Morgunblaðið - 07.12.1996, Page 2
2 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
Varð undir marki
Mikil veikindi
í skólum
Viðvarandi
pestar-
ástand
ÓVENJUMIKJÐ hefur verið um for-
föll í skólum og dagvistarstofnunum
höfuðborgarinnar í vikunni vegna
veikinda. Greinst hafa tveir stofnar
inflúensu og auk hennar er um að
ræða gubbupest, niðurgang og
flensu. Einnig er að ganga pest með
höfuðverkjum, hita, beinverkjum,
augnverkjum og einkennum í öndun-
arvegi, samkvæmt upplýsingum
Lúðvíks Ólafssonar, héraðslæknis í
Reykjavík.
I Steinahlíð við Suðurlandsbraut
hafa verið óvenjumikil veikindi að
undanförnu og eru enn, að sögn
Amínu Sumarliðadóttur aðstoðar-
leikskólastjóra. Þar eru 33 börn á
tveimur deildum og vantaði um það
bil helminginn á annarri deildinni.
Ástandið var eitthvað skárra hjá
eldri börnunum en meira en helming-
urinn af starfsfólkinu var fjarver-
andi vegna veikinda.
í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi
voru 50 nemendur af 219 veikir á
miðvikudag en eitthvað færri í gær
og fyrradag, að sögn Gísla Ellerup,
aðstoðarskólastjóra.
Atli Árnason, yfirlæknir á heilsu-
gæslustöðinni í Grafarvogi, segir að
þar sé mikið að gera og viðvarandi
pestarástand. Hann segir fulla
ástæðu tii að fólk fari eftir hinum
gömlu og góðu húsráðum að fara
varlega með sig og halda sig heima
verði það veikt og láta lækni líta á
sig. Það gildi jafnt fyrir börn og
fullorðna.
ÞAÐ skal tekið fram að gefnu til-
efni, að auglýsingablað í gær, frá
verslunum og þjónustufyrirtækjum
í Skeifunni, var aðeins borið til
kaupenda á Suðvesturhominu.
TÍU ára gömul stúlka varð undir
handboltamarki í íþróttahúsinu við
Austurberg í fyrradag og fékk
talsverða áverka í andliti. Meðal
annars nefbrotnaði hún.
Að sögn Gunnars Haukssonar
forstöðumanns íþróttahússins
höfðu verið fest upp badmintonnet
í salnum og til að fjölga þeim
hafði snúra verið fest við þverslá
á markinu.
„Þegar stúlkurnar voru að fara
úr salnum ákvað ein þeirra að
róla sér í snúrunni, með þeim af-
leiðingum að markið hvolfdist yfir
hana. Það hefur þurft talsverðan
rykk til að markinu hvolfdi. Þetta
leit mjög illa út í fyrstu en við
brugðumst fljótt við og sjúkrabif-
reið var komin á staðinn eftir ör-
skamma stund,“ segir hann.
Hann kveðst ekki telja hættu
stafa af markinu sem slíku, þar
sem þau séu stöðug að öllu jöfnu,
en röng staðsetning snúrunnar og
hnykkurinn sem komið hefur á
markið við tiltæki stúlkunnar hafi
valdið óhappinu. Hann segir að
settar verði upp viðvaranir til
þeirra sem nota íþróttahúsið, til
að reyna að koma í veg fyrir að
óhappið endurtaki sig, auk þess
sem bannað verði að klifra eða
hanga í mörkunum.
Þijátíu lífshættuleg
slys á fjórtán árum
Aðspurður um þyngd umræddra
marka, segir Gunnar þurfa þijá
fullburða menn til að haída á þeim.
„Þetta er að sjálfsögðu hræðilegt
slys og ég lít mjög alvarlegum
augum á það, en mér skilst þó að
betur hafi farið en á horfðist í
fyrstu,“ segir hann.
Að sögn Herdísar Storgard,
barnaslysavarnafulltrúa Slysa-
varnafélagsins, hafa þijátíu lífs-
hættuleg slys orðið á síðustu fjór-
tán árum vegna marka sem ekki
hafa verið nægilega vel fest niður.
