Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN SIGBJÖRNSSON + Jón Sigbjörns- son fæddist á Hjartarstöðum, Eiðaþinghá, 15. maí 1921. Hann lést í Landspítalanum 9. desember síðastlið- inn. Foreldrar Jóns voru Sigbjörn Sig- urðsson frá Hjart- arstöðum, fyrrum húsvörður í Laug- arnesskóla, Reykja- vík, og Anna Þórst- ína Sigurðardóttir er fluttist ung á Borgarfjörð eystra. Systur Jóns eru: Sigriður, gift Þorvarði Guðmundssyni, fyrrv. leigubílsljóra, búsett í Reykja- vík, Ragnhildur, gift Kjartani Árnasyni, fyrrv. héraðslækni á Höfn, Homafirði, bæði látin, og Guðrún, gift Gunnari Stein- dórssyni, fyrrv. kennara, búsett á Akureyri. Fjölskyldan fluttist til Fáskrúðsfjarðar þegar Jón var 7 ára, en til Reykjavíkur þegar hann var á unglingsár- um. Jón kvæntist 14. september 1946 eftirlifandi eiginkonu sinni, Vigdísi Sverrisdóttur frá Hvammi, Norðurárdal, f. 27. mars 1920. Börn þeirra eru: 1. Anna Vigdís, f. 27. mars 1948, hjúkrunarfræðingur, Reykja- vík. Maki Jömndur Svavar Guðmundsson, prentari. Þeirra börn eru: Jón, f. 1973, Edda, f. 1975, og Hrand, f. 1979. 2. Sigurlaug, f. 5. ág- úst 1950, sérkenn- ari, Reykjavík. Maki Hallgrímur Þorsteinn Magnús- son, læknir. Börn þeirra: Vigdís, f. 1973, Sigrún, f. 1975, og Birna, f. 1982. 3. Sverrir, f. 15. júní 1954, heil- sugæslulæknir, Hvolsvelli. Maki Danfríður Krist- jónsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir. Börn þeirra: Kristjón, f. 1980, Vig- dís, f. 1988, og Kristín, f. 1992. 4. Sigbjörn, f. 4. febrúar 1957, byggingarverkfæðingur, Hellu. Hann var giftur Guðbjörgu Gísladóttur, hjúkrunarfræð- ingi. Þau slitu samvistum. Börn þeirra: Arna, f. 1989, og Jón, f. 1993. Jón dvaldist fjögur ár á Laug- arvatni við störf og nám í Hér- aðsskólanum, en nam síðan út- varpsvirkjun. A námstimanum gerðist hann starfsmaður Ríkis- útvarpsins og starfaði þar frá 1942-1982, síðast sem forstöðu- maður tæknideildar. Eftir það vann hann hlutastarf hjá Stofn- un Áma Magnússonar auk þess sem hann vann stundum tíma- bundið fyrir Ríkisútvarpið. Utför Jóns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ' Tryggðin há er höfuðdyggð, helst ef margar þrautir reynir, há er á því bjargi byggð, sem buga ekki stormar neinir. (Sigurður BreiðQörð.) Þetta vísubrot kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa um tengdaföður minn, Jón Sigbjörnsson, sem lést í Landspítalanum 9. desember síðast- liðinn. Ég hef þekkt Jón í 25 ár. Öll þessi ár hefur hann reynst mér haukur í homi hvernig sem lífið hefur gengið. Ef við þurftum upp- örvunar við var hann til staðar. Ef einhverrar hjálpar var þörf við hin daglegu störf var hann boðinn og búinn til hjálpar. Þegar vel gekk var hann einnig fyrstur manna til að gleðjast og taka þátt í velgengn- inni. Jón var höfðingi heim að sækja og heimili hans og Vigdísar konu hans ætíð opið mér og bömum mín- um. Missir okkar er sár. Strax við fyrstu kynni fann ég hvað Jón var fróður um land og þjóð. Ég áttaði mig á því að hann hafði ferðast mikið um landið og þekkti vel mann- lífið í ýmsum byggðarlögum. Það var sérlega skemmtilegt að fara með honum i ferðalög enda átti hann alltaf til sögur og einhvem fróðleik um þau landsvæði sem ferð- ast var um. Á seinni árum ferðaðist hann mikið erlendis og hafði brenn- andi áhuga fyrir því, eins og öðra sem hann tók sér fyrir hendur. Hann vildi sjá sem mest og kynnast viðkomandi landi og þjóð eins vel og kostur var. