Morgunblaðið - 07.12.1996, Side 52
52 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Móðir mín, t GUÐNÝ BJÖRNSDÓTTIR frá Eskifirði, Grænuhlíð 16, Reykjavík,
er látin. Björn Karlsson.
t
Systir okkar og mágkona,
STEINUNN ÁGÚSTSDÓTTIR,
andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 4. desember.
Kveðjuathöfn verður í Fossvogskapellu mánudaginn 9. desember
kl. 10.30.
Jarðsett verður frá Sæbólskirkju laugardaginn 14. desember
kl. 14.00.
Fyrir hönd vina og ættingja,
Guðmundur Ágústsson,
Guðni Ágústsson,
Jónína Ágústsdóttir, Pétur Þorkelsson.
t
Ástkær eiginmaður, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR KRISTINN
SKÚLASON,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju
mánudaginn 9. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á heimahlynningu, Skógarhlíð 8.
Anna Lísa Jóhannesdóttir,
Heiðveig Björg Árnadóttir,
Kristrún Sigurðardóttir, Jens Þorsteinsson,
Elsabet Sigurðardóttir, Hörður Sævar Hauksson,
Skúli Sigurðsson, Ragna Þorvaldsdóttir,
Erla K. Sigurðardóttir, Bjarki Þ. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróð-
ir,
BJARNI JÓNSSON
tæknifræðingur,
18515-42 PL-W,
Lymwood Wa 98037,
lést í Arisona miðvikudaginn
4. desember.
Sólveig Ölversdóttir,
Ölver, Matthildur og Margrét,
GeirJónsson, Arnbjörg Jónsdóttir,
GuðmundurJónsson, JónasJónsson.
t
Útför föðir okkar og tengdaföður,
ARINBJARNAR SIGURÐSSONAR,
Snorrabraut 56,
Reykjavík,
fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn
9. desember kl. 13.30.
Sigurður Örn Arinbjarnarson, Halldóra Ingjaldsdóttir,
Júli'us Roy Arinbjarnarson, Helga Stefánsdóttir,
Robert Arinbjarnarson,
Arthúr Arinbjarnarson,
Svanur Arinbjarnarson,
Magnús Arinbjarnarson,
Sigurbjörg Sigurbjarnadóttir,
Elísabet Sævarsdóttir,
Guðbjörg Erlíngsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
SÆMUNDUR SIGURÐSSON
málarameistari,
Ferjuvogi 15,
sem lést sunnudaginn 1. desember,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
mánudaginn 9. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vildu minnast hins
látna, er bent á Orgelsjóð Langholtskirkju.
Sigrfður Þórðardóttir,
Inga Rúna Sæmundsdóttir, Hafsteinn Pétursson,
Koibrún Sæmundsdóttir, Björn Ardal,
Auður Stefanía Sæmundsdóttir,
Sigurður Rúnar Sæmundsson, Anna María Steindórsdöttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
RAGNHILDUR
G UÐJÓNSDÓTTIR
+ Ragnhildur
Guðjónsdóttir
húsfreyja að
Rauðafelli, Austur-
Eyjafjallahreppi,
var fædd að Rauf-
arfelli í sömu sveit
1. júní 1912. Hún
lést á Ljósheimum,
dvalarheimili aldr-
aðra á Selfossi 29.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Guðjón
Tómasson, bóndi,
Selkoti, Austur-
Eyjafjallahreppi,
og Ingveldur Jónsdóttir frá
Lambafelli, Austur-Eyjafjalla-
hreppi.
í júní 1938 gekk Ragnhildur
í hjónaband með Jónasi Hjör-
leifssyni frá Skarðshlíð, Aust-
ur-Eyjafjallahreppi. Jónas var
fæddur 2. janúar 1909 og dó
30. september 1991. Þau eign-
uðust 5 börn: 1) Guðrún Anna,
fiskverkakona, Hornafirði, f.
4. nóvember 1939, gift Hilmari -
Arnasyni, ritsímaritara. Börn
þeirra: 1. Jónas Ragnar í sam-
búð með Friðlaugu Guðjóns-
dóttur. Dóttir þeirra Matthild-
ur Sara. Fyrir átti Jónas Jón
Hilmar og Oldu Guðrúnu. Son-
ur Friðlaugar er Alexander
Marinó. 2. Guðrún. 3. Reynir í
sambúð með Svölu Björk Krist-
jánsdóttur, dóttir þeirra Anna
Mekkín. 2) Guðný Ingunn, fisk-
verkakona, Reykjavík, fædd 26.
mars 1942. Var gift Sigurði
Benjamínssyni sjómanni, en
þau slitu samvistum. Þeirra
börn: 1. Hlynur Orn, í sambúð
með Ragnheiði Sig-
urðardóttur. 2.
