Morgunblaðið - 20.12.1996, Side 54

Morgunblaðið - 20.12.1996, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Stuðlar Ný meðferðarstöð - nýtt tækifæri STUÐLAR eru ný meðferðarstöð fyrir unglinga á aldrinum 12-16. Þeir koma í stað þriggja meðferðarheim- ila sem áður voru starf- rækt af Unglingaheim- ili ríkisins og hvíla því á gömlum merg. Hlut- verk Stuðla er að taka til greiningar og með- ferðar þá sem eiga í erfiðleikum vegna hegðunar sinnar, þ.m.t. neyslu vímuefna. Vist- unartími er 1-4 mánuð- ir, en eftir að vistun lýkur eiga unglingamir kost á eftirmeðferð í 6-8 mánuði. Þá er og starfrækt skammtímavistun á Stuðlum, til af- nota fyrir lögreglu og barnaverndar- nefndir í bráðatilvikum. Þegar vandamálið vex manni yfir höfuð Öll höfum við okkar eigin leiðir til að leysa vandamál dagslegs lífs. Það vill brenna við hjá þeim sem er *" kominn í mikinn persónulegan vanda, að flestar leiðir til lausnar, að öðlast lífsfyllingu og hamingju, hafa þveröfug áhrif. Sjálfstraustið bilar og baráttuþrekið dvínar. Sumir lokast af í heimi reiði og ásakana, grípa jafnvel til hefndaraðgerða. Þetta er hlutskipti margra unglinga sem koma á Stuðla. Að horfa í eigin barm Sá sem kemur í meðferð er jafnan kominn í blindgötu. Hann er öiyænt- ' ingarfullur, kvíðinn og reiður. í upp- hafí er unglingurinn sjaldnast sjálfur fær um að taka stjóm eða ákveða hvað gera skal. Sumir koma fullir mótþróa, en á bak við hann býr ótti við eigið stjómleysi og vonameisti um betra líf. Við byijum á því að skoða og meta þá aðstöðu sem ungl- ingurinn er kominn í. Þrátt fyrir ungan aldur er mikilvægt að muna, að hann er ábyrgur gerða sinna. Sá sem t.d. er kominn aftur úr í námi þarf að horfast í augu við að það getur verið afleiðing af því að hann er farinn að hanga úti framá nótt, sefur af sér skólann, er þreyttur og pirraður þegar hann loks mætir, o.s.frv. Ásakanir eins og „þetta er hinum að kenna“ em lítt til þess falln- * ar að snúa blaðinu við. Aðeins með því að sjá hvemig eigin gerðir hafa skapað ákveðinn vanda, getur ungl- ingurinn fengið vilja til að breyta þeim. Vímuefnavandamál Ljóst er af neyslukönnunum að áfengisneysla 13-15 ára unglinga hefur farið vaxandi á þessum áratug. Ólögleg fíkniefni, s.s. hass og amfet- amín, hafa breiðst út meðal þessa aldurshóps síðustu 1-2 ár. Sumir þeirra sem koma til meðferðar á Stuðlum eiga sögu um neyslu áfengis og jafn- vel annarra fíkniefna. Hjá mörgum er neyslan komin á það stig, að ánetjun er yfírvofandi, og ávallt hefur hún nei- kvæð áhrif á aðlögun og þroska. Vitaskuld er öll áfengisneysla bama á grunnskóialdri skað- leg og við á Stuðlum tökum sérstaklega á þessum þætti hjá öllum sem til okkar koma. Neyslunni fylgir undir- ferli og óheiðarleiki sem komast verð- ur fyrir áður en bati getur orðið. Að öðlast nýtt líf Unglingsárunum fylgja kreppur og umbrot. En þau em líka heillandi aldur, sem einkennist af krafti og sköpunargáfu. Allir unglingar eiga sér draum um gott líf, að ná árangri í lífínu, læra, fá góða vinnu, eignast Fyrir einstakling í vanda, segir Askell Orn Kárason, er gott að komast í viðeigandi meðferð. fjölskyldu og njóta álits hjá samferða- fólki sínu. Þegar svartsýni, reiði og þunglyndi stjóma gerðum unglings- ins er það hlutverk okkar að hjálpa honum að leita uppi þessa von og glæða hana. Sá sem hefur klúðrað lífi sínu með hegðun sinni á alltaf erfítt með að horfast í augu gerðir sínar og treysta á hjálp annarra til að fínna nýjar og árangursríkari leið- ir. Slíkt uppgjör verður þó ekki umflú- ið ef meðferðin á að skila árangri. Skóli og meðferð Unglingar sem eru í meðferð á Stuðlum fá kennslu á staðnum af hálfu Einholtsskóla. Meðferðarfund- ir eru á hveijum degi, auk skólanáms