Morgunblaðið - 05.10.1996, Page 18
18 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
ERLENT
Hal Carper, forstjóri Iceland Seafood
Mikilvægt forskot
á keppinauta okkar
„ÞETTA er mikil ákvörðun og afar
krefjandi og spennandi viðfangsefni.
Að lokinni byggingu nýju verksmiðj-
unnar höfum við tryggt okkur
ákveðið forskot á sjávarafurðamark-
aðnum í Bandaríkjunum og aukið
sóknarfæri okkar til muna. Þetta
verður fullkomnasta sjávarafurða-
verksmiðja vestan hafs, þar sem
margar nýjungar munu líta dagsins
ljós,“ segir Hal Carper, forstjóri Iee-
land Seafood, dótturfyrirtækis ÍS í
Bandaríkjunum, í samtali við Morg-
unblaðið.
Byggingu nýju verksmiðjunnar
verður lokið á tímbilinu ágúst/sept-
ember næsta haust. Framleiðsla þar
hefst þá strax, en gamla verksmiðjan
á Camp Hill verður keyrð líka, þar
til nýja verksmiðjan hefur náð fullum
afköstum. Að því loknu verður henni
lokað.
Markið sett hátt
„Við settum markið hátt og réðum
ráðgjafar- og hönnunarfyrirtækið
Webber/Smith til að hanna verk-
smiðjuna, en það fyrirtæki stendur
fremst í hönnun verksmiðja til fram-
leiðslu matvæla. Markmið okkar
voru að lækka launakostnað, taka í
notkun helztu nýjungar á sviði þess-
arar framleiðslu og auka afköstin.
Öllum þessum markmiðum verður
náð með nýju verksmiðjunni og við
það skapast ný tækifæri á mörkuð-
Aðalsteinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar VMSI
„Ætlum ekki að kokgleypa
áróður atvinnurekenda“
unum, sem um leið
munu koma framieið-
endum á íslandi til
góða.
Mikil sjálfvirkni
dregur úr mannaflaþörf
og á þessu svæði eru
laun lægri en í Harris-
burg. Við erum aðeins
15 mílur frá höfninni í
Norfolk og vel tengdir
við helztu flutningaleið-
ir inn í landið líka. Það
bætir stöðu okkar og
lækkar flutningskostn-
að á hráefni að verk-
smiðjunni. Þá verður
launkostnaður mun
lægri en áður og við samkeppnisfær-
ari á markaðnum, sem krefst bæði
betri vöru og lægra verðs. Meiri
framleiðni en áður gefur okkur svo
mjög mikilvægt forskot á keppinauta
okkar auk þess að bæta afkomuna."
Ná forskoti
„Framleiðsla sjávarafurða í
Bandaríkjunum hefur staðnað und-
anfarin ár og margir stórir framieið-
endur eru ýmist að hætta þessari
framleiðslu eða halda að sér hönd-
um. Við lítum hins vegar á að við
slíkar aðstæður sé rétt að vera hug-
rakkur og taka stór skref fram á
við. Þegar lifnar yfir markaðnum á
ný, höfum við náð forskoti, sem
keppinautar okkar
munu eiga erfitt með
að vinna upp.
Við, stjórnendur Ice-
land Seafood, settum
okkur fyrir nokkrum
misserum það lang-
tímamarkmið að sækja
á og gera betur en aðr-
ir. Gamla verksmiðjan
hefur staðizt þær kröf-
ur, sem gerðar eru til
framleiðslu sjávaraf-
urða í Bandaríkjunum,
en hún hefur ekki gefíð
okkur tækifæri til þess
að sækja fram. Fram-
leiðslukostnaður hefur
verið of hár og sveigjanleika og
nýjungar hefur skort.“
Betur búnir til að svara
kröfum markaðsins
„Við búum hins vegar yfir mik-
illi markaðsþekkingu og með hana
að vopni ásamt tækifærunum sem
nýja verksmiðjan gefur okkur, mun-
um við ná langt. Markaðurinn vill
lágt verð, sveigjanleika og nýjung-
ar. Við verðum nú betur búnir til
þess en aðrir að svara þessum kröf-
um. Við sættum okkur ekki við
kyrrstöðu, heldur ætlum okkur að
verða eftirsóttasti framleiðandi
sjávarafurða í Bandaríkjunum,"
segir Hal Carper.
