Morgunblaðið - 21.12.1996, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 21.12.1996, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK * Ibúar á Vestfjörðum hafa ekki verið færri síðan fyrir 1860 Fólksfjölgnn mest í Kópavogi Krakkar á kaffihúsi KRAKKARNIR á leikskólan- um Mýri fóru með leikskóla- kennurunum sínum á Sólon Islandus í gær og fengu sér heitt kakó og piparkökur í kuldanum. Þau yngstu í hópn- um eru aðeins á öðru ári og þessi ferð sú fyrsta á kaffi- hús, svona í lok jólaanna. Ekki skemmdi eftirvænting- una að þau fóru með strætó í bæinn. ÍBÚAR á Vestfjörðum hafa ekki verið færri síðan fyrir 1860, sam- kvæmt niðurstöðum Hagstofu ís- lands. Þar hefur fólki enn fækkað í ár og er íbúatalan þar nú jægri en íbúatölur Garðabæjar og Álfta- ness samanlagðar. íslendingar eru nú tæplega 270 þúsund talsins, eða alls 269.735. Fækkar minnst á NA-landi Ekki liggja fyrir nákvæmar töl- ur um breytingar á mannfjöldanum í ár, en svo virðist vera sem tala aðfluttra til landsins verði um 500 lægri en tala brottfluttra. í ár og allt síðan um 1980 hef- ur einkennt fólksfjölgunina að hún hefur mestöll orðið á höfuðborgar- svæðinu og á Suðurnesjum. Mannfjöldi óx um 1,7% á höfuð- borgarsvæðinu árið 1996 og á Suðurnesjum um 0,1% en á öllum öðrum landsvæðum fækkaði fólki. Minnst fækkaði á Norðurlandi eystra, og má í raun segja að mannfjöldi þar hafi staðið í stað. Á Suðurlandi fækkaði hins vegar íbúum um 0,6%, á Austurlandi um 0,7%, á Vesturlandi um 1,2%, á Vestfjörðum um 1,8% og á Norður- landi vestra um 2,2%. Hlutfallslega varð mesta fólks- fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi, eða um 894 íbúa. Hefur bein fólksfjölgun aldrei orðið meiri þar á einu ári og hlutfallsleg fjölg- un ekki meiri síðan árið 1967, en frá stofnun sveitarfélagsins árið 1948 og fram til 1967 ijölgaði að meðaltali um rúmlega 12% áriega. íbúar í Kópavogi eru nú helm- ingi fleiri en árið 1965 og fimm sinnum fleiri en árið 1955. ■ Tæplega 270 þúsund/10 GLUGGAGÆGIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Lokaumræðu fjárlaga lauk á Alþingi seint í gærkvöldi Bruna- slys al- gengari á drengjum NÆRRI tvöfalt fleiri drengir en stúlkur_ lenda í brunaslysum hér á landi. Árlega brennir að meðaltali 21 barn undir 16 ára aldri sig illa og flest eru brunaslysin í desember. Þetta kemur fram í rannsókn á brunaslysum á íslenzkum börnum á tímabilinu 1982-1995, en að henni vinna sérfræðingar á vegum Barnaspítala Hringsins og Slysa- varnafélags íslands. Sagt er frá könnuninni í nýjasta hefti SVFÍ- frétta. Að meðaltali brennist 21 barn á ári. Drengir eru 62% af hópnum en stúlkur 38%. Tíðni brunaslysa er hæst í hópi fjögurra ára barna og yngri og stærsti áhættuhópurinn eru börn í kringum eins árs aldur. Yngsti hópurinn er u.