Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 17 ERLENT Hrundi ofan á íbúðahverfí Reuter BJÖRGUNARMENN leita í rústum húsa í út- hverfi borgarinnar Manta í Ecuador í gær. í fyrrakvöld hrundi logandi brak úr bandarískri flutningaþotu af gerðinni Boeing-707 niður á hverfið með þeim afleiðingum, að 24 a.m.k. biðu bana og 60 slösuðust. Þotan sprakk skömmu eft- ir flugtak í Manta og fórst fjögurra manna áhöfn hennar. ísraelar minnast morðsins á Yitzhak Rabin Morðið talið hafa skerpt andstæðurnar Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELAR minntust þess í gær að samkvæmt tímatali gyðinga er ár liðið frá morðinu á Yitzhak Rabin, fyrrverandi forsætisráðherra. Deilur um hvernig ætti að minnast hans þykja til marks um að morðið hafí ekki orðið til þess að draga úr póli- tískri sundrung í landinu og jafnvel skerpt andstæðurnar. Þúsundir manna söfnuðust saman á torgi í Tel Aviv, þar sem hægrisinn- aður gyðingur myrti Rabin á friðar- fundi fyrir tæpu ári, og skólabörn minntust hans með þögn. ísraelska dagblaðið Haaretz sagði í forystugrein að morðið hefði ekki orðið til þess að þjappa ísraelum saman. „Þvert á móti hefur það skerpt andstæðurnar". ísraelska ríkissjónvarpið sagði að tugum þingmanna hefði verið hótað lífláti, þeirra á meðal Shimon Peres, eftirmanni Rabins, og Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra og leiðtoga hægrimanna í Likud-flokknum. Morðið olli miklum óhug meðal ísraela en tæpu ári síðar hafa vinstri- og hægriflokkarnir ekki einu sinni getað komið sér saman um hvernig eigi að minnast tilræðisins. Israelsk- ur dómstóll hafnaði í gær beiðni um að morðdagurinn yrði lýstur sorgar- dagur til minningar um Rabin og áður höfðu hægrimenn á þinginu hafnað þeirri hugmynd. Þeir líta á tillöguna sem tilraun af hálfu Verka- mannaflokksins til að notfæra sér morðið í pólitískum tilgangi. Félagar í ungmennahreyfíngum hægrimanna og heittrúaðra gyðinga hafa neitað að syngja „Friðarsöng- inn", sem Rabin söng áður en hann var myrtur, við minningarathöfn sem ráðgerð er á sunnudag. í söngnum, sem er orðin að nokkurs konar helgi- söng vinstrimanna, eru ísraelar hvattir til að gleyma styrjöldum for- tíðarinnar og fagna friðartímum sem færu í hönd. „Við viljum ekki taka allt hug- myndakerfi vinstrimanna gott og gilt aðeins vegna þess að forsætis- ráðherrann, megi hann hvíla í friði, var myrtur," sagði Eldad Halahmi, leiðtogi Betar, ungliðahreyfingar hægrimanna. Stjórnmálamenn og fjölskylda Rabins voru viðstödd minningarat- höfn við gröf hans í Jerúsalem. Ekkja hans, Leah Rabin, sagði þar að vinstrimenn væru alltaf fórnarlömb pólitísks ofbeldis í ísrael og hægri- menn alltaf sökudólgarnir. „Aldrei nokkurn tíma hefur verið skotið frá vinstrivængnum á hinn hægri. Þegar skotum hefur verið hleypt af hafa þau komið frá hægrimönnum og hæft vinstrimenn." Áður hafði Zevulun Hammer menntamálaráðherra sagt að rangt væri að kenna öllum hægrimönnum um morðið á Rabin. Pólitískt ofbeldi einskorðaðist ekki við hægrimenn. Rabin var myrtur 4. nóvember samkvæmt okkar tímatali, en tímatal gyðinga er mun flóknara. Samkvæmt því eru yfirleitt 354 dagar í árinu, en stundum 353 eða 355. í hlaup- ári, sem verður sjö sinnum á 19 árum, eru hins vegar 383, 384 eða 385 dagar. ítalskur meistarakokkur frá Siena íeldhúsinu á La Primavera Frelsi til fóstureyðinga sam- þykkt í Póllandi Páfagarður gagnrýnir pólska þingið Rémaborg, Varsjá. Reuter. PÁFAGARÐUR mótmælti harð- lega í gær þeirri ákvörðun pólska þingsins að samþykkja lög um frelsi til fóstureyðinga. Sagði í yfirlýsingu, sem birtist í málgagni Vatikansins, L'Osservatore Rom- ano, að Pólverjar hefðu valið „leið dauðans". í blaðinu var getið ítrekaðra tilmæla Jóhannesar Páls páfa til samlanda sinna um að hafna fóst- ureyðingu. „Með því að gefa fóst- ureyðingar frjálsar hafa Pólverjar stigið afdráttarlaust skref til menningar dauðans," sagði blað- ið. Notaði blaðið þar með hugtak, sem páfa hefur verið tamt í munni, þegar hann hefur gagn- rýnt ríki, sem aukið hafa frelsi til fóstureyðinga. Er páfi bað sam- landa sína nýlega að leggjast á bæn gegn fóstureyðingum talaði hann tæpitungulaust. „Þjóð sem drepur börnin sín á sér enga fram- tíð", sagði páfi. Neðri deild pólska þingsins, Sejm, hnekkti í gær neitunar- valdi, sem efri deild þingsins hafði beitt gegn fóstureyðingarfrum- varpinu. Verður það því að lögum og hefur Aleksander Kwasn- iewski, forseti, heitið því, að stað- festa lögin við fyrsta tækifæri. Samkvæmt lögunum geta kon- ur fengið fóstri eytt fram að 12. viku meðgöngu eigi þær við fjár- hagsleg eða .önnur persónuleg vandamál að stríða. Lög, sem samþykkt voru 1993, heimiluðu fóstureyðingu einungis ef þung- unin ógnaði lífi eða heilsu konunn- ar, ef ljóst þætti að barnið fædd- ist verulega vanskapað, eða þegar þungun stafaði af völdum nauðg- unar eða sifjaspella. RAFVIRKJUN Fjölbrautaskólinn Breiðholti FJOLBRAimSXÓUNN BREIOH0LTI Innritun á vorönn 1997 lýkur 1. nóvember. Frá rafiönadeild FB hafa 255 nemendur útskrifast til sveinsprófs í rafvirkjun frá árinu 1975. FB þegarþú velur rafvirkjun. McDonald's og KSÍ bjóða hepjpnum vinningshafa á leik íslands og Irlands á írlandi þann 10. nóvember nk. Getraunaseðlar fylgja með Stjöraumáltíðum og landsleikstilboði hjá McDonald's til 27. október. VILTU VINNA FERÐ TIL ÍRLANDS?^ SIENA DAGAR 24. okt. - 15. nóv. Enzo Parri Éh eilsuhúsið AUSTURSTRÆTI 9 SlMI 561 8S5S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.