Morgunblaðið - 07.12.1996, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMIIMIVIIIMG
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 53
+ Friðrik Þor-
valdsson fædd-
ist að Alftártungu-
koti á Mýrum 10.
desember 1896,
sonur hjónanna
Þorvaldar Sigurðs-
sonar og Valgerð-
ar Onnu Sigurðar-
dóttur. Systkinin
voru sex talsins,
Sigurður, Guðrún,
Sesselja, Sigríður,
Jónas og Friðrik.
Ungur aflaði
Friðrik sér þeirrar
menntunar sem
kostur var á, m.a. á Hvítár-
bakkaskólanum og stundaði
síðar kennslustörf þar og víð-
ar í Borgarfirði og Borgar-
nesi. Ensku, þýsku og fleiri
námsgreinar lærði hann til-
sagnarlaust af bókum sem
hann aflaði sér. Á Hvítár-
bakkaskólanum kynntist Frið-
rik eiginkonu sinni, Helgu Ól-
afsdóttur, f. 3.5.1890, d. 19.10.
1984.
Árið 1920 settust þau að í
í tilefni af aldarafmæli Friðriks
var honum og konu hans Helgu,
reistur minnisvarði i Skallagríms-
garði í Borgarnesi í sumar, að við-
stöddum fjölda Borgnesinga, vina
og ættingja ásamt börnum þeirra
hjóna, sem komu þar öll saman í
fyrsta skipti í 55 ár.
Þennan blíðviðrisdag ríkti einstök
gleði í garðinum, þegar vinir og
ættingjar systkinanna hittu þau öll
saman. Forseti bæjarstjórnar, Guð-
mundur Guðmarsson, flutti ávarp
þar sem fram kom m.a. að þau hjón
bjuggu í Borgarnesi frá árinu 1920
til 1955 og starfaði Friðrik mikið
að ýmsum framfaramáium byggð-
arlagsins og þar á meðal að hann
var upphafsmaður Skallagríms-
garðs og gróðursetti fyrstu trjáp-
lönturnar þar árið 1932. Að lokinni
athöfninni í Skallagrímsgarði var
öllum viðstöddum boðið í Byggða-
safnið að skoða sýningu á ljósmynd-
um, sem Friðrik hafði tekið, ásamt
kvikmyndum aðallega frá árunum
1940-1950.
Þá bauð bæjarstjórnin til veglegr-
ar veislu á Hótel Borgarnesi, þar
sem vinum og ættingjum systk-
inanna gafst tækifæri til að rifja
upp skemmtilega atburði frá fyrri
hluta aldarinnar í Borgarnesi. Um
kvöidið héldu niðjar Friðriks og
systkina hans yfír 260 manna ætt-
armót í Lyngbrekku á Mýrum.
Það hlýtur að vera einstakt að
maður og fjölskylda hans, sem flutt
eru úr byggðarlagi fyrir um 40
árum, njóti jafn mikillar velvildar
sem bæjarstjórn Borgarness hefur
sýnt minningu Friðriks og fjölskyldu
hans.
Friðrik Þorvaldsson var eitt
gleggsta dæmið um þá kynslóð sem
hreif íslenskt þjóðlíf úr aldalangri
örbirgð til fremstu raða meðal
menningar- og velferðarríkja. Vor-
hugur og hugsjónaeldur aldamóta-
kynslóðarinnar dofnaði aldrei í huga
hans, til æviloka.
Þrátt fyrir umfangsmikið starf
við Laxfoss, vannst Friðriki tími til
að starfrækja kvöldskóla, vera org-
anleikari við kirkjuna á Borg og við
guðsþjónustur i Borgarnesi, æfa
kirkjukórinn, stofna og stjórna
blönduðum kór og karlakór. Koma
upp og stjórna lúðrasveit, sem m.a.
lék á íþróttamótum á Hvítárbökkum
og víðar. Hann var í hreppsnefnd
og skólanefnd, starfaði mikið að
bindindismálum og í ungmennafé-
laginu Skallagrími og var formaður
þess um árabil og formaður Ung-
mennasambands Borgarfjarðar. Þá
var hann hvatamaður að byggingu
Héraðsskóla í Reykholti.
