Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 AÐSEIMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Vegirnir fyrir vestan JÓNAS Guðmunds- son, sýslumaður í Bol- ungarvík, skrifaði fyr- ir nokkru grein í Morgunblaðið um vegamál Vestfirðinga. Þar lagðist hann gegn Djúpveginum en vill snúa sér að veginum frá Þingeyri í Flóka- lund til Gilsfjarðar. Niðurstaða hans er sú að gerlegt sé að ljúka þessari vegagerð á 7-8 árum. Þetta hljómar vel en því miður er ekki allt sem sýnist. Þótt lokið sé við Vestfjarðagöng eru enn ógreiddar um 400 millj. kr. sem vegasjóður verður að standa skil á á næstu tveim árum. Göngin marka þáttaskil í samskiptum Is- firðinga. Nú liggur fyrir að koma þeim í öruggt vegasamband við hringveginn svo fljótt sem kostur er. Djúpvegurinn kostar 1400 m.kr. Þar sem hann hefur verið tekinn í flokk stórverkefna er raunsætt að setja sér það mark að honum megi ljúka á næstu tveim áætlunartímabilum vega- áætlunar eða innan 8 ára. Auðvit- að verður hann ekki fær í öllum veðrum, en í grófum dráttum á að vera hægt að halda honum opn- um yfir veturinn. Þetta verður á hinn bóginn ekki sagt um veginn frá Þingeyri til Flókalundar þótt hann yrði upp- byggður. Ég fór á dögunum yfir Hrafnseyrarheiði. Það var myndar- legt snjóstál við veginn á einum stað sem minnti mig óþyrmilega á að ógerlegt er að halda henni op- inni yfir veturinn, enda er hún 552 m yfir sjávarmáli og snjóflóða- hætta efst í heiðinni. Breiðadals- heiðin var lokuð svo mánuðum skipti 1995 og ekki hefur Hrafns- eyrarheiði verið talin skárri yfir- ferðar. Það hefur þess vegna alltaf verið gengið út frá því að nauðsyn- legt sé að sprengja 4,7 km löng göng milli Dýrafjarðar og Amar- fjarðar sem kosta 2 milljarða kr. Þá er að komast yfír Dynjandis- heiði sem svo er kölluð, en eigin- lega er yfír tvo fjallvegi að fara; annars vegar Helluskarð, sem er 468 m yfir sjávarmáli á milli Vatnsfjarðar og Trostansfjarðar, og hins vegar Dynjandisheiðin sjálf sem er 500 m yfir sjávarmáli á milli Geirþjófsfjarðar og Dynjand- isvogs. Þetta er með öðrum orðum langur og erfiður ijallvegur, lítið er vitað um hvernig gengi að halda honum opnum og loks liggur ekki fyrir hvar vænlegasta vegarstæðið er upp á heiðina úr Arnarfirði. Það hefur verið slegið á að kostnaður- inn við vegalagninguna gæti legið nærri 900 millj. kr. Heildarkostn- aður við vegagerð milli Þingeyrar og Flókalundar með jarðgöngum er metinn á um 2.900 millj. kr. Vegurinn milli Króksfjarðarness og Flókalundar er 135 km langur og yfir tvo fjallvegi að fara, Hjalla- háls, sem búið er að byggja upp og hefur reynst snjó- léttur, og Klettsháls, sem er 330 m yfir sjáv- armáli, en um hann liggur gamall vegur sem þarf að endur- byggja. Kostnaður við þessa leið er metinn á um 1900 millj. kr. Samkvæmt fram- ansögðu ber ekki lítið á milli talna sýslu- mannsins og Vega- gerðarinnar. Hann áætlar að vesturleiðin kosti gróft reiknað 3800 m.kr. með jarð- göngum, en tala Vegagerðarinnar er 4800 millj. kr. Þó að árleg fjárveit- ing yrði 250 millj. kr. á ári, sem yrði veruleg aukning frá því sem vegaáætlun gerir ráð fyrir í stór- verkefnið Djúpveg, tæki a.m.k. 15 ár að uppfylla hugmyndir Jónasar. Hver króna sem lögð er í Djúpveg kemur strax að notum og þá árið um kring. Það verður ekki ef farin er vesturleiðin. Meðan byggð yrði upp leiðin Flókalundur-Króksljarð- ames, ef hún yrði tekin á undan ieiðinni Flókalundur-Þingeyri, nytu Hver króna sem lögð er í Djúpveg, segir Halldór Blöndal, kemur strax að notum — o g árið um kring. ísfírðingar