Morgunblaðið - 07.12.1996, Síða 62
62 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
OG DEMANTAR
GULLSMIÐJAN
PYRIT-G15
SKOLAVORÐUSTÍG 15 • SlMI 5511505
MTTfslk Á SKltlO
ÞMBESTA
Öll viljum við halda í okkar jólahefðir.
Láttu okkur aðstoða þig við að senda
þínu fólki í útlöndum eitthvað virkilega gott
sem minnir þau á jóliíl heima.
Allar sendingar
fara með DHL
T30HH0EJ
NÚATÚN117, HRINGBRAUT 121, AUSTURVERI, ROFABÆ 39, KLEIFARSEL118,
LAUGAVEGI 11 B.HAMRABORG KÚP., FURUGRUND KÖP., MUSFELLSBÆ.
I DAG
Með morgunkaffinu
HÖGNIIIREKKVÍSI
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: laugaÞmbl.is
Tapað/fundið
Kíkir fannst
KÍKIR fannst í Engja-
hverfí í Grafarvogi 24.
nóvember sl. Upplýs-
ingar í síma 586-1227.
Geisladiskur
fannst
GEISLADISKUR í
plastpoka merktum
Músík og myndum var
skilinn eftir í bókabúð-
inni á Hlemmi fyrir
nokkru. Upplýsingar um
diskinn fást í símum
511-1160 eða 511-1170.
Eyrnalokkur
tapaðist
HRINGLAGA lafandi
gulleyrnalokkur tapaðist
sl. mánudag. Mögulegir
staðir eru strætisvagn,
leið 5 eða 6, Landsbank-
inn, Laugavegi 77,
Hlemmur eða á leiðinni
þaðan til eða frá Soga-
vegi. Hafi einhver fundið
lokkinn er hann beðinn
að hringja í síma
553-5961. Fundarlaun.
Óskilakettir og basar
KATTAVINAFÉLAG íslands stendur fyrir jólabasar
í Kattholti í dag og á morgun og er þar ýmislegt
góðra muna. Allur ágóði rennur til óskilakatta í
Kattholti, en þeir eru margir um þessar mundir.
Það fólk sem hefur tapað köttum er hvatt til að
koma í Kattholt um helgina og huga að sínu dýri.
SKÁK
llm.sjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp í Evr-
ópukeppni skákfélaga sem
fram fór í Búdapest fyrir
mánaðamótin. Þýski stór-
meistarinn Uwe Bönsch
(2.525) hafði hvítt
og átti leik gegn
landa sínum, J. U.
Maiwald. Svartur
var drepa hvítan
riddara á c3, lék
18. - Bf0xc3? í
erfiðri stöðu.
19. Rg5+! og
svartur gafst upp.
Eftir 19. - hxg5?
20. Dh5+ er hann
mát í öðrum leik
og 19. - Kh8 20.
Rxe6 - Dd6 21.
Rxf8 — Bxel 22.
Rxg6+ leiðir einn-
ig til vonlausrar stöðu.
Taflfélagið Hellir mun í
dag heyja keppni á internet-
inu gegn Skolernes Skak-
klub frá Árósum í Dan-
mörku. Búist er við því að
keppnin standi frá kl.
14—17. Upplýsingar á ver-
aldarvefnum á síðunni
http://www.vks.is/skak/
hellir/hessk96.html
e d • I o h
HVÍTUR leikur og vinnur
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI las nýlega endur-
minningarbók Magnúsar Leó-
poldssonar, Saklaus í klóm réttvís-
innar. í bókinni segir Magnús á
mjög áhrifamikinn hátt frá 105
daga gæzluvarðhaldi sem hann
mátti sæta fyrir 20 árum í Síðu-
múlafangelsi vegna rannsóknar
Geirfinnsmálsins svokallaða. Vist
þar var slík martröð að erfitt er
fyrir lesandann að setja sig í spor
Magnúsar. Dvöl þessa saklausa
manns í fangelsi hefur sett óafmá-
anleg spor á líf hans og fjölskyld-
unnar og mun gera alla ævi, eins
og lýst er í bókinni.
xxx
IRITDÓMI um bókina kom fram
að skrásetjarinn Jónas Jónasson
hefði getað komið efninu fyrir á
mun færri síðum. Þessu er Víkverji
ósammála. Jónasi tekst einmitt
mjög vel að koma til skila reiði og
biturleika Magnúsar vegna með-
ferðarinnar sem hann mátti sæta.
Þetta er vandmeðfarið efni sem
þeim Magnúsi og Jónasi tekst að
koma til skila á þann hátt að hver
einasti lesandi hlýtur að verða
snortinn.
XXX
MAGNUS Leópoldsson er bitur
maður og reiði hans beinist
fyrst og fremst að þeim mönnum
sem komu að rannsókn Geirfinns-
málsins að sínum tíma, starfs-
mönnum Síðumúlafangelsisins og
fjölmiðlum. Þegar Magnús sat í
fangelsi fyrri hluta árs_ 1976 voru
miklir umbrotatímar á íslandi. At-
hygli almennings beindist fyrst og
fremst að tveimur málum, land-
helgisstríðinu við Breta sem þá
stóð sem hæst og rannsókn Geirf-
innsmálsins.
Líklega hefur ekkert afbrotamál
á Islandi komið öðru eins róti á
þjóðfélagið og Geirfinnsmálið gerði
á sínum tíma. Mikill þrýstingur var
frá almenningi að fá fréttir af gangi
mála. Morgunblaðið hafði þá meg-
inreglu í heiðri að birta aðeins þær
upplýsingar sem fengust staðfestar
hjá lögreglu eða fram komu á blaða-
mannafundum sem rannsóknaraðil-
ar héldu. Ekki var þessi regla í gildi
hjá öllum fjölmiðlum og rétt að
minna á, að á þessum tíma ríkti
geysihörð samkeppni milli tveggja
síðdegisblaða, Vísis og Dagblaðsins.
Ritstjórn Morgunblaðins var marg-
oft skömmuð fyrir að standa sig
ekki í stykkinu en þegar í ljós kom
um síðir, að ijórir menn hefðu setið
saklausir í gærzluvarðhaldi vegpia
Geirfinnsmálsins, mátti öllum ljóst
vera að blaðið hafði fylgt hárréttri
fréttastefnu.
XXX
SAGA Magnúsar Leópoldssonar
er saga eins fjórmenninganna
sem sátu saklausir í fangelsi, þrír
í 105 daga og einn í 90 daga. Hin-
ir þrír hafa eflaust svipaða sögu
að segja. Sem betur fer hafa svipuð
mál ekki komið upp á síðari tímum
nema ef vera skyldi rannsókn Haf-
skipsmálsins, en þar þótti mörgum
allt of harkalega gengið fram í
frelsissviptingu miðað við eðli og
umfang málsins. Þegar lesin er saga
Magnúsar Leópoldssonar verður sú
ósk sterk að slík mistök verði aldr-
ei gerð aftur.