þ.b. 73% af heildinni, sem er á aldrinum 0-15 ára. Flest slys í desember Desembermánuður sker sig úr hvað varðar tíðni brunaslysa. Þá bætast við nokkrir flokkar bruna- valda, einkum hjá eldri bömunum, svo sem flugeldar og púðursprengj- ur. Mesta hættan á brunaslysum virðist vera í kringum hádegis- og kvöldmat, en þá er notkun heitra vökva mest á heimilum og jafnvel síður gætt að börnunum en á öðmm tímum dagsins. Heitt vatn og aðrir heitir vökvar eru langalgengasta orsök bruna- slysa, nema í aldurshópnum 10-15 ára, þar sem eldur og flugeldar brenna flesta. Langflest brunaslys, eða um þrír fjórðu, verða á heimilum. Gert ráð fyrir 127 millj. afgangi á fjárlögum GERT er ráð fyrir að tekjur umfram gjöld verði 127,1 milljón króna í fjár- lögum ársins 1997, en þriðja umræða um þau fór fram í gær. Atkvæða- greiðsla stóð yfír á miðnætti. í fjárlagafmmvarpinu eins og það var lagt fram í haust var stefnt að eins milljarðs króna tekjuafgangi, en við 2. og 3. umræðu vom samþykkt- ar breytingartillögur sem hækka rík- isútgjöld um 1.700 milljónir. 700 milljóna króna hækkun var samþykkt við aðra umræðu og í gær var mælt fyrir breytingartillögum sem þækkuðu útgjöld um rúman milljarð. Á móti er áætlað að tekjur ríkissjóðs á næsta ári verði um 800 milljónum króna meiri en reiknað var með í upphafi. Fulltrúar stjómarandstöðu í fjár- laganefnd gagnrýndu niðurstöður fjárlagagerðar meirihlutans og töldu tekjur ríkissjóðs vemlega vantaldar Stjórnarandstaðan telur tekjur ríkis- sjóðs vantaldar og áhrif vegna auk- inna umsvifa vanmetin og áhrif væntanlegra aukinna um- svifa á næsta ári vanmetin. Telur minnihlutinn að a.m.k. 1,2 milljarða vanti upp á tekjuhlið frumvarpsins, sem einkum megi skýra með vantöld- um veltusköttum. Breytingartillögur þær, sem komu frá stjómarandstöðunni milli 2. og 3. umræðu, fólu í sér 155 milljóna króna samanlagðan útgjaldaauka. Ekki reiknað með tekjum vegna stóriðjuframkvæmda Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar, sagði það vera fagnað- arefni að tekizt hefði að afgreiða hallalaus fjárlög. En í forsendum fjár- laga er ekki gert ráð fyrir hugsanleg- um áhrifum byggingar nýs álvers og stækkunar jámblendiverksmiðjunnar á þjóðarbúskapinn. Sagði Jón að tekjuauki rikissjóðs vegna þessa hefði ekki verið reiknaður inn í tekjuspá næsta árs vegna þess að of fljótt hefði verið að slá því föstu að af fram- kvæmdum yrði. Á hinn bóginn hefði verið gripið til aðgerða í samgöngu- málum til að draga úr þenslu. Stjómarandstæðingar furðuðu sig á að ekki væri í forsendum fjárlaga- fmmvarpsins tekið mið af líklegum stóriðjuframkvæmdum. Lauslegt mat Þjóðhagsstofnunar á áhrifum þeirra var kynnt á þingi í gær en niðurstað- an er að landsframleiðslan myndi aukast af þessum sökum um 4,3% í stað 2,5% og fjárfestingar aukast um 25%. Að sögn Friðriks Sophussonar fl'ármálaráðherra má vænta í kringum eins milljarðs króna tekjuauka fyrir ríkissjóð, ef þetta gengur eftir. Stjómarandstaðan taldi að miðað við umsvif og væntingar í efnahags- lífínu væri tekjuhlið fjárlagafrum- varpsins vantalin um a.m.k. 1,2 millj- arða króna. Hins vegar tóku þing- menn stjórnarandstöðunnar undir áherzlu ríkisstjórnarinnar á að af- greiða hallalaus fjárlög enda væri mjög óhagkvæmt að safna skuldum. Alþingi kemur saman að loknu jólaleyfi hinn 28. janúar. ■ Útgjöld hækkuð/10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.