og tómstundastarfa. Markmið með- ferðarinnar er að hver unglingur læri hvemig hann getur sett sér raunhæf markmið. Allir fá fræðslu um samskipti og tilfínningar. Mikil- vægt er að unglingurinn kynnist sjálfum sér betur og átti sig á eigin tilfinningum. Heftar og bældar til- fínningar valda vanlíðan og erfíðri hegðun. Bætt líðan er og forsenda þess að unglingur treysti sér til að takast á við lífið án vímugjafa. Foreldrastarfið Jafnframt meðferð unglingsins höfum við þær skyldur að vinna að Áskell Örn Kárason bættum uppeldisskilyrðum hans. Foreldrar unglinga á Stuðlum fá leiðbeiningar og fræðslu á meðferð- artímanum. Þeir eru okkar mikil- vægustu samstarfsaðilar. Reynslan hefur kennt okkur að flestir foreldr- ar geta lagt meira af mörkum í meðferð og bata barna sinna en þeim hefur gefíst kostur á hingað til. Þeir eru vitaskuld ekki gallalaus- ir, en þeir búa yfír þekkingu og styrkleika sem nýtist afar vel í með- ferðarstarfinu. Þeir eru bestu for- eldrarnir sem barnið á völ á og eiga rétt á að fylgjast með framförum bamsins síns. Eftirmeðferð Þeir sem ljúka meðferð á Stuðlum eiga kost á eftirmeðferð. Sumir fara til framhaldsdvalar á meðferðar- heimili, en hinir geta tekið þátt í eftirmeðferðardagskrá Stuðla. Markmið hennar er að fylgja eftir ávinningi meðferðarinnar úti í þjóð- félaginu. Hin nýja færni og kunn- átta sem unglingurinn kemur með úr meðferðinni getur lent í árekstum við það sem fyrir er. Án eftirmeð- ferðar er hættan meiri á að ungling- urinn falli aftur í sama farið og fyr- ir meðferð. Virk eftirmeðferð er besta ráðið til að hamla gegn því. Þegar leitað er hjálpar Stuðlum er ekki ætlað að veita grunnþjónustu. Þangað koma þeir sem áður hafa fengið aðstoð í sínu heimahéraði. Mikilvægt er að öllum sé ljóst að hveiju sveitarfélagi ber skylda til að aðstoða foreldra vegna uppeldis barna sinna. Með því að uppfylla þessar skyldur og taka fagn- andi foreldrum, kennurum og öðrum sem vilja fá aðstoð við að leysa vanda bams eða unglings áður en hann verð- ur erfíðari viðfangs. Víða skortir veru- lega á að ráðgjöf og grunnþjónusta af þessu tagi sé nægilega skilvirk og að hjálp fæst einungis með eftirgangs- munum. Við erum flest alin upp við það viðhorf að best sé að geta gert sem flest hjálparlaust. Hið eðlilega og góða líf sé líf án vandamála. Fyrir marga eru það afar þung skref að leita sér hjálpar hjá „óviðkomandi fólki“ og það gerir enginn að gamni sínu. Það er því mikilvægt að þeir foreldrar, sem taka ábyrgð á vanda sínum og ungl- ingsins og leita aðstoðar, fái sína fyrstu hjálp reíjalaust. Þeir eiga hrós og viðurkenningu skilið. Fyrir einstakling í vanda er gott að komast í viðeigandi meðferð. Slíku má aldrei jafna við uppgjöf eða ósigur, heldur tækifæri til jákvæðs þroska. í fjölda tilvika hefur með- ferðin hjálpað unglingnum að ná tökum á lífi sínu og foreldrum að bæta aðstæður unglingsins heima fyrir. Mótlætið er þroskandi, segir einhvers staðar. og það hefur það svo sannarlega verið fyrir marga þá unglinga sem fengið hafa hjálp af því tagi sem hér hefur verið lýst. Höfundur er sálfræðingur og stnrfnr sem forstöðumaður Stuðla — meðferðarstöðvar fyrir unglinga. Hvað er hús? I GREININNI hér að neðan er orðrétt tilvitn- un í lög sett af Alþingi. Lög eiga að vera skýr, einföld og stutt. Þessi eru hreint ekki þannig. Lögum má skipta í tvo hópa. Annar hópurinn er samskiptareglur þegnanna, eða stjóm- valda og þegna. Sá hóp- ur á grunn í boðorðun- um tíu og á ekki að breytast nema sem minnst frá einum tíma til annars. Því minna sem breytist þeim mun betra. Hinn hópurinn er framkvæmdaáætlanir. Þær breytast frá ári til árs. Það er eðli málsins. Sú lagasmíð sem hér er til umræðu fellur undir fyrri hópinn