Morgunblaðið - 25.02.1997, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
OKEYPIS
FYRIR BÖRNIN
PAKKI
GISTING I TVEGJA MANNA
HERBERGI í 3 NÆTUR,
MORGUNVERÐUR INNIFALINN
5.980,-
pam2
GISTING í TVEGJA MANNA
HERBERGI í 4 NÆTUR,
MORGUNVERÐUR INNIFALINN
6.980,-
PAK
GISTING í TVEGJA MANNA
HERBERGI í 5 NÆTUR,
MORGUNVERÐUR INNIFALINN
7.980.-
PR. FULLORÐII1N
MIÐAÐ ER VIÐ AÐ GIST
SÉ í TVEGGJA MANNA
HERBERGJUM OG
BÖRNIN GISTI í HERBERGI
FORELDRA SINNA. HÁMARK
2 BÖRN í HERBERGI MEÐ
FORELDRUM.
ALDUR BARNA 0-15 ÁRA.
PASKAEGG
FYLGJA
FYRIR BÖRNIN
HÓTEL KEA
HAFNARSTRÆTI 87-89
AKUREYRI
SlMI 462 2200
FAX 461 2285
ATH:
TAKMARKAÐUR
HERBERGJAFJÖLDI
GlLDIR FRÁ 26. MARS TIL 31. MARS
AKUREYRI
Samkomulag um fjárframlög til Vetraríþróttamiðstöðvar íslands undirritað
Stöðnun í uppbyggingn
íþróttamannvirkja rofin
Morgunblaðið/Kristján
JAKOB Björnsson bæjarsljóri og Björn Bjarnason menntamálaráðherra takast í hendur eftir
að hafa skrifað undir samkomulag um fjárframlög vegna reksturs og uppbyggingar Vetrar-
íþróttamiðstöðvar íslands á Akureyri.
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra og Jakob Björnsson,
bæjarstjóri á Akureyri, undirrit-
uðu á sunnudag samkomulag
ráðuneytisins og Akureyrarbæjar
um rekstur og uppbyggingu Vetr-
aríþróttamiðstöðvar íslands. Sam-
komulagið felur m.a. í sér að
menntamálaráðuneytið og Akur-
eyrarbær munu standa sameigin-
lega straum af kostnaði vegna
starfsemi Vetraríþróttamiðstöðv-
arinnar, þ.m.t. kostnaður vegna
fræðslumála, laun starfsmanns og
annað starfsmannahald.
Uppbygging íþróttamannvirkja
og annarrar aðstöðu til vetrar-
íþrótta verður á vegum Akureyrar-
bæjar. Framkvæmdum skal hagað
í samræmi við framkvæmdaáætl-
un stjómar Vetraríþróttamið-
stöðvar en er háð samþykki bæjar-
ins. Menntamálaráðherra mun á
fimm ára tímabili, á árunum 1998-
2002, beita sér fyrir sérstakri
styrkveitingu á fjárlögum hvers
árs, til uppbyggingar aðstöðu til
vetraríþrótta á Akureyri, samtals
50 milljónir króna.
Á móti mun Akureyrarbær á
þriggja ára tímabili, á árunum
2000-2002, veita fé til Vetrar-
íþróttamiðstöðvar íslands, til frek-
ari uppbyggingar vetraríþrótta í
bænum, samtals 100 milljónir
króna.
Tenging skóla vi,ð
skíðaíþróttina
Bjöm Bjamason menntamála-
ráðherra sagði þetta samkomulag
undirritað í trausti þess að unnt
verði að efia og styrkja aðstöðu á
Akureyri til að auðvelda fólki að
stunda vetraríþróttir, ekki aðeins
keppnisfólki heldur einnig öllum
almenningi.
Björn sagði það ánægjulegt að
áhugi væri á að tengja starf
V etraríþróttamiðstöðvarinnar
skólastarfi í bænum. Þar beinist
áhugi manna að framhaldskólun-
um, Verkmenntaskólanum sér-
staklega, sem er með íþróttabraut
og getur lagt sitt af mörkum til
að efla skíðaíþróttina með sama
hætti og gert er í öðrum löndum.
