Morgunblaðið - 20.12.1996, Síða 28

Morgunblaðið - 20.12.1996, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Skírnis- mál í Ráðhúsinu KAMMERSVEIT Reykjavíkur og Roy Goodman á æfingu í Áskirkju. Morgunbiaðið/Árni Sæberg Bach o g synir í Askirkju KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur jólatónleika í Áskirkju sunnudaginn 22. desember kl. 17.00. Tónleikarnir bera yfir- skriftina „Bach og synir“ en á efnisskránni er Sinfónía í D-dúr Wq 183 eftir Carl Philipp Emanuel Bach, Kvintett í D-dúr op. 11 nr. 6 eftir Johann Christ- ian Bach, Konsert í D-dúr BWV 1064 fyrir 3 fiðlur og kammer- sveit og Brandenburgarkonsert nr. 1 í F-dúr BWV1046 eftir Jóhann Sebastian Bach. Sljóm- andi og einleikari á tónleikunum er fiðluleikarinn og sljórnandinn Roy Goodman en hann hefur verið mikilvirkur í hinni miklu vakningu á flutningi barokktón- listar sem orðið hefur í heiminum undanfarin 15 ár, svo sem fram kemur í kynningu. Goodman hóf tónlistarnám sem kórdrengur í King’s College í Cambridge. Seinna nam hann fiðlu- og orgelleik í Royal College of Music i Lundúnum. Hann hóf hljómsveitarstjóraferil sinn 1974, aðeins 23 ára gamall. Frá 1986 til 1994 var hann aðalstjórnandi Hannover Band hljómsveitarinn- ar og stjórnaði henni í hljóðritun- um og á tónleikum, m.a. á 7 tón- leikaferðum til Bandaríkjanna, þ.á m. í Carnegpe Hall og Lincoln Centre. Frá 1988 hefur Goodman verið tónlistarstjóri Barokk- hljómsveitar Evrópu og stjórnað henni víða. Á ferli sinum hefur hann stjórnað fjölmörgum öðrum hljómsveitum víðsvegar um Evr- ópu en auk þess er hann eftirsótt- ur óperustjórnandi. Eftir hann liggja um 100 geisladiskar m.a. með verkum eftir Monteverdi, Bach, Handel, Haydn, Mozart og Beethoven. Síðstliðið sumar tók Roy Goodman við stöðu aðal- stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar- innar í Umeá sem er aðsetur Norðuróperunnar í Svíþjóð. Aðrir einleikarar á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur á sunnudaginn eru fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir, óbóleikararnir Daði Kolbeinsson, Eydís Franz- dóttir og Peter Tompkins og hornleikararnir Jósef Ognibene og Þorkell Jóelsson. STÚDENTALEIKHÚSIÐ og Freysleikar, leikfélag Ásatrúar- manna flytja Skírnismál í Ráðhúsi Reykjavíkur við sóihvörf laugar- daginn 21. desember kl. 18.30. „Verkið fjallar um ást Freys á hinni fögru jötunmey Gerði og bónorðsför Skírnis, sendiboða hans til Jötunheima. Þetta er dæmisaga (allegoría) um göngu sólarinnar og stysta dag ársins, ásamt loforðinu um komandi vor. Að líkum er þetta það sem kallað- ir voru Freysleikar til forna og var hápunktur hinnar fornu jólahátíð- ar. Hér er því um mennningar- sögulegan viðburð að ræða þar sem Skírnismál eru að öllum lík- indum elsta varðveitta leikverk Evrópu, að Grísku helgileikunum einum undanskildum", segir í kynningu. Ný uppsetning Hér er ekki um að ræða sömu sýningu og sett var upp á síðasta ári, þótt textinn, það er kvæðið Skírnismál, sé að sjálfsögðu óbreyttur. Þetta er ný uppsetning í leikstjórn Margrétar Guttorms- dóttur. Búningar og leikmynd eru gerð af Jörmundi Inga. Tjarnarsal- ur Ráðhússins verður skreyttur myndum sem lýsa Skírnismálum. Þær eru unnar af Hauki Halldórs- syni og Jörmundi Inga eftir mynd- um úr Ásubergsskipinu, en í því fundust veggteppi sem lýsa göml- um norrænum helgiathöfnum. Á undan sýningunni verður blásinn jólafriður á trélúðra eins og tíðkuðust á víkingaöld. ’á'as**inar *heSMagnÍ’ fla"a,’anbí' °g **mmto bðrmmum og |*ito ímisleg. gáðg^ j | " • • • • • • • • Country verslunin Laugavegi 92 (Við hliðina á Stjörnubíói) Sími 562-5660 Ný verslun á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Vandaöur fatnaöur. Lítið inn. Man Hverfisgötu 108 sími 551-2509 Ol^IO BÍLASTÆÐASJÓÐUR 6 «Yfirhafnir e e e 15% stgr.afsl. / dag og á morgun • Pelsar, víðir og aðsniðnir. Opið sunnudag kl. 13-18 Laugavegi 54 - Sími 552 5201

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.