Morgunblaðið - 07.12.1996, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 41
AÐSENDAR GREINAR
ÁRIÐ 1991 hófst
starfsemi Tinda sem
tilraunaverkefni til 3
ára. Þegar nær dró lok-
um tilraunatímans var
Hagsýslu ríkisins falið
að gera úttekt á með-
ferðarúrræðum fyrir
unga _ vímuefnaneyt-
endur. í þeirri skýrslu
er flaliað um lélega
nýtingu Tinda og að
meðferðarþörf hafi ver-
ið mjög ofmetin. Þar
segir m.a.: „í opinberri
umræðu hefur verið
talið að hundruð ungl-
inga þyrftu á vímu-
efnameðferð að halda.
Þessar áætlunartölur virðast hafa
verið úr lausu iofti gripnar."
Árið 1993 fól félagsmálaráðu-
neytið Hagsýslunni að gera úttekt
á stjórnsýslu, skipulagi og rekstri í
málefnum barna og ungmenna. Nið-
urstöður hennar var þungur áfellis-
dómur; „meðferðarkerfi ríkisins er
gallað, rekstur ósveigjanlegur, nýt-
ing meðferðarheimila ófullnægjandi
og rekstrarform meðferðarheimila
óhagkvæmt.“ Sérstaklega fengu
Tindar slæma einkunn í þeirri
skýrslu. Hagsýslan vann síðan
áfram að málinu í samráði við þáver-
andi stjórnarnefnd Unglingaheimilis
ríkisins. Árið 1994 lögðu þessir aðil-
ar til að Tindar yrðu sameinaðir
tveimur öðrum meðferðardeildum i
eina, sem nú eru Stuðlar, jafnframt
því sem langtímameðferðarrýmum
yrði fjölgað. Þessar tillögur voru
gerðar eftir ítarlega umfjöllun fag-
fólks og í samráði við starfsfólk
meðferðarheimila.
Af ofangreindu má ráða að lokun
Tinda haustið 1995 átti sér langan
aðdraganda og ákvörðunin byggðist
á faglegum og fjárhagslegum rök-
um. Nánast allar forsendur sem
menn gáfu sér í upphafi um starf-
semi Tinda voru rangar. Lítum á
nokkrar staðreyndir:
1. Gert var ráð fyrir því að
150-160 einstaklingar myndu leita
eftir meðferð árlega.
Raunin varð sú að 39
einstaklingar innrituð-
ust árlega í meðferð að
meðaltali, eða um
íjórðungur af því sem
áætlað hafði verið.
2. Gert var ráð fyrir
15 rýmum í upphafi.
Vegna slakrar nýtingar
var rýmum fækkað í
10 árið 1993. Nýtingin
var mest 7,3 rými það
ár og var komin niður
í u.þ.b. 5 síðasta árið í
starfseminni.
3. Innlagnir ungl-
inga undir 18 ára voru
orðnar fleiri hjá SÁÁ
en á Tindum þrátt fyrir að Tindar
væru sérstaklega ætlaðir yngsta
aldurshópnum.
4. Mikill meirihiuti þeirra sem
innlagðir voru í meðferð hlupust á
brott áður en lágmarks dvalartíma
lauk.
5. Tindar reyndust aldrei úrræði
fyrir verst stöddu vímuefnaneytend-
urna, svo sem upphaflega var áætl-
að, heldur hafa þeir fengið meðferð
á öðrum heimilum.
Var vandinn einungis
rekstrarlegur?
Það gefur augaleið að þar sem
starfsrammi Tinda var miðaður við
mikið umfang kostaði reksturinn
mikla fjármuni, 50-60 milljónir kr.
