Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Morgunblaðið/RAX NÁMSKEIÐ um bætta meðferð á ferskum fiski eru einkum ætluð sjómönnum. Gera þarf átak í gæðamálum RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðn- aðarins skipuleggur nú námskeið, sem ætlað er að bæta meðferð á ferskum fiski. Sigurjón Arason, efnaverkfræðingur hjá RF, segir námskeiðin einkum ætluð sjómönn- um og þar verði aðal áherslan lögð á samhengi milli meðferðar hráefn- isins og verðmætasköpunar. Sífellt eru gerðar auknar kröfur til gæða sjávarafurða og hér á landi hefur um tíma átt sér stað nokkur umræða um gæðamál og þau ekki talin eins og best verður á kosið. Sigurjón segir að ef íslendingar ætli að líta á sínar sjávarafurðir sem þær bestu í heimi verði að gera átak í gæðamálum því víða sé pottur brot- inn í þeim efnum. Hráefnið skiptir mestu máli „Ég hef oft bent á að hráefnið skipti mestu máli þegar kemur að hágæða afurðum. Við munum því fara af stað með námskeið sem höfða fyrst og fremst til sjómanna. Það er mjög brýnt að gæði hráefnisins batni, sérstaklega núna þegar við viljum fá hærra yerð fyrir afurðir okkar og samkepni við aðrar fiskteg- undir harðnar, til dæmis alaskaufsa og tegundir sem eru verðminni, að okkar mati. Þær verða ekki verð- meiri nema við vöndum til umgengn- ina við hráefnið. Ef við ætlum að halda stöðu okkar verðum við að gera ennþá betur til að ná því markmiði," segir Sigurjón. Farið í fræðilega þáttinn Á námskeiðinu verður farið yfír meðferð afla og aukna verðmæta- sköpun, m.a. farið í saumana á nátt- úrlegum breytingum sem verða á fiski í vinnsluferlinu, áhrif veiðar- færa á fiskinn, áhrif blóðgunar og slægingar, þvott, flokkun, geymslu og flutning hráefnisins, auk þess sem farið verður yfir gæðastýringu og skráningu upplýsinga. Sigurjón segir að einkum verði farið yfir fræðilegan þátt þessara hluta en minna verði um verklega tilsögn. „Sjómönnum verður sagt hvaða atr- iði ber að hafa í huga við til dæmis blóðgun og slægingu, hvaða atriði þarf að bæta og hvers vegna. Meg- ináherslan verður á hvaða fræði liggja þarna á bak við." Byggjum á stórum gagnagrunni Sigurjón segir að RF hafi í nokk- urn tíma staðið fyrir athugunum á gæðum hráefnis og reynt hafi verið að finna hvaða atriði skera sig úr þegar bæta eigi meðferð hráefnis- ins. „Hér hefur meðal annars verið unnið verkefnið Aflabót þar sem rannsökuð var verðmætasköpun í meðferð hráefnisins. Við munum meðal annars flétta niðurstöður þeirrar rannsóknar inn í þetta nám- skeið og reyndar höfum við stóran gagnagrunn sem við byggjum á," segir Sigurjón. Stefnt er að því að halda nám- skeiðin sem víðast á landinu. Auk námskeiðs fyrir sjómenn segir Sig- urjón að einnig standi til að koma á námskeiðum fyrir stjórnendur og fískverkafólk í landi. „Við höfum staðið fyrir námskeiðum þar sem fjallað hefur verið sérstaklega um frystingu, söltun og þurrkun. Nám- skeiðin hafa verið haldin víða og mikið sótt. Þar sýnum við mönnum hvernig er best að standa að vinnsl- unni til að ná betri árangri," segir Sigurjón. ERLENT Ráðstefna um úthafsveiðar „ÚTHAFSVEIÐAR íslendinga, upp- haf eða endir", er yfirskrift ráð- stefnu, sem fram fer í dag, föstu- dag, á Hótel Borg. Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur umræða um úthafsveiðar innan og utan lög- sögunnar farið vaxandi og mörgum spurningum enn ósvarað. Ráðstefnu- stjóri verður dr. Guðrún Pétursdótt- ir, forstöðumaðm- Sjávarútvegsstofn- unar Háskóla íslands. Við upphaf ráðstefnunnar mun Árni Ragnar Árnason, alþingismaður og varaformaður sjávarútvegsnefnd- ar Alþingis, flytja inngangsorð, en að því loknu mun dr. Gunnar G. Schram, prófessor, flytja erindi um alþjóðlegar reglur, samþykktar og í deiglunni. Þeir Jens Valdimarsson, forstjóri ísbú hf., og Sigurbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri hjá Granda hf., munu hafa framsögu um möguleg úthafsveiðisvæði fyrir ís- Iensk skip. Ragnar Ólafsson útgerð- armaður ræðir um skipan úthafs- veiða, en að þessum umræðum lokn- um mun Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, fjalla um ávinning þjóðarbúsins af úthafsveið- um og Olafur Sigurðsson, fréttamað- ur RfJV, mun fjalla um alþjóðlega fjölmiðlaumræðu um úthafsveiðar. Ráðstefnan, sem stendur frá 9.30 til 17.00, er opin öllu áhugafólki um málefnið, en skráning fer fram hjá Málþingi. Rúandískir hermenn sagðir berjast í Zaire SÞ óttast neyðar- ástand á svæðinu Nairobi, Bukavu, Kigali. Reuter. FULLTRÚAR alþjóðlegra hjálpar- stofnana sögðu í gær að stjórnvöld í Zaire hefðu lokað landamærunum að Rúanda við bæinn Gisenyi og sakað rúandíska stjórnarhermenn um að berjast með uppreisnar- mönnum af þjóðerni Tútsa í aust- urhluta Zaire. Stjórn Rúanda, þar sem Tútsar eru allsráðandi, vísar ásökunum um íhlutun á bug. Hundruð þúsunda Zairemanna og Hútúa, sem dvalist hafa í flótta- mannabúðum í austurhluta Zaire, hafa flúið bardagasvæðin undan- farna daga og er ottast að neyðar- ástand geti skapast. Erlendir stjórnarerindrekar segjast hafa heyrt að rúandískir hermenn hafi tekið þátt í bardög- unum að undanförnu og telja hættu á að það geti orðið upphaf átaka á stóru svæði í Mið-Afríku. Rúandastjórn sagði í gær að sigrar sem uppreisnarmenn, svonefndir Banyamulenge, hefðu unnið stöf- uðu af lélegri herstjórn Zairehers, þjóðbræðurnir í Rúanda hefðu látið átökin afskiptalaus. Sadako Ogata, framkvæmda- stjóri Flóttamannahjálpar SÞ (ÚNHCR), segir í yfirlýsingu að flóttamannastraumurinn vaxi stöðugt og hún óttast að átökin breiðist enn út. „Haldi allir deiluað- ilar ekki aftur af sér óttast ég að skelfilegir atburðir séu í aðsigi." Fyrir tveim árum féll um milljón manns, aðallega Tútsar, er Hútúar reyndu að útrýma þjóðarbroti þeirra í Rúanda. Meira en milljón Hútúa flúði land er Tútsar náðu völdum og hótuðu að draga þá sem stóðu fyrir þjóðarmorðinu fyrir rétt.^ „Ástandið er orðið svo slæmt að það nálgast neyðarástand eins og við horfðumst í augu við 1994," sagði Ron Redmond, talsmaður UNCHR í Genf. Lítið mun vera til af matvælum á svæðinu og gert ráð fyrir að hvers kyns smitsjúk- dómar geti breiðst hratt út vegna hungurs og lélegs aðbúnaðar flóttafólksins. Upplausn í Zaire Ringulreið hefur ríkt í stjórnar- fari Zaire um langt skeið og ein- ræðisherra landsins síðustu ára- tugi, Mobutu Sese Seko, hefur verið erlendis á sjúkrahúsi í tvo mánuði. Heimildarmenn segja að héraðshöfðingjar í austurhluta landsins fari sínu fram og beiti illa búnum herflokkum stjórnarinnar í eigin valdaskaki, sem m.a. beinist gegn þjóðarbroti Tútsa. Tútsarnir í Zaire eru afkomend- ur fólks sem settist að á svæðinu fyrir nokkru öldum. Tútsar fara nú með öll völd í Rúanda og grann- ríkinu