Morgunblaðið - 07.12.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.12.1996, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bruton kynnir drög að breytingum á stofnsáttmála ESB Lýsing á erfiðleikum fremur en samkomulag Brussel, London. Reuter. Reuter JOHN Bruton, forsætisráðherra Irlands, og Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynna írsku drögin að breyt- ingum á stofnsáttmála sambandsins. Bonino vill leyfa eiturlyf Brussel. Reuter. EMMA Bonino, fram- kvæmdastjórnarmaður Evr- ópusambandsins, segist þeirr- ar skoðunar að leyfa eigi eit- urlyf, vegna þess að áralangt bann við neyzlu þeirra hafi einfaldlega ekki virkað. „Vegna stefnu boða og banna eru eiturlyf nú vara, sem er ólöglegt að framleiða, verzla með og neyta. Af þessu leiðir að það er engin stjórn á þeim. Og sennilega eru þau einu vörurnar, sem er hægt að kaupa hvenær sem er og hvar sem er,“ sagði Bonino á fundi fólks, sem vill lögleyfa eiturlyf. „McDonalds-staðir loka öðru hvoru. Það gera benzín- stöðvar líka. En maður getur alltaf keypt ólögleg fíkniefni, sama hvar maður er staddur og hvort sem það er aðfanga- dagskvöld eða Ramadan,“ sagði Bonino. Hún lagði áherzlu á að þetta væri per- sónuleg skoðun hennar og hún talaði ekki fyrir fram- kvæmdastjórnina. Bann ber ekki árangur „Eiturlyfjasalar hætta aldrei; þeir græða svo mikið að þeir hafa einfaldlega ekki efni á að láta af störfum," sagði Bonino. Framkvæmdastjómarmað- urinn lagði áherzlu á að hún væri sjáif á móti eiturlyfja- notkun og snerti sjálf ekki á eiturlyfjum, en menn ættu að ráða því sjálfir hvort þeir notuðu þau eða ekki. Hún hefði ekki fundið neinar vís- bendingar um að bann við eiturlyfjum hefði borið tilætl- aðan árangur. JOHN Bruton, forsætisráðherra Ir- lands, sem nú er i forsæti ráðherra- ráðs ESB, kynnti á fimmtudag drög stjórnar sinnar að breytingum á stofnsáttmála Evrópusambandsins, sem verða rædd á leiðtogafundi ESB í Dublin í næstu viku. Bruton sagði að plaggið væri lýsing á þeim erfið- leikum, sem við væri að eiga í samn- ingaviðræðum á ríkjaráðstefnu sam- bandsins, fremur en að samkomulag um breytingar væri í höfn. Utanrík- isráðherrar ESB-ríkja komu saman í Brussei í gær til að ræða drögin. Að fundi þeirra loknum var það mat þeirra flestra að þau væru góður grundvöllur fyrir áframhaldandi við- ræður, þótt flest ríkin fyndu eitthvað í þeim, sem þau gætu ekki sætt sig við. „Skoðanir allra aðildarríkja munu endurspeglast í drögunum, en engu að síður verða mjög ákveðnar tillög- ur af hálfu forsætislandsins um orða- lag á stærstum hluta efnislegra breytinga á sáttmálanum," sagði Bruton á biaðamannafundi. „Við efri mörk raunsæis" írskur stjórnarerindreki, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að drögin væru „við efri mörk raun- sæis“. í þeim eru engar ákveðnar tillögur um þau mál, sem mestar deilur standa um á ríkjaráðstefn- unni, þ.e. hvort afleggja eigi þá reglu að sérhvert ríki eigi fulltrúa í fram- kvæmdastjóminni; hvort fjölga eigi málaflokkum, þar sem ekki þarf sam- hljóða samþykki í ráðherraráðinu fyrir ákvörðunum, og hvort setja eigi í stofnsáttmálann „sveigjanleika- grein“, sem kveði á um að sum ríki geti haldið áfram á braut efnahags- legs samruna þótt önnur vilji fara hægar. Bretar hafa lagzt gegn öllum til- lögum, sem þeir telja veikja neitun- arvald sitt í