Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Mynd II! Samskiptafjöldi iækna/sjúklinga og greiðsluform eftir löndum Ástralía 25% Japan 10-30% Vestur-Pýskaland 0 FrakKland 25% Belgia atv.rek. 100% Kanada 0 Austurríki 20% gr 10-20% Bandaríki N-Am. aukanr Grikkland 0 Finnland 0 Portúgal 0 ------Svíbiáð 300-600 ikr italia 0 Janmörk „ Irland 0 f.tekiulága Holiand 0 f.tekjulága --------Islanri fino ikr Spánn 0 Sviss 10% kostn. Lúxemborg 5% kostn. Nýja Sjáland aukagr. samskipti lækna/sjúkl. Samfélagsrekinni þjónustu fylgir lægri kostnaður Greiðsluform heilbrigðisþjónustunnar Ólafur Ólafsson ÁHRIFAMESTA ráðið til þess að lækka heildarkostnað við heil- brigðisþjónustu er að beina sjúklinga- straumnum sem mest til heilsugæslunnar. I sumum löndum tíðk- ast að gera verktaka- samning við stofnanir eða lækna. Þessum samningum fylgir oftast að greitt er fyrir læknis- þjónustu eftir afköstum (fee for service). Mynd II sýnir kostnað við heil- brigðisþjónustuna sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu og á íbúa mælt sem PPP einingar (greiðslukarfa fyrir alla venjulega læknisþjónustu) árið 1992. Mynd II Greiðslur samkvæmt afköstum kalla á víðtækari rannsóknir, „ónauðsynlegar aðgerðir" og fjölgun samskipta og þ.a.l. eykst oft kostn- aður við þetta greiðsluform (sbr. mynd III). Að áliti OECD eykst heildarkostnaður vegna þessa fyrir- komulags heilbrigðisþjónustunnar um 12%. 1) Undantekningar eru þó frá þessari reglu t.d. í Japan þar sem samskiptatíðni er tiltölulega há en mikið um lyíjaávísanir (lyf afgreidd beint af læknum eða „yfir borðið“). Greiðslur á íbúa mælt sem „lækn- ingakarfa" og útgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu er mun lægri í þeim löndum þar sem aðal- lega er notast við fast launakerfi lækna eða fasta greiðslu til lækna fyrir hóp sjúklinga (capitation-kerfi) borið saman við lönd þar sem greitt er eftir afköstum. I síðarnefndu löndunum er oftast gerður verktaka- samningur við lækna. Mynd III Heilsugæsla: Engin þjónustugjöld Við nánari athugun kemur í ljós að í þeim löndum þar sem engar eða litlar greiðslur eru fyrir heilsugæslu leita sjúklingar mest til heilsugæslu en minna til sjúkrahúsa. Heildar- kostnaður við heilbrigðisþjónustu er þar lægstur borið saman við lönd þar sem sjúklingar greiða nokkuð úr eig- in vasa fyrir heilsugæslu (sjá töflu III). Áhrif þjónustugjalda og lækkaðrar endurgreiðslu eru tvíeggjuð Til þess að draga úr lyfjakostnaði og lækka útgjöld er mjög vinsælt meðal stjórnmálamanna og stjórn- enda að leggja aukin álög á sjúkl- inga, t.d. með hækkuðum þjónustu- gjöldum og/eða að draga úr endur- greiðslum. Sú ákvörðun er þó mjög oft tvíeggjuð. Að vísu getur t.d. lyfja- notkun minnkað og aðsókn til lækna minnkað en oftast hækkar annar kostnaður samanber hér að neðan. 1) Allvíðtæk rannsókn í Bandaríkjunum leiddi í ljós verulega fjölgun innlagna á geðsjúkra- hús og elli- og hjúkrun- arheimili í kjölfar hækk- aðra þjónustugjalda (2, 3, 4). 2) Takmörkun á endur- greiðslum geðlyfja í New Hampshire leiddi til fækkunar ávísana á geðlyf en stóraukins kostnaðar vegna inn- lagna sjúklinga (2). 