Hann gerði fallegan tijá- og
blómagarð við íbúðarhúsið þeirra.
Flutti inn frá Noregi blóma- og trjá-
plöntur og útvegaði þeim, sem vildu
Borgarnesi. Þar
starfaði hann um
tíma við Kaupfélag
Borgfirðinga, einn-
ig sem hafnarvörð-
ur og síðar sem af-
greiðslumaður og
framkvæmdastjóri
Laxfoss og síðar
Akraborgar. Það
starf var uinsvifam-
ikið á þeim tímum
sem mikill hluti
fólksflutninga á
milli Norðurlands
og Reykjavíkur fór
um Borgarnes.
Börn Friðriks og Helgu eru
Eðvarð, kvæntur Barböru Frið-
riksson, þau eiga 5 börn, Guð-
mundur, kvæntur Guðrúnu
Jónsdóttur, þau eiga 4 börn,
Þorvaldur, kvæntur Joan Frid-
riksson, þau eiga 2 dætur, Elsa,
gift Óskari Jóhannssyni, þau
eiga 4 börn, Ólafur, kvæntur
Marý Hálfdánardóttur Viborg,
þau eiga 2 börn, og Jónas, gift-
ur Valgerði Gunnarsdóttur og
þau eiga 3 syni.
og gróðursetti jafnvel fyrir þá. Hann
byggði gróðurhús og ræktaði m.a.
margvísleg blóm, sem ekki höfðu
áður sést hér á landi. Hann tók til
ræktunar stórt svæði ofan við Borg-
arnes og gerði þar ræktunartilraun-
ir með ýmsar grastegundir, samdi
nákvæmar skýrslur um árangurinn
og gaf Búnaðarfélaginu. Hann kom
sér upp, og hreinræktaði gráan fjár-
stofn, einmitt þann lit sem 40 árum
seinna þótti eftirsóknarverðastur.
Á kreppuárunum byggði hann
annað íbúðarhús á lóðinni hjá sér
og lét eldri syni sína, sem þá voru
unglingar, hjálpa til við bygging-
una. Fjölskyldan flutti í nýja húsið,
á meðan eldra húsið var lagfært og
stækkað, en nýja húsið var síðan
selt og andvirði þess fjármagnaði
framhaldsnám bræðranna.
Við lóð Friðriks var óbyggt svæði,
og sem formaður Ungmennafélags-
ins beitti hann sér fyrir því að þar
yrði gerður skrúðgarður. Með að-
stoð eldri sonanna gróðursetti hann
fyrstu trén og lagði þar með grund-
völlinn að Skallagrímsgarði. Síðan
unnu ungmennafélagsmenn með
honum við tijáræktina. Seinna tók
kvenfélagið við rekstri garðsins og
með mikilli vinnu, einstakri alúð og
snyrtimennsku, er hann öllum Borg-
nesingum og ferðamönnum unaðs-
reitur.
Friðrik var alla tíð mikill áhuga-
maður um íþróttir, sérstaklega
knattspyrnu. Hann útbjó fótbolta-
völl með strákunum í Borgamesi
og leiðbeindi þeim við íþróttaiðkanir.
Þegar Skallagrímur hf. setti á
stofn eigin afgreiðslu í Reykjavík
varð hann framkvæmdastjóri þar
og tók einnig að sér um tíma af-
greiðslu skipaflutninga til Vest-
mannaeyja og Vestfjarða.
Mörg sporin átti þessi síkviki og
líflegi maður á hafnarbakkanum
jafnt á helgidögum sem rúmhelgum,
alltaf reiðubúinn að leysa hvers
manns vanda og sjá um að allir
pakkar og pinklar kæmust í réttar
hendur.
