Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 33 MINNINGAR Þó að ýmislegt hefði breyst á þeim árum fann ég líka fyrir gamalkunn andlit og þar á meðal Ólaf, sem þá var orðinn deildarstjóri Greiðslu- jafnaðardeildar og jafnframt skrif- stofustjóri Hagfræðideildarinnar. Frá þeim tíma þróaðist vinátta okkar. Þó að ég flyttist fljótlega úr Hagfræðideildinni í önnur störf innan bankans hélt vinátta okkar áfram að dafna. Það var eitthvað, sem dró mig að þessum manni, þótt hann væri nærri mannsaldri eldri en ég. Þær urðu margar sam- verustundirnar sem við áttum ásamt nokkrum góðum félögum, þar sem margt var spjallað og mörg mál brotin til mergjar í göngu- ferðum eða með kaffibolla í hönd. Samband okkar hélst þó að ég léti af störfum í bankanum árið 1988. Ólafur var ekki maður, sem vildi berast á. Hann var kyrrlátur, já hlédrægur, en jafnframt einstakur drengskaparmaður, sem var vinur vina sinna. Hann lét sér mjög annt um fjölskyldu sína, Þóru konu sína og synina tvo Guðmund og Ottó og barnabörnin þegar þau komu til sögunnar. Ólafur lauk störfum í Seðlabank- anum árið 1991 og ætlaði að njóta góðra ára í faðmi fjölskyldunnar og sinna tómstundum sínum. Það átti þó ekki að verða, því árið 1992 veiktist hann alvarlega. Mér brá mikið þegar ég sá hann fyrst á sjúkrahúsi lamaðan. En lífs- viljinn var óbugaður og ég fylgdist með því þegar hann tók fast á móti sjúkdómnum og vann hvern áfangasigurinn á fætur öðrum. En fullnaðarsigur vannst ekki og fleiri sjúkdómar sóttu að honum. Það var stórkostlegt að fylgjast með þeirri ást og virðingu sem umlukti hann í veikindum hans frá Þóru og sonum og fjölskyldum þeirra. Vegna starfs míns var ég mikið í burtu í sumar og í haust og hafði því ekki tök á að heimsækja hann og Þóru jafnmikið og ég vildi. Mér brá því mikið í byrjun septembér þegar ég heimsótti hann. Það var eins og hann vissi að baráttan væri töpuð og hann var ekki sáttur við það. Ekki vissi ég að þetta yrðu síðustu fundir okkar og mér var nokkuð brugðið þegar Þóra hringdi í mig og sagði mér frá því að nú væri baráttunni lokið. Og nú er hann allur. Eftir eru minningarnar um góðan dreng og traustan vin og samband, sem aldr- ei bar skugga á. Við Unnur sendum Þóru og son- unum Guðmundi og Ottó og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður guð helga minningu Ólafs Tómassonar, þess góða drengs og vinar. Garðar Ingvarsson. Nú er elsku afi minn horfinn á brott á vit nýrra ævintýra. Ég veit ekki hvort hann trúði því sjálfur að sálin héldi áfram eftir stutt stopp hér á jörðinni okkar, en þessu trúi ég. — Margar góðar minningar á ég um hann afa minn enda bjó ég 0 mikinn hluta æsku minnar hjá m ömmu og afa á „Sigló", svo það má segja að þau hafi séð um að ala upp óþekktarorminn. Það var alltaf svo gott að hafa þau sem fasta punktinn í tilverunni sem ávallt var til staðar þegar á þurfti að halda. Sú minning sem er mér einna kærust, er frá bernsku minni þegar afi kom til mín á kvöldin og m sagði mér sögur af sjálfum sér þeg- ar hann var lítill strákur við ísa- fjarðardjúp. Þær voru ófáar ferðirn- 0 ar sem við fórum saman upp í Blá- fjöll amma, afi og ég til að ganga og renna okkur á skíðum og drekka kaffi saman. Þetta fannst mér allt- af vera yndislegar stundir, og hafði líka gaman af, því þarna höfðu þau, loksins, fundið íþrótt til að stunda. Elsku afi, þakka þér fyrir allar £ þær góðu stundir sem við áttum j| saman, ég veit að við munum hitt- ast aftur seinna. Guð geymi þig, elsku afi minn. Olafur Guðmundsson. LARA EGGERTSDÓTTIR + Lára Eggerts- dóttir fæddist í Vestri-Leirárgörð- um 21. maí 1903. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 20. október siðastlið- inn. Lára var dóttir hjónanna Benóníu Jónsdóttur og Egg- erts Gíslasonar bónda í Vestri-Leir- árgðrðum. Systkini hennar voru fimm, Sæmundur, Magn- ús, Kláus, Áslaug og Gunnar, en Gunnar er einn eftirlifandi af þeim systkinum. Lára giftist Ólafi Sigurðs- syni frá Fiskilæk, f. 25.10. 1902, d. 4.12. 1984. Lára eign- aðist tvær dætur, þær eru: 1) Hadda Benediktsdóttir, afgreiðslukona, f. 1.2. 1934, gift Gunnari Stephen- syni, bílstjóra, og eiga þau þrjú börn, Stefán Hans, Eirík og Láru. 2) Svan- hildur Ólafsdóttir hótelstarfsmaður, f. 31.5. 1948, gift Jóni Björnssyni sjó- manni og eiga þau Bryndísi, Birnu og Láru. Lára átti sex barnabörn og sjö barnabarna- börn. Útför Láru fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á stundum sem þessum vefst manni oft tunga um tönn. Hvernig á maður að kveðja manneskju sem hefur verið eitt af þyngstu lóðunum á vogarskálum lífs manns? Já, það má með sanni segja að hún amma okkar hefur skipt miklu máli í lífi okkar beggja. Hún hefur gætt það lífi, lit og ðryggi. Við fengum góðar stundir með henni og afa sem lést árið 1984. Hún amma bjó rétt hjá okkur og þótti sjálfsagt að halda oft rakleitt til hennar eftir skóla, í stað þess að fara heim. Við eyddum hjá henni heilu dögunum við leik og lærdóm. Hún las fyrir okkur sögur og ljóð sem örvuðu ímyndun- araflið. Alltaf þegar eitthvað vafðist fyrir. manni gat maður farið til ömmu Láru og spurt hana. Svörin voru skýr, góð og skemmtileg og það var engu líkara en að hún væri einhver alfræðibók, svo mikið vissi hún. Hún hafði alltaf svör við öllu. Hún amma var glettin og hafði mikinn húmor fyrir hlutunum. Þess má kannski geta að önnur okkar, aðeins fimm ára að aldri, hafði haft uppi miklar áætlanir um að gista hjá ömmu eina nótt að vetri til. Það voru ekki allir sem voru jafn hrifnir af því en amma gaf grænt ljós. Hún las um kvöldið sög- ur um álfa og afturgöngur, en það voru uppáhaldssögur þessarar fímm ára hnátu. Þegar gengið er svo til náða var þessari fimm ára komið fyrir í litlu notalegu herbergi. Dyrn- ar voru hafðar opnar og í dyragætt- inni blasti við gamla stofuklukkan sem var vön að slá á hálftíma fresti. Hugmyndaflugið var á fullu og áður en klukkan náði að slá tólf með sínum draugalegu slögum var stelp- an komin á fætur, búin að klæða sig í úlpu og skó og komin inn til ömmu sinnar og afa og tilkynnti þeim hátíðlega að nú væri hún hætt við allt saman og vildi fara heim. Hún amma tók öllu af ein- stakri ró og fannst þetta allt bara svolitið fyndið. Hún fylgdi henni heim í niðramyrkri og skilaði heillri á húfi við mikla undrun foreldra hennar. Þetta var lýsandi dæmi um hvað hún amma var frábær. Hver sem þekkti hana ömmu og heim- sótti hana fékk að njóta ómældrar gestrisni. Pönnukökur, jólakökur og tertur runnu ofaní mann ásamt ískaldri mjólk eða jólaöli, svo maður tali nú ekki um kæfubrauðið henn- ar. Já, maður var sko vel alinn hjá henni ömmu og að öllu leyti, bæði á sál og líkama. Hún amma var mikil félagsvera og tók þátt í félags- starfi bæði hjá safnaðarfélagi Digra- nessóknar og í félagi aldraðra í Kópavogi. Auðvitað stóð manni svo alltaf til boða að koma með, að spila, syngja og ferðast með henni. Hún var vinsæl meðal félaga sinna og átti marga góða vini. Hrýjunni og örygginu sem hún bauð uppá verður aldrei lýst með orðum. Það minnis- stæðasta úr okkar kynnum eru fugl- arnir hennar, blómin, glettna brosið, staðfestan, ákveðnin, hláturinn, lífs- orkan, sterkur hlýr faðmur hennar og röddin, hvort sem hún söng eða talaði. Allir þessir hlutir og margir fleiri eiga eftir að fylgja okkur ávallt og fylla það tómarúm sem er í hjarta okkar nú þegar hún er farin. Minning hennar mun ávallt lifa í okkur sem þekktum hana og í verkum hennar. Ef að þrestirnir tala hver við annan segja foreldr- arnir örugglega ungum sínum frá konunni, sem í harðræði vetrarins sá