ráðherraráðinu. Að- spurður um andstöðu Bretlands, sagði Bruton að í samningaviðræðum gerðu öll ríki fyrirvara við eitt og annað, sem um væri rætt. „En ég tel að skýr vilji sé til að ná samning- um, vegna þess að menn viðurkenna að eigi að stækka sambandið, verði umbætur að eiga sér stað. Ég held að það megi segja að ríkið, sem þér nefnið í spurningu yðar, sé á meðal þeirra, sem vilja stækkun sambands- ins,“ sagði Bruton. Tillögur gegn atvinnuleysi og glæpum í drögum írlands eru skýrar tillög- ur um að atvinnumálakafla verði bætt í stofnsáttmálann, sem kenndur er við Maastricht. Kveðið verði á um að aðildarríkin setji sér markmið um að fækka atvinnulausum, þótt ekki séu neinar tölur nefndar. Þá er tekið á glæpum og öryggis- málum í uppkastinu. Lagt er til að ESB verði „svæði frelsis, öryggis og réttlætis", með því að stefna aðildar- ríkjanna varðandi innflytjendur, póli- tískt hæli og vegabréfsáritanir verði sameiginleg og tekið upp samræmt landamæraeftirlit. Um leið verði dregið úr eftirliti á innri landamær- um. Þessar tillögur miða í raun að því að Schengen-samkomulagið eða hlutar þess verði feildir inn í reglu- safn ESB, í stað þess að vera sjálf- stæður milliríkja- samningur eins og nú er. Gert er ráð fyrir að nýjar regiur um þessi efni taki gildi árið 2002. Bretar leggjast eindregið gegn því að ESB taki upp sameiginlega stefnu í þess- um málum og vilja ekki eiga neitt undir landamæraeftirliti annarra ríkja. Loks er lagt til að nýjum kafla um baráttu gegn eiturlyfjasmygli og annarri glæpastarfsemi verði bætt í sáttmálann. Bretar selja kvóta- hopp á oddinn á ríkjaráðstefnunni Danir styðja ekki bresku kröfurnar Kaupniannahöfn. Morgunblaðið. ÞÓTT Danir hafi fullan skilning á þeim vanda, sem fiskiskipakaup Spánverja og Hollendinga valda Bretum er afstaða dönsku stjórn- arinnar sú að ekki sé rétt að taka svokallað „kvótahopp" fyrir á ríkjaráðstefnu Evrópusambands- ins, eins og Bretar hafa krafist. Samkvæmt upplýsingum frá danska utanríkisráðuneytinu eiga Danir ekki við sama vanda að stríða, því dönsk lög sneiða hjá kaupum eins og þeim sem Bretar verða fyrir. Bretar halda því fram að er- lendir aðilar, einkum Spánveijar og Hollendingar, hafi keypt allt að 250 bresk fiskiskip og komist á þann hátt yfir breska fiskikvóta með óhjákvæmilegu tapi fyrir breskan fiskiðnað. Bretar hafa reynt fyrir sér með löggjöf, er hindraði útlendinga í að kaupa bresk fiskiskip, en þær tilraunir hafa strandað á samþykki Evrópu- dómstólsins. Danir hafa hins veg- ar komið sínum málum fyrir á annan hátt og dönsk löggjöf á þessu sviði hefur hlotið blessun dómstólsins. Danir hafa fullan áhuga'á að málið verði tekið fyrir á vett- vangi Evrópu- sambandsins, en telja að ríkjar- áðstefnan sé ekki rétti vett- vangurinn. Skynsamlegra sé að taka á þessum málum með fiskveiðimálunum almennt. Fiskiveiðimálin og þá einnig þetta mál eru sérlega snúin, meðal ann- ars af því að kvótarnir eru tengd- ir einstökum löndum. Það fyrir- komuiag gengur á skjön við al- mennar reglur Evrópusambands- ins. cLtntpue MédecíN VÉTÉHiiNBÍREsrecÍAUíTí 8RUEd«MOULÍNS^»PARÍS S&NílT©MííM . FENSÍON eftir Tolla Atla Má Kjartan G. J. Reykdal Hauk Dór • Þórð Hall Magdalenu o.fl. Opið ídag kl. 11.00-18.00. Sunnudag 13.00-17.00 RAMMA UMIMRÖMMUN MIÐSTOÐIIM SIGTUNI 10-SIMI511 1616
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.