„Flest þessara slysa verða utan-
dyra, en þau tvö síðustu urðu hins
vegar innanhúss. Við byijuðum
að ýta á eftir þessum málum fyrir
fimm árum og smávægileg átak
hefur verið gert, en úrbætumar
eru litlar miðað við það hversu
mikið höfum reynt að vekja at-
hygli á þessu. í þessu tilviki var
markið ekki í sínum réttu festing-
um.
Gagnrýnisraddir meðal sjálfstæðismanna vegna breytinga á Leifsstöð
Hafa efasemdir um aðild að
Schengen-samkomulaginu
NOKKRIR þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa
látið í ljós efasemdir um væntanlega aðild ís-
lands að Schengen-samkomulaginu og þann
kostnað, sem henni muni fylgja. Ástæðan er
ekki sízt sú, samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins, að þingmennirnir eru andsnúnir tillög-
um um að 60 milljónir króna verði teknar af
flugmálaáætlun til að greiða hluta kostnaðar
við breytingar og stækkun Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar, en það fé rynni ella til flugvalla
á landsbyggðinni. Flugmálaáætlun er m.a. fjár-
mögnuð með flugvallarskatti í Keflavík. Fleiri
atriði varðandi Schengen eru gagnrýnd.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Vestfírð-
inga, tók málið upp á þingflokksfundi Sjálf-
stæðisflokksins í síðustu viku og tóku Einar
Oddur Kristjánsson, Egill Jónsson og Halldór
Blöndal samgönguráðherra undir athugasemd-
ir hans, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins.
Einar segir að sér finnist margt óljóst í
málinu og upplýsingar vanti. Sér sé ávinningur-
inn af Schengen-aðild ekki ljós, heldur hafí
verið gefnar frekar óljósar yfírlýsingar um að
norræna vegabréfafrelsið sé einn af hornstein-
um íslenzkrar-iitanríkisstefnu. „Almennar yfír-
lýsingar af því tagi nægja mér ekki,“ segir
Einar.
Þá segir hann að Ijóst sé að sjálfstætt til-
efni sé til stækkunar og breytinga á Leifsstöð
vegna aukinnar umferðar, en ekki nógu skýrt
hversu stór hluti kostnaðar sé vegna Schengen-
aðildar. Nú hafi komið fram upplýsingar í efna-
hags- og viðskiptanefnd Alþingis um að fjár-
festar og aðilar í verzlun, sem vilji koma vörum
sínum á framfæri í Leifsstöð, séu tilbúnir að
taka þátt í fjárfestingunni, eða a.m.k. leigja
stærra rými en gert sé ráð fyrir á þeim teikn-
ingum af stækkun, sem fyrir liggi. „Ef þessar
uppiýsingar eru réttar virðist hin fjárhagslega
hlið á málinu vera allt önnur og léttbærari,"
segir Einar.
Hann segir loks að fyrirtæki í ferðaþjón-
ustu, til dæmis flugfélögin, hafí efasemdir um
gagnsemi Schengen-aðildar og óttist að af
henni geti hlotizt kostnaður.
Flugstöðin njóti
eigin tekna
Ríkisstjómin samþykkti í ágúst að endurfjár-
magna 4,2 milljarða króna langtímaskuldir
Leifsstöðvar, og að leggja 800 milljónir í við-
byggingu við flugstöðina og endurbætur í nú-
verandi byggingu, einkum vegna þess að flug-
stöðin er orðin of lítil, en einnig vegna þeirra
breytinga, sem Schengen-aðild krefst. Heildar-
skuldir flugstöðvarinnar verða því fímm millj-
arðar króna og er gert ráð fyrir að rekstur
hennar standi undir greiðslu þeirra.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir
að sér sýnist að gagnrýnendur málsins í Sjálf-
stæðisflokki blandi saman mörgum mismun-
andi málum. „Spurningin er fyrst og fremst
sú hvort það sé eðlilegt að flugstöðin njóti í
engu þeirra tekna, sem þar koma inn,“ segir
hann. „Þarna hefur verið safnað upp óreiðu-
skuldum og þegar farið var aðtalajimað flug-
stöðin ætti að njóta þess tekjuauka'sem þar
kæmi í gegn, var það fyrst og fremst til að
reyna að greiða eitthvað af þessum skuldum,
sem enginn hefur viljað horfast í augu við.“
Halldór segir að stækka verði flugstöðina
burtséð frá Schengen-aðild. „Þar kemur aftur
upp sú spurning, hvort flugstöðin eigi í engu
að njóta tekna af fríhöfn eða umferð þar í
gegn,“ segir hann.