Kynni mín af Friðrik hófust þeg-
ar ég varð tengdasonur hans. Oft
starði ég undrandi á þennan mann,
sem skrifaði farmskrá með miklum
hraða og öryggi, talaði í símann og
svarði fyrirspurnum fólks á af-
greiðslunni, allt samtímis. Við réð-
umst í að byggja íbúðarhús við
Austurbrún. Þá var hann um sex-
tugt. Enn átti ég eftir að undrast
það óþrjótandi starfsþrek sem Frið-
rik bjó yfir og hve smitandi lífskraft-
ur hans var. Þegar við máluðum
allt húsið að innan unnum við til
klukkan 1.30 hveija einustu nótt
og alltaf var Friðrik mættur niður
við höfn klukkan rúmlega 7. Varla
var byggingu hússins lokið, er hann
byggði gróðurhús og tók til við lóð-
ina. Á örfáum árum breytti hann
stórgrýtisurð í blómagarð með ijöl-
skrúðugum og sjaldgæfum blóma-
tegundum.
Samgöngumál voru Friðriki jafn-
an hugleikin. Hann sá fram á að
brúargerð yfir Hvalfjörð væri engir
draumórar og andvirði hennar
myndi fljótt skila sér í þjóðarbúið.
Hann aflaði sér upplýsinga frá fyr-
irtækjum sem stóðu í stórfram-
kvæmdum í brúargerð víða um
heim. Einnig aflaði hann sér upplýs-
inga um jarðgangagerð, en vegna
kostnaðar voru þau þá miklu óhag-
kvæmari. Hann sendi nákvæmar
lýsingar á Hvalfriði og fékk sendar
verklýsingar, kostnaðaráætlanir og
allar upplýsingar sem hann bað um.
Með hverri sendingu varð hann
sannfærðari um kosti brúargerðar-
innar og margar greinar skrifaði
hann í dagblöð um brú yfír Hval-
ijörð.
Um það leyti sem ákveðið var að
brúa Borgarfjörð, barst honum upp-
kast að tilboði í byggingu og ljár-
mögnun HvalQarðarbúar frá einu
þekktasta verktakafyrirtæki heims-
ins á því sviði. Brúartollur í tiltekinn
árafjölda átti að greiða fyrirtækinu
kostnaðinn og eftir það ætti þjóðin
brúa. - Það er erfitt fyrir eldhuga
að vera á undan sinni samtíð.
Á síðustu árum hefur tækni við
jarðgangagerð fleygt mjög fram og
þegar stórhuga og framsýnir menn
sáu möguleikana á gerð jarðganga
undir fjörðinn er ég sannfærður um
að Friðrik hefði verið eindreginn
stuðningsmaður þess og fjármögn-
un framkvæmdanna er einmitt á
þann veg sem honum stóð tii boða
með brúarsmíðina. Þeir sem leggja
fram flármagn til framkvæmdanna,
fá það endurgreitt með gjaldi er
þeir sem göngin nota, greiða fús-
lega, því það er hagkvæmara en að
aka fyrir íjörðinn. Að vissum tíma
liðnum eignast þjóðin þetta þúsunda
milljóna mannvirki og nýtur hag-
kvæmni þess um ókomna framtíð.
Þau vinnubrögð voru Friðriki að
skapi.
Örlögin höguðu því þannig til að
allir synir Friðriks gerðust banda-
rískir eða kanadískir ríkisborgarar
og hafa komið sér einstaklega vel
í sínum störfum. Á ferðum sínum
erlendis, er hann heimsótti synina
og ijölskyldur þeirra notaði hann
hvert tækifæri til að afla sér þekk-
ingar á því sem mætti koma að
gagni hér heima. Auk brúa- og
vegagerðar kynnti hann sér laxa-
og silungsrækt í Kanada og afiaði
mikils fróðleiks um þær búgreinar.
Hann stóð í bréfaskriftum við marg-
ar fískiræktarstofnanir og skrifaði
greinar um fiskirækt fram á síðustu
daga ævi sinnar.
