Morgunblaðið - 05.10.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.10.1996, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ i. VIÐSKIPTI Gjaldeyris- staðan ryrnar GJALDEYRISSTAÐA Seðlabankans rýrnaði nettó um 900 milljónir króna í september. Gjaldeyrisforðinn breyttist lítið þar sem bankinn tók tæplega 900 milljóna króna erlent skammtímalán og nam forðinn 23,9 milljörðum króna í lok september. í frétt frá Seðlabankanum segir að bankinn hafí selt frá því seint í ágúst og til loka september gjaldeyri nettó á gjaldeyrismarkaði fyrir um tvo milljarða. Heildareign Seðlabankans í mark- aðsskráðum verðbréfum jókst í sept- ember um einn milljarð og er þá miðað við markaðsverð við upphaf og lok mánaðarins. Eign bankans í spariskírteinum ríkissjóðs breyttist lítið, ríkisbréfaeignin lækkaði um 100 milljónir en ríkisvíxlaeignin jókst um rúman milljarð. Samtals lækkuðu kröfur bankans á ríkissjóð og ríkis- stofnanir nettó um tæpan milljarð í september og voru í lok mánaðar 7,1 milljarði lægri en í árslok 1995. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir jukust um 2,2 milljarða í september og voru 800 milljónum króna lægri en um síðustu áramót. Grunnfé bankans jókst um tæpar 200 milljónir í september en hafði lækkað um 500 milljónir frá ársbyijun. Deilt um afhendingu bókbandsvélar HÉRAÐSDÓMUR í Reykjavík hefur nú til umfjöllunar í annað sinn kröfu bókbandsstofunnar Flateyjar hf. um að fá afhenda bókbandsvél sem fyrirtækið keypti af hollenskum vélakaupmönnum í febrúar í vetur, sem aftur höfðu keypt vélina af prentsmiðjunni Odda. Vélin er staðsett hér á landi í prentsmiðjunni Grafík og átti að afhendast 1. mars í vetur. Hins vegar hefur prentsmiðjan Oddi neitað að afhenda vélina til þessa. Að sögn Vilbergs Sigtryggsson- ar, framkvæmdastjóra Flateyjar hf., bókbandsstofu, er forsaga málsins sú að þeir höfðu veður af að bókbandsvélin væri til sölu í vetur og keyptu hana í febrúar fyrir 5,5 milljónir króna af hol- lenskum vélakaupmönnum sem keypt höfðu vélina af prentsmiðj- unni Odda. Helmingur kaupverðs- ins var greiddur strax, en afgang- inn átti að greiða þegar vélin væri afhent 1. mars. Þegar til kom neit- aði hins vegar Oddi að afhenda vélina og taka við kaupverðinu. I framhaldinu var kaupsamningur- inn framseldur hingað til lands og mál höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá vélina af- henta. Þar vannst málið og voru kröfur Flateyjar hf., bókbandsstofu teknar til greina í öllum atriðum, að sögn Vilbergs, og sama gilti í Hæstarétti, en þangað var málinu áfrýjað. Þegar dómur hafði gengið þar kom hins vegar í ljós að bók- bandsvélin var staðsett í prent- smiðjunni Grafík sem að langmestu leyti er í eigu Odda. Því þurfti að höfða mál á nýjan leik fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur og var það gert fyrir fáum dögum. Vilberg sagði að vonir stæðu til þess að úrskurður félli í Héraðsdómi í næstu eða þamæstu viku sem heim- ilaði þeim að ná í vélina. Um væri að ræða mjög fullkomna bókbands- vélasamstaeðu sem þeim bráðlægi á að fá afhenta, en allur þessi dráttur hefði reynst þeim mjög bagalegur. Aðeins ein önnur slík vél væri til í Iandinu, í prentsmiðjunni Odda. Ekki náðist í gær í Þorgeir Bald- ursson, forstjóra Odda. Komur erlendra ferðamanna til landsins frá 1986 Erlendir ferðamenn í janúar - sept. 1996 Brey>frá ■ Fjóldi % 1. Þýskaland 31.834 18,4 ■3.2% 2. Bandaríkin 24.706 14.3 +7.4% 3. Danmörk 18.657 10,8 -0,4% 4. Bretland 17.188 9.9 +27.9% 5. Svíþjóð 16.109 9,3 ><0,7% 6. Noregur 12.665 '13 +8.3% 7. Frakkland 10.121 5.9 +15.9% 8. Holland 6.495 3,8 +22,4% 9. Sviss 4.868 2,8 ■19.9% 10. Finnland 3.519 2,0 ■3.0% Önnur 26.724 i4 +19.3% Samtals 172.786 100,0 +6.8l% Námskeið Endurmennt- unarstofn- unarHI HJÁ Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands verður boðið upp á eft- irtalin námskeið næstu vikur. Meðferð eftirlauna- og tekju- skattsskuldbindinga í reikningsskil- um fyrirtækja verður viðfangsefnið 9. októkber kl. 15-19. 14.-15. október. Stefnumótun í markaðsmálum kl. 8:30-12:30. Ný- sköpunarstyrkir Evrópusambandsins, tækifæri og umsóknartækni kl. 16-19. 