Inga Berglind, í
sambúð með Gesti
Arnarsyni, sonur
þeirra Hlynur Orn.
Stjúpsynir Guðnýj-
ar eru 1. Albert Sig-
urðsson, kona hans
er Kristín Einars-
dóttir, dóttir þeirra
Guðrún. Fyrir átti
Albert dæturnar
Guðlaugu Ingi-
björgu og Sædísi
Hörpu. 2. Jónas
Karl, kona hans er
Eiríka Olafsdóttir, börn þeirra
Sigurður, Fanney og óskírð. 3)
Þórhildur húsmóðir, Vest-
mannaeyjum, f. 9. febrúar 1945.
Hún er gift Ólafi Má Sigmunds-
syni, útgerðarmanni. Þeirra
börn: 1. Stefán, í sambúð með
Helenu Árnadóttur, dóttir
þeirra er Þórhildur Ósk. Fyrir
átti Helena soninn Sigurð Árna.
2. Hörður Ársæll, í sambúð með
Þuríði Henrýsdóttur. Þau eiga
tvo syni, Ólaf Má og Henrý. 3.
Ragnhildur, í sambúð með
Ragnari Waajg Pálmasyni, dótt-
ir þeirra er Olöf Marín. 4) Þor-
steinn, bóndi, Rauðafelli, Aust-
ur-Eyjafjallahreppi, f. 5. janúar
1951. Kona hans er Árný Guð-
laugsdóttir húsmóðir. Þeirra
börn eru: 1. Vignir. 2. Þóra
Hjördís. 3. Harpa Dögg. 4.
Berglind Björk. 5) Guðni Rún-
ar, sjómaður, f. 6. febrúar 1952.
Útför Ragnhildar verður
gerð frá Eyvindarhólakirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Elsku mamma, nú ert þú farin
frá okkur á fund feðranna. Við
kveðjum þig með trega og tár á
kinn og þökkum þér fyrir allt sem
þú varst okkur. Minninguna um þig
geymum við í hjörtum okkar. Hvíl
þú í friði.
Þessi dagur nú úti er
en náttar tíð að höndum fer.
Guð minn góður, ég gef mig þér,
gættu nú enn í nótt að mér.
Almáttug hönd og ásjá þín
enn hefur náð og séð tii mín.
Lof sé þér Guð fyrir lán og hag,
lífið heilsu og vemd í dag.
Ég vil ganga til náða nú,
nú bið ég, Guð, mig geymir þú.
Vertu hér minni hvílu hjá,
hjá mér vak’ þú og að mér gá.
(S. Jónsson frá Presthólum)
Guðrún Anna, Guðný Ingunn,
Þórhildur, Þorsteinn og
Guðni Rúnar.
Ragnhildur Guðjónsdóttir er lát-
in, 84 ára að aldri. Mig grunar að
Ragga eins og ég kallaði hana allt-
af, hafi verið hvíldinni fegin að
loknu dtjúgu dagsverki. Ragga var
ein af hvunndagshetjunum, vann
verk sín í hljóði, af myndarskap og
rausn, kom upp fimm mannvænleg-
um börnum og var manni sínum
stoð og stytta gegnum lífið.
Ekki var Ragga víðförul eða sótt-
ist eftir metorðum, heldur undi sér
best heima við innan um það sem
henni var kærast, Jónas, börnin,
barnabörnin og síðast en ekki síst
dýrin. Metnaður hennar fólst í því
að hugsa sem best um allt þetta
og víst er að Röggu tókst það vel.
Oft sagði ég við hana að ég hefði
gjarnan viljað vera hann Smali, sem
var síðasti hundurinn hennar en
undravert þótti mér hvað Jiún gat
stjanað kringum hundinn. Á sumrin
komu barnabörnin í sveitina til afa
síns og ömmu og var oft líf og fjör
í tuskunum. Myndaðist milli þeirra
mikill kærleikur og barnabörnin
báru mikla virðingu fyrir afa sínum
og ömmu. Tel ég víst að börnin
muni búa að kynnum sínum við
gömlu hjónin alla sína tíð.
Gestkvæmt var oft á Rauðafelli
og öllum tekið þar opnum örmum.
