Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 37
AÐSENDAR GREINAR
Kirkjuvika Reykjavíkurprófastsdæma
Boðun kirkjunnar
BOÐUN er fólgin í
því að koma einhveiju
á framfæri. Ákveðnum
boðskap, skilaboðum,
skoðunum. Oft er til-
gangurinn með boðun
að reyna að hafa áhrif
á annan, fá hann á sína
skoðun eða til fylgis við
sig. Boðun felst sem
sagt í því að koma boð-
skap til fólks þannig að
boðskapurinn nái að
hafa áhrif á þann sem
við honum tekur.
En boðun kirkjunnar
skilur sig frá allri ann-
arri boðun og er að því
leyti til einstæð og að-
eins ein, að boðskapurinn sem kirkj-
an flytur er ekki frá mönnum kom-
inn, hann er ekki fluttur með hagnað-
arvon í huga, hann er ekki fluttur í
því augnamiði að þröngva ákveðinni
skoðun upp á fólk. Boðskapur kirkj-
unnar er ekki heldur frá kirkjunni
sjálfri. Hann er frá himnum kominn,
frá Guði, almáttugum skapara him-
ins og jarðar. Og þessi boðskapur
er kominn til jarðarinnar, til kirkj-
unnar, til mannanna fyrir Jesú Krist.
Þessi boðskapur er fluttur og gefínn
af kærleika sem grundvallaðist á
fórn Krists, Guðs sonar. Þannig er
boðskapur kirkjunnar gjöf Guðs til
mannanna.
Þessi boðskapur hljómaði fyrst á
jörðu fyrir eyrum fjárhirðanna á
Betlehemsvöllum, í raust englanna:
„Verið óhræddir, því sjá, ég boða
yður mikinn fögnuð, sem veitast mun
öllum lýðnum. Yður er í dag frelsari
fæddur, sem er Kristur Drottinn í
borg Davíðs." Þetta er upphaf boð-
skaparins frá Guði og þar kemur
strax fram að það er fagnaðarboð-
skapur sem fluttur er. Og taki menn
við þeim boðskap getur andsvar
mannanna ekki verið fólgið í öðru
en því, að taka undir lofgjörð engla
og himneskra hersveita. „Dýrð sé
Guði í upphæðum og friður á jörðu
með þeim mönnum, sem hann hefur
velþóknun á.“
Boðun englanna á Betlehemsvöll-
um er fyrsta boðun kristninnar,
fyrsta predikun kirkjunnar getum við
ef til viil sagt. Hvatningin til að halda
áfram að útbreiða þennan boðskap
kom seinna frá Kristi í orðunum:
„Allt vald er mér gefíð á himni og
jörðu, farið því og gjörið allar þjóðir
að lærisveinum, skírið þá til nafns
föðurins, sonarins og hins heilaga
anda, og kennið þeim að halda allt
það, sem ég hef boðið yður.“ Þetta
er skipun um boðun og hvað og
hvemig á að boða. Þessari skipun
Hreinn
Hjartarson
fylgir fyrirheit til stuðn-
ings trausts og halds.
„Sjá ég er með yður
alla daga allt til enda
veraldarinnar."
Hér greinist hin
kristna boðun frá allri
venjulegri boðun.
Venjulegur boðberi
hlaut að vísu laun fyrir
sendiferðina. En sá sem
sendi hann hét því ekki
að vera með honum alla
daga. í boðun kirkjunn-
ar er allt þetta þrennt
til staðar. Guð, faðirinn
sem gaf boðskapinn.
Kristur, sonurinn sem
flutti boðskapinn frá
föður sínum til mannanna og andinn
heilagi sem í boðskapun verkar.
Bæði í þeim sem boðskapinn flytur
og á þann sem við boðskapnum tek-
ur. Kristinn boðskapur og kristin
Kirkjuvika Reykjavíkur-
prófastsdæma fer í
hönd. Hreinn Hjartar-
son skrifar um boðskap
kirkjunnar.
boðun skilur sig einnig frá öllum
öðrum boðskap og boðun að því leyti
til, að sá sem boðar verður fyrst sjálf-
ur að eiga boðskapinn, þ.e. hann
verður að trúa því sem hann er að
flytja. Það á ekki við um venjulegan
boðskap sem menn taka laun fyrir.
Það fer ekki vel ef sá sem boðar
trúir ekki á það sem hann er að boða.
Er þetta nú alveg rétt? Er ekki
unnt að flytja ákveðna kenningu án
þess að fara algjörlega eftir henni
sjálfur. Getur t.d. sá sem reykir ekki
hvatt til þess að aðrir reyki ekki. 0g
hvað um prestana, eru þeir ekki laun-
aðir til að flytja hinn kristna boð-
skap? Þetta er allt saman rétt svo
langt sem það nær. Það er unnt að
boða einhvem lærdóm að beiðni ann-
ars, hvort sem það er gegn borgun
eða ekki. En við getum aldrei gengið
fram hjá einu og það má aldrei gleym-
ast.
