Morgunblaðið - 31.08.1996, Síða 53

Morgunblaðið - 31.08.1996, Síða 53
MORGUNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 53 Uffe réðst á innbrots- þjóf með veiðistöng ► UFFE Elleman Jensen, for- maður Venstre flokksins í Dan- mörku, lenti í hörðum slag ný- lega. Þjófur braust inn í íbúð hans og Uffe rak hann út með veiðistöng. „Eg var að vinna við tölvuna mína snemma morguns þegar ég sá skyndilega, mér til mikillar undrunar, innbrotsþjóf tölta út úr svefnherberginu mínu,“ sagði Uffe sem var á nærklæðunum einum fata. „Hvern fj . .. ertu að gera hér?“ öskraði hann á þjófinn og leit í kringum sig eftir hentugu vopni. „Ég greip laxveiðistöngina mína og hljóp á eftir honum og reyndi að dangla í hann. Þjófurinn hljóp sem fætur toguðu og slapp án þess að ég næði til hans,“ sagði Uffe sem harmar að hafa ekki náð að kenna hinum óboðna gesti lexíu. FOLK Fugees fyrir flóttamenn ► RAPPHLJÓMSVEITIN Fuge- es hefur átt miklum vinsældum að fagna og lög þeirra „Killing Me Softly With His Song“, „Fu - Ge - La“ og „Ready Or Not“ af hljómplötunni Score, sem selst hefur í yfir fimm milljónum ein- taka, hljóma daglega í útvarpi og á dansstöðum. Hljómsveitin er skipuð þeim Prakazrel Michel rappara og söngvara, Lauryn Hill rappara og söngvara og Wyclef Jean sem rappar, syngur, leikur á gítar og hljómborð auk þess sem hann samdi og stjórn- aði upptökum á nær öllum lögum á Score. Hann flutti til Brooklyn í New York frá Haiti þegar hann var níu ára gamall. Til að halda honum af götunni keypti móðir hans gítar handa honum en vegna þess að faðir hans, sem er prestur, fordæmdi alla tónlist sem ekki lofaði Guð varð hann að laga sig að vilja föður síns og keypti sér tónlist hljómsveitanna Yes og Pink Floyd. „Hljómsveitin Yes notaði á upphafsárum sinum mikið af hljómborðum og rödd- um og hljómaði ekki ólíkt kristi- legri rokkhljómsveit og pabbi átti oft erfitt með að greina þar á milli,“ sagði Jean. Nafn hljóm- sveitarinnar er stytting á orðinu Refugee sem þýðir flóttamaður og á að minna á bág kjör innflytj- enda, frá löndum eins og Haiti, í Bandaríkjunum. FÓLK í FRÉTTUM UFFE Elleman Jensen skilur sjaldan veiðistöngina við sig. Hér er hann við laxveiði í Eliiðaánum í Reykjavík með stöngina góðu. Emma verslar með nýjum manni ► BRESKA leikkonan Emma Thompson fór í verslunarferð, í leit að húsgögnum og öðrum nauðsynjum, með unnusta sínum Greg Wise nýlega en þau fluttu inn í nýja íbúð í London fyrir skömmu. Þau, turtildúfurnar, kynntust þegar þau léku saman í verðlaunamyndinni „Sense And Sensibility" á síðasta ári. Emma, sem er hæst, launaða leikkona Breta, er í ársleyfi frá störfum sem hún ætlar að nota til að hlaða batteríin og hlúa að sambandi þeirra Gregs. VETRARDAGSKRAIN I MÆTTI Einkaþjálfun Betri í baki Undir faglegri stjórn Ölafs Sæmundssonar næringarfræðings Karla- og kvennahópar ► 8 vikna námskeið ► 10mannahópar ► Mæting vikulega til næringarfræðings ► Persónuleg ráðgjöf ► Allar mælingar í uppafi og við lok námskeiðs ► Fyrirlestrar ► Frjáls mæting í stöð Unglinganámskeið ► 12 vikna námskeið undir stjórn íþróttafræðings ► Viðtal við næringarfræðing í upphafi ► Vikulegt viðtal við næringarfræðing ► Persónuleg ráðgjöf ► Þol- og ummálsmæling í upphafi og við lok námskeiðs Framhaldsnámskeið Fyrir þá sem hafa lokið kjörþyngdarnámskeiði í Mætti og telja sig hafa þörf fyrir áframhaldandi aðhald næringarfræðings ► 12 vikna námskeið ► Vikulegur fundur með næringarfræðingi ► Persónuleg ráðgjöf ► Frjáls mæting í stöð ► Allar nauðsynlegar mælingar Elías Níelsson íþróttafræðingur sér um einkaþjálfun fyrir þá sem kjósa stíft aðhald ► Persónuleg dagskrá samin af einkaþjálfaranum ► Persónulegt aðhald ► Öllum sérþörfum sinnt ► Einkaþjálfarinn fylgist nákvæmlega með þér Undir stjórn Sólrúnar Óskarsdóttur sjúkraþjálfara ► 6 vikna námskeið ► Hópur fyrir þá sem hafa óþægindi í hálsi, herðum og , baki. Alhliða styrktar- og þolþjálfun með sérstakri áherslu á æfingar sem geta unnið gegn þessum óþægindum. ► Slökunarþjálfun. Námskeið gegn reykingum Faxafeni14« Sími 568 9915 umsjá Dagmarar Jónsdóttur hjúkrunarfræðings ► Tveggja mánaða meðferð gegn reykingum ► Viðtal og athugun á líkamlegu ástandi ► Fræðsla, verkefni, stuðningur, hópefli ► Líkamsþjálfun ► Eins árs eftirfylgni sttii 'é.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.