Óteljandi voru ferðir mínar upp að
Rauðafelli og ég ævinlega talinn
mikill aufúsugestur. Margar voru
þær stundirnar sem setið var í eld-
húsinu á Rauðafelli þar sem ætíð
ríkti mikil gleði og kærleikur og var
gasprað og hlegið oft dátt. Ragga
tók ekki mikinn þátt í þessu frjáls-
lega tali heldur sat frekar hjá, brosti
og sussaði hæglátlega á menn þeg-
ar henni þótti nóg um. Ragga var
sérstaklega vönduð kona til orðs
og æðis og bar heimilið þess vott.
Aldrei varð ég var við að þar félli
styggðaryrði um nokkurn mann.
Ragga og Jónas voru mjög sam-
hent og dugleg. Á fyrstu búskapar-
árum þeirra á Rauðafelli var þröngt
í búi og sótti Jónas sjóinn meðan
Ragga sá um börn og bú af miklum
dugnaði. Aldrei heyrði ég hana
t
Eiginmaður minn,
JÓN GUNNAR KRAGH,
Árskógum 8,
er látinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurli'n Gunnarsdóttir.
kvarta þó hún hafi ekki alltaf verið
heilsuhraust síðustu árin.
Með Röggu er gengin einhver sú
vandaðasta kona sem ég hefi kynnst.
Það eru forréttindi að fá að kynnast
fólki sem þeim hjónum og ber að
þakka það. Bömum Röggu og fjöl-
skyldum þeirra sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Sigurður Jónsson,
Varmahlíð.
Hún elsku amma okkar er dáin.
Amma dvaldist á hjúkrunarheimil-
inu Ljósheimum á Selfossi í tæp 2
ár. Við vitum að hugur hennar var
ætíð heima í sveitinni á Rauðafelli
enda var amma alla tíð mjög heima-
kær. Hvergi undi hún sér betur en
einmitt heima hjá sínu fólki og sín-
um dýrum. Amma var ekki mjög
félagslynd kona og ekki var hún
mikið fyrir flakkið en gott þótti
henni að vera heima að sjá um sig
og sína. Og það gerði hún svo sann-
arlega þegar við vorum hjá henni
í sveitinni, þá sá hún alltaf vel um
að við fengjum nú örugglega nóg
að borða. Við vorum iðulega ein-
hveijum kílóum þyngri eftir dvöl-
ina, enda alltaf nóg á boðstólum.
Okkur er sérstaklega minnisstætt
hvað brauð með osti og matarkex
var alltaf vinsælt hjá ömmu, eitt-
hvað sem þýddi ekki að bjóða okkur
upp á annars staðar. Það var nú
líka alltaf gott að hafa ömmu til
staðar ef maður var svo óheppinn
að týna einhveiju, því þá var ekki
annað en að kalla í hana og fyrr
en varði birtist hún með einmitt
glataða hlutinn.
En hún amma hugsaði ekki ein-
ungis vel um börnin sín því alla tíð
var hún dýravinur mikill og sannað-
ist það á útliti þeirra dýra sem hún
átti í gegnum tíðina. Síðustu árin
átti hún hundinn Smala sem hún
hugsaði um eins og barnið sitt. Það
var eins og einn heimiiisvinurinn
sagði í einni af sínum fjölmörgu
heimsóknum. „Ja, mikið held ég að
það sé gott að vera hundur hjá
henni Ragnhildi." Og það voru al-
veg ábyggilega orð að sönnu því
alltaf er við heimsóttum hana á
Ljósheima spurði hún um Smala
sinn, sveitina sína, sem og allt fólk-
ið sitt.
Það var tómlegt að koma í sveit-
ina eftir að amma fór á Ljósheima,
enginn sem tók á móti manni og
stóllinn hennar í eldhúsinu auður.
Þetta var mikil breyting fyrir okkur
krakkana. Alveg frá því við munum
eftir okkur var kapphlaup um að
komast fyrstur út úr bílnum og í
fangið á ömmu sem beið með bros
á vör á tröppunum. Oft voru bíl-
dyrnar meira að segja opnaðar áður
en bíllinn náði að stoppa.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stn'ð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Allar stundir okkar í sveitinni hjá
ömmu eru okkur ógleymanlegar og
eiga aldrei eftir að líða úr hjörtum
okkar.
Eitt er víst, elsku amma, að þú
skilur mikið eftir þig. Við munum
aldrei gleyma þeirri hlýju og ástúð
sem þú veittir okkur. Þó við kveðj-
um þig með söknuði þá er það okk-
ur huggun að vita af þér hjá afa.
Allt er að þakka þér
það gott, sem hljótum vér
um allar aldaraðir,
eilífi ljóssins faðir.
Ég veit, að aldrei dvín
ástin og mildin þín,
því fel ég mig og mína,
minn Guð í umsjá þína.
(H. Andrésd.)
Þín
barnabörn.