Morgunblaðið - 07.12.1996, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 51
ein hafí ekki verið dagsönn, en lengi
má breyta og bæta til að gera góða
sögu betri.
Elsku afi, ég kveð þig með sökn-
uði. Þú varst ungum dreng mikils
virði og samverustundirnar síðustu
árin og þá sérstaklega eftir að pabbi
dó, eru mér dýrmætar.
Guð geymi þig.
Steinar.
Óskar vinur okkar og nágranni
til fjölda ára kvaddi síðastliðinn
sunnudag. Nú er hann ef til vill
fluttur til Pálínu, Svavars sonar síns
og Simbu dótturdóttur sinnar sem
var leikfélagi minn. Hann hittir þar
sjálfsagt fleiri ástvini. Hver veit
nema að Snati gamli, hans trúfasti
vinur, sé þar líka, því hví skyldu
hundar ekki fara til himna? Á nýja
staðnum er enginn veikur, enginn
fátækur, og allir hafa það gott. Þar
er skálað í hófi og engum verður
meint af. Óskar var stór og myndar-
legur maður, með pent yfirvara-
skegg, eins og sjarmör úr svart-
hvítri Hollywoodmynd. Og hvað
hatturinn fór honum vel! Óskar var
mikill vinnuþjarkur til sjós og lands
og kunni ekki að hlífa sér. A heim-
ili hans og Pálínu var líka marga
munna að metta og gestir ófáir.
Þar iðaði allt af lífi. Og eins og oft
vill verða, ekki átakalausu lífi. Ég
var þar alltaf með annan fótinn, frá
því ég man fyrst eftir mér, gekk
inn og út eins og um mitt annað
heimili væri að ræða. Óskar var
góður vinur okkar krakkanna.
Hann talaði við mig eins og ég
væri fullorðinn maður. Það þótti
mér vænt um, mér finnst ég þrosk-
aðri fyrir vikið. Góður kokkur var
hann og stundum gaf hann mér að
smakka fremur forvitnilegar og allt
að því ógnvekjandi veitingar. Sum-
ar úr reykhúsinu hans eða kannski
selkjöt, því Óskar var mikill veiði-
maður. Ég kunni betur að meta
þennan dásamlega heimatilbúna
drykk sem manni leið svo undur-
samlega vel af. Úps!
Jólin byijuðu ævinlega á heim-
sókn minni til hans og Pöllu á að-
fangadegi. Það fór ekki fyrir jóla-
stressinu á þeim bæ. Við hittumst
ekki oft í seinni tíð, ég var fluttur
úr þorpinu, en þau hjónin héldu
mikilli tryggð við okkur fjölskyld-
una. Pálína flutti til annarra heim-
kynna fyrir þremur árum og Óskar
missti röddina. Hann gafst ekki
upp, en tómleikinn var mikill. Minn-
ingin um þau hjón og lífið í Móa-
koti er mér afar kær. Nú standa
prestsetrið á Útskálum og Móakot
hálftóm, þarna í útjaðri þorpsins.
En það eru hús með sál, sem stara
á hvort annað, tala saman og minn-
ast fyrri íbúa sinna og þeirra góðu
kynna.
Kæri Óskar, þakka þér fyrir mig
og þakka þér fyrir allt, sem þú
gerðir fyrir foreldra mína. Við
sjáumst, þótt síðar verði. Og hver
veit nema við eigum eftir að leika
saman í bófamynd!
Barði Guðmundsson.
BOGI
NIKULÁSARSON
+ Bogi Nikulás-
arson var fædd-
ur á Kirkjulæk í
Fljótshlíð 10. apríl
1912. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Lundi á Hellu 1.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Nikulás Þórð-
arson, kennari og
homopati, f. 1861,
d. 1927, og Ragn-
hildur Guðrún Páls-
dóttir húsmóðir, f.
1868, d. 1945. Börn
þeirra voru, í ald-
ursröð talið: Sigríður Anna El-
ísabet, Páll, Halldóra Guðrún,
Ragnheiður, Bryndís, Þóra,
Geirþrúður Fanney og Bogi.
Ein eftirlifandi er Bryndís.
Bogi og eftirlifandi eigin-
kona hans, Ragnhildur Sigurð-
ardóttir frá Sólheimakoti í
Mýrdal, f. 1918, voru gefin sam-
an 1943. Árið 1952 stofnuðu
þau nýbýlið Hlíðarból i landi
Kirkjulækjar í Fljótshlíð, þar
sem þau bjuggu til 1971. Þá
fluttu þau á Selfoss og hafa
búið þar síðan. Fram til ársins
1989 stundaði Bogi verka-
mannavinnu, einkum við bygg-
ingarframkvæmdir.
Dætur Boga og Ragnhildar
eru fjórar: 1) Ragnhildur Guð-
rún, f. 1943, skrifstofumaður í
Reykjavík, sem á eina dóttur,
Mörtu Þyrí Gunndórsdóttur, í
sambúð með Þórarni Finnboga-
syni. Þau eru búsett í Kaup-
mannahöfn. 2) Sig-
rún Gerður, f. 1948,
sjúkraliði á Selfossi,
gift Sævari Sigur-
steinssyni rafvirkja.