einskis af þeirri fjár- festingu að vetrarlagi. Yrði síðar- nefndi vegkaflinn byggður upp fyrst yrðu allir með slæma eða enga tengingu að vetrarlagi við hringveginn. Inn í þetta dæmi vantar vegkafl- ann frá Patreksfirði til Bijánslækj- ar. Raunsætt er að telja að kaflan- um milli Bijánslækjar og Siglunes- vegar muni ljúka á næsta áætl- unartímabil vegaáætlunar eða inn- an fjögurra ára og veginum yfir Kleifaheiði innan næstu 8 ára. Kostnaður við þessa vegagerð er metinn á 350-400 millj. kr. Loks gleymir sýslumaðurinn Strandamönnum og tengingum þeirra við önnur byggðarlög Vest- fjarða eða við hringveginn. í niðurlagi greinar sinnar víkur Jónas Guðmundsson að því að for- seti íslands hafi lagst á sveif með honum til þess að eyða síðasta vafanurn í huga lesarans. Þó að forseti íslands hafi sérstaklega nefnt vegagerð í Barðastrandar- sýslu skil ég ekki orð hans svo að hann vilji ýta Djúpveginum til hlið- ar. Við skulum halda nafni hans utan við þvílíkar deilur. Vil viljum flest að forsetaembættið sé hafið yfir dægurmál og almenna póli- tíska umræðu. Þá verður okkar sóminn mestur. Höfundur er samgönguráðherra. Halldór Blöndal Ástarþökk til allra þeirra, er mig hylltu sjö- tuga. Bros og faðmlög, b/óm og gjafir, birtu stráÖu í sálina. Börnum, mökum, örfum öllum einnig kveð ég hjartans þökk er mér gerðu daginn dýran. Drottinn ykkur blessi öll. AlúÖarþökk fyrir símtöl og heillaskeyti. Hansína Þóra Gísladóttir. - kjami málsins! Kvótinn - sameign þjóðarinnar Hugmyndir að breytingum á reglum um fiskveiðistjórnun EIN röksemd gegn því, sem fjall- að var um í fyrri greininni, kann að vera að veiðiheimildir séu sam- eign íslensku þjóðarinnar og því ekki veijandi að afsala henni til einstaklinga eða fyrirtækja með því að veita þeim formlegt eignarhald yfir auðlindinni. í þessu sambandi verður að hafa í huga að það er mikilvægt fyrir bæði útgerðir og hugsanlega fjárfesta að hafa ótví- ræðan ráðstöfunarrétt yfír auðlind- inni til langs tíma. Fjárfestar eru ekki líklegir til að ijárfesta í afla- heimildum ef þeir hafa aðeins vissu fyrir ráðstöfunarrétti sínum í eitt ár. Eins er útgerðarfyrirtækjum mikilvægt að hafa ákveðnar veiði- heimildir til ráðstöfunar til margra ára. Með því er þeim gert kleift að marka ákveðna stefnu í veiðum sín- um og vinnslu til langs tíma. Þegar ákvörðun er t.d. tekin um kaup á nýju skipi er mikilvægt fyrir stjórn- endur fyrirtækis að vita að fyrir- tækið muni hafa ákveðnar afla- heimildir til ráðstöfunar í mörg ár. Slík vissa hefur ekki fylgt núver- andi kvótakerfi þar sem aflaheim- ildum er úthlutað á hveiju ári og útgerðir geta átt von á að úthlutun þeirra breytist frá einu ári til ann- ars eins og raunin hefur verið und- anfarin ár. Til að samræma bæði sjónarmið- in, þ.e. að vernda eignarhald þjóðar- innar á sameign hennar og tryggja handhöfum aflaheimilda yfírráð til langs tíma, er lagt til að beitt verði svipaðri aðferð og við leigulóðir, sem úthlutað er undir fasteignir. Þar er ekki um formlegt eignarhald lóðarleiguhafa að ræða, heldur gera þeir leigusamning um afnotarétt lóðarinnar til mjög langs tíma. Ef þessi aðferð er yfirfærð á aflaheim- ildir myndu handhafar þeirra gera samning við sjávarútvegsráðuneyt- ið um langtímaafnot af aflaheimild- um án formlegs eignarhalds á þeim. í núgildandi lögum um stjórn fisk- veiða er tekið fram í fyrstu grein að úthlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögunum myndi ekki eignar- rétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á þessum grunni laganna í