Björn nefndi Noreg í því sam-
bandi, þar sem keppnismenn hafa
notið þess að sameina nám og
skíðaíþróttina, á þann veg að góð-
ur árangur hefur náðst. „Undir-
búningur er þegar hafinn, Vetrar-
íþróttamiðstöðin vinnur að málinu
og hefur sett sig í samband við
Verkmenntaskólann og ég á von
á það skili árangri."
Akveðin stöðnun rofin
Jakob Björnsson bæjarstjóri
sagði að þótt ýmislegt hafi verið
gert í gegnum árin sé með þessu
samkomulagi rofin ákveðin stöðn-
un í uppbyggingu og endurbótum
íþróttamannvirkja í bænum. Jakob
sagðist líta svo á að þetta tíma-
bil, 1998-2002 væri fyrsti áfang-
inn, verkefnalistinn væri langur
og af nógu væri að taka í framtíð-
inni.
Árangur innan skamms
„Þegar taiað er um vetrar-
íþróttir á Akureyri er mönnum
jafnan tíðrætt um Skíðastaði í
Hlíðarfjalli en menn horfa einnig
til annarra þátta. Og ég hef þá
trú að þessi samningur muni hafa
það í för með sér að mjög fljót-
lega verði hægt að sýna árangur
varðandi skautaíþróttina," sagði
Jakob.
Þórarinn E. Sveinsson, formað-
ur stjórnar Vetraríþróttamið-
stöðvar íslands, segir að nú þegar
fjármagn hefur verið tryggt, þurfi
stjórnin að setjast niður að for-
gangsraða verkefnum. Hann seg-
ir að stjórnin hafi rætt mikið um
þann möguleika að virkja fram-
haldsskólanna. „í því sambandi
mætti hugsa sér að koma á sam-
starfi við skóla í nágrannalöndun-
um, sem bjóða nemendum uppá
að sameina námið með skíða-
íþróttinni.“
Þórarinn segir horft til þess að
gera samning við Skautafélag
Akureyrar um að ráðast í að
byggja yfir skautasvellið. Einnig
sé fyrirhugað að laga skíðabrekk-
urnar í Hlíðarfjalli í áföngum á
næstu árum.
Innbrot í bíla
UNGUR piltur var handtekinn
aðfaranótt laugardags en lögreglu
var tilkynnt að hann væri að brjót-
ast inn í mannlausar bifreiðar á
Brekkunni.
Við yfirheyrslur hjá rann-
sóknardeild lögreglunnar viður-
kenndi hann að hafa ásamt öðrum
pilti farið inn í fjölda bíla í hverf-
inu fyrr í vetur.
Alls upplýstust 17 innbrot í bíla,
skemmdarverk og þjófnaðir úr
þeim sumum, en litlu var stolið.
Aðallega var rótað í bílunum og
óverulegar skemmdir unnar á
sumum þeirra.
Cbtóhátu) SÁÁ-N
verður haldin í húsi aldraðra föstudaginn
28. febrúar 1997.
Fjölbreytt skemmtidagskrá
m.a. Ellismellir frá Dalvík með nýja dagskrá.
Veislustjóri verður Óðinn Svan Geirsson (bakari og
Bylgjumaður). Þórarinn Tyrfingsson flytur ávarp.
Júlíus Guðmundsson og Gunnar Tryggvason ásamt
aðstoðarfólki leika fyrir dansi.
Húsið opnað kl. 19.30. Borðhald hefst stundvíslega kl. 20.00.
Tryggið ykkur miða fyrir fimmtudaginn
27. febrúar, í fyrra var uppselt.
MulapanLuw í »íma 461 3644. Vexð miða fot. 2.8CC.
Skemmtinefnd SÁÁ-N.
Morgunblaðið/Kristján
Bókamarkaður
BÓKAMARKAÐUR hefur verið
opnaður í Kaupvangsstræti 1 á
Akureyri, en það er bókaverslun-
in Möppudýrið sem að honum
stendur.
Á markaðnum er úrval bóka,
m.a. ævisagna, fræðibóka, skáld-
sagna og barnabóka. Þá er þar
einnig að finna myndbönd með
fjölbreyttu efni, m.a. óperur,
barnamyndir og margskonar
fræðsluefni.