Morgunblaðið - 20.12.1996, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 20.12.1996, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 59 Mögriuð einlægni TONUST Gcisladiskur I BELIEVE 1N YOU I Believe in You, geisladiskur Páls Rósinkranz og hljómsveitar hans, Christ Gospel Band. Páll syngur en aðrir félagar í hljómsveitinni eru Guðni Guðnason trommuleikari, Pét- ur Erlendsson gitarleikari og Emil Santos bassaleikari. Aðstoðarmenn á plötunni eru Olafur Hólm, Kristján Kristjánsson, Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson, sem einnig stýrði upptök- um, Eiður Arnarson, Pálmi Sigur- hjartarson, Máni Svavarsson og Þór- ir Baldursson. Bakraddir syngja Páll, Andrea Gylfadóttir, Sólveig Guðna- dóttir, Eyjólfur Kristjánsson og Stef- án Hilmarsson. Spor ehf. gefur út, 49,51 min. PÁLL Rósinkranz er tvímælalaust besti rokksöngvari sem hér hefur hafið upp raust sína á undanförnum árum eða áratugum. Þeir sem sáu hafnfirsku hljómsveitina Nirvana spila í Tónabæ á Músíktilraunum fyrir margt löngu gátu ekki annað en hrifist af raddmiklum söngvara sveitarinnar og ekki leið á löngu að nann var farinn að syngja með einni merkustu rokksveit seinni tíma, Jet Black Joe. Aðal þeirrar sveitar voru lagasmíðar Gunnars Bjama Ragn- arssonar og ekki síst söngur Páls og rétt ákvörðun hjá félögum Páls að leggja sveitina niður þegar hann sagði skilið við hana. I Believe in You er fyrsta sóló- skífa Páls og kemur skemmtilega á óvart fyrir fjölbreytni og frábær vinnnubrögð. Bæði er að á henni syngur Páll betur en nokkru sinni fyrr og svo að hann hefur fengið til liðs við sig afbragðs tónlistarmenn eins og sjá má af upptalningunni í upphafi. Vert er að geta framlags Þóris Baldurssonar sem leikur á Hammond-orgel af innblásinni snilld. Fleiri gera vel á plötunni, þannig er gítarleikur yfirleitt vel af hendi leyst- ur og hryngrunnur þéttur. Umfram allt er þetta plata Páls Rósinkranz sem syngur eins og engill af magn- aðri einlægni, svo vel reyndar að ég man ekki eftir að hafa heyrt hann í betra formi, til að mynda í Don’t Try to Work it Out, og titillagi plötunn- ar, bráðgóðum sálmi Bobs Dylans. Lagaval á plötunni er annars sér- kennilegt og á köflum ósamstætt, þó segja megi að negrasálmar eins og Working on the Building, gefí henni vissa fjölbreytni í bland við suðurríkjarokkkeyrslu eins og í Blo- od, Fire, Water / I Don’t Know What You Came to Do. Lögin sem Páll á sjálfur á plötunni eru prýðileg til síns brúks, reyndar lyftir útsetning og orgelleikur Sister (Judas) veru- lega og gerir að einu besta lagi plöt- unnar, en einnig er upphafslag plöt- unnar, sem er úr smiðju Páls, fyrir- taks rokkari og vel sunginn. Varia er þó nema von að kvikni sú spurn- ing hvort boðskapurinn, sem liggur að baki hefði ekki náð víðar ef hann hefði verið á íslensku. Þegar fréttist að Páll hefði ákveð- ið að láta hjartað ráða á sínum tón- listarferli fannst mörgum sem hann hlyti að draga sig úr rokkinu og hverfa sjónum, en I Belive in You sannar hann svo ekki verður um villst að hann er enn fremstur íslenskra rokksöngvara og verður eflaust lengi enn. Árni Matthíasson Glæsilegur samkvæmisfatnaður fyrir öll tækifæri. Fataleiga Garðabæjar, Garðatorgi 3, S565 6680. Opið frá kl. 9 - 18 og 10 - 14 á laugardögum. kr. 9.975 stgr. SEVERIN CAFE CAPRICE kaffivélin sýður vatnið jyrir uppáhellingu. Hefur hlotið ótal viðurkenningar Lagar 8 stóra bolla eða 12 litla. Vapotronic suðukerfi. Innbyggð snúrugeymsla. 1400 W. Sér rofi fyrir hitaplötu. Dropastoppari. Yfirhitavörn. Glæsileg nútímahönnun - engri lík. lllboðsverð nú aðeins REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og búið, Rafha, Suðurlandsbraut, H.G. Guðjónsson, Suðurveri, Húsasmiðjan, Skútuvogi, Glóey, Ármúla 19, Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf., Miðvangur, Hafnarfirði. SUÐURNES: Staðafell hf., , Keflavík, Samkaup, Keflavík, Rafborg, Grindavík. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi, Trésmiðjan ! Akur, Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgamesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Versl. Hamar, Grundarfirði, Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjaröar, Króksfjarðamesi, Skandi hf., Tálknafirði, Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri, Laufið, Bolungarvík, Húsgangaloftið ísafirði, Straumur hf., ísafirði, Kf. Steingrimsfjarðar, Hólmavik. NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri, Kf. V-Húnvetinga, Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi, Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki, KEA, Akureyri, og útibú á Norðurlandi, Kf. Þingeyinga, Húsavík, Kf. Langnesinga, Þórshöfn. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði, Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum, Rafalda, Neskaupstað, Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði, Kf. Fáskrúðsfjarðar, Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi, Kf. A-Skaftfelinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Ámesinga, Vík, Kf. Rangæinga, Hvolsvelli, Kf. Rangæinga, Ruðalæk, Versl. Mosfeli, Hellu, Reynistaður, Vestmannaeyjum, Kf. Ámesinga, Selfossi. M£K Einar m£S Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. Notaðu aðeins það besta, notaðu TREND snyrtivörur Með TREND nærðu árangri. TREND naglanaeringin styrkir neglur. Þú getur gert þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar. TREND handáburður með Duo- liposomes, ný tækni sem vinnur inní húðinni. Einstök gæðavara. Snyrtivörurnar frá TREND eru fáanlegar í apótekum og snyrtivöruversíunum um land allt. Einnig í Sjónvarpsmarkaánum. TilEND* COSMETIC S Einkaumboð og heildsala S. Gunnbjörnsson S CO, Iðnbúð 8, 2io GdTðabæ. Símar 565 6317 og 897 33'7- Fax 565 8217. Falleg og sterk úr 81072B 81073B Stálkeðja Stálkeðja Kr. 12.900 Kr. 9.900 81074B 81013 Leðuról Leðuról Kr. 9.900 Kr. 6.200 81019G 81018G Stálkeðja Stálkeðja Kr. 4.900 Kr. 4.900 81093W 81092W Leðuról Leðuról Kr. 7.600 Kr. 7.600 81056B 81055B Stálkeðja Stálkeðja Kr. 9.900 Kr. 9.900 Falleg jólagjöf á réttu verði ÁRMUli 38 SW15531133
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.