á ári, eða um 25% af heildarútgjöld-
um ríkisins tii barnaverndarmála,
þ.m.t. rekstur allra meðferðarstofn-
ana. Kostnaður á legudag var orðinn
um 24 þús. kr. eða sex til átta sinn-
um meira en sólarhringurinn í
áfengismeðferð hjá SÁA. Fyrir
þetta fé var unnt að veita allt að
þrisvar sinnum fleiri börnum með-
ferð á hveijum tíma en voru á Tind-
um, sé miðað við rekstrarkostnað
annarra heimila sem rekin eru skv.
barnaverndarlögum. Siðferðilegar
spurningar voru þess vegna áleitn-
ar; var réttmætt að reka Tinda
áfram þegar nýtingin var innan við
50% og fór minnkandi á sama tíma
og löng biðröð barna- var eftir dvöl
á aðrar meðferðarstofnanir? Með
öðrum orðum, var skynsemi í þeirri
meðferð opinbers fjár, að veija
ijórðungi þess sem kostað var til
barnaverndarmála í þetta verkefni
eitt, sem mjög fáir nutu góðs af?
Við þetta úrlausnarefni var
margs að gæta. í fyrsta lagi: Var
unnt að lækka kostnaðinn með hag-
ræðingu? Á Tindum var starfsemin
með vaktavinnufyrirkomulagi og fór
fram í þrem aðskildum húsum sem
krafðist mikils mannahalds. Kannað
var hvor unnt væri að breyta rekstr-
Það gefur augaleið
að meðferð sem byggist
á hóplækningu, segir
Bragi Guðbrandsson,
í annarri grein um
Tinda, getur ekki
farið fram við þær
aðstæður og stofnunin
því óstarfhæf.
arformi, m.a. var starfsfólkinu gef-
inn kostur á að reka heimilið fyrir
minni fjármuni. Þá fóru fram þreif-
ingar um hugsanlega yfirtöku SAA
á Tindum en án árangurs. Engan
þarf að undra það í ljósi yfirlýsingar
Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis á
ráðstefnu um unglingameðferð ný-
lega um að skv. hans útreikningum
væru einungis 15-20 ungmenni und-
ir 18 ára „meðferðartækir", þar af
mætti gera ráð fyrir að unnt væri
að halda 10 í meðferð á ári. Því
væri ekki rekstrargrundvöllur fyrir
sérstaka stofnun fyrir þá. Hann
kynnti líka þá skoðun sína að árang-
ursríkara væri að blanda unglingum
og fullorðnum saman í meðferð eins
og gert er hjá SÁÁ heldur en að
reka sértæka vímuefnameðferð fyrir
unglinga eins og gert var á Tindum.
Hver var árangurinn?
Annað úrlausnarefnið var að
meta árangur meðferðarstarfsins.
Við athugun kom í ljós að hátt í
80% þeirra sem voru innlagðir fóru
úr meðferð áður en lágmarkstíma
lauk. Einungis 22% innskrifaðra
lauk lágmarkstíma, a.m.k. tveggja
mánaða meðferð. Af heildarfjölda
innlagðra batt fjórðungur enda á
meðferð sína á fyrstu sex dögum
meðferðarinnar. Þetta hlýtur að
vera umhugsunarefni, því allar
rannsóknir sem gerðar hafa verið á
árangri í áfengismeðferð sýna að
þeir sem hlaupast úr meðferð ná
litlum eða engum árangri. Með hlið-
sjón af háu brottfalli úr meðferð
annars vegar og að meðalnýting var
komin niður í um 5 rými hins veg-
ar, liggur ljóst fyrir að á löngum
tímabilum var hópurinn sem var í
meðferð á hveijum tíma afar lítill.
Enda kom það í ljós að á síðasta
starfsári Tinda voru skjólstæðingar
í meðferð innan við 5 hartnær helm-
ing timans og jafnvel 2 til 3 á löng-
um tímabilum. Það gefur augaleið
að meðferð sem byggist á hóplækn-
ingu getur ekki farið fram við þær
aðstæður og stofnunin því óstarf-
hæf.
Greining á þeim unglingum sem
leitaði meðferðar á Tinda bendir
ekki til að sá hópur hafi verið veru-
lega frábrugðinn þeim sem vistaðist
til meðferðar á öðrum heimilum.
Afar sjaldgæft er að unglingar séu
orðnir fíknir, lang flestir eiga við
fjölþættan vanda að etja og er
neysla áfengis og annarra vímuefna
oftast birtingarform félagslegra og
tilfinningalegra vandamála. Þannig
er ljóst að unglingar í vímuefna-
vanda þurfa flestir á fjölþættri með-
ferð að halda. Þó neysla vímuefna
sé sjálfstætt vandamál, sem þarf
að meðhöndla sérstaklega, þurfa
flestir þessara unglinga sömu með-
ferð og veitt er á öðrum meðferðar-
heimilum.
