Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Verðlaun afhent í samkeppni Nordia 96 Morgunblaðið/Kristinn ÞAU hlutu fyrstu verðlaun, frá vinstri: Ásta Bjarndís Bjarnadótt- ir, Rimaskóla, Ásthildur Gyða Kristjánsdóttir og Tinna Björk Kristinsdóttir, báðar úr Setbergsskóla, og Anna Sveinbjörnsdótt- ir, Æfingaskólanum. Á myndina vantar Daníel Inga Þórisson úr Hamraskóla. Börn hanna frímerki VERÐL AUN og viðurkenningar fyrir þátttöku í myndverkasam- keppni í tengslum við norrænu frímerkjasýninguna Nordia 96 voru afhent í gær. AUs tóku nálægt 3.000 börn á aldrinum 9-12 ára þátt í sam- keppninni, sem var í því fólgin að börnin teiknuðu og lituðu sín eigin frímerki. Myndefnið var fjölbreytt en stór hluti myndanna tengdist þó náttúrunni. Annað vinsælt mynd- efni voru manneskjur af öllum stærðum og gerðum en einna minnst bar á myndum af tækni- undrum nútímans, svo sem tölvum og sjónvörpum. Alls fengu 43 börn verðlaun og viðurkenningar og var stór hluti þeirra viðstaddur afhendinguna á Kjarvalsstöðum í gær, ásamt myndlistarkennurum sínum, for- eldrum og systkinum. Nordia 96 hefst á Kjarvalsstöð- um í dag kl. 16.30 og stendur fram á sunnudag. Þar má in.a sjá hinar litriku hugmyndir barnanna um það hvernig þeim finnst að frí- merki ættu að líta út. Hæstiréttur staðfestir héraðsdóm Bifreiðagjöldin sam- ræmast stjórnarskrá HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm héraðsdóms og telur að lög um bif- reiðagjöld standist stjórnarskrá. Forsaga málsins er sú, að Jónas Haraldsson lögfræðingur krafðist endurgreiðslu á bifreiðagjaldi. Hann átti Chevrolet-bifreið, árgerð 1979, og var gert að greiða bifreiðagjöld, sem námu 18 þúsund krónum á ári, eða 20% af verðmæti bifreiðarinnar. Til samanburðar benti Jónas á að eigandi jafnþungrar nýrrar 4 milljóna króna bifreiðar greiddi sömu upp- hæð, sem þá næmi 0,5% af verð- mæti. Jónas sagði að skatt bæri að leggja á eftir eðlisrökréttum og mál- efnalegum sjónarmiðum miðað við verðmæti þess sem skattlagt væri. Skattháttur þessi samrýmdist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar um frið- helgi eignarréttarins. Almennur, efnislegur mælikvarði Hæstiréttur tekur undir þau sjón- armið, sem héraðsdómur byggði á, og segir skattinn lagðan á með lög- um, eftir almennum, efnislegum mælikvarða miðað við þyngd bifreiða, en ekki verðgildi. Nokkur dæmi um slíka skattheimtu sé að finna. Islenska ríkið var því sýknað af kröfum Jónasar um endurgreiðslu bifreiðagjaldsins og var honum gert að greiða 80 þúsund krónur í máls- kostnað. Reikningar biskups- embættísins lagðir fram REKSTRAR- og efnahagsyfirlit biskups íslands fyrir árið 1995 var lagt fram í lok kirkjuþings í gær að ósk séra Geirs Waage, formanns Prestafélags íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem reikningar biskups- embættisins eru iagðir fyrir kirkju- þing. Tekjur embættisins á síðasta ári voru samtals 508.109.473 kr. og gjöld 503.009.932 kr. Þegar fjár- munatekjur að upphæð 105.280 kr. og fjármagnsgjöld , 90.217 kr., eru tekin með í reikninginn verður nið- urstaðan sú að tekjur umfram gjöld eru 5.009.541 kr. Kirkjuþing ræður ekki yfir embætti biskups Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, sagði við lok þingsins að jafnvel þótt það hefði ekki tíðkast að reikningar biskupsembættisins væru lagðir fram á kirkjuþingi væri ekki þar með sagt að engar breytingar kæmu til mála eða allar breytingar væru slæmar. „Reikn- ingar hafa verið lagðir fram og ég ætlaði aldrei að liggja á þeim," sagði biskupinn. Hann kvaðst þó vilja leggja á það ríka áherslu að kirkjuþing hefði ekki forráðarétt yfir embætti biskups eða biskups- stofu. Helgi K. Hjálmsson, formaður fjárhagsnefndar, gagnrýndi yfírlýs- ingar Geirs Waage í fjölmiðlum undanfarið um eftirlitslausa með- ferð biskups á fjármunum biskups- stofu og taldi hann einungis hafa sáð tortryggni með þeim ummæl- um. Enginn grunur um misferli Séra Geir sagði þessi orð Helga á misskilningi byggð. „Ég hef margtekið það fram að mér hefur aldrei komið til hugar, né heldur hef ég gefið það á minnsta máta í skyn, að þarna væri nokkur grunur um misferli. Það er bara grundvall- aratriði að kirkjuþingsmennirnir hafi yfirlit yfir þau fjármál sem verið er að fjalla um. Allir sjóðir kirkjunnar meira eða minna gjalda til biskupsembættisins og þá er óeðlilegt annað en að við höfum yfirlit yfir það hvernig biskupsemb- ættið að öðru leyti hefur fé og ver fé," sagði Geir. Ástæða