Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hættuástandi aflýst á Siglufirði í gær og fólk flutt til síns heima Konumar saumuðu gluggatjöld um borð í Svalbarða Siglufirði. Morgunblaðið. HÆTTUÁSTANDI veg-na snjó- flóða á tveimur síðustu svæðunum á Siglufirði var aflýst um hádegis- bil í gær. Þar með fengu um fimm- tíu íbúar að halda til síns heima. Daginn áður hafði hættuástandi verið aflýst á nokkrum öðrum svæðum og um hundrað íbúar feng^u þá að snúa aftur til híbýla sinna. Öll þessi svæði voru rýmd á föstudagskvöld þ.e. 56 hús þar sem búa um 150 manns. Snjóalög í fjöllunum fyrir ofan byggðina eru orðin mun traustari þar sem vindurinn hefur rifið upp spjóinn og hann sest betur. Fólki sem gert var að yfirgefa hús sín hefur dvalið við mismunandi aðstæður síðastliðna tvo til þrjá sólarhringa og ræddi fréttaritari Morgun- blaðsins við nokkra af „flótta- mönnunum" í gær. Allttilalls um borð í Svalbarða „Hér er allt til alls, ljósabekk- ur, gufubað, leikfimisalur og hvað eina svo þetta er eins og á lúxus- snekkju", sagði Sigþóra Gústafs- dóttir. Hún dvaldi í þijá sólar- hringa um borð í togaranum Sval- barða ásamt tveimur sonum sín- um, Hjalta og Gunnari, tengdafor- eldrum, Júlíusi og Guðflnnu, ná- granna sínum, Sverri Júlíussyni, og fimm manna fjölskyldu af Hólaveginum, Guðna, Ósk og börnum þeirra. Þau eru sammála um að ekki hafi væst um þau um borð, mikið væri búið að spjalla saman, spila og borða góðan mat, og Guðfinna kvað það mikinn kost að þarna væru þau ekki fyrir neinum. Kon- urnar höfðu heldur ekki setið auðum höndum þennan tíma því þær voru búnar að sauma nýjar gardínur fyrir eldhúsið, borðsal- inn og hluta af klefunum, svo skipveijarnir munu áreiðanlega hugsa hlýlega til þeirra er þeir sjá hversu heimilislegt er orðið um borð. Sváfu betur er skipið ruggaði Skipið ruggaði aðeins við bryggjuna, en að sögn Sigþóru varð það bara til þess að þau sváfu betur. Ennfremur sagði hún að þrátt fyrir að þau hefðu ekki yftr neinu að kvarta yrði nú yndislegt að fá að snúa aftur heim. Svalbarði sem er í eigu Siglfirð- ings hf. liggur við bryggju á Siglu- fírði þar sem verið er að setja í hann nýja rækjuvinnslulínu. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir JÚLÍUS Gunnlaugsson, Gunnar Þór Gunnarsson og Guðfínna Steinsdótt- ir í borðsal togarans Svalbarða SI i gærmorgun. A innfelldu myndinni er Sigþóra Gústafsdóttir við sauma- vélina en meðan siyóflóðahætta var á Siglufirði nýttu konurnar tímann til að sauma gluggatjöld til að gera vistarverur skipveija hlýlegri. Vill bann á heyflutn- ing af riðu- svæðum SIGRÍÐUR Jóhannesdóttir, þingmaður Alþýðubandalags, segir nauðsynlegt að banna algerlega flutning heys af riðusvæðum vegna þess að í ljós hafi komið að varúðarráð- stöfunum hafí ekki verið fylgt fram að þessu. Hún telur einnig að sótthreinsun á not- uðum landbúnaðartækjum sem flutt eru til landsins sé ábótavant. Af þessum sökum þurfí að setja um það reglur að þeim verði öllum skipað upp í sömu höfn. Guðni Ágústsson, þing- maður Framsóknarflokks, segir einnig þörf á því að auka eftirlit með innfluttu gæludýrafóðri sem í gæti leynst riðuveikismit. Þetta kom fram í utandagskrárum- ræðu á Alþingi í gær um varúðarráðstafanir vegna hættu á smiti bú- fjarsjúkdóma. Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra sagði vandamálið ekki vera það að skortur væri á reglugerðum varðandi flutning á heyi af riðusvæðum heldur á því að þeim væri fylgt eftir. Hann sagði að ef reglugerðunum yrði ekki fylgt framvegis væri ástæða til að grípa til banns. Margir fluttu úr stað í fyrra Flestir nýbúar eru frá Póllandi ALLS fluttu 197 Pólveijar til ís- lands á síðasta ári og var þessi hópur stærsti einstaki hópur nýbúa þetta ár. Næstfjölmennastir voru Danir, en 125 Danir fluttu til landsins í fyrra. Þar á eftir koma 102 Svíar, 90 Bandaríkja- menn, 65 Tælendingar, 60 Norð- menn og 46 Filippseyingar. Samtals fluttu 1.258 erlendir ríkisborgarar til íslands á síðasta ári og 2.406 íslendingar fluttu heim til íslands sama ár. Frá ís- landi fluttu hins vegar 4.108, þar af voru 644 með erlendan ríkis- borgararétt. Af þeim 4.108 sem fluttu frá landinu fluttu 3.079 til Norðurlandanna og þar af fóru 1.774 til Danmerkur. Meira en helmingur þeirra sem fluttu frá landinu bjuggu á höfuð- borgarsvæðinu eða 2.887. Af Suð- umesjum fluttu 217 til útlanda, 176 af Vesturlandi, 117 af Vest- fjörðum, 79 af Norðurlandi vestra, 232 af Norðurlandi eystra, 130 af Austurlandi og 270 af Suður- landi. Á síðasta ári fluttu 18.610 íbú- ar sig á milli landsvæða, en þar af fluttu 9.632 sig á milli Reykja- víkur og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meirihluti íbúa annarra landshluta, sem fluttu sig milli landshluta, flutti til höfuðborgarsvæðisins. 