Hér hafa aðeins verið lítillega
rakin þau störf, sem Friðrik vann í
frístundum sínum að loknum vinnu-
degi, sem mörgum þætti óheyrilega
langur nú þegar þess er gætt að
laugardagar og sunnudagar til há-
degis lentu jafnan innan vinnutíma.
Að öllu sem hann tók sér fyrir hend-
ur vann hann af lífi og sál. Hann
vildi öllum vel enda mikils metinn
af þeim sem til hans þekktu.
Það var tafsamt en jafnframt
ánægjulegt að ganga með honum
um Austurstrætið á síðustu árum
hans, því margir vildu heilsa og
þakka honum fyrir gamalt og gott,
hvort sem um var að ræða utan-
garðsmann úr Hafnarstræti, sem
hann hafði gefið aura fyrir máltíð,
eða ráðherra, sem hann hafði rætt
við og bent á hvemig mætti koma
í framkvæmd þjóðþrifamáli.
Það var mér sem ungum manni
mikil gæfa að kynnast og starfa
með Friðriki, sem tengdaföður og
vini. Öllum sem til þekktu, er Ijúft
að minnast hans á þessum tímamót-
um. Bæjarstjórn Borgarbyggðar var
einhuga um að velja ummæli um
Friðrik úr bókinni Borgfirskar ævi-
skrár á steininn „Frumhetji og
styrktarmaður framfaramála í
Borgarnesi meðan hann bjó þar“.
Upphafsmaður Skallagrímsgarðs.
Dóttir og synir þeirra hjóna eiga
ekki nógu sterk orð til að þakka
bæjarstjórn og Borgnesingum öllum
einstaka velvild og hlýhug sem þau
urðu aðnjótandi í sumar.
Óskar Jóhannsson.
FRIÐRIK
ÞOR VALDSSON
t
Unnusti minn, bróðir og vinur okkar,
GUNNAR KÁRASON,
Sólheimum
í Grímsnesi,
lést þann 4. desember.
Gunnar verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju þriðjudaginn
10. desember kl. 14.00.
Guðlaug Jónatansdóttir,
Rósa Káradóttir.
t
Eiginmaður minn,
ÞORVALDUR ARI ARASON
hæstaréttarlögmaður,
er látinn.
Útförin hefurfarið fram frá Kristskirkju íkyrrþey að ósk hins látna.
Alma Elísabet Arason,
aðstandendur og vinir.
t
SVANLAUG FINNBOGADÓTTIR
frá Galtalæk,
Víðimel 21,
Reykjavik,
sem lést 1. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Skarðs-
kirkju í Landsveit í dag 7. desember klukkan 14.00.
Ferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 12.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
\ Magnús Magnússon.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Lögbergsgötu 9,
Akureyri.
Reynir Jónsson, Rósa Andersen,
Sigurður Heiðar Jónsson,
Aðalbjörg Jónsdóttir, Tryggvi Pálsson
og barnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför
ástkærs bróður míns, fósturföður og
tengdaföður okkar,
ENGILBERTS
GUÐMUNDSSONAR,
Hallsstöðum.
Ólafía Guðmundsdóttir,
Reynir Snædal Magnússon, Eygló Ásmundsdóttir,
Gylfi Guðjónsson, Elfa Guðmundsdóttir,
Rafn Vigfússon, Karen Gestsdóttir
og aðrir aðstandendur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, er vottað
hafa samúð og vinarhug vegna andláts
og jarðarfarar
HANNESAR ÁGÚSTSSONAR.
I
Sigurlaug Jónsdóttir,
Ásdis Hannesdóttir, Baldur Hannesson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát móður minnar
og ömmu okkar,
DANÍELÍNU SVEINBJÖRNSDÓTTUR
(Línu).
Hrafnhildur Ólafsdóttir,
Ólafur Hand,
Stephen Hand.
í
*
i
I