Morgunblaðið - 31.08.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 31.08.1996, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Tæknival hf. Úr milliuppgjöri 30.júni 1996 Rekstrarreikningur Mnijónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 941,3 665,9 +41,4% Rekstrarqjöld 892.5 633.9 +40.8% Rekstrarhagnaður 48,7 32,0 +52,2% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (9,4) (1,6) -487,5% Hagnaður fyrir skatta 39,3 33.7 +16.6% Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélaga 0,06 0,2 -50,0% Hagnaður ársins 30,9 23,5 +31,5% Efnahagsreikningur 30. júní: 1996 1995 Breyting 1 Eianir: \ Veltufjármunir 413,6 465,0 -11,1% Fastaf jármunir 132,9 107,0 +24,2% Eignir samtals 546,5 572,0 -4,5% 1 Skuidir og eiqiO fó: \ Skammtímaskuldir 247,9 377,5 -34,3% Langtímaskuidir 55,5 53,4 +3,9% Eigið fé 243,1 141,1 +72,3% Þar af hlutafé 120,0 100,0 +20,0% Skuldir og eigið fé samtals 546,5 572,0 -4,5% Sjódstreymi Handbært fé frá rekstri 30,7 HB og Miðnes undirrita viljayfirlýsingu um sameiningu Stefnt að samruna um áramót undir nafni HB HARALDUR Böðvarsson hf. á Akranesi og Miðnes hf. í Sandgerði hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu fyrirtækjanna tveggja undir nafni Haraldar Böðvarssonar. Gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi 1. janúar 1997, en fram að þeim tíma verður samvinna fyrir- tækjanna tveggja aukin. Að sögn Sturlaugs Sturlaugsson- ar, aðstoðarframkvæmdastjóra Haraldar Böðvarssonar hf., mun aukin samvinna fyrirtækjanna tveggja í raun fela það í sér að þau verði rekin sem eitt fram að samein- ingu um áramót. „Það byijar nýtt kvótaár nú 1. september og það eru hagsmunir beggja fyrirtækja að þau nái að hámarka tekjur sínar og lágmarka kostnað. Því verða þau rekin með nánast eitt fyrirtæki í huga og kvóti, vinnsla og önnur aðstaða verða samnýtt," segir Sturlaugur. Hann segir að þessar aðgerðir séu fyrsta lotan í sameiningu fyrir- tækjanna og farið verði út í hagræð- ingaraðgerðir í rekstri hins nýja fyrirtækis, þegar sameiningunni sé að fullu lokið. Að sögn Sturlaugs munu um 450 starfsmenn starfa hjá Haraldi Böð- varssyni eftir sameininguna. Hann segir ekkert liggja fyrir um neinar uppsagnir á starfsfólki í tengslum við sameininguna. Sem kunnugt er var upphaflega rætt um að sameina HB, Krossvík, Miðnes og Þormóð ramma hf. á Siglufirði, en síðastnefnda fyrirtæk- ið dró sig út úr sameiningarviðræð- unum fyrr í þessum mánuði. Gunnar Ólafsson, framkvæmda- stjóri Miðness, segir að auðvelt hafi verið að ganga frá sameiningu fyrirtækjanna tveggja, þar sem nánast hafi aðeins verið eftir að ákveða hlutaskiptinguna. Hann segist vera mjög ánægður með að þessi sameining sé nú í höfn, enda hafi hún skipt fyrirtæk- ið miklu máli. Þessari sameiningu fylgi möguleikar á aukinni sérhæf- ingu og þar með hagræðingu, m.a. með samnýtingu á kvóta og skipum sem styrki grundvöll fyrirtækisins. Hlutur HB í nýja fyrirtækinu 73% Hlutafé hins sameinaða fyrirtæk- is verður 1.100 milljónir króna og verður hlutur HB tæp 73% við sam- einingu en hlutur Miðness rúm 27%. Hið sameinaða félag mun ráða yfir rúmlega 21 þúsund tonna aflaheim- ildum í þorskígildum talið. Félagið mun reka tvo frystitog- ara, þrjá ísfisktogara, þrjú nóta- skip, einn vertíðarbát, tvö frystihús, fiskimjölsverksmiðju og síldar- og fiskverkun, auk stoðdeilda. Höfuð- stöðvar þess verða á Akranesi. Tæknival hf. með 31 milljónar hagnað Afkoma mun betri en áætlað var TÖLVU- og hugbúnaðarfyrirtækið Tæknival hf. skilaði alls um 31 millj- ónar króna hagnaði fyrstu sex mán- uði ársins. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 23 milljónir. Þetta er mun betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir og má fyrst og fremst rekja hana til um 41% veltuaukpingar á tímabilinu frá því í fyrra. Á meðfylgjandi töflu má sjá helstu stærðir úr milliuppgjöri fyrir- tækisins. Að sögn Rúnars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Tæknivais hf., gera áætlanir fyrir árið í heild ráð fyrir um 85 milljóna króna hagnaði fyrir skatta og 1.963 milljóna veltu. Hann segir að júlímánuður sé jafnan lakasti tími ársins hjá fyrirtækinu, en besti tíminn jafnan frá september til ársloka. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að áætlunin stand- ist. Það er mikið líf núna og ágúst- mánuður kemur vel út,“ sagði hann. Aukin umsvif í öllum deildum Rúnar segir að umsvifin hafi auk- ist tiltölulega jafnt í öllum deildum og þær séu að gera betur en áætlan- ir gerðu ráð fyrir. Eiginfjárstaða Tæknivals hefur styrkst verulega á þessu ári, bæði vegna hagnaðar og útboðs á nýju hlutafé. Eins og sést á meðfylgjandi töflu nam eigið fé í lok árs 243 milljónum og hafði aukist um 102 milljónir. Lokagengi á hlutabréfum Tæknivals hf. í viðskiptum á Verð- bréfaþingi í gær var 5,2 og hefur það hækkað um 147% frá áramótum. fj/ómistti Fáðu pér miða fyrir kl. 20,20 í kvöld Morgunblaðið/Þorkell Stærsti inn- kaupapoki í heimi í Kringlunni FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra vígði í gær stærsta plastpoka í heimi að viðstöddu fjölmenni í Kringlunni. Pokan- um er ætlað að vekja athygli á átakinu „íslensk versiun - allra hagur,“ sem Kaupmanna- samtökin, Féiag íslenskra stór- kaupmanna, Hagkaup og Sam- tök samvinnuverslana standa fyrir. Með áletrun á pokanum eru þeir landsmenn, sem ætla í verslunarferðir til útlanda í haust, hvattir til að bera saman verð, gæði, skilarétt o.fl. þar og hér heima. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmanna- samtakanna, segir að átakið sé þörf áminning þeim íslend- ingum, sem ætla í verslunar- ferðir fyrir jólin. Með því sé verið að vekja fólk til umhugs- unar um þau viðskipti sem flytjist úr landi með þessum hætti. Póstverslun Fríhafnar lögð niður UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur lagt póstverslun Fríhafnarinnar í Leifsstöð niður og framtíð komu- verslunarinnar er í athugun. Viðskiptavinum Fríhafnarinnar hefur staðið til boða að greiða fyrir vörur með greiðslukortum í gegnum síma. Farþegar sem leið eiga um flugvöllinn hafa síðan getað sótt vör- una fyrir kaupandann. Þannig að viðskiptavinir Fríhafnarinnar hafa ekki þurft að fara af landi brott til að kaupa vöru án álagðra gjalda rík- issjóðs. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtaka Islands, segir samtökin fagna ákvörðun ráðu- neytisins um að hætta póstviðskipt- um í Fríhöfninni. „Aftur á móti hef- ur ráðuneytið ekki tekið ákvörðun um hvort komuverslunin verði rekin áfram og við munum halda áfram kröfunni um að henni verði breytt á þann veg að þar verði eingöngu selt áfengi og tóbak. Við höfum óskað eftir því að verslunar- og þjónustu- rými í flugstöðinni verði aukið og ráðuneytið tekur undir þær óskir,“ segir Sigurður. Ekki náðist í Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis, vegna málsins. -----♦--------- Strengur selur hlut sinn íSkyggni STRENGUR hf. hefur selt allan hlut sinn í hugbúnaðarfyrirtækinu Skyggni hf., en fyrirtækið átti 50% hlutafjár á móti Burðarási hf. Kaup- andi bréfanna var Skyggnir, en fyrir- tækið hefur þegar selt Tölvumyndum hf. þennan hlut. Stefnt er að því að fyrirtækin tvö verði sameinuð í kjöl- farið, að því er fram kemur í frétt. Skyggnir var stofnaður af Streng og Burðarási í apríl á síðasta ári og er heildarhlutafé fyrirtækisins 10 milljónir króna. Aðalverkefni félags- ins hefur verið sala á viðskiptahug- búnaðinum Fjölni, sem Strengur er umboðs- og dreifíngaraðili fyrir. Tölvumyndir hafa starfað á sama sviði en sérhæft sig í Microsoft hug- búnaðir. Ástæða þess að Strengur ákveður að selja hlut sinn nú er að söluaðilum á viðskiptahugbúnaðinum Fjölni hefur íjölgað mjög upp á síðkastið og í ljósi þess varð það að samkomulagi að Strengur drægi sig út úr Skyggni. Fyrirtækið mun þó áfram vera söluað- ili á Fjölni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.