Búrundi þótt meirihluti íbúa í löndunum tveim sé af þjóðerni Hútúa. FLYJA BARDAGASVÆÐi Talið er að um 300.000 flóttamenn úr röðum Hútúa frá Búrundi og Rúanda hafi flúið til norðurs vegna bardaga í grennd við búðir hjá borginni Uvira í austurhluta Zaire, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Samtökin eru byrjuð að flytja á brott starfsmenn hjálparstofnana á svæðinu, einnig er starfslið flutt frá borginni Goma í norðri. Hermenn stjóm- valda í Zaire eru sagðir berjast við uppreisnar- menn svonefndra Banyamulenge Tútsa. Reuter FLOTTAFOLK frá austurhluta Zaire sem flúið hefur þorp sitt vegna bardaga Zairehers og uppreisnarmanna af þjóðerni Tútsa. %> Flóttamannabúöir ZAIRE BURUNDI Tanganyika- vatn \ 50 km REUIERS Páfi viðurkennir þróunarkenninguna Páfagarði. Reuter. JÓHANNES Páll II. páfi hefur viðurkennt þróunarkenninguna, hann segir að hún sé „meira en tilgáta" og samræmist kristinni trú. Vísindamenn fögnuðu yfírlýs- ingu páfa en líklegt er að hún að hún valdi uppnámi meðal íhalds- samra trúarhópa sem telja kenn- inguna ganga í berhögg við frá- sagnir Biblíunnar af sköpun mannsins. Páfi lýsti þessu yfir í bréfi sem hann sendi Vísindaakademíu Páfa- garðs, stofnun sérfræðinga sem er kaþólsku kirkjunni til ráðgjafar um vísindarannsóknir. Bréfið markar tímamót þar sem páfí fellst þar á að þróunarkenn- ingin virðist eiga við rök að styðj- ast, en samkvæmt henni hafa öll lífsform þróast með náttúruvali úr eldri og frumstæðari lífsformum en ekkí verið sköpuð hvert fyrir sig í eitt skipti fyrir öll. Páfi lagði hins vegar áherslu á að guð hefði skapað sál mannsins og hún væri því ekki hluti af þessari þróun. ítölsk dagblöð skýrðu frá yfir- lýsingunni með stórum forsíðu- fyrirsögnum. „Páfi segir að við séum hugsanlega komin af öpum," sagði í forsíðufrétt dag- blaðsins II Giornale, sem þykir íhaldsamt. La RepubbHca sagði að páfi hefði „friðmælst við Charl- es Darwin", náttúruvísindamann- inn sem lagði þróunarkenninguna fram á öldinni sem leið. „Meíra en tilgáta" „Það er í raun merkilegt að þessi kenning hefur smámsaman náð að festa rætur í hugum vís- indamanna eftir margar upp- götvanir á hinum ýmsu sviðum þekkingar," segir í bréfi páfa. Bætt er við að niðurstöður fjöl- margra marktækra rannsókna hnígi í eina átt og það sé „í sjálfu sér mikilvæg rök fyrir þessari kenningu". Fyrsta ítarlega svar Páfagarðs við þróunarkenningunni kom fram í umburðarbréfi, sem Píus XII. skrifaði árið 1950. Þar segir að ekkert mæli gegn því að kenn- ingin verði rædd en hins vegar er varað við því að hún geti ver- ið vatn á myllu kommúnista, sem vilji sanna að guð hafi ekki átt nokkurn þátt í sköpun mannsins. Jóhannes Páll páfi segir að þótt mannslíkaminn kunni að hafa þróast úr eldri og frumstæð- ari lífsformum hafi Guð skapað sálina. „Nú, tæpri hálfri öld eftir umburðarbréfið, leiðir ný þekk- ing til viðurkenningar á því að þróunarkenningin sé meira en tilgáta," bætir hann við. Vísindamenn fögnuðu yfirlýs- ingu páfa, en nokkrir þeirra bættu við að hún kæmi harla seint. „Hún gerir mörgum kaþ- ólskum vísindamönnum, sem hafa tekið þátt í rannsóknum á þróun mannsins, kleift að halda áfram því starfi án þess að verða fyrir ámælum eða örðugleikum," sagði Francesco Barone, ítalskur vísindaheimspekingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.