Þeirra börn eru Sig-
urður Bogi, blaða-
maður á Akureyri,
Sigursteinn Gunnar
nemi og Ragnhildur
nemi. 3) Ragnheið-
ur, f. 1955, verslun-
armaður á Selfossi,
gift Magnúsi Kol-
beinssyni lögreglu-
þjóni. Þeirra börn
eru Sigrún, húsmóð-
ir á Selfossi, og ívar Bjarki,
nemi. Sambýlismaður Sigrúnar
er Sigurgeir Reynisson og dótt-
ir þeirra er Ragnheiður Inga.
4) Geirþrúður Fanney, f. 1961,
tónlistarkennari í Njarðvík, gift
Haraldi Árna Haraldssyni skóla-
stjóra. Þeirra börn eru Bogi,
Haraldur og Hildur, sem öll eru
á bamsaldri.
Bogi Nikulásarson aflaði sér
almennrar bamaskólamennt-
unar að hætti þess tíma. Hann
nam við íþróttaskóla Sigurðar
Greipssonar í Haukadal 1931 til
1932 og 1932 til 1934 stundaði
hann nám við Bændaskólann á
Hvanneyri. Frá 1932 til 1952 var
Bogi starfsmaður við Tilrauna-
stöðina á Sámsstöðum í Fljóts-
hlíð.
Útför Boga Nikuiásarsonar
verður gerð frá Breiðabólstað-
arkirkju í Fljótshlíð í dag, og
hefst athöfnin klukkan 14.
í fórum mínum á ég mynd af afa
mínum þar sem hann situr á hesta-
sláttuvél á bleikum komökrum
Sámsstaða. Sláttuvélin er dregin
af þeim Doksa og Sindra, hans eftir-
lætishestum. I baksýn eru reisuleg
bæjarhús og í fjarska sést til ann-
arra bæja í Fljótshlíðinni, þeirri
sveit sem var fósturmold hans og
kærasti staður. Mér þykir vænt um
þessa mynd. Hún er á margan hátt
lýsandi fyrir hans líf. Við sjáum
bóndann í önnum sínum; manninn
sem yrkir jörðina og líkast til hefur
ekkert verkefni verið afa jafnt kært.
í veikindum afa síðustu árin leit-
aði hugur hans oft austur í Fljóts-
hlíð, til þeirra daga þegar hann
annaðist búsmala, erjaði jörðina og
var þátttakandi í sköpunarverki
náttúrannar. Fyrst í foreldrahúsum
á Kirkjulæk, síðar á Tilraunastöð-
inni á Sámsstöðum og loks á Hlíðar-
bóli, nýbýlinu í landi Kirkjulækjar
sem hann og amma byggðu - frá
engu til bjargálna bús. Afi var einn
þeirra manna sem sá sveitina sína
taka framförum sem svarar til ár-
þúsunds. Harla lítið breyttist Hlíðin
frá þeim tíma þegar kappar Njáls-
sögu riðu um hérað og fram á önd-
verða þessa öld. Þá tóku við þær
umbyltingar aldamótakynslóðar-
innar, sem á síðasta mannsaldri
hafa skapað það samfélag sem við
lifum nú i.
Á kveðjustundu streyma margar
góðar minningar fram, sem munu
ylja okkur. Indælar samverastund-
ir, umhyggja gagnvart íjölskyld-
unni; eiginkonu, börnum og barna-
börnum og nú síðast langafabarni.
Við minnumst skemmtilegra spjall-
stunda um lífið, tilveruna og það
sem hæst bar á líðandi stund. Þá
eru ónefndir ýmsir góðir þættir í
daglegu fari afa míns, svo sem orð-
heldni, sáttfýsi, hæglæti og hlýhug-
ur. Hann vildi ekki skulda neinum
manni neitt og gerði það ekki held-
ur. Hann vék kærleikanum að sam-
ferðafólki sínu.
„Við verðum að komast af með
friði við samferðafólk okkar,“ sagði
hann einhveiju sinni, og hafði þar
lög að mæla. Mættum við öll taka
sitt lítið af hveiju úr eðlisfari afa
okkur til eftirbreytni og verða þá
fyrir vikið heldur heilla og skárra
fólk en við ef til vill erum. Afi var
nefnilega á margan hátt fyrirmynd
þess hvernig við hin ættum að vera.
Hann komst hávaðalaust í gegnum
lífið og fyrst og síðast var það
umhyggja fyrir sínum nánustu, sem
hugur hans var bundinn við.
Sveitabúskapur var starfsvett-
vangur afa allt fram til ársins 1971.
Þá fluttu hann og amma á Selfoss
og við tóku önnur störf, meðal ann-
ars við virkjanaframkvæmdir á há-
lendinu. Við slík störf og önnur
tengd vann hann allt fram til 77
ára aldurs. Tengslum við búskap
hélt hann fram á hin síðari ár með
hestaeign.
