann- ig sé frekar hægt að láta stíginn Morgunblaðið/Þorkell GUNNAR E. Kvaran, upplýsingafulltrúi Skeljungs, og Kristinn Skæringsson, skógarvörður, spá í spilin. í □Q I KÓR LANGHOLTSKIRICJU Getum bætt við sö ngfólki í allar raddir. Góð rödd og tónkeym er frumskilyrði. Söngíólfe með tónlistar- menntun gengur jjó að öðru jöínu íyrir. Nánari upplýsingar og innritun í Langfeoltsfeirfeju í síma 568 9430 á sferifstofutíma fyrir 7. september. KÓRSKÓLI LANGHOLTSKIRigu fyrir töm og unglinga. Sfeólinn verður settur 12. september fel. 17.00 Kennslugreinar eru tónfræði, tónfeeyrn, raddjijálfun og samsöngur. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum felufefean 17-18:20 Kennarar eru Signý Sæmundsdóttir óperusöngfeona, Laufey Ólaís- dóttir tónmenntarbennari og Jón Stefánsson bantor. Kennslugjald er fer.12.000 fyrir fevora önn. Nánari upplýsingar og innritun í Langfeoltsfeirfeju í síma 568 9430 á sbrifstofutíma fyrir 12. september. ÍSLEIFUR Kristinsson, starfsmaður Skógræktarinnar, ryður sér braut gegnum þéttan skóginn. aðlagast landinu. Sé byijað á því að vinna alltof mikið á teikniborðinu sé hætt við því að stígurinn verði bara eitt beint strik. Plönturnar sem gróðursettar voru 1958 voru skógarfura, stafa- fura, rauðgreni, sitkagreni og sitka- bastarður. Skógarfuran þreifst ekki vegna lúsar og- að sögn Kristins er megnið af skógarfurunni dautt, þó að ein og ein tóri enn. „Sitkabast- arðurinn ber hinsvegar af, en hann er blanda af sitkagreni og hvít- greni. Hann vex jafnt og stöðugt og veðrun hefur engin áhrif á hann. Þó að sitkagrenið sé mjög fallegt, þá er bastarðurinn enn skarpari," segir hann. Hluti af stærra samstarfsverkefni Vinnan við stigalagninguna á Þingvöllum er hluti af stærra sam- starfsverkefni sem ber heitið „Skógrækt með Skeljungi". Sam- starfíð hófst árið 1993 og síðan hefur Skeljungur hf. styrkt skóg- rækt í landinu um 40 milljónir króna, að sögn Gunnars E. Kvaran, upplýsingafulltrúa Skeljungs. Lagðir hafa verið göngustígar og komið fyrir merkingum og án- ingarstöðum í skóglendum Skóg- ræktar ríkisins víða um land. Má þar til dæmis nefna Vaglaskóg, Jafnaskarðsskóg við Hreðavatn, Haukadalsskóg í Biskupstungum og Reykjarhólsskóg í Varmahlíð. Á þessu ári hafa meðal annars verið lagðir stígar í Þórsmörk og á Hall- ormsstað, auk verkefnisins á Þing- völlum. ÓTTU ÞESS BESTA í MAT OG DRYKK. ÞAÐ KOSTAIl EKKl MEIRA. e^AUTALUNDIR CARPACCIO MEÐ SOjARISTAÐRI HÖRPUSKEL OG ENGIFEROLÍU. ‘MÁRINERAÐUR SKÖTUSELUR í DIJON OG GRÆNPIPAR, OFNBAKAÐUR MEÐ HVÍTLAUKSSÓSU. REIAIS & CHATEAUX. TTf BERGSTAÐASTRÆTI 37 SÍMI: 552 57 00, FAX: 562 30 25 IRAMIZU. SÝNISHORN ÚR MATSEÐLI. ntíU AJtofnnö «97+ munir NÝKOMNAR VÖRUR Antik munir, Klapparslíg 40, sími 552 7977 G) ty5 Skólatöskur Mikið úrval Mnifc fyrir alla aldurshópa fh/f Gott verð Laugavegi 58, sími 551 3311. Persía Opið laugardag og sunnudag. Suðurlandsbraut 4ó v/Faxafen - Sími: 568 6999,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.