Morgunblaðið - 07.12.1996, Page 55

Morgunblaðið - 07.12.1996, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félag stofnað um varð veislu Tryggvaskála FUNDUR um stofnun félags til varðveislu Tryggvaskála við Olfusárbrú á Selfossi verður stofnað á fundi sem áhugafólk hefur boðað í dag, laugardag 7. desember, klukkan 14.00. Bæjarstjórn Selfoss samþykkti nýlega rammasamning um varð- veislu Tryggvaskála, en í honum er meðal annars kveðið á um að formlegt félag áhugafólks verði stofnað um varðveislu Skálans og tiltekið að bæjarsjóður muni styrkja uppbyggingu hans með 2 milljóna árlegu framlagi í sex ár. Oformlegur áhugahópur um varðveislu Tryggvaskála hefur rætt um varðveislu Skálans við bæjaryfirvöld og mótað hug- myndir um uppbyggingu og varð- veislu hússins. í þeim hugmynd- um koma fram áform um að tengja uppbyggingu hans við sögu Selfoss og fyrirtækja sem slitu barnsskónum í húsakynnum hans. Saga Skálans tengist einnig lífi fjölmargra einstaklinga sem lögðu leið sína þangað til skemmtana og til þess að þiggja þar veitingar. Þess er því vænst að stofnun félags um varðveislu Skálans fái góðar undirtektir fólks. Á stofnfundinum á laugardag verða samningaviðræður við Sel- fossbæ kynntar og lögð fram drög að rammasamningi við bæj- arfélagið. Boðið verður upp á kaffi á fundinum og hinar sígildu og þekktu „Skálakleinur“. Kóramót í Perlunni KÓRAMÓT barna og unglinga verður haldið í dag, laugardag, í Perlunni. Þetta er fjórða árið í röð sem Perlan stendur fyrir kóramóti á aðventunni og í dag syngja um 500 börn og unglingar þar og er aðgangur ókeypis. Kóramótið hefst kl. 14 og þarna syngja: Skólakór Garðabæjar, stjórnandi Guðfinna Dóra Ólafs- dóttir, Litlikór Kárnesskóla, stjórnandi Þórunn Björnsdóttir, Miðkór Kársnesskóla, stjórnandi Þórunn Björnsdóttir, Barnakór Selfosskirkju, stjórnandi Glúmur Gylfason, Skólakór Grunnskóla Þorlákshafnar, stjórnandi Róbert Darling, Skólakór Kársnesskóla, stjórnandi Þórunn Björnsdóttir, Kór Laugarnesskóla, stjórnandi Björg Ólínusdóttir, Kór Snælands- skóla, stjórnandi Heiðrún Hákon- ardóttir, Barna- og unglingakór Víðistaðakirkju, stjórnandi Guð- rún Ásbjörnsdóttir og Kór Lang- holtsskóla, stjórnandi Soffía Hall- dórsdóttir. Kl. 15 verður samsöngur hjá Skólakór Garðabæjar, Litlakór Kársnesskóla, Barnakór Kársnes- skóla, Barnakór Selfoss og Skóla- kór Grunnskólans í Þorlákshöfn og kl. 16.45 syngja saman Skóla- kór Kársnesskóla, Miðkór Kárs- nesskóla, Kór Laugarnesskóla, Kór Snælandsskóla, Barna- og unglingakór Víðistaðakirkju og Kór Langholtsskóla. Kveikt á jólatré á Húasvík KVEIKT verður á jólatrénu í ur, hugvekja verður flutt í umsjón miðbæ Húsavíkur í dag, laugar- sr. Magnúsar G. Gunnarssonar, daginn 7. desember, kl. 16. Boðið sóknarprests að Hálsi í Fnjóska- verður upp á fjölda skemmtiatriða. dal, blásarar frá Tónlistarskóla Kór sex ára barna undir stjórn Húsavíkur leika undir stjórn Ant- Line Werner syngur, ávarp flytur ons Fournier og jólasveinahljóm- forseti bæjarstjórnar Húsavíkur, sveit sem æft hefur uppi á Húsa- Stúlknakór Húsavíkur syngur und- víkurfjalli sl. ár undir stjórn Gátta- ir stjórn Hólmfríðar Benediktsdótt- þefs leikur. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 55 Stórglæsilegt úrval af sófasettum í leðri og áklæði á hreint frábæru verði. / * á k MM Wm\ \\ RVÍ 1WLv |' is fÉjjji llp j« , ’ iffiti' 1X h. ’: ' ■ ■L W , S>! fev wiv 'w. ,*ir ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275 og 568 5375 Frumsýnum nýju, byltingakenndu YAMAHA V-Max vélsleðana árgerð 1997 um helgina NYTT STORGLÆSILEGT ÚTLIT, BETRIBÚNAÐUR OG BETRAVERO YAMAHA kynnir nýja hönnun og nýjar áherslur. V-Max sleðarnir eru allt að 15% léttari en áður og mec frábæra stjórn- og aksturs- eiginleika. Skútuvogur 12A Reykjavtk Opið laugardag kl. 11-17 og sunnudag kl. 13-17 Glerárgötu 32 Akuieyri Opið laugardag kl. 11-17 og sunnudag kl. 13-17 Nýjar aflmeiri vélar - m.a. ný 3ja strokka yfirburðavél Ný sjálfstæð framfjöðrun - 23 sm slaglöng YAMAHA Éæisiis V Sk^«^i12a,1íWf1Wk.fiwniS8ll2S3D Ný afturfjöðrun, sú besta - 28 sm slaglöng

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.