Morgunblaðið - 31.08.1996, Side 27

Morgunblaðið - 31.08.1996, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ IIKI ] LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 2 7 IIIU M Lvll því ólíkt voldugri tilfínning en að stýra klessubílunum í gamla daga. Og betra að sneiða hjá öllum bauj- um. Bræðurnir spá og spekúlera hins vegar í því hvar fískurinn heldur sig. Þegar komið er út á miðin eru vonbrigðin mikil. Þar er of mikill öldugangur. I stað þess að gefast upp er ákveðið að reyna í skjóli við Gróttu. „Við getum ekki farið nær landi en það,“ segir Rolf. „Þá gæt- um við allt eins farið út í næstu fiskbúð." Lengi Hfi Sinatra! Rolf stöðvar bátinn úti fyrir Gróttu, kveikir á tónlist og undir- býr fyrsta kastið, en blaðamaður fylgist vantrúaður með og reynir að standa í fæturna í öldugangin- um. Þegar veiðarnar hefjast hljóm- ar lagið New York út yfir hafflöt- inn: „You make it anywhere ...“ Enginn fiskur gerir vart við sig. Ef til vill er meistari Frank Sinatra þeim ekki að skapi. Eðahvað? Rolf innbyrðir fyrstu ýsuna og tónninn er gefinn. Lengi lifi Sinatra! Blaðamaður fyllist bjart- sýni, tekur við stönginni og kastar. í sama mund bendir Þórhallur honum á hnísu sem byltir sér úti í. flóanum. I fyrsta skipti sem blaða-! maður sér hnísu og í ákafanum sem því fylgir festir hann í botnin- um. Það tekur tíu mínútur að reyna að losa önglana aftur — áður en slitnar. Blaðamaður flýtir sér að segja við Þórhall: Jæja, hvað erþað sem heillarþig heist viðsjóinn? En Þórhallur er of upptekinn við að festa nýja öngla á færið til að svara. Afturhvarf tii náttúrunnar_________________ „Ég veit fátt meira heillandi en heitar og lygnar miðsumarnætur á sjónum,“ segir Rolf með ánægju- svip. „Þegar kyi-rð er í lofti, fersk- ur blær og báturinn er umvafinn fiskum og fuglum. Það samsvarar afturhvarfi til náttúrunnar í mín- um huga. Jafnast á við að vera kominn inn í eilífðina." Við erum á leið í smuguna í mynni Hvalfjarðar, en þar liggur ýsan í köntunum. A borðum eru samlokur, kaffi og kók til að seðja sárasta hungrið. Svo hefjast veiðar á ný. „Ef þið fáið í soðið erum við ánægðir," segir Rolf. Hann bætir við að aðalgangan sé ekki komin ennþá og þess vegna séu fáir bátar á sjó. „Þetta er bara til að fá súr- efni,“ segir hann. Blaðamaður fær reyndar meira upp úr krafsinu, því hann fær í of- análag nokkrar ýsur með sér heim- leiðis. Ekki má gleyma góða skap- inu og fullvissunni um það að hann sé til einskis nýtur á sjónum og best geymdur í blaðamennsku. Eða hvað? sama hvað þú færð í skólan Laugavegi 118, sími 511 1170 Bókabúðin Hlemmi Álfabakka 14, sími 577 1130 Bókabúðin Mjódd Bókabúðin Suðurströnd, Suðurströnd 2, sími 511 1180 náðu þér í tíuna og tryggðu þér afslátt fyrir skólavertíðina I Tían er afsláttarkort sem veitir 10% afslátt af öllum vörum ■ nema íslenskum bókum og tímritum í Bókabúöinni Hlemmi, Bókabúöinni Mjódd ■ og Bókabúöinni Suöurströnd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.