Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Viðskiptajöfnuður versn-
ar um 12,5 milljarða kr.
Gjaldeyrisforði Seðlabankansjókstum 10
milljarða króna vegna fjármagnsinnstreymis
Greiðslujöfnuður við útlönd 1995 og 1996
Upphæðir í milljörðum kr. Tölur 1996 em bráðabirgðatölur 4. ársfjórðungur 1995 1996 Janúar-desember 1995 1996
Útflutningur vöru og þjónustu 40,7 46,0 160,0 175,2
Innflutningur vöru og þjónustu 40,1 48,7 144,7 173,6
Þáttatekjur og framlög, nettó -1,7 -1,1 -11,9 -10,7
Viðskiptajöfnuður -1.7 -3,8 3,4 -9,1
Vöruskiptajöfnuður 1,8 -0,8 13,4 1,8
Þjónustujöfnuður -1,2 -1,9 1,9 -0,2
Þáttatekjur, nettó -1,5 -1,1 -11,6 -10,3
Rekstrarframlög -0,2 0 -0,4 -0,5
Fjármagnsbreytingar á forða 3,2 11,7 2,0 16,8
Bein fjárfesting -0,1 -0,2 -0,1 -0,4
Verðbréfaviðskipti -0,7 -0,1 -3,7 -1,6
Annað fjármagn 4,0 12,0 5,9 18,7
Gjaldeyrisforði 0 -7,3 -0,2 -10,1
(skekkjur og vantalið, nettó) -2,0 -0,6 -5,1 2,6
HALLINN á viðskiptunum við út-
lönd var 9,1 milljarður króna á
árinu 1996 sem eru mikil umskipti
frá árinu áður þegar afgangur
varð á viðskiptunum við útlönd sem
nam 3,4 milljörðum króna. Hins
vegar styrktist gjaldeyrisstaðan
þar sem gjaldeyrisforði Seðlabank-
ans jókst um 10 milljarða króna
vegna 17 milljarða króna fjár-
magnsinnstreymis. Þá lækkuðu
erlendar skuldir, það er löng lán
og skammtímaskuldir að frádregn-
um erlendum eignum, lítilsháttar
að raungildi á síðasta ári. Þær
námu 228 milljörðum króna um
síðustu áramót samanborið við 227
milljarða króna í árslok 1995.
í samræmi við spár
Bráðabirgðatölur sýna að hall-
inn á viðskiptum við útlönd var
3,8 milljarðar króna á síðasta árs-
fjórðungi 1996 samanborið við 1,1
milljarðs króna halla á sama tíma-
bili árið áður. Mikið innstreymi
fjármagns frá útlöndum bætti
gjaldeyrisforða Seðlabankans um
7,2 milljarða króna á þessu tíma-
bili og nam hann 31 milljarði króna
í árslok.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, sagði að þessi
halli væri í fullu samræmi við það
sem spár hefðu gert ráð fyrir. Að
vísu gerði útflutningur á einni far-
þegaflugvél það að verkum að jöfn-
uðurinn varð hagstæðari en annars
hefði orðið. Þetta væri talsvert
mikill halli og undirstrikaði hann
að það yrði áfram aðhald í þjóð-
arútgjöldum á næstu misserum.
Að hluta til skýrðist hallinn af fjár-
festingu vegna stækkunar álvers-
ins sem myndi auka afkastagetu
í framtíðinni, en að hluta til
skapaðist hallinn vegna gríðarmik-
illar aukningar neyslu og annarrar
íjárfestingar á síðasta ári.
„Þess vegna er auðvitað mjög
brýnt að aðhalds verði gætt í út-
gjöldum þjóðarbúsins á næstu
misserum." sagði Þórður.
Hann sagði að þessi halli á við-
skiptajöfnuði væri alls ekki óeðli-
legur í ljósi þess að bjartsýni ríkti
hér í efnahagsmálum, kaupmáttur
hefði aukist töluvert og atvinnulíf
tekið við sér með auknum fjárfest-
ingum. „Það er nauðsynlegt að
hafa einnig hugfast að erlendar
skuldir aukast á ný. Þótt hallinn
tengist að hluta til fjárfestingum
er skuldastaða okkar þannig að
það er rétt að fara með gát,“ sagði
Þórður ennfremur.
Hann bætti því við að það væri
nauðsynlegt að koma í veg fyrir
að það yrði framhald á þessari
þróun í átt til vaxandi halla.
Hagnaður Skinna-
iðnaðar 13% meiri
milljónir samanborið við 68 milljónir árið áður
SKINNAIÐNAÐUR HF
Úr reikningum 1996 og 1995
Jan.-des. Jan.-des.