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég tengdaföður minn, Jón Sig- björnsson, og bið góðan Guð að styrkja Vigdísi tengdamóður mína. Hallgrímur Þ. Magnússon. í dag er kvaddur einstakur mað- ur, Jón Sigbjörnsson, tengdafaðir minn. Hann andaðist að morgni 9. desember á Landspítalanum, 75 ára gamall, eftir skammvinn veikindi. Mig langar að minnast hans með nokkrum kveðjuorðum og þakka honum þá hlýju og góðvilja sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni. Jón Sigbjömsson var mikill og góður fjölskyldufaðir, betri tengda- föður og afa barna minna gat ég varla eignast. Hann var hæglátur og hlýr í framkomu og alla tíð reiðu- búinn að rétta hjálparhönd hvemig sem á stóð. Bamabömin hændust mjög að afa sínum og leituðu ósjald- an til hans enda gaf hann sér alltaf tíma til að tala við og snúast í kring- + Útför ástkœrs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVAVARS HELGASOINIAR frá Fagradal í Breiðdal, Snorrabraut 56, Reykjavík, sem lést þann 13. desember sl., fer fram frá Fossvogskapellu í dag, föstu- daginn 20. desember, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Vífilsstaðaspítala. Ellen Olga Svavarsdóttir, Jón Einarsson, Már Svavarsson, Halla Einarsdóttir, Marey Linda Svavarsdóttir, Sigurður Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! um þau, það kunnu þau svo sannar- lega að meta. Ósjaldan efndu þau hjónin Jón og Dísa til myndarlegra fjölskylduboða á jólum og við önnur tækifæri og létu sig ekki um muna, þótt fjölskyldan væri stór og oft líf- legt í slíkum boðum. Árið 1980 kom ég fyrst inn á heimili þeirra hjóna á Skólabraut á Seltjamarnesinu og var frá upphafí og jafnan síðan vel tekið. Hlýlegt viðmót og gestrisni þeirra hjóna, snyrtimennska og myndarskapur einkenndu heimilið og viðmót þeirra. Jón sá til þess af heilum hug ásamt konu sinni að allir magar væru ör- ugglega vel mettir er út úr þeirra húsi fóru, þvílík var gestrisnin. í seinni tíð fór fjölskyldan gjarnan saman í ferðalög innanlands á sumr- in og má minnast margra skemmti- legra stunda. Jón naut sín vel á ferðalögum og miðlaði okkur af ýmsum fróðleik sem hann hafði við- að að sér í gegnum tíðina. Þau hjón- in ferðuðust einnig erlendis með vinafólki sínu, þessi ferðalög voru honum mikils virði og hafði hann gaman af að segja ferðasögur er heim var komið. Minninguna um þig geymum við í hjörtum okkar. Mér þótti vænt um þig og þín er sárt saknað. Dísa og fjölskylda, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Danfríður Kristjónsdóttir. Ég ætla ekki að rekja hér ævi- sögu Jóns Sigbjörnssonar. Finn mig vanmáttugan til slíks, vona að aðrir geri það betur en mér er mögulegt og vert væri. Jón var af góðu fólki kominn. Foreldrar hans vora hjónin Anna Þorstína Sigurðardóttir og Sigbjörn Sigurðsson, bóndi á Kjartansstöðum í Eiðaþinghá. Jón var fyrir margra hluta sakir óvenjulegur maður. Hann var greindur vel og minnugur. Þrátt fyrir hæglætis framkomu vakti hann athygli fólks, yfirleitt hvar sem hann fór, enda var hann greiðvikinn og vildi hvers manns vanda leysa, þeirra sem til hans leituðu. Jón ferðaðist mikið um ísland. Ég hygg að varla sé til sú sveit eða verslunarstaður á íslandi að Jón Sigbjörnsson hafi ekki komið þar. Væri ekki um embættisferð að ræða var kona hans, Vigdís Sverrisdóttir, jafnan með í förinni og nær alltaf í ferðum erlendis en þau hjónin ferð- uðust mikið um Evrópu og Norður- Ameríku. Venjulegast í hópferðum. Hef ég fyrir satt að í þeim ferðum hafi Jón verið betri en enginn og gert mörgum samferðamönnum lífið léttara. Lagðist þá á sömu sveif hjálpsemi hans og mikil ferða- reynsla svo og þekking hans á þeim löndum sem ferðast var um. Eftir að Jón hætti störfum sem fastur starfsmaður hjá Ríkisútvarp- inu, vegna aldurs, vann hann tals- vert í afleysingum hjá sömu stofn- un, einnig um árabil við stofnun Áma Magnússonar. Hjá Ríkisútvarpinu, tæknideild, vann Jón í um 40 ár, þar af lengi sem forstöðumaður. Það gefur augaleið að á 40 ára starfsferli hans hjá stofnun eins og Ríkisútvarpinu hefur orðið mikil framþróun, nánast bylting, öllu heldur