Morgunblaðið - 05.10.1996, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
FYRIRTÆKI
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 29
FJÖLMENNI var í afmælishófi Ingvars
Helgasonar hf., sem haldið var í gær.
kaupum á umboðum frá Jötni hf.,
áður bifreiðadeild Sambandsins.
Með því bættust ýmis umboð í hóp-
inn eins og Opel, Izusu, General
Motors og Ferguson dráttarvélar
svo eitthvað sé nefnt.
Hús fyrirtækisins er úr límtré og
nokkuð ólíkt húsum annarra bif-
reiðaumboða hérlendis. Ingvar segir
að það sé hagkvæmt og skemmti-
legt byggingarefni og hafí því verið
valið. „Límtréð er ódýrt og það tek-
ur skamman tíma að byggja úr
því. Innan hússins eru engir stólpar
eða burðarveggir og það gerir sýn-
ingarsalina miklu opnari og
skemmtilegri en ella.
Hægt er að breyta og
bæta á alla enda og
kanta án þess að standa
í meiri háttar fram-
kvæmdum.“
Blanda af skynsemi
og vinnusemi
Það er óhætt að segja
að fjörutíu ára saga Ingvars Helga-
sonar í viðskiptum hafí einkennst
af stöðugum uppgangi og vel-
gengni. A þessum tíma hafa ótal
aðilar reynt fyrir sér í bifreiðainn-
flutningi en ýmsum orðið hált á
svellinu, ýmist orðið gjaldþrota eða
a.m.k. lent í miklum erfiðleikum.
Það er því ekki úr vegi að spyrja
hver galdurinn á bak við þennan
árangur sé og hvort Ingvar Helga-
son hf. hafi aldrei staðið tæpt.
Ingvar segir að það sé enginn
galdur á bak við velgengni fyrirtæk-
isins heldur góð blanda af skynsemi
og vinnusemi enda hafi það skilað
hagnaði öll árin. „Frá upphafi gerði
ég mér grein fyrir því að þetta yrði
gífurleg vinna og að ég
mætti aldrei slaka á
klónni. Ég hef líka ætið
gert mér far um að sjá
yfir alla þætti rekstrar-
ins og ráðast ekki í
meira en fyrirtækið
þoldi hveiju sinni. Ég
hef horft á marga í
rekstri fara flatt á því
að ímynda sér að lausnin á vanda
þeirra sé að taka fé að láni. Það
er hinn mesti misskilningur og ég
hef gert mér far um að halda slíku
í lágmarki. Ég vandi mig við reynd-
ar við það snemma á ferlinum því
þá lá lánsfé ekki á lausu og maður
fékk ekki lán þótt maður vildi. Það
kenndi mér að efla reksturinn og
reyna að ná meiru út úr honum ef
mig vantaði fé en treysta ekki á
einhvern bankastjóra úti í bæ.“
Ekki á leið á
hlutabréfamarkað
Það virðist hafa gengið sæmilega
að treysta reksturinn. Ingvar
Helgason hf. er nú stærsti bílainn-
flytjandi landsins og er markaðs-
hlutdeildin tæp 23%. Starfsmenn
eru um sextíu og segir Ingvar að
velta fyrirtækjanna hafí numið 4,6
milljörðum í fyrra og verði miklu
meiri í ár.
Ingvar Helgason hf. er ósvikið
fjölskyldufyrirtæki. Kona Ingvars,
Sigríður Guðmundsdóttir, stjórnar
elsta hluta fyrirtækisins, leik-
fanga- og gjafavörudeildinni ásamt
dætrunum Elísabetu og Guðrúnu
og er fyrirtækið stærsti innflytj-
andi á leikföngum að hennar sögn.
Júlíus Vífill sér um rekstur Bíl-
heima og sinnir lög-
fræðistörfum, Helgi sér
um sölu á Nissan og
Subaru en Guðmundur
um fjármálin. Fimm af
átta börnum þeirra
hjóna eru því í fullu
starfi hjá fyrirtækinu
og hin taka einnig til
hendi í því af og til
ásamt barnabörnunum.
Engar áhyggjur af framtíð
fyrirtækisins
Ingvar er orðinn 68 ára og hann
segist vera farinn að minnka við
sig störfín innan fyrirtækisins enda
eigi hann spræk börn, sem hann
treysti fullkomlega fyrir rekstrin-
um. Fyrirtækinu hefur þegar að
einhveiju leyti verið skipt upp milli
hans og barnanna en hann segir
að það sé fjarri honum að gera
fyrirtækið að almenningshlutafé-
lagi. „Þetta gengur vel eins og er
og því er best að halda þessu innan
fjölskyldunnar. Oðru máli gegndi
ef það vantaði fé inn í fyrirtækið
en þá gæti vel verið að
við efndum til hlutafjár-
útboðs."
Oft er sagt að skipta
megi ferli margra ís-
lenskra fyrirtækja í þrjú
skeið eftir því hvaða
kynslóð er við stjórn.
Fyrsta kynslóðin ryðji
brautina og festi blóm-
legan rekstur í sessi. Önnur kyn-
slóðin haldi í horfínu en þriðja kyn-
slóðin klúðri málunum. Er Ingvar
nokkuð hræddur um að þannig fari
eftir að hann dregur sig í hlé úr
rekstrinum?
Ingvar skellihlær og segir síðan:
„Ég verð löngu dauður áður en tími
þriðju kynslóðarinnar rennur upp
þannig að ég ætla nú ekki að fara
að hafa áhyggjur af því. En í al-
vöru talað þá treysti ég alveg börn-
um mínum og barnabörnum til að
reka fyrirtækið í þeim anda og með
þeim aðferðum, sem ég hef brýnt
fyrir þeim.“
Þau eru lokaorðin.
Jónas efað-
ist um ótak-
markaðan
samvinnu-
rekstur
Treysti á
reksturinn
en ekki
bankastjóra
úti í bæ
LAUGARDAGSKVOLP
kTvíti ísc’Si 11
‘Yorréttur:
'Rjómalöguð sjávarréttasúpa.
skðaíréttur:
TLldsteiHtur lambavöðvi meðgljáðu grænmeti,
djúpsteidtum jarðeplum og sólberjasósu.
ŒLýtirréttur:
‘Terskjuís í brauðkörfu með keitri karamellusósu.
Verð kr. 4.800 á kvöldverð og sýningu.
Verð kr. 2.200 á sýningu.
TIJL-BOÐ
A HOTEL-
GISTINGU
SIXTIES
leikur fyrir dansi í aðalsal eftir
sýningu.
mrn
Mlða* 09 borðapafítanlr (t\m yta-ym
PERLUR
SJÖUNDA ÁRATUGARINS
í flutningi frábaerra söngvara, dansara og
10 manna híjómsveitar Gunnars Þórðarsonar
SÖNGVARAR:
Ari lónsson, Bjami Arason, Björgvin Halldórsson,
Pálmi Gunnarsson og Söngsystur
in I)a gshrúna j
OPIÐ HUS
að Skipholti 50 d sunnudaginn kl. 14.00-17.00
Sunnudaginn 6. október verður opið hús fyrir Dagsbrúnarmenn í nýjum
húsakynnum félagsins í tilefni af opnun skrifstofu
og félagsaðstöðu að Skipholti 50d.
* Veitingar
• Bubbi Morthens kl. 15:30
VERKAMANNAFÉLAGIÐ
DAGSBRÚN
Verió velkominl
Skipholti 50 d • 105 Reykjavík • Sími: 552 5633
Fax: 552 5729