7.034 Reykvíkingar fluttu frá Reykjavík í fyrra. Þar af fluttu 1.994 til útlanda, 2.958 til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu og 2.082 fluttu út á land. Til Reykjavíkur fluttu hins vegar 7.300 íbúar í fyrra. IKEA veitirigaslaðiniiin er ódýr kostur íhádeginu ^ Laxa búðingur 450.- ^ ||jpí Veit i ngafita ð u r FOLK í FLUTNINGUM EFTIR LANDSVÆÐUM 1996 FLUTTIR YFIR SVEITARFÉLAGAMÖRK m j \ $ Fluttir FLU rTIR A LLS Fluttir milli svfél. Fluttir milli Flutti r mílli innan Aðfluttir Að- Brott- innan landsvæða landsvæða landa fít* sveitar- umfram fluttir fluttlr Að- Brott- Að- Brott- Að- Brott- félags brottflutta alls alls fluttir fluttir fluttir fluttir fluttir fluttir Allt landið 30.468 -444 22.274 22.718 9.083 9.083 9.527 9.527 3.664 4.108 Höfuðborgarsvæðið 19.657 1.256 13.775 12.519 6.684 6.684 4.693 2.948 2.398 2.887 Reykjavík 15.165 266 7.300 7.034 2.525 2.957 3.133 2.083 1.642 1.994 Önnur sveitarféög 4.492 990 6.475 5.485 4.159 3.727 1.560 865 756 893 Suðurnes 2.145 -179 1.085 1.264 255 255 659 792 171 217 Vesturland 1.226 -238 1.029 1.267 175 175 687 916 167 176 Vestfirðir 1.017 -244 903 1.147 146 146 521 884 236 117 Norðurland vestra 675 -287 738 1.025 250 250 409 696 79 79 Norðurland eystra 3.064 -227 1.999 2.226 737 737 987 1.257 275 232 Austurland 962 -218 1.039 1.257 307 307 612 820 120 130 Suðurland 1.722 -307 1.706 2.013 529 529 959 1.214 218 270 Flutningar innan sveitarfélaga sem sameinuðust i skráðir eftir það teljast innansveitarflutningar. 1. júní 1996 og voru skráðir í þjóðskrá i janúar til mai teljast millisveitafiutningar, en flutningar Rætt um rannsókn á afdrifum kúfiskskipsins Æsu á Alþingi Vamarliðið ræður ekki við að rannsaka skipið VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflug- velli treystir sér ekki til að aðstoða við rannsókn á orsökum þess að kýfiskskipið Æsa sökk í mynni Am- arfjarðar í júlí síðastliðnum vegna þess hversu djúpt skipið liggur. Halldór Blöndal samgönguráðherra segir að eina tilboðið sem fyrir liggi um að lyfta skipinu af hafsbotni hljóði upp á 32-33 milljónir króna. Hann telur að ef farin verði sú leið í sjóslysarannsóknum í framtíðinni að ná skipsflökum af hafsbotni muni það kosta tugi eða jafnvel hundruð milljóna króna á ári. Þetta kom fram í utandagskrár- umræðum á Alþingi í gær um fjár- veitingar til Rannsóknarnefndar sjó- slysa sem fram fóru að ósk Kristins H. Gunnarssonar. Margir þingmenn lýstu yfir stuðningi við það að Æsu yrði lyft af hafsbotni og að framlög til Rannsóknarnefndar sjóslysa yrðu aukin vemlega, en þau eru um 7 m. kr. á ári. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sendi varnarliðinu óformlega beiðni í desember sl. um að kannað yrði hvort það gæti orðið að liði við rannsókn slyssins. Niðurstöður vamarliðsins eru þær að báturinn Iiggi á 250 feta dýpi, en hámarks- dýpi sem köfunarsveit varnarliðsins getur unnið við er 190 fet. Til að starfa á meiri dýpi þyrfti að flytja inn sérþjálfaða kafara, köfunarkúlu og smákafbáta frá Bandaríkjunum. Kostnaðurinn er að áliti varnarliðs- ins það mikill að hann yrði ekki samþykktur af yfirstjórn flotans. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Alþýðubandalags, vitnaði til formanns Rannsóknarnefndar sjó- slysa um það að kostnaður af því að lyfta Æsu af hafsbotni væri um tuttugu milljónir króna. Hann sagði mikla þörf á því að komast að orsök- um slyssins því skipið hefði verið talið eitt af stöðugustu skipum á landinu. Einnig væri skipið á fiski- slóð og því hættulegt sjófarendum. Kristinn og fleiri þingmenn bentu á mikla slysatíðni meðal sjómanna og töldu þörf á að rannsóknir á sjó- slysum yrðu verulega efldar. Sem dæmi um fjárhagsvanda Rannsókn- amefndarinnar benti Kristinn á að skýrslur nefndarinnar fyrir þrjú síð- astliðin ár væru enn ekki komnar út. Sjálfstæðismennimir Kristján Pálsson og Ámi Johnsen töldu eftir- liti með haffærni skipa verulega ábótavant. Kristján sagðist telja að yfir hundrað íslensk skip væru á floti án þess að þau ættu að vera það. ) j i I 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.