í lokagrein minni mun ég fjalla
um á hvern hátt meðferðarkerfi rík-
isins hefur verið breytt og hvernig
það fjármagn sem sparaðist með
lokun Tinda hefur komið fleiri ungl-
ingum til góða, bæði þeim sem eiga
í vímuefnavanda og öðrum.
Höfundur er forsljóri
Barnaverndarstofu.
Vímuvandi barna og meðferðarþörf
Af hverju
var Tindum lokað?
Bragi
Guðbrandsson
S]ÓNVARP UM
GERVIHNÖTT
VERTU ÞINN EIGIN DAGSKRÁRST)ÓRI
Einstaklingsbúnaður
1.2 mtr. diskur, DIGITAL Ready nemi, 0.7 dB.
Fullkominn stereo móttakari m/fjarstýringu og
truflanasíu fyrir veikar sendingar.
Verð frá kr. 39.900,- stgr.
Erum einnig með búnað fyrir raðhús og
fjölbýlishús á qóðu verði
elnet
Auðbrekka 16, 200 Kópavogur • Sími 554 - 2727
EINI DJÚPSTEIKINGARPOTTURINN
MEÐ HALLANDI SNÚNINGSKÖRFU:
* Olíunotkun aðeins 1,2 Itr. í
stað 2,5 Itr. í venjul. pottum.
* Styttri steikingartími, jafnari
steiking og 50% orkusparnaður.
* Einangrað ytrabyrði og
sjálfhreinsihúðað innrabyrði.
* Gluggi á loki og 20 mín.
tímarofi með hringingu.
FALLEGUR FYRIRFERÐARLÍTILL FLJÓTUR.
Verð aðeins ffá lcr. 7.690,-
til kr. 16.990,- (sjá mynd).
iFOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420
^ótvatepp^
E,nn’g onfð
iTnud^g
U 13-188
Langur laugardagur
SÉRTILBOÐ
t.d. kínversk silkiteppi með 40% afslætti
Hverfisgata 82 — við hliðina á K
30 gerdir af sœtum sófum
b1*
\6ia^"a nIeSö
/
sœtir sofar
HUSGAGNALAGERINN
Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475
SJALFSRÆKTAREFNII
Snældur — Staðfestingar — Spáspil
Víkingakortin:
Víkingakortin eru fyrstu og einu íslensku spáspilin. Þau
eru byggð á andlegum hefðum vfkinganna og tengd inn
á hinn andlega víking nútímans, sem leitar eftir auknum
persónulegum þroska. Kortin eru 32 og með þeim fylgir
bók, þar sem kenndar eru lagnir og úrlestur úr þeim og
fjallað um túlkun hvers korts fyrir sig. Auðveld og að-
gengileg fyrir alla. Hægt er að fá kortin á ensku og
þýsku.
Höfundur: Guðrún G. Bergmann.
Myndskreyting: Ólafur G. Guðlaugsson.
Hugleiðslusnældur:
Fimm mismunandi gerðir af leiddum hugleiðslum með fallegri tínlist í bak-
grunninn. Þær heita: Tré Lífsins - Slökun - Efling orkustöðvanna - Heilun jarð-
ar - Elskaðu líkamann.
Höfundur: Guðrún G. Bergmann
Staðfestingar og verndarenglar:
Staðfestingar eru byggðar á jákvæðum orðum, sem endurtekin eru aftur og
aftur, þar til meiningin, sem á bak við þau liggur verður að raunveruleika í
huga og þar með lífi okkar.
Tvær gerðir:
Kærleikskorn og elskaðu líkamann og
Verndarenglar,
sem gera þig meðvitaðri um návist englanna.
Höfundur: Guðrún G. Bergmann
Okkar markmið er... að hjálpa þér að ná þínu!
Dreifing í síma: 567 3240
Brekkubæ, Hellnum, 355 Snæfellsbæ,
sími 435 6800, fax 435 6801.
LEIÐARLJ*S ehf.
Leiðandi í útgáfu á sjálfsræktarefni