Iffílíl
„VIÐ teljum orðið tímabært að
blása til ráðstefnu nú um málefni
fiskverkafólks í ljósi þeirrar um-
ræðu, sem verið hefur í þjóðfélaginu
að undanförnu. Samningar eru
lausir um næstu áramót og mikil
óvissa er víða í frystihúsum um
framtíð fiskvinnslu í landi. Víða er
verið að brjóta mjög alvarlega á
fólki í fiskvinnslunni auk þess sem
framkoma atvinnurekenda hefur
víða verið fyrir neðan allar hellur,
að okkar mati,“ segir Aðalsteinn
Baldursson, formaður fiskvinnslu-
deildar Verkamannasambands Is-
lands, sem er stærsta deild innan
sambandsins.
Á annað hundrað manns hvað-
anæva af landinu höfðu látið skrá
sig í gær á ráðstefnu fiskverkafólks
Fast sótt að
réttindamálunum
sem haldin verður kl. 9.00-17.00 í
dag á Hótel íslandi. Aðalsteinn sagði
að rætt yrði um þá þætti, sem brenna
hvað heitast á fiskverkafólki í dag,
m.a. kjaramál og starfsmenntunar-
mál. „Það er ekki nóg með að físk-
verkafólk búi við mjög mikið starfsó-
öryggi, heldur er nýjasta útspil sjáv-
arútvegsráðherra það að hann
hyggst skera niður í núll fjárveiting-
ar til starfsfræðslunámskeiða sem
er mjög alvarlegt mál. Óneitanlega
spyija menn sig að því hvort stjóm-
völd séu meðvitað að vinna að því
að leggja fiskvinnslu af í landi enda
hefur verið sótt fast að okkar rétt-
indamálum, bæði af atvinnurekend-
um og stjórnvöldum."
Aðalsteinn sagði í samtali við
Verið í gær að það væri svolítið bros-
legt að á sama tíma og atvinnurek-
endur væru að tala um þann mikla
vanda, sem við væri að etja, stæði
fy'öldi fyrirtækja það vel að menn
kepptust um að fjárfesta í þeim. Á
sama tíma hefðum við í fyrra sett
íslandsmet í veiði upp á tvær milljón-
ir tonna og fyrir það hefði fengist
92 milljarða króna útflutningsverð-
mæti. „Við ætlum að minnsta kosti
ekki að kokgleypa þann áróður at-
vinnurekenda að ekkert verði við
ráðið. Staðan sé svo slæm og ekki
sé neitt svigrúm til kauphækkana í
ljósi þeirra staðreynda, sem blasa
við.“
Ljósmynd/Lárus Ægir Guðmundsson
ÓLAFUR Magnússon HU 54 kemur til heimahafnar á Skaga-
strönd í fyrsta sinn.
Nýr vertíð-
arbátur í
flotann
NÝR bátur, Ólafur Magnússon HU
54, bættist í flota Skagstrendinga
nú í byrjun september. Það er
Jökull ehf., í eigu hjónanua Sigríð-
ar Gestsdóttur og Stefáns Jósefs-
sonar, sem á bátinn.
Ólafur Magnússon er 125 tonna
yfirbyggður stálbátur og er hann
keyptur frá Höfn í Hornafirði þar
sem hann hét Þórir SF 77. Bátur-
inn var smíðaður 1972 en yfir-
byggður árið 1986. Hann er al-
hliða vertíðarbátur en mun verða
að mestu gerður út til rækjuveiða.
Kaupverð Ólafs Magnússonar var
um 80 milljónir króna. Honum
fylgir veiðileyfi en engar afla-
heimildir.
Leiðtogafundur Evrópusambandsins
DAGARNIR fyrir leiðtogafund ESB hafa einkennzt af tvíhliða fund-
um ieiðtoganna, sem vilja ekki koma með óleystar tvíhliða deilur
til Dubiin. í gær hittust þeir Jacques Chirae, forseti Frakklands,
og Romano Prodi, forsætisráðherra Italíu, í Napólí. Franska og
ítalska stjórnin hafa deilt um það hvort Ítalía geti uppfyllt skilyrði
fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU).
Vonazt eftir nýj-
um drifkrafti á
Dublin. Reuter.
ÓREGLULEGUR leiðtogafundur
Evrópusambandsins hefst í Dublin á
írlandi í dag. Boðað er til fundarins
til að ræða ýmis mál, sem eru til
umfjöllunar á ríkjaráðstefnu sam-
bandsins. Ekki er búizt við neinum
ákvörðunum, heldur er fyrst og
fremst vonazt til að það veiti ríkja-
ráðstefnunni nýjan pólitískan drif-
kraft að stjómmálamenn í æðstu
valdastöðum ræði málefni hennar.