3) Samfara hækkun þjónustugjalda lyfla fækkaði verulega ávís- á nauðsynleg hjarta-, æða-, Útgjöld til heilbrigðis- mála eru lægst, segir Ólafur Ólafsson, í þessari annarri grein af þremur, þar sem sjúklingar greiða ekkert úr eigin vasa fyrir þjónustu á heiisugæslu- stöðvum og tilvísunar- unum sykursýkis- (insúlín) og skjaldkirtils- lyf. Þessi ráðstöfun hafði slæm áhrif á líðan sjúklinga (2, 3, 4). Til lækkun- ar á kostnaði er árangursríkara að freista þess að hafa áhrif á ávísana- venjur íækna, t.d. með betri upplýs- ingum um áhrif lyfja, m.a. samheita- lyfja, eins og nú er verið að gera til- raun með á Islandi (Landlæknisemb- ættið, Tryggingastofnun ríkisins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- kerfi er við lýði. neyti). Ennfremur að takmarka að nokkru ávísanafrelsi lækna sem ávísa „of miklu“ af lyfjum. Á þann hátt tókst Þjóðverjum að Iækka lyíja- kostnað 1993 um 25% frá 1992 (5). Nánar verður vikið að þessu síðar. Heimildir fylgja í lok 3ju greinar. Höfundur er landlæknir. Tafla III Munur á löndum eftir greiðslu sjúklinga fyrir heilsugæslu Sjúkl. greiða ekki fyrir heilsugæslu úr eigin vasa Fjöldi lækna á 1.000 íbúa Fj'öldi samskipta heilsu- gæslu Fjöldi legurýma á 1.000 íbúa Nýting sjúkra- rúma/100 íbúa Heildarkostn. „f. greiðslukörfu" heilbrigðis- þjónustunnar á íbúa Þýskaiand Kanada Bretland Danmörk Holland írland 1,6-2,6 M.tal 2,1 11,5-5,6 7,0 (10,0-38,0) 21,0 3,7-1,7 2,6 1.915-848 dollarar 1.329 dollarar Sjúklingar greiða fyrir heilsugæslu úr eigin vasa Austurríki Frakkland Nýja-Sjáland Sviþjóð Finnland Ástralía Belgía Sviss Noregur ísland 1,6-3,2 M.tal 2,5 (8,9-2,8) 5,6 (14,0-28,0) 22,0 (5,0-2,1) 3,4 1.713-1.050 doll. 1.427 doll. Greiðslur á íbúa til heilbrigðisþjónustu og útgjöld í heilbrigðismálum af GDP Þjóðc notMí v«ö veftóskasarrviirig við og ortatt .■rttoslum 10 16 % og PPP í $1000 Sjálfstæðiskonur, gerum okkur gildandi innan flokksins, flokknum til framdráttar Opið bréf til sjálfstæðiskvenna FRAMUNDAN er landsfundur Sjálfstæð- isflokksins 10.-13. október nk. og beinum við þeim eindregnu til- mælum til ykkar kvenna að þið gefið kost á ykkur til setu á næsta landsfundi. Mikilvægt er fyrir' framtíð flokks- ins, að sem flestar kon- ur sitji næsta landsfund. Til að auka hlut kvenna í starfi Sjálf- stæðisflokksins, verða sjálfstæðiskonur að ganga til leiks af fullri alvöru á öllum sviðum. Málefnanefndir á veg- um flokksins sem starfa milli landsfunda og skila áliti sínu fyrir landsfund eru 24 talsins þær eru: • Byggðanefnd • Húsnæðismálanefnd • Orkunefnd • Skattamálanefnd • Sveitarstjórnarnefnd • Utanríkismálanefnd • Vinnumarkaðsnefnd • þrótta-, æskulýðs- og tómstundanefnd • Nefnd um sam- Ásgerður Helga Halldórsdóttir Ólafsdóttir áí: Katrín Gunnarsdóttir Margrét Kristín Sigurðardóttir Mikilvægt er fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, segja greinarhöfundar, að sem flestar konur sitji næsta landsfund. gongu-og fjarskiptarnál • Efnahagsmálanefnd • Iðnaðarnefnd • Sjávarútvegsnefnd • Skóla- og fræðslunefnd • Umhverfis- og skipulagsnefnd • Viðskipta- og neytendanefnd • Tryggingamálanefnd • Almennir fundir málefnanefnda byija strax í næstu viku. Þar verða rædd drög að ályktun, sem síðan verða lagðar fyrir landsfund. Skila þarf drögum að ályktun föstudaginn 6. september nk. Mikilvægt er að sem flestar konur taki þátt í starfi mál- efnanefnda, geri sig gildandi og gefi kost á sér til að stýra formennsku þeirra. Virk þátttaka kvenna í stjórnmála- starfi er frumskiiyrði þess að unnt sé að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokks- ins, þá getum við öll gengið bjartsýn inn í 21. öldina. Kjörorð okkar er: „Sjálfstæðiskon- ur, látið að ykkur kveða og málefni flokksins ykkur varða.“ Höfundar eru: Ásgerður viðskiptafræðingur, Helga framkvænidasijóri, Katrin fulltrúi og Margrét Kristín viðskiptafræðingur. Ríkulega útbúinn á sérstöku tilboðsverði • Sjálfskiptur • ABS-bremsukerfi • Tveir loftpúðar (SRS) • 15" álfelgur • Vindskeið • 131 hestöfl Á götuna: 2.185.000,- /SICCORD | Sóllúga é mynd kr. 80.000,- VATNAQAROAR 24 S: 568 0900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.