tillögun- um. Fullyrða má að stöðugleiki sem fylgdi langtímasamningum um aflaheimildir yrði meiri eftir því sem samningamir yrðu gerðir til lengri tíma. Með samningunum fengju handhafar þeirra afnotarétt að ákveðnum tonnafjölda af fiskteg- undum, sem háðar em aflatak- mörkunum, og yrði hann óbreyttur út samningstímann. Handhafar aflaheimildanna hefðu þá vissu fyr- ir heimildum sínum til langs tíma, sem er mjög mikilvægt fyrir lang- tímauppbyggingu í útgerð. Einnig hefðu fjárfestar, sem ekki stunda fiskveiðar, vissu fyrir þeim afla- heimildum sem þeir fjárfestu í. í framangreindum samningum væri, með vísan til vemdunarsjón- armiða, hugsanlegt að veita ráðu- neytinu heimild til að skerða úthlut- aðar aflaheimildir um ákveðið há- mark (2-5%) á samningstímanum án nokkurra bóta. Hins vegar er meginreglan i tillögunum sú að út- hlutað verði ákveðnu magni sem verði ekki breytt út samningstím- ann. Ef ástand fískistofna yrði hins vegar með þeim hætti á samnings- tímanum að óhætt væri talið að auka veiði myndi ráðuneytið selja viðbótina. Við slíka aukningu mætti bjóða handhöfum aflaheimilda hlut- deild í viðbótinni til kaups í hlut- falli við eign þeirra líkt og hluthöf- um í félögum er boðið að kaupa hlutdeild í aukningu hlutaljár. Einn- ig kæmi til greina að bjóða slíka aukningu til sölu á markaði og selja hana hæstbjóðendum. Á sama hátt og ráðu- neytið seldi aukningu í úthlutun bæri því að kaupa aflaheimildir ef nauðsynlegt ýrði talið að minnka veiðar. Setja mætti í samninga ákvæði um rétt ráðu- neytisins til kaupa á ákveðnu magni af afla- heimildum á markaðs- verði, þannig að keypt yrði af öllum ef minnka þyrfti veiðar. Annar valkostur er að ráðu- neytinu yrði skylt að kaupa slíka skerðingu á markaði eins og hver annar kaupandi aflaheimilda. I raun er hér aðeins um framkvæmdaatriðþ að ræða sem eiga ekki að hafa\ áhrif á þær meginhugmyndir sem settar eru fram. Á sama hátt og handhafar lóða- leigusamninga greiða lóðaleigu myndu handhafar aflaheimilda greiða árlegt leigugjald til ríkissjóðs fyrir tilkall sitt til auðlindarinnar. Leigugjaldið yrði að vera hóflegt Handhafar aflaheimilda Alexander G. Eðvardsson þeirra nú verulegum íjárhæðum. Ef framangreindar tillögur um úthlutun aflaheimilda verða að veruleika er ekki leng- ur grundvöllur fyrir núgildandi takmörkun- um á stærð fiskiskipa- flotans. Útgerðaraðil- um yrði því heimilt að kaupa ný fiskiskip eða endurnýja gömul án nokkurra takmarkana. Útgerðarfélög hefðu vissu fyrir þeim afla- heimildum sem þau hefðu til ráðstöfunar næstu árin og þeim væri treyst til þess að afla þeirra á sem hagkvæmastan hátt með þeim fiskiskipum sem best eru talin henta til þess. Framangreint gjald til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins vegna úreldingar fiskiskipa félli því niður og sá markaður sem nú er fyrir fiskiskip til úreldingar myndi vænt- anlega hverfa. Ráðstafanir þessar myndu því lækka tilkostnað útgerð- arinnar, sem þessu nemur og vega að einhveiju leyti á móti þeim kostnaði sem hlytist af leigugjaldi fyrir úthlutaðar aflaheimildir. myndu greiða árlegt leigugjald til ríkissjóðs, segir Alexander G. Eðvardsson, í síðari grein sinni um kvótann. Einnig myndi framangreind breyting á reglum um endurnýjun fiskiskipa væntanlega leiða til þess að eðlileg endurnýjun færi fram í fiskiskipaflotanum, en telja verður að núgildandi reglur hafi haft mjög neikvæð áhrif á nauðsynlega end- urnýjun hans. Niðurstaða þar sem það kemur til gjalda hjá útgerðinni og það má ekki verða hærra en svo að hún geti greitt