Boðskapurinn sem kirkjan flytur
er gjöf frá Guði, gjöf sem byggist á
fóm. Og gjafar verður ekki notið,
nema við henni sé tekið. Og það sem
gjöfin átti að færa eða hafa í för
með sér, áhrif gjafarinnar koma ekki
í ljós eða verka ekki, nema þvi sé
trúað að hún geti komið því til leiðar
sem hún gefur fyrirheiti um. En það
gerir hún fyrir tilverknað heilags
1AMGUR LAUGARDAGUR-DPIÐ FRA KL10-14
Lowa oönouskór
Reebok hlaupaskór
[ karlastærðum
Salamander barnaskór
Salamander kvnnskór
ÁÐUB:
11.900
7.490
4.900
7.990
Hð;
7.900
2.500
4.900
STOÐTÆKNI
Gísíi Ferdinandsson eíif
Lækjargata 4-6 101 Reykjavlk Slml 551 4711
Við léttum þér sporin
anda. Til að þessi gjöf frá Guði, geti
haft þau áhrif og komið því til leiðar
sem fagnaðarboðskapur kirkjunnar
snýst um, þá verðum við vitanlega
einnig að trúa þeim sem gjöfína sendi
og treysta þeim sem kom með gjöf-
ina til mannanna. Við verðum sem
sagt að trúa á Guð sem föður son
og heilagan anda.
Með þetta í huga verður skiljan-
legra, að sá sem ekki hefur sjálfur,
persónulega tekið við þessum boð-
skap frá Guði, hann getur ekki boðað
hann öðrum svo að gagni megi koma.
Því að boðun trúar felst í því að
gefa eitthvað af sjálfum sér, að
minnsta kosti að gefa eitthvað sem
maður sjálfur á og í þessu tilfelli
hefur sjálfur fengið að gjöf. Og sá
sem ekkert á hann getur ekkert gef-
ið, það er augljóst mál.
Viðtaka gjafar er persónuleg at-
höfn og eins er móttaka fagnaðar-
erindisins frá Guði persónuleg af-
staða til boðskaparins, sem Kristur
flutti frá Guði til mannanna sem
gjöf. Vegna þess að persóna Krists
birtist í þessum boðskap. Hann inn-
siglaði fyrirheiti þess boðskapar með
lífí sínu og sannaði þannig og tryggði
sannleik boðskaparins. Það gefur
enginn meiri tryggingu en þá að
leggja líf sitt í sölurnar. Sá sem hef-
ur tekið við þessari gjöf Guðs og
meðtekið boðskap hans, hann fínnur
hjá sér þörf til þess að boða öðrum
þessi sömu tíðindi.
Hann vill láta aðra njóta þess með
sér. Hvers vegna? Vegna þess, að
hann fínnur að hann er umvafinn
þeim kærleika sem gefur óverðskuld-
að. Við það fínnur hann sig knúinn
til að gefa líka. Hann óskar þess að
aðrir trúi líka og biðji, ákalli Guð.
Þá lýkst það upp fyrir honum sem
Páll postuli talar um í Rómveijabréf-
inu. „En hvemig eiga þeir að ákalla
þann sem þeir trúa ekki á? Og hvem-
ig eiga þeir að trúa á þann, sem
þeir hafa ekki heyrt um? Og hvernig
eiga þeir að heyra án þessa að ein-
hver prédiki? Og hver getur prédikað
nema hann sé sendur? Svo er og rit-
að. Hversu fagurt er fótatak þeirra
sem færa fagnaðarboðin góðu.“
Höfundur er sóknarprestur í
Fellaprestakalli i Reykjavík.
IU S7STUR
Laugavegi 92 (Við Miðina á Stjörnubíói) Sími 562-5660
SIEMENS
Nýjar þvottavélar á ótrúlegu kynningarverði.
Fáðu þéreina!
Við bjóðum á næstu
vikum þessar tvær
glæsilegu Siemens
þvottavélar á sérstöku
kynningarverði sem
ekki verður endurtekið.
Nú er lag að gera
góð kaup.
• 11 grunnkerfi fyrir suðuþvott, mislitan þvott,
straufrítt og ullarþvott.
• Stiglaus stilling á þeytivinduhraða:
500 - 800 sn./mín. (WM 20850SN),
600-1000 sn./mín. (WM 21050SN).
• Vatnsborðshnappur.
• Skolstöðvunarhnappur.
• Hagkvæmnihnappur (e).
• Fíngangshnappur (aðeins á WM 21050SN).
•Sérstakt ullarkerfi.
• Frjálst hitaval frá köldu upp f 90° C.
• Ryðfrftt stál í belg og tromlu.
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 511 3000
UMBOÐSMENN OKKAR
Á LANDSBYGGÐINNI:
Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Borgarnes:
Glitnir
Borgarfjörður:
Rafstofan Hvítárskála
Snsfellsbær:
Blómsturvellir
Grundarfjörður:
Guðni Hallgrfmsson
Stykkishólmur:
Skipavík
Búðardalur:
Ásubúð
Ísafjörður:
Póllinn
Hvammstangi:
Skjanni
Sauðárkrókur:
Rafsjá
Sigluf jörður:
Torgið
Akureyri:
Ljósgjafinn
Húsavík:
Öryggi
Vopnafjörður:
Rafmagnsv. Árna M.
Neskaupstaður:
Rafalda
Reyðarf jörður:
Rafvélaverkst. Árna E.
Egilsstaðir:
Sveinn Guömundsson
Breiðdalsvík:
Stefán N. Stefénsson
Höfn í Hornafirði:
Króm og hvitt
Vík i Mýrdal:
Klakkur
Vestmannaeyjar:
Tréverk
Hvolsvöllur:
Rafmagnsverkst. KR
Hella:
Gilsá
Selfoss:
Árvirkinn
Grindavik:
Rafborg
Garður:
Raftækjav. Sig. Ingvarss.
Keflavik:
Ljósboginn
Hafnarf jörður:
Rafbúð Skúla.
Álf askeiði