Halldór segir að utanríkisráðuneytið hafí
lagt áherzlu á að hafa framkvæmdina sem
minnsta, en að hún þjóni samt sínum tilgangi.
„Það hefur komið fram áhugi á að byggja
miklu stærra til að koma fyrir miklu verzlunar-
plássi. Það yrði mun dýrara og efasemdir eru
um að það stæði undir sér. Það er líka álita-
mál að hve miklu leyti á að flytja verzlun innan-
lands á Keflavíkurflugvöll. Það virðist sem
sumir hafí þá skoðun að þar eigi að setja upp
eitthvað svipað og Kringluna í Reykjavík. Eg
hef miklar efasemdir um það.“
Spurning um þátttöku
eða einangrun
Halldór segir aðalatriðið hvort ísland ætli
að taka þátt í fijálsum flutningum fólks á
milli landa eða vera einangrað. „Norræna vega-
bréfasambandið hefur þjónað okkur vel í 40
ár og ég held að það þurfi ekki frekari sannan-
ir en reynslu 40 ára. Ef við færum út úr því
myndi ísland hafa algera sérstöðu og að mínu
mati myndi það bæði hafa skaðleg áhrif á
ferðamannastraum til jandsins og valda mikl-
um óþægindum fyrir íslendinga, sem ferðast
til útlanda," segir Halldór.
Skíðasvæðið í Blá-
fjöllum opnað í dag
Góð
veðurspá
oggott
skíðafæri
SKÍÐASVÆÐIÐ í Bláfjöllum
verður opnað í dag. Þrjár Iyft-
ur verða í notkun, stólalyftan
og tvær toglyftur. Opið verður
frá kl. 11-15. Þorsteinn Hjalta-
son fólkvangsvörður segir veð-
urútlit og skíðafæri gott. „Það
er víða þunnur snjór en hann
heldur ágætlega. Ef menn fara
með gætni er þetta ekkert
vandamál.“
Viðræður standa nú yfir um
að Bláfjallanefnd taki við
rekstri skíðasvæðisins í
Hamragili. Undanfarin ár hef-
ur hann verið í höndum
Iþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur og íþróttafélag-
anna ÍR og Víkings. Að baki
Bláfjallanefnd standa sveitar-
félögin á höfuðborgarsvæðinu
og Suðurnesjum. „Tilgangur-
inn er að reyna að samræma
reksturinn og ná hagræðingu,“
segir Þorsteinn.
„Það verður haldinn fundur
í næstu viku þjá Bláfjallanefnd
og sennilega verður gengið frá
þessu þar.“
Snjóbrettakappar á mynd-
inni komu í Bláfjöll fyrst fyrir
tveimur vikum og létu sig hafa
það að vera lyftulausir.
---» ♦ ♦-
Útafakstur í Ölfusi
• •
Okumaður
alvarlega
slasaður
FÓLKSBÍLL með Ijórum ung-
mennum á leið frá Hveragerði til
Selfoss fór út af veginum til móts
við bæinn Ingólfshvol í Ölfusi um
klukkan tíu í gærmorgun. Öku-
maðurinn slasaðist mikið og var
fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.
Hann fékk alvarlegan höfuð-
áverka og liggur nú í öndunarvél.
Tveir farþeganna liggja á Sjúkra-
húsi Suðurlands á Selfossi með
minni meiðsl en einn slapp ómeidd-
ur. Mikil hálka var á veginum
þegar slysið varð. Bíllinn er talinn
gjörónýtur.