Morgunblaðið - 31.08.1996, Page 25

Morgunblaðið - 31.08.1996, Page 25
SKÓLÆ TÍSKA FORELDRAR ræða það gjarnan sín á milli hve dýrt það er að fata börnin upp fyrir skólann á haustin. Sumum er líka farið að blöskra hve krakkarn- ir eru kröfuharðir. Það dugar oft ekkert minna en dýr mei’kjavara til að fullnægja þörfum þeirra en fatnaður saumaður heima eða keyptur í stórmarkaði þykir ekki nógu fmn.“ Þetta segir Anna F. Gunnars- dóttir útlitshönnuður sem vil koma á skólabúningum hér á landi. „Dóttir mín sem er sjö ára var spurð að því af skólasystur sinni hvar fötin hennar væru keypt. Fékk svo að vita að föt sem eru keypt í stórmarkaði væru bara druslur en föt keypt í barnafata- verslun, sem hún tiltók og selur dýra merkjavöru, væru það fín- asta. Þetta er kannski fyrst og fremst foreldravandamál," bætir Anna við. Nýlega brá Anna sér til Or- lando á Flórída til að kynna sér skólabúninga og heimsótti meðal annars Dennis Uniform Manifact- uring Company sem er stór fram- leiðandi á þessu sviði. Anna sýnir okkur bæklinga sem hún hefur MORGUNBLAÐIÐ tekið með sér þar sem sjá má margvíslegar útfærslur á fatnaðin- um. Hún flettir bæklingnum, bend- ir og útskýrir: „Fyrir stúlkurnar er boðið upp á köfíótt eða grá plíseruð pils eða köflótta skokka. Við þenn- an fatnað eru hafðar einlitar rúllu- kragapeysur, pólóbolir og jakka- peysur yfir. Fyrir strákana eru það síðbuxur úr kakí eða dením- efni og við þær eru pólóbolir, skyrtur, peysur, jakkar eða léttar blússur. Peysurnar eru úr bómull og mætti framleiða þær hér á landi. Pilsin eru úr blöndu af polyester og bómull sem hægt er að þvo í þvottavél og ekki þarf að strauja en halda sé mjög vel. Skól- arnir í samráði við foreldrana og börnin gætu ákveðið samsetning- una á fatnaðinum og valið litina en framleiðandinn býður upp á mikla breidd í litum.“ Blaðamaður sem þykist hafa nokkra reynslu af barnauppeldi þarf endilega að skjóta inn sínum athugasemdum: Mín reynsla er sú að strákar að ellefu ára aldri vilji helst ganga í joggingfötum. Þau fara líka vel undir kuldagöllunum sem margir krakka ganga í yfir veturinn. Morgunblaðið/Golli. Eg feeeer ekki í þessu fötum . . „Ef svo er væri hægt að fá jogg- inggalla þar sem skólamerkið væri sett í barminn," segir Anna. Svo er ég líka hrædd um að það sé of kalt fyrir stelpur að vera í stuttum pilsum á veturna þó að þær séu í þykkum sokkabuxum, bætir blaðamaður við. „Mér fyndist ekkert að því að bæði strákar og stelpur væru í gallabuxum a.m.k. þegar kaldast er en væru í eins peysum að ofan. Hvað um ytri fatnað og skó, yrðu þeir líka eins hjá öllum? „Nei, því réðu menn sjálfir." Hvað mundi svona klæðnaður LAUGÁRDAGUR 31. ÁGÚST 199þ .25 kosta ef gert væri ráð fyrir tvenn- um klæðnaði á hvert barn? „Um fimmtán þúsund krónur, býst ég við.“ Hverja telur þú helstu kostina við skólabúninga? „Þeir losa foreldra og börn við vangaveltur um í hverju barnið eigi að fara í í skólann og hvort það sé nógu smart. Hver þekkir ekki athugasemdina; Eg feeeer ekki í þessu fötum . . .,“ segir Anna og kímir. Skólabúningar geta líka dregið úr áhrifum stéttaskiptingar sem er orðin nokkuð áberandi hér á landi og husanlega minnkað einelti. Auk þess sem það er ódýrara að kaupa fjöldaframleiddan fatnað. Skóla- búningar geta líka aukið samheldni og stolt innan veggja skólanna,“ segir hún. Heldui- þú að krakkar vilji vera svona fínir í skólanum eins og þess- ir búningar gera ráð fyrir? „Mér fmnst að börnin megi punta sig svolítið fyrir skólann. Kæra íslenskir krakkar sig um að vera allir eins? „Þeir verða bara eins klæddir í skólanum en þegar þeir koma heim skipta þeir um föt og fara í eitthvað þægilegra. Það ber að hafa í huga í þessu sambandi að það eru ekki fötin sem skapa einstaklinginn heldur innri maðurinn." Hefur þú athugað hljómgrunninn fyrh; skólabúningum hér á landi. „Eg ræddi við fulltrúa í mennta- málaráðuneytinu. Hann benti mér á að hyggilegast væri að prófa þetta í litlum skólum til að byi’ja með og þá aðeins á yngri börnun- um. Einnig færði ég þetta í tal við skólastjóra Tjarnarskóla. Henni leist vel á hugmyndina en þar eru aðeins unglingar í skólanum. Ég er rétt að byrja að kynna hugmyndir mínar að skólabúningum svo kem- ur í ljós hvað landinn vill.“ 1 9ll9 6 WMW& ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR Dómari: Jón Sigurjónsson Aðstoðardómarar: Gísli Björgvinsson og Róbert Róbertsson FJórði dómari: Guömundur J. Jónsson Eftirlitsmaður KSÍ: Páll Júlíusson TVÖ -f ÁDAG - alla cevil

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.