Hér get ég sérstaklega þáttar
starfsfólks á Lundi á Hellu, sem
hjúkraði afa síðustu mánuðina.
Framlag þess fólks er þakkarvert
og ber fagurt vitni um þess innri
mann. Það fer og vel á því, þar sem
hugur afa leitaði svo oft austur í
Fljótshlíð á síðustu árum, að hann
sé til moldar borinn þar, á Breiða-
bólsstað, þar sem foreldrar hans
og margir ættingjar hvíla.
Tjaldið er fallið. Stjarna er í nátt-
stað. Eftir stendur minningin ein.
Þó getum við ornað okkur við vís-
una góðu, skagfirska að ætt, sem
hér á vel við:
Þegar byljir bresta á,
best er að allir megi,
leika sér að ljósmynd frá
liðnum sumardegi.
(Hjörl. Krist. á Gilsbakka)
Sigurður Bogi Sævarsson.
Hann Bogi afi minn er dáinn.
Það er skrýtið til þess að hugsa
að eiga ekki eftir að mæta afa á
gangi úti eða geta heimsótt hann
og fengið hlý faðmlög og marga
kossana, sem hann var aldrei spar
á. Ég átti margar ómetanlegar
stundirnar hjá afa og ömmu og
varð þeirrar ánægju aðnjótandi að
búa hjá þeim, ásamt foreldrum mín-
um, fyrstu tvö æviár mín. Þegar
við fluttum svo í nýja húsið, sem
mamma og pabbi voru að byggja,
grét ég fyrsta kvöldið og vildi fara
heim, því mér fannst ég bara eiga
heima á Sunnuveginum hjá afa og
ömmu. Ég gat þó notið þeirra áfram
því við fluttum ekki langt.
Þær vora ófáar stundirnar sem
ég átti með afa hvort sem var að
fara með honum í hesthúsið eða
hlusta á hann segja frá gömlu tím-
unum í sveitinni sinni, sem hann
unni svo mjög.
Það er mér mikils virði að afi
skyldi fá að kynnast dóttur minni
þó kynnin hafi ekki verið löng.
Yndislegt var að hlusta á hann raula
fyrir hana ýmis lög og ljóð, því afa
þótti gaman að tónlist og hafði fal-
lega söngrödd.
Afi var búinn að vera mikið veik-
ur síðustu dagana og naut einstakr-
ar umönnunar starfsfólks dvalar-
heimilisins Lundar á Hellu, þar sem
hann dvaldi síðustu mánuði ævi
sinnar.
Elsku amma, mamma, Agga,
Gerður, Geirþrúður og aðrir ástvin-
ir, okkar missir er mikill, Guð veri
með okkur öllum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Guð geymi þig, elsku afi minn,
hafðu þökk fyrir allt.
Sigrún.
Það kom mér ekkert á óvart þeg-
ar mér var sagt að afi væri dáinn.
Hann var búinn að vera mikið veik-
ur undanfarnar vikur. En samt trúi
ég því ekki. Það var orðinn vani
að líta inn í herbergið hans afa
þegar ég kom í heimsókn og gá
hvort hann lægi þar á bekknum
sínum, en núna verður aldrei fram-
ar afi minn þar, í mesta lagi lítil
langafaböm að lúlla hádegislúrinn.
Oftast þegar börnin og barna-
börnin hittust heima hjá ömmu og
afa var hlegið, borðað og bakað.
Og þá voru andlitin rauð af hlátri,
en núna era þau rauð af tárum.
Mér þykir rosalega vænt um afa,
og örugglega hugsa allir eins sem
þekktu hann. Hann var einn af
þessum sem skömmuðu mig aldrei,
og þannig fólk finnur maður sér
aldrei ástæðu til að vera illa við,
afi var bara þessi maður sem var
vinur allra og vildi að allir væru
vinir sínir. Ég man eftir hvað mér
fannst afi alltaf fallegur, fallegur
gamall maður. Hann var með svo
tær og góðleg ljósblá augu. Svona
ljósblá eins og við öll óskum okkur.
En ég var ekki að horfa á ytri feg-
urðina, það var sú innri. Þessi sem
er inni í okkur öllum en kemur
mismikið út, og í afa tilfelli kom
hún öll út.
Ég hugsaði um það þegar afi lá
banaleguna, hvort ég ætti að heim-
sækja hann í hinsta sinn. Og ég sé
ekki eftir því að hafa sleppt því,
þær minningar sem ég á um hann
eru það góðar að ég hefði séð eftir
því alla ævi ef ég hefði skemmt þær.
Afi hefði aldrei átt að vera bóndi,
hann hefði átt að vera engill. Og
nú er hann engill eins og honum
var alltaf ætlað. Og nú líður honum
vel.
Ragnhildur Sævarsdóttir.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
1 blómaverkstæöi I
I BinnaIII
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
Tvær verslanir, fullar af vörum sem eru hannaóar í jólapakkana
Habitat, stórar og fallegar verslanir í Kringlunni og á Laugavegi.