Morgunblaðið - 07.12.1996, Side 32

Morgunblaðið - 07.12.1996, Side 32
32 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 | MORGUNBLAÐIÐ Á RJÚPNAVEIÐUM MEÐ SIGMARI B. HAUKSSYNI Engin Jól án rjúpna „VIÐ hefðum þurft að fara klukk- an sjö í morgun, til dæmis upp í Súlur. En þar sem þú ert ekki í nógu góðu formi skulum við bara fara í létta gönguferð um Reykjanesið,“ segir Sigmar þegar við ökum suður Reykja- nesbrautina. A leið- inni segir hann mér undan og ofan af starfsemi Skotvís, Skotveiðifélagi ís- lands, sem hann er formaður fyrir. A síðustu árum hefur félögum í Skotvís fjölgað úr tæpum tvö hundruð í rúmlega eitt þús- und manns. „Helsta baráttumál okkar nú eru landréttar- málin,“ segir Sigmar. „Við Islend- ingar eigum þetta fallega strjálbýla land, en búum samt við þrengsta al- mannarétt í Evrópu. Fyrirkomu- lagið hjá okkur er óbreytt frá því íslendingar bjuggu upp til hópa í sveitum. Við sem búum í þéttbýli erum nánast rétt- lausir hvað varðar nýtingu landsins. Auk þess eru upp- lýsingar um landa- merki af skomum skammti og mjög óljósar. Þetta er auðvitað út í hött og úr þessu viljum við bæta. En það liggur mikil vinna í þess- ari baráttu okkar fyrir rýmri aðgangi að landinu og mörg ljón í veginum." Sigmar segir að annað höfuðmark- mið Skotvís sé fræðsla um skot- veiðar almennt og þá ekki síst að kenna mönnum að umgangast landið og náttúruna með virðingu. „Ef við til dæmis særum fugl, sem síðan sleppur, leggjum við mikið upp úr að ná honum og nær- staddir skotveiðimenn leggjast þá gjarnan á eitt. Samvinna milli skot- veiðimanna er yfirleitt góð og er í hufflim margra eru jól og rjúpur svo samofín að þar verður ekki skilið á milli. Sigmar B. Hauksson veiðir og matreiðir sínar rjúpur sjálfur og Sveinn Guðjónsson fyigdist með honum við þá iðju, þar sem ekki mátti á milli sjá hvor undi sér betur, skotveiði- maðurinn eða mat- reiðslumeistarinn. raunar eitt af þeim markmiðum sem Skotvís leggur áherslu á. En aðalatriðið er að menn gangi til veiðanna eins og siðaðir menn og haldi í heiðri þær siðareglur sem menn hafa komið sér saman um, eins og til dæmis það að skjóta bara það dýr sem upphaflega var ákveðið að veiða. Það er slæmur siður að skjóta bara út í loftið, á hvað sem fyrir er og án nokkurs tilgangs." Að mörgu aé) hyggja Sjálfur hefur Sigmar komið sér upp ákveðnum reglum varðandi skotveiðamar. „Regla númer eitt er að segja einhverjum frá því hvert maður ætlar á veiðar. Síðan verða menn auðvitað að kanna hver á landið og fá tilsldlin leyfi ef á þarf að halda. Utbúnaðurinn skiptir einnig höfuðmáli. Skotveiði- maður, sem fer út í óbyggðir, verð- ur að vera með áttavita og kunna á hann. Landabréf af svæðinu getur líka komið sér vel og nú eru komin GPS-leiðsögutæki, sem eni afar mikilvægt öryggistæki. Ég hef líka alltaf tamið mér að hafa neyðar- blys með og dómaraflautu, sem gefur frá sér hátt og skerandi hljóð. Hvað klæðnaðinn varðar skiptir fótabúnaðurinn mestu máli. Hlýir ullarsokkar og gönguskór með legghlífum. Eg hef ennfremur alltaf með mér aukasokka. Yfir- höfnin þarf að vera vind- og vatns- þétt. Hins vegar verða menn að gæta að því að það er ekki gott að klæða sig of mikið á rjúpnaveiðum því maður er á hreyfingu allan dag- inn. Ég hef gjarnan með mér dag- blað, bæði til að vefja fuglinn í og eins til að hreinsa hlaupið ef óhreinindi koma í það. Aukablöð Moggans, til dæmis Iþróttablaðið og Verið, eru afar hentug í þetta. Auk þess má nota þau sem bráða- birgðabætur ef rifur koma á klæðn- aðinn því þau eru góð einangrun í ELDHÚSINU er matreiðslumeistarinn á heimavelli. Morgunblaðið/Ásdís TILBÚINN í slaginn. SKOTIÐ ríður af... Morgunblaðið/Öm Svavarsson STUMRAÐ yfir bráðinni. HALDIÐ heim á leið með fenginn. Hvernig lýsir barnaliðagigt sér? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Mig langar til þess að spyrja um barnaliðagigt. Er hún ættgeng? Ég þekki til tveggja stúlkna sem eru með þessa gigt, þær eru 5 og 7 ára. Þær eru báðar með m.a. gigtina í augunum. Er bamaliðagigt algengari hjá stúlkubömum? A hvaða aldri er algengast að gigtin gangi yfir? Svar: Barnaliðagigt er alvarlegur sjúkdómur sem byrjar innan við 16 ára aldur. Til em þrjú til fjögur afbrigði af sjúkdómnum sem lýsa sér á mismunandi hátt. Eitt þess- ara afbrigða er það sem lýst er í spumingunni, en þar eru bólgur í liðum ekki endilega það alvarleg- asta við sjúkdóminn heldur bólgur í lithimnu augans. Þessar augn- bólgur geta verið mjög langvar- andi og krefjast venjulega reglu- legs eftirlits hjá augnlækni vegna þess að þær geta leitt til sjón- skerðingar. Þetta afbrigði af Barnaliðagigt barnaliðagigt er mun algengara hjá stúlkum en drengjum. Ekki er vitað með vissu um ættgengi sjúk- dómsins en í flestum tilfellum eru horfur um varanlegan bata nokk- uð góðar. Stundum byrjar barna- liðagigt skyndilega með háum hita, bólgnum eitlum og stækkun á lifur og milta en þegar þessi ein: kenni hjaðna taka liðabólgur við. í öðrum tilfellum byrjar sjúkdóm- urinn með bólgum í mörgum lið- um. Meðferð er mjög svipuð og við liðagigt fullorðinna og felst í hæfilegri þjálfun og lyfjameðferð. Aimennt má segja um batahorfur við barnaliðagigt að þær eru mun betri en við liðagigt fullorðinna og gera má ráð fyrir að um 75% þessara barna fái fullan eða næst- um fullan bata. Það er mjög mis- jafnt á hvaða aldri börnunum fer að batna og fer það m.a. eftir því um hvaða afbrigði sjúkdómsins er að ræða, hversu alvarlegur sjúk- dómurinn er og á hvaða aldri hann byrjaði. Spurning: Hvað er vitað um rannsóknir á fólki varðandi slím- húð í munni í tengslum við ónæm- iskerfið? Svar: Slímhúð í munni ásamt öðr- um slímhúðum líkamans tengjast ónæmiskerfinu á margvíslegan hátt. Húð og slímhúðir eru mikil- vægasta vörn líkamans gegn sýkl- um og ofnæmisvöldum sem stöðugt herja á líkamann. Þeir sýklar og ofnæmisvaldar sem slep- pa framhjá þessum vörnum inn í líkamann verða viðfangsefni ónæmiskerfisins sem reynir að ráða niðurlögum þeirra og eyða Slímhúðir og ónæmiskefið þeim. Ónæmiskerfið þarf að geta greint á milli hættulegra eða óæskilegra efna annars vegar og meinlausra eða gagnlegra efna hins vegar og eitt af áhugaverð- ustu rannsóknaverkefnum í ónæmisfræði fæst einmitt við að finna hvernig ónæmiskerfið fer að þessu. Hægt er að nota slímhúð í munni og nefi til bólusetninga og er bóluefnið þá sett í munnholið eða úðað upp í nefið. Þetta er mjög þægileg og ódýr aðferð til bólu- setninga vegna þess að ekki þarf að nota sprautur og rannsóknir á þessu eru víða í gangi, m.a. hér á landi. Flestir sjúkdómar í munnslímhúð sem ekki eru sýk- ingar af völdum baktería, veira eða sveppa tengjast ónæmiskerf- inu beint eða óbeint. Um er að ræða fjölmarga sjúkdóma sem eiga sér mismunandi uppruna en lýsa sér á svipaðan hátt með blöðrum, flekkjum, fleiðri eða sár- um. Vegna svipaðs útlits er oft erfitt að greina þessa sjúkdóma hvern frá öðrum en það skiptir máli til að velja megi rétta með- ferð. Nú eru í gangi viðamiklar rannsóknir á eðli þessara sjúk- dóma sem munu gera greiningu þeirra auðveldari og meðferð markvissari. Ymsar fleiri rann- sóknir eru í gangi á tengslum ónæmiskerfisins og slímhúða lík- amans. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim Iiggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fnx 5691222.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.