16. október. Tengsl starfsmanna- stjómar við almenna stjórn fyrirtæk- isins kl. 15-19. Innri gæðaúttektir fyrir stofnanir og fyrirtæki kl. 13-18 16. október og 8:30-13 17. október. Fyrri veltumet slegin á Verðbréfaþingi Velta ársins komin í 87 milljarða króna HEILDARVELTA viðskipta á Verðbréfaþingi íslands, það sem af er þessu ári nemur 87,6 millj- örðum króna. Þetta er meiri velta en áður hefur orðið á einu ári en áður varð hún mest 86,5 milljarð- ur allt árið 1994. Allt árið í fyrra nam veltan 71 milljarði króna. Að sögn Stefáns Halldórssonar, framkvæmdastjóra Verðbréfa- þings, nam heildarvelta viðskipta rúmlega 11 milljörðum króna í nýliðnum septembermánuði og er það næsthæsti mánuðurinn á árinu hingað til. Enn eru þrír mánuðir eftir af árinu og haldi verðbréfaviðskiptin áfram að vera jafn lífleg og þau hafa verið mun velta Verðbréfa- þingsins fara yfir 100 milljarða króna múrinn fyrir árslok. Viðskipti gætu aukist Þingvísitala hlutabréfa hefur hækkað samfara líflegum við- skiptum á árinu. í september hækkaði vísitalan um 3% frá fyrra mánuði og hefur því hækkað um 73% síðastliðna tólf mánuði. Stef- án segir að viðskiptin á árinu hafi verið mjög jöfn og flestir mánuð- irnir hafi verið nálægt tíu milljarða króna markinu. „Þessi hegðun markaðarins getur því gefið vís- bendingu um að viðskiptin eigi a.m.k. ekki eftir að minnka í þeim mánuðum, sem eftir eru af árinu. Þar að auki hafa verðbréfavið- skipti yfirleitt verið mest síðustu mánuði ársins þannig að þau gætu jafnvel aukist enn frekar." Meðalávöxtun skuldabréfa hækkaði í mánuðinum að sögn Stefáns. Mesta var hækkunin á peningamarkaði og nam áætluð ávöxtun til 1-3 mánaða 6,70% í september en var 6,37% í ágúst. Sex skuldabréfaflokkar voru skráðir á þinginu í september, þar af einn flokkur bankavíxla Lands- bankans en hann e fyrsti flokkur bankavíxla, sem skráður er þar. Stefán segir að Verðbréfaþing hafi nú til meðferðar margar um- sóknir um skráningu og megi því búast við að fleiri flokkar bætist á skrá á næstunni. I I > \ l l I : i i i i Prentmessa 96 í Laugardalshöll Yfír 40 þátttak- endur úr ýmsum áttum NÝJUNGAR í prentun, útgáfu, margmiðlun, grafískri hönnun og tölvum er meðal þess sem er til sýnis á Prentmessu 96 sem hófst í Laugardalshöll í gær. Við opnunina síðdegis í gær flutti Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra, ávarp. Að sögn Hjartar Guðnasonar, framkvæmdastjóra Prenttækni- stofnunar, eru þátttakendurnir á sýningunni alls 42 og koma þeir úr ýmsum áttum. „Þar sem starfsvið prentsins hefur verið að vikka út á undanförnum árum þá býst ég við að næsta sýning verði ekki prentmessa heldur margmiðlunarmessa. Sýningin er opin öllum og við leggjum áherslu á að hún sé aðgengileg fyrir einstaklinga jafnt sem fagfólk.“ Benedikt Guðmundsson, sölu- stjóri hjá ACO, segir að ACO Morgunblaðið/Ásdís LÖGÐ lokahönd á uppsetningu sýningarinnar. leggi fyrst og fremst áherslu á stafrænar lausnir, s.s. stafræna Ijósritun, myndaljósritun með beina tengingu við tölvur, skannera, litaprentara, umbrot og tölvur. „Við höfum alltaf verið með heildarlausnir fyrir prentiðnaðinn og tilgangurinn með þátttökunni í Prentmessu 96 er að kynna og selja okkar vöru, segir hann „Okkar mark- hópur eru eigendur, fram- leiðslustjórar og verkstjórar í prentverki en hlutur almenn- ings hefur aukist mikið á síð- ustu árum með nýjustu tölvu- tækni og margmiðlun. Heimilis- tölvur bjóða orðið upp á sífellt flóknari lausnir og heimili eru í auknum mæli að kaupa litla skannera til þess að skanna inn myndir og logo, heimilistölvur litla skannera til þess að skannainn myndir og logo.“ Listaverkasýning í anddyrinu í anddyri Laugar- dalshallarinnar er sýning á verkum nemenda í grafík- deild Myndlista- og Handíðaskóla Is- lands. Einnig eru sýnd listaverk sem voru hönnuð í tei- kniforritinu Corel Benedikt Guðmunds- Hjörtur Guðnason, Draw og unnu til son, sölustjóri framkvæmdastjóri verðlauna í alþjóð- hjá ACO. Prenttæknistofnunar. iCg-ri samkeppni. Meðal sýninga- og allt upp í flóknari lausnir, raðila á Prentmessu 96 eru fleiri og fleiri heimili að kaupa ACO, Apple umboðið, Bolur, Domus Grafíka, Eureka, Félag bókagerðarmanna, Félags- prentsmiðjan, Mappa, H. Páls- son, Hans Petersen, Heimil- istæki, Hugbúnaður, Iðnskólinn, ísafold, Jóhann Ólafsson & Co, Litlaprent, Litróf, Magnús Kjar- an, Markús Jóhannsson, Merkis- menn, Morgunblaðið, Nýherji, Offsetþjónustan, Ottó B. Arnar, Ólafur Þorsteinsson, Prent- smiðjan Grafík, Prentsmiðjan Oddi, Prenttæknistofnun, Póst- ur og sími, Rauði Dregillin, Samtök iðnaðarins, Samskipti, Sturlaugur Jónsson & Co., Tæknival, Tölvusetrið, Umslag, Undur & Stórmerki Vörudreif- ing o.fl. Sýningin verður opin frá 10-18ídagogásamatímaá morgun. I .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.