Morgunblaðið - 07.12.1996, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Clinton tilnefnir menn í helstu ráðherraembætti
Atkvæðameiri utanrík-
isstefna næstu árin?
Nýir ráðherrar taka við nokkrum mikilvæg-
ustu embættum í stjóm Bandaríkjanna í
janúar. Valið á þeim mótast mjög af innan-
landsstefnu Clintons forseta en nokkur
breyting gæti þó orðið í utanríkismálum
MADELEINE Albright í gær ásamt Anthony Lake þjóðaröryggis-
ráðgjafa sem verður yfirmaður leyniþjónustunnar, CIA.
Dóttir flóttamannsins
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
hefur nú ákveðið hverjir
muni skipa flest mikilvæg-
ustu embættin í stjórn hans sem tek-
ur við í janúar nk. Hann skýrði frá
því í gær að Madeleine Albright,
sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum,
yrði utanríkisráðherra, Anthony
Lake, sem verið hefur þjóðaröryggis-
ráðgjafí, yrði yfirmaður leyniþjón-
ustunnar, CIA, og loks að einn af
öldungadeilarþingmönnum repúblik-
ana, William Cohen, yrði varnar-
málaráðherra. Með síðastnefndu
ákvörðuninni stendur forsetinn við
kosningaloforð um að láta repúblik-
ana gegna valdamiklu ráðherraemb-
ætti til að efla þjóðarsamstöðu og
hann gætir þess einnig vandlega að
veija í hin embættin fólk sem öruggt
má telja að þorri þingmanna úr báð-
um flokkum sættl sig vel við. Forset-
inn vildi einnig gefa stjórninni frísk-
legra yfirbragð og það tekst honu.m
með þessari' miklu uppstokkun.
Mesta athygli vekur skipan Albright
sem verður valdamesta kona í sögu
landsins.
Lake er hæglátur og háðskur
menntamaður er segist hata sviðsljós
íjölmiðlannna og hefur gaman af því
að krydda mál sitt með tilvitnunum
í barnasöguna um Bangsímon. Hann
hefur á ferli sínum reynt að finna
málamiðlun milli stórveldishagsmuna
Bandaríkjanna og þeirra siðrænu
grundvalíaratriða sem hún á að
byggjast á.
Breyttar áherslur
Heimildarmenn, jafnt aðdáendur
sem gagnrýnendur, segja að Albright
geti orðið Iitríkur og atkvæðamikill
ráðherra og áherslur hennar verði
talsvert öðruvísi en hjá fyrirennaran-
um, hinum prúða og varkára Warren
Christopher. Hún sé óhrædd við að
segja einræðis- og árásarseggjum til
syndanna, viti að það hefni sín að
reyna að kaupa sér frið við þá.
Blaðið The Boston Globe bendir á
baráttu hennar fyrir mannréttindum
á vettvangi SÞ og segir að þörf hafi
verið á ráðherra með viðhorf Albright
í stjórninni. Hún eigi það sameigin-
legt með Margaret Thatcher, fyrrver-
andi forsætisráðherra Bretlands, að
hafa hagsmuni þjóðar sinnar í fyrir-
rúmi og trúa á réttmæti þeirra, hún
sé ekki líkleg til að reyna að þóknast
öllum eins og Clinton hætti til.
Einnig segir blaðið að valið á Co-
hen sé vel við hæfí, hann hafi oft
sýnt hve sjálfstæður hann sé en í
fyrra greiddi Cohen einn repúblikana
atkvæði gegn umdeildri tillögu repú-
blikana um að jafna fjárlagahalla á
sjö árum. Cohen ætti að geta spornað
við þeirri áráttu repúblikana að vilja
ávallt hækka framlög til varnarmála.
Fréttamaður breska blaðsins The
Daily Telegraph í Washington, Step-
hen Robinson, segir að Albright hafi
beitt miklum þrýstingi til að fá emb-
ættið og nýtt sér vel sambönd sem
hún hefur í Washington frá fornu
fari en hún hefur búið í borginni
megnið af fullorðinsárum sínum.
Hann fullyrðir einnig að Hillary Rod-
ham Clinton forsetafrú hafi beitt sér
mjög í málinu en hún og Albright
SÞ. Reuter.
MADELEINE Albright er fædd í
Prag 1937, dóttir Josefs Korbels,
menntamanns sem starfaði fyrir
útlagastjóm Tékkóslóvakíu í Lond-
on á stríðsárunum og var sendi-
herra er kommúnistar rændu völd-
um. Hann ákvað þá að flýja land
og settist að í Bandarílqunum.
Albright, sem upprunalega hét
Maria Jana Korbelova, var um
hríð nemandi í heimavistarskóla í
Sviss en fjölskyldan fluttist vestur
um haf 1949. Heimilið var í Den-
ver í Colorado en dóttirin gekk í
dýran háskóla, Wellesley College,
og lauk doktorsprófi við Col-
umbiaháskóla. Hún talar reip-
rennandi pólsku, rússnesku og
frönsku auk tékknesku og ensku
sem hún talar án nokkurs hreims.