til nánari útskýringa Hann kvaðst ánægður með að reikningarnir væru loks komnir fram og sagðist treysta því að sá háttur yrði hafður á framvegis. Þó var hann á því að ástæða hefði verið til nánari útskýringa á hinum ýmsu liðum reikninganna. „En nú eru kirkjuþingsmenn með þetta í höndunum og þeir geta að nokkru leyti bætt sér það með því að leita sér að frekari upplýsingum hver og einn - og ég er ekki í vafa um að þær verði látnar í té. Ég er eftir atvikum afar ánægður með þessa niðurstöðu," sagði séra Geir Waage. Olvun bílstjóra varð til þess að farþegi fékk ekki bætur HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað tryggingafyrirtæki og eiganda bif- reiðar af kröfum manns, sem slas- aðist í umferðarslysi árið 1989, þar sem hann hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi með því að taka sér far með bifreiðinni, enda með ólíkindum að hann hafi ekki vitað að ókumaður- inn var ölvaður. Héraðsdómur hafði dæmt manninum tæpar 2 milljónir króna í bætur. Maðurinn var farþegi í bíl um- rætt sinn, en ökumaðurinn hafði fengið bílinn lánaðan. Eftir slysið var maðurinn metinn 100% öryrki í 6 mánuði, en varanleg örorka hans talin 25%, sem hefði áhrif á tekjuöflunarmöguleika hans. Maðurinn hafði farið fram á rúm- ar 4 milljónir í héraði og hafði þá kröfu einnig uppi fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur vitnar til fyrri dóma í sambærilegum málum, sem féllu í tíð eldri umferðarlaga frá 1968. í þeim dómum hefði verið metið svo, að sá sem legði sig í hættu með því að taka sér far með ölvuðum ökumanni gæti ekki krafið eiganda bifreiðar eða ábyrgðartryggjanda hennar um bætur. Ósvarað hvort breyta ætti frá fordæmum Hæstiréttur segir, að í nýjum umferðarlögum frá 1987 sé svo fyrir mælt að bætur fyrir líkamstjón eða vegna missis framfæranda megi lækka eða fella niður, hafi sá sem varð fyrir tjóni eða lést verið meðvaldur að tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Áður hafi nægt að tjónþoli sýndi af sér svo- nefnt einfalt gáleysi. Greinargerð með frumvarpi að umferðarlögum hafi látið ósvarað hvort breyta ætti þeim reglum um áhættutöku, sem dómstólar höfðu mótað. „í máli þessu reynir á það hvort fella eigi algjöriega niður bætur til gagnáfrýjanda vegna þess stór- fellda gáleysis sem hann sýndi með því að taka sér far með bifreiðinni þrátt fyrir ölvun bifreiðarstjórans, eða hvort við það megi sitja að færa bæturnar niður með hliðsjón af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á umferðarlögum um fébætur og vátryggingu. Hefði það verið ætlun löggjafans að breyta þeirri dómvenju sem skapast hafði, hefði það þurft að koma skýrt fram í lögunum sjálfum eða greinargerð. Samkvæmt þessu er krafa gagn- áfrýjanda eícki tekin til greina," segir í dómi Hæstaréttar. Réttmætt að lækka bætur um helming Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Hjörtur Torfason skil- aði sératkvæði. Hann taldi enga heimild til að hafna bótum handa farþega í bifreið eða skerða þær, nema hann teldist meðvaldur að slysinu af ásetningi eða stórkost- legu gáleysi. Bótaréttur mannsins væri ekki háður gáleysi ökumanns- ins, heldur væri undirstaða hans sú, að slysið hlaust af notkun bifreiðar- innar. Maðurinn hafi ekki verið samvistum við ökumanninn allan daginn og því yrði ekki fullyrt að honum hafi verið ljóst að áfengis- neysla hans hafi verið á borð við það, sem blóðsýni gaf síðar til kynna. Taldi Hjörtur nægilegt og réttmætt, að færa bætur til manns- ins niður um helming. Málflutningsmaður Sjóvár- Almennra var Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður og málflutn- ingsmaður gagnáfrýjanda var Örn Höskuldsson hæstaréttarlögmaður. Morgunblaðið/Kristinn Hætturnar leynast víða NÝ hverfi í byggingu geta verið freistandi og spennandi leik- svæði, en að sama skapi hættu- leg. Lesandi Morgunblaðsins hafði samband við blaðið og benti á, að djúpur húsgrunnur við Dalveg í Kópavogi gæti reynst börnum að leik skeinu- hættur. Lögreglan í Kópavogi leit á aðstæður og vísaði málinu til byggingafulltrúans í Kópa- vogi. Að sögn lögreglunnar er verið að vinna við húsgrunninn og honum verður því mjög fljót- lega lokað. Hins vegar lýsti lögreglan , meiri áhyggjum af því, ef börn væru á annað borð að leita að grunninum til leiks, að þau færu sér að voða á Dalvegi, þar sem umferðarþungi er mjög mikill. Rétt væri að foreldrar brýndu þá hættu mjög fyrir börnum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.