Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 21 LISTIR Sigrid Valt- ingojer sýnir grafíkmyndir SIGRID Valtingojer opnar sýningu á grafíkmyndum í Listasafni Kópa- vogs, laugardaginn 26. október kl. 15. Að þessu sinni sýnir listakonan tréristur. „Eins og áður er landslagið meginviðfangsefni Sigrid. Hún ein- faldar form þess og umbreytir uns eftir standa eins konar tákn mitt á milli abstraktforma og þekktra forma úr náttúrunni. Þetta táknmál og litbrigði náttúrunnar notar lista- konan til að túlka andblæ tímans, jafnt lífsviðhorf sín sem áhrif frá náttúru og umhverfí," segir í kynn- ingu. Sigrid er fædd í Tékkóslóvakíu 1935. Hún stundaði nám í grafískri hönnun í Frankfurt am Main. Til íslands kom hún 1961 og vann fyrstu árin sem auglýsingateiknari. Árið 1979 útskrifaðist hún úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Sýningin í Listasafni Kópavogs er tólfta einkasýning Sigrid, en hún hefur að auki tekið þátt í mörgum samsýningum heima og erlendis. Sigrid hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir þrykklist sína og verk hennar eru á þekktum lista- söfnum víða um heim. Sýningunni lýkur sunnudaginn 10. nóvember. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Olíu- og vatnslitamyndir í Gistiheimilinu Bergi BJARNI Jónsson listmálari opnar sýningu á olíumálverkum og vatns- litamyndum í Gistiheimilinu Bergi við Bæjarhraun 4 í Hafnarfirði. Bjarni hefur undanfarin ár málað mikið af myndum sem lýsa lífí og stðfum sjómanna á tímum áraskip- anna. í sumar hefur staðið ýfír sýn- ing á áraskipamyndum Bjarna í Sjó- minjasafni Islands. Bjarni hefur haldið margar sýn- ingar hér á landi og tekið þátt í sýn- ingum erlendis. Einnig hefur hann frá unga aldri teiknað í blöð, bækur, alls konar merki, umbúðir og mikinn fjölda jólakorta. Sýningin í Gistiheimilinu Bergi er fjölbreytt og einnig eru þar sýnishorn af jóladúkum og gardínum sem Bjarni gerði fyrir Vogue. Sýningin verður opin um óákveðinn tíma en Bjarni verður sjálfur við laugardaga og sunnudaga. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Um helgar sýnir Astrid Ellingsen prjónajakka og kjóla. Unglist DAGSKRÁ Unglistar í dag, föstu- daginn 25. október, er eftirfarandi: Kl. 9-23 Hitt húsið. Myndlistarsýn- ing Unglistar. Kl. 10-1 Café au lait. Sýning Hús- stjórnarskólans. Kl. 10-1 Kaffígallerí. Amma í Rétt- arholti. Sýning Bleks. Kl. 17-18.30 Port Hafnarhússins. Útgáfuhátíð K.A.O.S. Geimfara. Geimbretti o.fl. Kl. 20 Tjarnarbíó. Danshátíð: Klass- íski ballettskólinn, Djassballettskóli Báru, Verkstæðið, Kramhúsið, Dans- skóli Sig. Hákonar o.fl. Kl. 22 Norðurkjallari MH. íslenskt danstónlistarkvöld. Kl. 23 Hafnarhúsið. Gjörninganótt og verðlaunaafhending í myndlist- armaraþoni. Akureyri Kl. 20 Dynheimar. UFE tónleikar með Botnleðju. Kl. 20 Kvosin. Klassískir og djass- aðir tónleikar. ÁHEYRENDUR gerðu góðan róm að leik djasstónlistarmannanna. val. Gamalt pensúm úr FÍH skólan- um, Recorda mé eftir Joe Hender- son. Laglínuna spiluðu Sammi og Snorri. Karl -er sleipur hljómborðs- leikari, eiginlega meira en það, lík- lega bara dálítið fenómen. Hann spil- aði hraðan og ástríðufullan spuna í hinu frábæra lagi Wayne Shorters Footprints. En þar kom líka Snorri verulega á óvart. Upprennandi trompetleikari eru tíðindi á Islandi! Þrátt fyrir fullt af feilnótum og rugli hefur hann djúpa tónhugsun sem Strengjamót í Keflavík TONLISTARSKÓLTNN í Keflavík stendur fyrir strengjamóti um helg- ina. Um 170 nemendur og kennarar víða að af landinu munu þá dvelja í Keflavík við æfíngar. Þátttakend- um er skipt í.tvær hljómsveitir eftir getu og stjórnar Martin Frewer ann- arri strengjasveitinni og Guðmundur Oli Gunnarsson hinni. Mótinu lýkur með tónleikum í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík á sunnudag kl. 15. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Þetta er í annað sinn sem Tónlist- arskólinn í Keflavík heldur slíkt mót. Hið fyrsta var haldið í október 1994 og tókst mjög vel. Ætlunin er að halda slík mót annað hvert ár og eru mótin ætluð strengjanem- endum sem lokið hafa 1. stigi. Svip- uð mót hafa verið haldin fyrir skóla- lúðrasveitir um árabil og verið mik- il hvatning fyrir nemendur til þess að gera betur. Hið sama má segja um strengjamótin. Auk þess að æfa saman munu þátttakendur fara í skoðunarferðir, sund og halda kvöldvöku.. Á föstudagskvöldinu munu Ragnhildur Pétursdóttir, fíðluleik- ari og Junah Chung, lágfiðluleik- ari, halda tónleika í Keflavíkur- kirkju kl. 20.30. Þau ætla að flytja fjölbreytta og skemmtilega efnis- skrá auk þess að kynna lágfiðluna sérstaklega. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfír. Nýjar bækur • HMINNINN Htar hafið blátt er ný bók eftir Sól- veigu Trausta- dóttur, sjálfstætt framhald bókarinn- ar Himinninn er alls staðar, sem kom út fyrir tveim- ur árum. „Aftur er komið vor í Ljúfuvík og ævintýrin blasa við hugmyndaríkum krökkum. Lesandinn kynnist litríku fólki og líf- inu í þorpi og sveit um miðja öld. Ýmsir eftirminnilegir atburðir verða". Freydís Krístjánsdóttir teiknaði myndir í bókina sem erll9 bls., prentuð í Svíþjóð oggefín út af Máli og menningu. Verð bókarínnar er 1.380 kr. Sólveig Traustadóttir hann nýtir í fínum spuna. Tónninn er fremur djúpur og hálfkæfður, minnti ekki svo lítið á sjálfan Lee Morgan í ballöðum. Enginn djassunnandi þarf að ótt- ast tíðindalausa framtíð ef þeir nem- endur FÍH skólans sem fram komu þetta kvöld halda sig að hljóðfærun- um, ástunda reglusamt líferni og sýna tónlistinni auðmýkt. Framtíðin er þeirra. Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.