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting
Rekstrartekjur 967,2 835,5 15,8%
Rekstrargjöld 810,7 864,3 18,5%
Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og skatta 104,6 100,4 4,2%
Fjármagnsliðir -28,5 -31,7 -10,1%
Skattar 27,0 32,2 -16,2%
Hagnaður tímabilsins 77,6 68,2 13,7%
Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/12 '96 31/12 '95 Breyting
I Eiqnir: \ Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals 663,2 204,1 633,4 4,7% 191,8 6,4%
867,3 825,1 5,1%
I Skuldir oq eiffið fé: | Skammtímaskuldir 404,9 437,9 -7,5%
Langtímaskuldir 127,1 135,1 -5,9%
Eigið fé 335,2 252,2 32,9%
Skuldir og eigið fé samtals 867,3 825,1 5,1%
Kennitölur 1996 1995
Eiginfjárhlutfail 38,65% 30,60% 26,3%
Veltufjárhlutfall 1,64 1,45 13,2%
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 103,1 88,9 16,0%
Fargjöld
Lufthansa
úrskurðuð
ofhá
Berlín. Reuter.
RANNSÓKN þýzkrar stofnunar,
sem berst gegn myndun auð-
hringa, sýnir að fargjöld þýzka
flugfélagsins Lufthansa AG á leið-
inni milli Frankfurt og Berlínar eru
of há.
Lufthansa hyggst reyna að fá
dómstóla til að hnekkja úrskurðin-
um.
Stofnunin benti Lufthansa á í
síðasta mánuði að fargjöldin væru
of há og veitti félaginu mánaðar
frest til að svara.
Opinber talsmaður sagði að
samkvæmt úrskurðinum gæti
Lufthansa ákveðið 10 marka hærri
fargjöld milli Berlínar og Frank-
furst aðra leiðina en milli
Miinchenar og Berlínar. Þar stend-
ur Lufthansa frammi fyrir harðri
samkeppni frá Deutsche BA, sem
British Airways á 49% hlut í.
Lufthansa hefur varið fargjöld
sín á þeirri forsendu að þau sú
nauðsynleg til að mæta kostnaði.
Miði fram og til baka frá Frank-
furt til Berlínar er um 160 mörkum
dyrari en á leiðinni Berlín-Múnch-
en.
Verkfallshótun
A sama tíma er að ljúka at-
kvæðagreiðslu um verkfallsheimild
meðal flugmanna og flugþjóna
Lufthansa, sem krefjast hærri
launa en í boði eru og samning til
eins árs. Tveggja daga viðvörunar-
verkföll í nóvember og desember
kostuðu félagið 32 milljónir marka.
Lufthansa er fúst að samþykkja
launahækkun, sem samsvarar ein-
um þriðja mánaðarlauna, og 1,7%
launahækkun 1998 auk nokkurs
kaupauka í reiðufé og hlutabréfum.
Félagið reynir að lækka kostnað
um 20% til að mæta vaxandi sam-
keppni. Það íhugar að hætta flugi
á leiðinni Berlín-Frankfurt og
fínna samstarfsaðila til að sjá um
þá þjónuastu.
Hagnaðurinn tæpar 78
SKINNAIÐNAÐUR hf. á Akureyri
skilaði tæplega 77,6 milljóna króna
hagnaði árið 1996, þegar tekið
hefur verið tillit til afskrifta, fjár-
magnsliða og skatta, eða sem nem-
ur rúmum 8% af veltu félagsins.
Er þetta 13,7% aukning frá árinu
1995 þegar hagnaðurinn nam 68,2
milljónum króna.
í frétt frá Skinnaiðnaði kemur
fram að heildarvelta félagsins nam
rúmum 967,2 milljónum króna og
jókst um 131,7 milljónir króna á
milli ára. Rekstrargjöld námu
810,7 milljónum króna og jukust
um 126,4 milljónir króna.
Að sögn Bjarna Jónassonar,
framkvæmdastjóra Skinnaiðnaðar,
eru meginástæðurnar fyrir tekju-
aukningunni þær að meira magn
var selt á árinu 1996 en árið á
undan, auk þess sem ívið hærra
verð hefur fengist fyrir framleiðsl-
una. „Framleiðsla Skinnaiðnaðar
fer að aðallega til Ítalíu, Kóreu,
Bretlands og Skandinavíu. Um
10% af framleiðslu félagsins er
unnið úr erlendu hráefni sem við
flytjum meðal annars frá ná-
grannalöndunum og Ástralíu auk
fleiri landa. Á undanfömum árum
hefur eftirspurn erlendra fata-
framleiðenda aukist eftir skinnum
frá okkur en við seljum í sáralitlu
mæli á innanlandsmarkað.“
Að sögn Bjarna er unnið að
endurnýjun véla og tækja hjá fyr-
irtækinu til þess að gera það bet-
ur í stakk búið að geta sinnt auk-
inni framleiðslu og sölu á erlenda
markaði.