og er öllum þeim sem nálægt smíð- inni komu til skammar. Hún líkist ekki því að vera samin á þriðja glasi heldur eftir fáeinar flöskur. Þar sem alþingismenn eru starfs- menn þjóðarinnar og þiggja laun frá henni hlýtur þjóðin að eiga kröfu á betri vinnubrögðum. Að öðrum kosti væri kannski rétt að þjóðin lækkaði laun þingmanna, eða gerði þá jafnvel launalausa. Það er góð regla að greiðslan sé í samræmi við gæði vinnunnar. Við svona ábendingu munu þeir kvarta og segja. Við þurfum að vera fleiri og starfslið og starfsaðstaða betri, svo þessu líkt gerist ekki. Ég segi á móti. Það þarf að setja kvóta á þingið og takmarka þann mála- fjölda sem þar er til skoðunar. Það þarf að forgangsraða og taka að- eins það til skoðunar sem raunveru- lega er brýnt. Ekki meira en örfá ný lög á ári í fyrri hópinn og ein til viðbótar ef þinginu tekst að af- nema fimm gamla lagabálka úr honum. Betri eru gæði en magn. Hvað fjölda þingmanna varðar er fróðlegt að bera okkur saman við Bandaríkin. Bandaríkjamenn eru 1.000 sinnum fleiri en við og ættu því ef þeir hefðu okkar hlutfall af þingmönnum að hafa 60.000 manns á þingi. Fjörugt þing það. Ef við hefðum sama hlutfall og þeir hefðum við einn mann í hálfu starfí. Þessu til viðbótar má benda á að of nákvæm lög hefta framfar- ir og fjötra þjóðfélagið. Ef allt er bundið í lög eru nýjungar óhugs- andi án þess að bijóta lögin. Hver vill standa í þvf? Innihald 3. og 6. gr. laganna um ljöleignarhús hlýtur að rýra verð- gildi „samtengdra" húsa. Þá sam- eignarstefnu sem felst í greininni má orða stutt: „Allt þitt er mitt“. Þetta minnir óþægilega á skipulagið sem var fyrir austan tjald. Með henni er eign smæl- ingjans (þeir búa frek- ar í sambýli, en efna- menn í sérbýli) gerð enn minni. Áuk þess standa eigendur þeirra, vegna þessara laga, frammi fyrir gerð flókinna „eigna- skiptayfirlýsinga“ sem munu kosta hvem þeirra um 7.000 kr. Ef gert er ráð fyrir að í landinu séu um hundrað þúsund íbúðir og að 70% þeirra „tengist" í skilningi laganna nemur þessi kostnaður um 500.000.000 kr. Þessi útreikningur gefur trúlega hluta þeirra nýju starfa sem Framsóknar- flokkurinn lofaði við síðustu kosn- ingar. Þetta skal fátækari hluti húseigenda borga nauðugur viljug- ur. Kostnaðurinn er svona mikill vegna þess að flókið samspil flatar- máls og rúmmáls er lagt til gmnd- vallar. Það er hins vegar fleira en flatarmál og rúmmál sem ræður eðlilegri skiptingu en það gleymist. Hér er því fundin með reikningi nákvæmari tala en forsendur gefa tilefni til og það er rangt. Því er allt á eina bókina lært. Hugsun og Hugsun og málfar lag- anna um fjöleignarhús, segir Einar Kristins- son, er tómt rugl. málfar laganna nr. 26/1994 um fjöl- eignarhús er tómt rugl. Við lestur þeirra datt mér í hug eftirfarandi dæmisaga: Ég þarf varla að taka það fram að ég er einn besti lögfræðingur landsins. Þrátt fyrir það var ég ger- samlega örmagna og ringlaður enda búinn að sitja klukkustundum sam- an og pæla gegnum ofanskráð lög um íjöleignarhús. Þvílík lesning! Ég gafst upp og rölti stefnulaust út í vorblíðuna. Setningar, eða réttara sagt langlokur á borð við þessar flugu gegnum huga minn. „Skulu allir eigendur, hvort sem þeir voru meðmæltir eða ekki, ljá atbeina sinn að slíkri breytingu á eignaskipta- yfírlýsingu nema þeir geti sýnt fram á að salan varði sérstaka lögmæta hagsmuni þeirra á þann veg að þess verði ekki krafist að þeir standi ALVÖfíU SPORTVÖRUVERSLUN Ótrúlegt vöruúrval 5% staðgr afsláttur Verð stærðir upp í 34, kr. 5.990 35 og stærra kr. 6.590 ísskautar - smelluskautar Vinsælustu skautarnir í dag, hlýir og engar reimar Verslunin rmúla 40, símar 553 5320 oe 568 8860

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.