byltingar, ekki síst í tæknideild. Ég fullyrði að á þessu sviði hefur Jón Sigbjörnsson, í samstarfí við fleiri góða menn, unnið brautryðjendastarf. Væntan- lega skráir Ríkisútvarpið sögu sína. Við þá skráningu hlýtur nafn Jóns Sigbjörnssonar að koma fyrir marg- sinnis. Það kemur sjálfsagt ekki á óvart þó þess sé getið hversu laghentur og verklaginn Jón var. Hann naut þess vel í sínu aðalstarfi. Heimili hans og Vigdísar Sverrisdóttur ber þess merki að þar búi snyrtimenni. Þar er hreinlæti og smekkvísi alls- ráðandi í hinni fallegu íbúð þeirra á Austurströnd 14, Seltjarnarnesi. Hjá þeim hjónum var jafnan gest- kvæmt enda fjölskyldan stór og vin- imir margir og gestrisni í hávegum höfð. Nú er Jón Sigbjörnsson horfinn okkur og kominn á annað tilveru- stig þar sem hann er okkur ekki sjáanlegur. En minningin lifir um góðan dreng, og víst er söknuðurinn sár. En lítum á björtu hliðarnar og þökkum þeim sem öllu ræður í heimi hér fyrir að taka hann til sín áður en elli og kröm lagði hann að velli, en Jón hafði kennt nokkurs lasleika áður. Ég vil nota þetta tækifæri og færa eftirlifandi konu hans, systur minni Vigdísi, svo og börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegustu samúðarkveðjur. Veit ég að undir þá kveðju vildu margir taka. Olafur Sverrisson. Kynni okkar Jóns Sigbjörnssonar hófust veturinn 1943-1944, þegar við deildum saman svefnherbergi um nokkurra mánaða skeið. Ég var 15 ára gamall unglingur úr sveit, sem var að hefja skólagöngu hér í Reykjavík. Jón var sjö árum eldri og þegar hér var komið sögu hafði hann hafið störf hjá Ríkisútvarpinu. Áður hafði hann verið þingsveinn og nokkur ár við nám og störf á Laugarvatni. Ég leit því upp til hans enda fannst mér ég ekki hafa kynnst fyrr svo forfrömuðum manni, sem ekki var þó eldri að áram. Ekki spillti, að Jón var frásagnarmaður í besta lagi og má því nærri geta, að ég lagði vel við hlustir þegar hann sagði frá ýmsum samskiptum þingsveina við háttvirta alþingis- menn og veru sinni á Laugarvatni en auk staðarmanna þar kynntist hann ýmsum sem dvöldu þar á sumrin, en Laugarvatn var þá þegar orðinn vinsæll dvalar- og ferða- mannastaður. Þótt þetta „sambýli" okkar Jóns stæði ekki lengi hélt kunningsskapur okkar áfram, ekki síst eftir að hann kvæntist Vigdísi systur minni. Er margs að minnast frá liðnum tíma. Annálaður var sá rausnarskapur sem gestir nutu, er heimsóttu heimili þeirra. Jón var mikill áhugamaður um ferðalög og útivist. Þegar farið var í útilegu þar sem Jón var með í för, var hann í essinu sínu og sjálfkjörinn foringi ferðarinnar þótt margar fjölskyldur tækju þátt í ferðinni, enda þekkti hann landið vel og hafði víða farið. Hans frábæra minni á landslag og sagnir var þá oft til mikils fróðleiks og skemmtunar. Jón var dagfarsprúður og með afbrigðum hjálpsamur og greiðvik- inn maður. Hann sinnti öllu því sem hann tók að sér af stakri samvisku- semi og alúð hvort sem það var á heimilinu eða utan þess. Aflaði hann sér því óvenjumikilla vinsælda hvort sem í hlut áttu ættingjar, tengda- fólk, samstarfsfólk eða aðrir sem kynntust honum. Að lokinni langri samfylgd þakka ég og fjölskylda mín Jóni Sigbjörns- syni frábæra viðkynningu og sam- vera, sem hann kryddaði oft með gamansemi sinni og rausn. Jafn- framt vottum við Dísu systur minni og þeirra elskulegu og myndarlegu börnum Önnu Vigdísi, Sigurlaugu, Sverri og Sigbirni og fjölskyldum þeirra okkar innlegustu samúð með þakklæti fyrir það sem þau hafa fyrir okkur gert. Ekki er síst þakk- arvert það atlæti sem þau sýndu foreldrum húsmóðurinnar, einkum móður hennar sem var á heimilinu um árabil. Mér er það minnisstætt frá fyrstu kynnum mínum af Jóni, hve mikið hann hlakkaði til jólanna og hafði ég ekki kynnst því fyrr hjá rúmlega tvítugum