þeim ávallt fyrir nógu að borða. Sjáumst síðar, elsku amma. Þínar dótturdætur, Birna og Lára. Nýr og fallegur dagur rennur upp, svalur en þægilegur. Ég er hér 5 Louisiana, Bandaríkjunum, langt frá litlu, fallegu eyjunni okkar og mér er hugsað heim til hennar ömmu minnar og það skýst upp í kollinn á mér, jæja, amma mín, ætlar þú nú að kveðja okkur hérna. Einum og hálfum tíma síðar hring- ir síminn og það er hún mamma sem tilkynnir okkur að amma hafi látist einum og hálfum tíma áður. Já, lífið er skrítið, en þannig tengd- umst við amma sterkum streng sem var óslítanlegur. Fyrstu sjö ár ævi minnar ólst ég upp hjá ömmu og afa og eftir það 1 var ég meira og minna með annan fótinn hjá þeim heima í Kópavogi. Amma var af þeirri kynslóð sem bókstaflega upplifði allt frá torfbæj- um, stríðstima og upp í tækni og vísindi. Ég var alltaf jafn stolt af henni sem persónu og fengu allir vinir mínir eitthvað að vita um ðmmu, enda var hún mér merkileg og fróð kona. Það voru fleiri, fleiri sögur sem hún sagði mér af skólan- um á Blönduósi, frá Hallormsstaða- skógi, en þar vann hún við garð- yrkjustörf, og við Landspítalann í Reykjavík. Já, þetta voru skemmti- legar sögur sem ég geymi í hjarta mínu, enda var hún góður sögumað- ur. Hún var mikið fyrir handavinnu og hvert haust í mínu minni prjón- aði hún hátt S fimmtíu hálesta og vettlinga en það átti að senda í v sveitina fyrir jólin; ekki að spyrja að, dugnaðurinn var þvílíkur að það mátti varla stoppa. Amma var mik- ill náttúruunnandi og elskaði úti- veru, það voru margir kílómetrar sem við gengum saman yfir holt og hæðir og spáði hún mikið í fugla, blóm og steina, og vissi hún bók- staflega um allar tegundir og nöfn. Hún orti mikið af ljóðum og var það eitt af hennar áhugamálum sem voru mörg. Á þriðja ár bjó hún á Hrafnistu í Reykjavik og síðasta sumar vann Birna systir mín á •¦»«• deildinni hennar og annaðist hana af ást og umhyggju. Pönnukökurnar þínar voru þær bestu í heimi og voru þær alltaf jafn vinsælar hjá okkur öllum. Ég, Svanbjörn og börnin mín tvö sáum þig síðast síðustu jól og kvöddum við þig með bros í hjarta. Ég skellti á þig kossi og sagði: „Sjáumst næstu jól, amma mín." Hún stóð og veifaði okkur svo fallega. Já, elsku amma mín, þú sagðir okkur alltaf, að þegar kallið kæmi þá ætlaðir þú að svífa um heima og geima, en þú fékkst aldrei það tækifæri að fara út fyrir landstein- ana og var Ameríka þér alltaf efst í huga, sem ég fékk svo að njóta**- seinna meir. Dætur þínar voru þér alltaf góðar og hlúðu vel að þér þessa síðustu erfiðu mánuði, þær voru þér allt Elsku amma mfn, ég syrgi þig sárt og tárin virðast óendanleg þessa dag- ana. En á endanum stend ég sterk með gleði í hjarta mínu, fyrir að hafa fengið þau forréttindi að kynn- ast þér og njóta allra þeirra sam- verustunda sem við áttum saman. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og litlu fjölskyldunat" mína sem þú varst svo ánægð með. Mér finnst svo erfitt að fá ekki að fylgja þér til grafar, en við Svan- björn, Víðir Snær og Áslaug Dóra erum með þér í huga. Guðs englar hnýta blómsveig kring um þig og afa minn. Minningarnar eru yndislegar sem við áttum öll. Þín dótturdóttir, Bryndís Ósk Jónsdóttir. GUÐMUNDUR KARL STEFÁNSSON + Guðmundur Karl Stefánsson var fæddur á Hóli við Stöðvarfjörð 28. júlí 1919. Hann lést á Landspítalanum 21. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Carl Stefánsson og Nanna Guðmunds- dóttir. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Maggý Ársælsdóttir frá Vestmannaeyjum. Börn þeirra hjóna eru Hannes, fæddur 7. maí 1953, giftur Ingibjörgu Hall- dórsdðttur, þau eiga 2 börn. Magnús, fæddur 11. desember 1954, giftur Elinu Jónu Þórs- dóttur, þau eiga 3 syni. Nanna, fædd 13. janúar 1965. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. + Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegs tengdaföður og vinar Guðmundar Stefánssonar, Mumma eins og hann var kallaður. Það er á svona stundum sem maður áttar sig á því hversu hratt tíminn líður og hversu mörgu er ólokið. Okkar kynni hófust fyrir 20 árum þegar ég kom fyrst í Langagerðið með Magnúsi. Mummi var mjög jákvæður og glaðvær maður að eðlisfari og hann var ákaflega góður hlustandi. Það var mjög gott að leita til hans með ýmis mál því hann hafði ráð við öllu. Langt um aldur fram missti Mummi nær alla sjón en hann lét það ekki aftra sér og aldei kvart- aði hann. Hann fór allra sinna ferða gangandi eða í strætisvagni og hann naut þess að vera úti, það var með ólík- indum hvað hann var ratvís. Hann var mikill hagleiksmaður og hafði yndi af öllu handverki. Hann dvaldi tímunum saman í kjallaranum í Langagerðinu þar sem hann hafði lítið vinnuherbergi. Það var alveg sérstakt að koma þarna niður, þar kom hans innri maður vel í ljós. Allt var í röð og reglu og hver ein- asti hlutur átti sinn stað, hann vissi nákvæmlega hvar hver einasti hlut- ur var og engu mátti henda, það gæti þurft að nota það síðar. Ég held að hann hafi einna mest séð eftir þessu herbergi þegar hann, Maggý og Nanna fluttu í Espigerðið. Mummi var rnjög vinnusamur og fann sér alltaf eitthvað að gera, honum leiddist aldrei. Sumarið 1981 þegar við Magnús bjuggum á Dalvík kom hann til okkar og dvaldi hjá okkur f nokkra daga. Hann varð auðvitað að hafa eitthvað að gera, hann fór í daglegar gönguferðir þó svo að hann væri á nýjum stað, það var nóg að segja honum áttimar. Síðan datt honum i hug að útbúa rólu fyrir nafna sinn sem þá var aðeins rúmlega ársgamall. Þessi róla var listavel gerð, það voru grindur allan hringinn þannig að engin hætta var á að sá litli dytti úr, fyllsta öryggis var gætt og svo var auðvit- að hægt að nota róluna bæði úti og inni. Hann fylgdist alla tíð vel með barnabörnunum fimm og vissi alltaf hvað þau höfðu fyrir stafni. Fyrir tæpum tveimur árum greindist Mummi með krabbamein. Hann tók þessu áfalli með jákvæðu hugarfari og hann kvartaði aldrei þó svo að hann væri oft sárkvalinn. Mér er minnisstætt þegar ég heim- sótti hann eitt sinn helsjúkan á Landspítalann fyrir fáeinum vikum. Ég kom til hans og sagði eins og alítaf: Jæja Mummi minn, hvernig hefur þú það í dag? Hann kreisti á mér höndina og sagði brosandi eins og alltaf: Ég hef það fínt. Nú er hetjulegri baráttu við ill- vígan sjúkdóm lokið. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elin Jóna. Elsku Mummi frændi. Mig langar tii að senda þér nokk- ur kveðjuorð. Ég kveð þig með söknuði og sorg. Þú kallaðir mig alltaf Tinnslu litlu, það var af þvfií- að við náðum svo vel saman. Ég sagði einu sinni við ömmu mína, hvað hún væri heppin að eiga svona skemmtilega bræður og þar varst þú engin undantekning. Þú varst alltaf svo hress og til í að spauga með mér og það kunni ég vel að meta. Ég geymi S minningunni skemmtilega ferðalagið okkar til sólarlanda, þar undum við okkur vel og héldum uppi fiörinu og þú kenndir mér ýmsar listir í sundlaug- inni. Nei, það var ekkert kynslóða- bil hjá okkur, þú varst alltaf þolin- móður gagnvart mér. Ég veit að þér líður vel núna og ég geymi all- ar minningarnar um þig með þakkT t læti og virðingu. EIsu amma, guð veri með þér og styrki þig. Ég og fjölskylda mín sendum þér, Maggý, og fjölskyldu, samúðarkveðjur. Þfn vinkona, Tinna Baldursdóttir. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfiiegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega Hnulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skSrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. K-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.