Albright giftist Joseph Al-
bright, erfingja mikils útgáfufyr-
irtækis og eignuðust þau þrjár
dætur en skildu 1983. Hún vann
á sínum tíma fyrir forsetaefni
demókrata 1972, George McGo-
vern og sat síðar í þjóðaröryggis-
ráði Jimmy Carters forseta en var
stunduðu nám við sama skólann,
Wellesley College í Massachusetts.
Deilt er um það hve ígrunduð og
vel undirbyggð heimssýn Albright
sé, hvort hún sé líkleg til að móta
stefnu er dugi vel til frambúðar.
Albright segir sjálf að æskuárin í
Tékkóslóvakíu, þegar Vesturveldin
reyndu að friða Hitler og hún þurfti
síðar að leita skjóls í neðanjarðar-
byrgjum í London með foreldrum sín-
um vegna loftárása Þjóðverja, hafí
mótað mjög Iífskoðanir sínar. I upp-
hafí stjómartíðar Clintons reyndi hún
að leggja drög að þeirri stefnu að
Bandaríkjamenn skyldu leggja
árum saman kennari við Geor-
getown-háskólann í Washington.
„Til eru þeir sem endurtaka þau
sögulega mistök að halda að
Bandaríkjamenn geti lifað í eiu-
angrun frá umheiminum,“ sagði
hún eitt sinn. „Fjarlæg vandamál
munu banka upp á hjá okkur
Bandaríkjamönnum ef ekki verð-
ur tekist á við þau.“ Bill Clinton
forseti gerði Albright að sendi-
herra Bandaríkjanna hjá Samein-
uðu þjóðunum og þykir hún hafa
verið skelegg í því starfi þótt
umdeild sé.
Hún reynir lítt að vingast við
fréttamenn með kumpánlegu
hjali, gætir þess vel að ekkert fari
úr böndunum i þeim samskiptum.
Margur sendiherrann hefur látið
þung orð um hana falla, einkum
er hún sökuð um óbilgirni í gagn-
rýni sinni á bruðl og stjórnleysi í
starfi samtakanna sem hún segir
núverandi framkvæmdastjóra,
Boutros Boutros-Ghali, ekki hafa
reynt að vinna bug á. Aðrir hæla
henni á hvert reipi.
áherslu á að frumkvæði í alþjóðamál-
um yrði „fjölþjóðlegt“ einkum þegar
reynt væri að leysa hættulegar deil-
ur. Skipbrot friðargæslunnar í Sóm-
alíu, aðgerða sem repúblikaninn Ge-
orge Bush forseti átti reyndar frum-
kvæði að, batt enda á þessa stefnu.
Margir Bandaríkjamenn fylltust tor-
tryggni í garð SÞ og mæltu gegn því
að ákvörðunarvald í utanríkismálum
yrði þanmg fært til stofnunarinnar.
Albright hefur síðan reynt að mæla
með sveigjanlegri stefnu þar sem
reynt sé að takmarka aðgerðir við
það sem framkvæmanlegt sé, menn
reisi sér ekki hurðarás um öxl.
Hún vann mikinn sigur er hún
vann bug á andstöðu yfirmanna
varnarmála og fékk Clinton til að
samþykkja að gerðar yrðu loftárásir
á stöðvar Bosníu-Serba, ákvörðun
sem margir álíta að hafi ráðið úrslit-
um og þvingað Bosníu-Serba að
samningaborðinu. Sennilega getur
hún auk þess fljótlega státað af því
að hafa komið í veg fyrir endurkjör
Boutros Boutros-Ghali fram-
kvæmdastjóra.
Mörgum þykir Albright hressilega
skorinorð en orðavalið vakti nokkra
hneykslun er hún réðst á herflug-
menn Kúbveija fyrir að skjóta niður
óvopnaðar flugvélar kúbverskra
flóttamanna og andstæðinga Castros
forseta. „í hreinskilni sagt, þetta er
ekki hugrekki heldru hugleysi," sagði
hún og notaði spænska orðið cojones
um hugrekki en það getur merkt
jafnt hugrekki sem eistu. Stjórnarer-
indrekar engdust í sætum sínum -
en Albright varð þjóðhetja kúbver-
skra útlaga og er talin hafa átt veru-
legan þátt í að Clinton hlaut meiri-
hluta í Florída í forsetakjörinu.
Albright er sérfræðingur í málum
Mið- og Austur-Evrópu og sögð nei-
kvæðari í garð Moskvustjórnarinnar
en helsti ráðgjafí forsetans í málum
Rússa, Strobe Talbott. Sagt er að
hún sé sjálfri sér samkvæm að því
leyti hún vilji að Bandaríkjamenn
gæti hagsmuna sinni af mikilli ein-
urð og hafí ávallt viljað beita meiri
hörku en Christopher þegar hún hef-
ur ekki vérið sátt við stefnu hans.