Brúttótekjur af útflutningi
námu tæpum 1.030 milljónum
króna og er það í fyrsta skipti í
sögu félagsins sem það flytur út
vörur fyrir meira en milljarð á einu
ári. Horfur fyrir yfírstandandi ár
eru góðar og útlit fyrir áframhald-
andi hagnað af rekstrinum.
Hlutafé Skinnaiðnaðar í árslok
1996 var rúmar 70,7 milljónir
króna og voru hlutahafar 255 tals-
ins. Þeirra stærstur er Samvinnu-
lífeyrissjóðurinn með 16,49%
hlutafjár en aðrir hluthafar eiga
minna en 10% hver.
Heimild til
hlutafjáraukningar
Bjarni segir að heimild sé fyrir
að auka hlutafé félagsins í 100
milljónir en engar ákvarðanir liggi
fyrir hvort sú heimild verði nýtt.
Á árinu 1996 störfuðu að meðal-
tali 147 starfsmenn hjá félaginu
og námu launagreiðslur samtals
236,2 milljónum króna.
Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf.
verður haldinn á Hótel KEA á
Akureyri þriðjudaginn 11. mars
nk. klukkan 16.30. Stjórn félagsins
hefur ákveðið að leggja fram til-
lögu til aðalfundar að greiddur
verði 10% arður til hluthafa vegna
ársins.
BAkann
að fórna
aðstöðu
London. Reuter.
FLUGFÉLAGIÐ British
Airways íhugar að afsala sér
leyfum til flugtaks og lendinga
á Heathrow flugvelli til að
tryggja að bandalagið við
American Airlines verði sam-
þykkt að sögn vikublaðsins
Observer.
Flugfélagið hefur sagt að
það muni því aðeins fórna að-
stöðu sinni að það fái sann-
gjarnt verð frá öðrum flugfé-
lögum. BA gæti haft rúmlega
300 milljónir punda upp úr
krafsinu.
Observer segir hins vegar
að ráðamenn BA viðurkenni í
einkasamtölum að félagið
kunni að neyðast til að afsala
sér aðstöðu sinni án þess að
fá nokkuð fyrir snúð sinn til
að friða evrópsk samkeppnis-
yfirvöld.
Talsmaður BA sagði að fé-
lagið væri enn vongott um að
bandalagið gæti orðið að veru-
leika.
BA segir að þótt félagið
hafi yfír að ráða 20 af hund-
raði leyfa til flugtaks og lend-
inga á Heathrow flugvelli sé
hlutdeild annarra flugfélaga
meiri í heimalöndum þeirra.
Brezka ríkisstjórnin sagði í
desember að hún væri því ekki
mótfallin að BA seldi öðrum
félögum 168 leyfi til lendinga
og flugtaks til að fullnægja
skilyrðum um samruna.
Síðan Karl van Miert, sam-
keppnisstjóri Evrópu, hóf
rannsókn á fyrirhuguðu
bandalagi í fyrra hefur hann
lýst sig andvígan því að BA
hagnist á því að fórna aðstöðu
sinni á Heathrow.
Ekki er búizt við að banda-
rísk stjórnvöld samþykki
samrunann fyrr en í maí.
Lífræn vara
vinsæl
MIKILL uppgangur er í líf-
rænni ræktun í Danmörku og
á þessu ári munu um 600
bændur skipta yfír í hana á
móti 150 í fyrra. Skiptist hóp-
urinn til helminga milli mjólk-
ur- og garðyrkjubænda.
Bændur í lífrænni ræktun
framleiða nú um 13% af allri
mjólk í landinu og það er langt
í frá, að þeir geti annað eftir-
spurn. Fyrir ári töldu forstjór-
ar dönsku mjólkurbúanna, að
þá stefndi í offramleiðslu á
þessari mjólk en reyndin hefur
verið allt önnur. Vegna þess
eru hugmyndir uppi um að
mjólkursamlögin hvetji og
styrki bændur til að fara út í
lífræna ræktun en ekkert hef-
ur j)ó verið ákveðið í því efni.
I garðyrkjunni er líka góður
gangur að þessu leyti þótt
hann sé ekki sá sami og í
mjólkinni.
10% minni
hagnaður
Norsk Hydro
Ósló. Rcutcr.
NORSK Hydro ASA, stærsta
fyrirtæki Noregs, segir að
rekstrarhagnaður þess 1996
hafí minnkað um 10% vegna
verulega minni hagnaðar af
léttum málmum og olíuvörum.
Hydro segir að rekstrartekj-
ur olíu- og gasdeildar hafi
aukizt verulega á árinu, en
afkoma landbúnaðardeildar
hafí verið heldur lakari en árið
á undan.