það. í tillögum þessum er við það miðað að gjald það sem nú er greitt til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins muni falla niður. Einnig er vert að hafa í huga að ríkissjóður inn- heimti í fyrsta sinn á fiskveiðiárinu sem hófst 1. september 1996 sér- stakt gjald af handhöfum veiði- heimilda, sem er sambærilegt þeirri leigu sem að framan hefur verið Qallað um. Að teknu tilliti til þess- ara gjalda er ekki gert ráð fyrir að álögur á útgerðina muni aukast að ráði með tilkomu framangreinds leigugjalds. Ef á hinn bóginn yrði vilji til þess að hafa gjald þetta hærra en þau gjöld sem nefnd hafa verið, þarf að skapa útgerðinni skilyrði til að hún geti greitt uppsett leigu- gjald og á sama tíma skilað eigend- um sínum ásættanlegum arði. Úrelding Ein aðalástæða þess að núver- andi kvótakerfí var upphaflega komið á var sú staðreynd að af- kastageta fiskiskipaflotans var orð- in mun meiri en sú veiði sem fiski- stofnar þoldu Og voru margir þeirra því ofveiddir. Eitt af markmiðum með þeim aðgerðum sem gripið var til var að minnka fiskiskipaflotann. Var það m.a. gert með því að greiða útgerðarfélögum fyrir að taka fiski- skip úr rekstri og úrelda þau og var sérstakt gjald lagt á þau til að standa straum af úreldingu fiski- skipa. Einnig voru settar reglur um að félögum er ekki heimilt að kaupa ný fískiskip nema önnur sambæri- leg að stærð séu tekin úr rekstri. Þessar reglur hafa orðið til þess að fiskiskipum hefur ekki fjölgað, en myndast hefur markaður fyrir fiski- skip sem fyrirhugað er að taka úr rekstri. Útgerðarfélög, sem hafa hug á að endurnýja eða stækka fískiskip, hafa keypt skip til úreld- ingar, ef þau hafa ekki sjálf skip til slíks, og nemur markaðsverð Hér hafa tillögur, sem fela í sér miklar breytingar á núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi, verið kynntar. Stuðst við núverandi kerfí á þann hátt að þeim, sem nú eiga tilkall til aflaheimilda, verði áfram úthlut- að þeim heimildum samkvæmt til- lögunum. Hins vegar verður aðilum, sem ekki stunda fískveiðar, heimilt að fjárfesta í aflaheimildum sam- kvæmt tillögunum. Með þessari breytingu verða aflaheimildir fjár- festingarkostur sem er sambærileg- ur fjárfestingu í hlutabréfum. Þann- ig er tryggt að bæði einstaklingar og félög geti fjárfest í sameign þjóð- arinnar án nokkurra takmarkana. Gert er ráð fyrir að úthlutað verði ákveðnum tonnafjölda af hverri fisktegund, sem háð er kvótatak- mörkunum, til margra ára í senn án þess að formlegt eignarhald flytjist til handhafa aflaheimild- anna. Handhöfum framangreindra aflaheimilda yrði síðan gert að greiða árlegt leigugjald fyrir af- notarétt þeirra. Einnig er gert ráð fyrir að möguleg aukning á afla- heimildum verði seld og á sama hátt verði nauðsynleg minnkun keypt. Það er skoðun undirritaðs að til- lögur þessar geti sætt sjónarmið þeirra sem vilja halda óbreyttri fisk- veiðistjórnun og þeirra sem vilja taka upp veiðileyfagjald. Einnig verður að telja að sú festa og sá stöðugleiki sem felst í tillögunum muni leiða til mikillar hagræðingar í útgerð og fiskvinnslu og tryggja nauðsynlega endurnýjun fiskiskipa- flotans. Hér að framan hefur verið leitast við að kynna megintilgang og markmið tillagnanna án þess að fjalla um einstaka þætti eða fram- kvæmd þeirra í smáatriðum. Undir- ritaður er hins vegar reiðubúinn að kynna nánar framangreindar tillög- ur og frekari útfærslu þeirra ef eftir því verður leitað. Höfundur er endurskoðandi hjá KPMG Endurskoðun hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.