Hún er eindreginn stuðningsmaður
ísraela en hefur ekki þá miklu þekk-
ingu á málum Miðausturlanda sem
fyrirrennarinn býr yfir og sama er
að segja um efnahagslegu samskipt-
in við Asíuþjóðir, eitt af mikilvæg-
ustu viðfangsefnum utanríkisstefn-
unnar.
Leiðitöm eða sjálfstæð?
Albright sagði nýlega á frétta-
mannafundi að Clinton hygðist verða
atkvæðameiri á síðara kjörtímabilinu
en hinu fyrra og fáir efast um að
Albright sé afar sátt við þá línu. Hún
er sögð hafa gætt þess vandlega að
hafa samráð við Clinton um hvert
mikilvægt skref í þeim málum sem
hún hefur fengist við hjá SÞ. Holl-
usta hennar við forsetann veldur því
að Clinton treystir henni vel en aðrir
benda á að forsetinn vilji forðast að
í embættinu sitji ráðherra sem gæti
tekið upp á því að vera einum of
sjálfstæður í skoðunum. Einkum
gæti þetta orðið afdrifaríkt ef forset-
inn, sem býr við meirihluta repúblik-
ana í báðum þingdeildum, sæi þann
kost vænstan að reyna að vinna sigra
í utanríkismálum til að rétta hlut
sinn vegna lítils árangurs í innan-
landsmálum.
Albright verður vafalaust eins og
aðrar konur sem skáka karlaveldinu
að standa sig betur en þeir til að
sanna sig. Tíminn mun leiða í ljós
hvort hún verður fyrst og fremst
þægt verkfæri Clintons eða áhrifa-
mikill stjórnmálamaður í krafti eigin
afreka.
Helstu heimildir: The Daily Tele-
graph, The Boston Globe, Reuter.
Reuter
WILLIAM Cohen,
væntanlegur varn-
armálaráðherra
Bandaríkjanna.
Skáld og
fer eigin
leiðir
Washington. Reuter.
FYRSTI repúblikaninn til að
gegna ráðherraembætti í sljórn
Bills Clintons forseta, William
Cohen, er 56 ára gamall, hefur
verið fulltrúi á Bandaríkjaþingi
fyrir Maine í 24 ár og nýtur al-
mennrar virðingar. Hann bauð sig
ekki fram til endurkjörs í öldunga-
deildinni i haust.
Cohen er talinn hófsamur í
skoðunum og hefur helgað sig
varnar- og öryggismálum, þ. á
m. málefnum leyniþjónustunnar.
Hann var formaður sameiginlegr-
ar nefndar beggja þingdeilda sem
rannsakaði Iran-contra málið á
níunda áratugnum og varafor-
maður leyniþjónustunefndar öld-
ungadeildar þingsins 1987-1991.
Iran-contra nefndin komst að
þeirri niðurstöðu að stjórn repú-
blikanans Ronalds Reagans hefði
beitt ólöglegum aðferðum er hagn-
aði af vopnaviðskiptum við írana
var með leynd komið í hendur
contra-skæruliða í Nicaragua. Hún
taldi að forsetinn hefði ekki fylgst
nógu vel með störfum undirmanna
sinna þótt ekki hefði hann beinlín-
is gerst brotlegur sjálfur.
Cohen varð þekktur árið 1974
er hann sat í þingnefnd sem sam-
þykkti þijár ákærur á hendur Ric-
hard Nixon forseta vegna Wat-
ergate-hneykslisins. Forsetinn
sagði af sér nokkrum dögnm síðar.
Gegn B-2 sprengjuþotum
Nýi varnarmálaráðherrann
lauk prófi í lögnm við Lagaskóla
Boston University og var borgar-
stjóri Bangor í Maine en var kjör-
mn í fulltrúadeild þingsins 1972.
Hann varð snemma kunnur fyrir
sjálfstæðar skoðanir og var kjör-
inn í öldungadeildina 1978.
Cohen átti þátt í gerð START-
samninganna snemma á níunda
áratugnum og hefur beitt sér gegn
áætlunum varnarmálaráðuneytis-
ins um smíði margra B-2 torséðra
sprengjuþotna, taldi þær of dýrar
og ekki væri heldur þörf fyrir
þær, hentugra væri að leggja
áherslu á stýriflaugar. Hann hefur
á hinn bóginn verið duglegur að
fá verkefni fyrir flotann í heima-
ríki sínu, Maine.
Cohen eignaðist tvo suyni með
fyrri eiginkonu sinni sem hann
skildi við. Hann kvæntist á ný fyrr
árinu. Hann hefur ritað tvær
ljóðabækur, þijár njósnasögur og
þijú rit annars eðlis.
Fást i verslunum um land allt
Pöntunarsími
588 7966