Enn er því ekki kominn sá tími
að leiðtogarnir þurfi að leysa sín á
milli þau mál, sem lenda í sjálfheldu
á ríkjaráðstefn-
unni. Hins vegar
er búizt við að
sumir leiðtogam-
ir vilji nota tæki-
færið til að minna
hægfara starfs-
bræður sína, ekki
sízt John Major
forsætisráðherra
Bretlands, á það hversu mikið sé í
húfi að ráðstefnan hristi upp í stofn-
anakerfi ESB.
írska stjómin, sem situr nú í for-
sæti ráðherraráðs ESB, vonast til
að fundurinn ýti undir að það mark-
mið náist að leggja drög að breyting-
um á stofnsáttmála sambandsins
fyrir reglulegan leiðtogafund í des-
ember.
Major í vanda
Leiðtogafundurinn er haldinn á
óheppilegum tíma fyrir John Major.
Dragi hann úr andstöðu sinni við
ýmsar breytingar á ESB, ekki sízt
afnám neitunarvalds einstakra aðild-
arríkja í mörgum málum, munu and-
stæðingar ESB í íhaldsflokknum út-
hrópa hann á flokksþinginu, sem
hefst í næstu viku. Haldi hann hins
vegar fast við ósveigjanlega afstöðu
sína, stefnir hann árangri á ríkjaráð-
stefnunni í hættu. Mörg aðildarríki
ESB telja nauðsynlegt að afnema
neitunarvaldið í öllum málum nema
þeim allra viðkvæmustu, eigi ákvarð-
anataka sambandsins að verða skil-
virk eftir að aðildarríkjunum hefur
fjölgað um meira en tug.
Flestir eru sammála um að ekki
verði hægt að ljúka ríkjaráðsCefnunni
fyrr en eftir næstu þingkosningar í
Bretlandi, sem líklegt er að Verka-
mannaflokkurinn
vinni. Ekki er hins
vegar víst að
kosningamar
verði fyrr en í maí
og telja sumir að
ný ríkisstjórn
muni þurfa tíma
fram á síðari
helming næsta
árs til að ljúka samningaviðræðum
á ríkjaráðstefnunni. Engu að síður
ítrekaði John Bruton, forsætisráð-
herra írlands, það tvisvar í fundar-
boðinu til hinna leiðtoganna, að Ijúka
yrði viðræðunum fyrir reglulegan
leiðtögafund ESB í Amsterdam í júní
á næsta ári.
Helmut Kohl, kanzlari Þýzka-
lands, sagði fyrr í vikunni að það
yrði ekkert „stórslys" þótt nokkur
atriði viðræðnanna yrðu geymd þar
til síðar. Virtist kanzlarinn gefa í
skyn að um sumar breytingar á
stofnunum ESB mætti semja eftir
að viðræður við væntanleg aðildar-
ríki hæfust, en gert er ráð fyrir að
það verði sex mánuðum eftir lok
ríkjaráðstefnunnar, eða í lok næsta
árs.
Ahugi Finna á
ESB minnkar
Helsinki. Morgunblaðið.
SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun,
sem birt var í Finnlandi á mánudag,
hafa aðeins sjö prósent Finna tals-
verðan áhuga á málefnum sem varða
Evrópusambandið (ESB). Fyrir fáein-
um árum sögðust 25% Finna hafa
mikinn áhuga á ESB. Þykir þetta
fremur lök niðurstaða því það eru
aðeins þrjár vikur þar til kosningar
til Evrópuþingsins eiga að fara fram.
í skoðanakönnuninni kemur fram
að tveir af hveijum þremur eru þeirr-
ar skoðunar að ESB-aðild Finna hafi
varla breytt neinu. Eina jákvæða
breytingin sem nefnd er er að verð
á matvælum hafi lækkað.
Áhugaleysi Finna hvað varðar
ESB kemur skýrt fram í því hversu
lítinn áhuga menn sýna kosningabar-
áttunni. Almenningur segist ætla að
greiða atkvæði í kosningunum en
fáir hafa samt gert sér grein fyrir
því um hvað starfsemi ESB-þingsins
snýst í raun og veru. Þá hefur mörg-
um flokkum reynst erfítt að finna
góða frambjóðendur.
I
I
>
>
>
\
\
I
\
I
\
\
\
\
\
6
I
I
I
I
i