manni, en þessi tilhlökkun hans hélst alla tíð. Mér finnst það því nokkur kaldhæðni örlaganna að nú svo skömmu fyrir jól skuli hann burtkallaður héðan af heimi. Megi honum famast vel og njóta blessun- ar á ókunnum stigum. Einar Sverrisson. Kæri afi. Andláti þínu fylgir mik- ill söknuður. Margs er að minnast, alltaf hafðir þú tíma til að spjalla og allt gerðirðu sem í þínu valdi stóð til að gera alla sem ánægðasta. Allt gerðir þú fyrir vini og ætt- ingja, sama hvað beðið var um var það aldrei of mikið fyrir þig og aldr- ei þáðir þú neitt í stað greiðans. Eitt af því fyrsta sem heyrðist þegar maður kom í heimsókn var: Viltu ekki fá þér eitthvað að drekka? Ertu ekki svangur? Viltu í nefið? Já, maður fór aldrei svangur út frá afa. Minningunni um þig mun ég aldr- ei gleyma og öllum þeim samveru- stundum sem við áttum saman. Afí, ég mun sakna þín. Kristjón Sverrisson. Heimurinn er hringrás. Að eilífu endurtekur sig fæðing og dauði, ljós og myrkur, hiti og helkuldi, von- brigði og væntingar. Maðurinn reynir að kalla fram andhverfu þess er þjakar hann hveiju sinni. Þannig skreytir hann hýbýli og umhverfi sitt með litfögram ljósum til þess að vinna gegn þrúgandi myrkri skammdegisins. Þess vegna hefur aðventan og hátíðin sem á eftir fer einatt verið kölluð hátíð ljóssins sem hátíð frelsarans. Það er og rétt að rifía upp minningar um látna sam- ferðamenn. Þannig dreifa menn huganum og draga úr söknuði. Við kynntumst Jóni Sigbjörnssyni á ólíkum starfsvettvangi. Hann var deildarstjóri tæknideildar Ríkis- útvarpsins þegar annað okkar var þar við störf fyrir rúmum tveimur áratugum og bæði unnum við með honum í Framsóknarfélagi Seltjarn- arness. Hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir félagið á síðustu árum og vann meðal annars ötullega að undirbúningi síðustu alþing- iskosninga. Jón var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi og kunni hrein ókjör af skemmtisögum. Vegna þess hversu lengi hann starfaði við Ríkis- útvarpið hafði hann frá mörgu að segja og hafði í raun lifað tímana tvenna í tæknimálum. Hann var forvitinn um allar nýjungar en tók þeim þó aldrei sem gefnum hlut. Með Jóni er horfinn á braut góð- ur félagi og skemmtilegur maður er setti svip á Seltjarnarnes. Við vottum eftirlifandi eiginkonu hans, frú Vigdísi Sverrisdóttur og fjöl- skyldu einlæga samúð okkar. Jóns minnumst við með virðingu og þökk. Arnþór Helgason, Siv Friðleifsdóttir. Okkur barnabörnin, eða skottun- um hans afa, langar að minnast afa Jonna með örfáum orðum. Það sem fyrst kemur upp í hugann er einstök gestrisni afa. Hann tók okkur alltaf opnum örmum og bauð yfírleitt allt- af upp á eitthvert góðgæti. Afi hafði gaman af að ferðast. Þær eru ófáar ferðimar sem við fórum með honum innan- sem utanlands. Við barna- bömin eigum sérlega góðar minn- ingar frá þeim ferðum sem við fór- um með afa í útvarpsbústaðinn í Munaðarnesi. Seinasta ferðin sem við fóram þangað var á 75 ára af- mælinu hans í vor. Þar var afí hress og kátur og sáu þau amma til þess að borðin svignuðu undan veiting- um. Ef eitthvað bilaði eða brotnaði hjá okkur var alltaf leitað til afa fyrst. Afi var slíkur þúsundþjala- smiður að ef hann gat ekki lagað hlutinn fannst okkur enginn geta gert það. Afí var líka alltaf boðinn og búinn að skutia okkur krökkun- um á milli staða. Fannst óþarfi að við færam í strætó eða fótgangandi ef hann gat á annað borð keyrt okkur. Okkur er ofarlega í huga þakklæti fyrir að hafa átt svo góðan afa. Við hefðum viljað njóta nær- veru hans lengur. Við erum þess þó fullviss að honum líður vel þar sem hann er núna. Við biðjum Guð að styrkja ömmu Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kveðja frá barnabörnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.