Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 23 ySTUTT Morðsam- særi afhjúpað PALESTÍNSKA lögreglan hefur afhjúpað samsæri um að myrða Yasser Arafat og fleiri palestínska embættis- menn, að sögn samstarfs- manns hans, Mahmuds Abbas. Hann kveðst sjálfur vera á lista yfir menn sem róttækir Palestínumenn hyggist ráða af dögum. Listinn hafi fundist á tveimur vopnuðum Palest- ínumönnum, sem voru hand- teknir í vikunni sem leið. Carl Bildt á sjúkrahúsi SÆNSKI stjórnmálamaðurinn Carl Bildt, sem hefur stjórnað uppbyggingunni í Bosníu, var fluttur á sjúkrahús í Stokkhólmi á laugardag vegna veiru- sýkingar eft- ir að hafa hnigið niður heima hjá sér. Bildt, sem er 47 ára, þjáðist af höf- uðverkjum, var máttfarinn og átti erfitt með að tala. Hann var enn á sjúkrahúsinu í gær en læknar hans sögðu veikind- in ekki alvarleg. Rauði kross- inn hafnar hervernd CORNELIO Sommaruga, for- seti Alþjóðaráðs Rauða kross- ins, sagði í gær að ráðið hefði hafnað þeirri hugmynd að starfsmenn þess störfuðu und- ir hervernd á átakasvæðum. Hugmyndin kom fram eftir að sex starfsmenn þess voru myrtir í Tsjetsjníju í desember og þrír í Búrúndí í júní. Somm- aruga sagði að starfsmenn ráðsins gætu ekki notið her- verndar þar sem þeir yrðu að gæta fyllsta hlutleysis til að geta hjálpað öllum fórn- arlömbum stríðsátaka. Tudjman boð- ar framboð FRANJO Tudjman, forseti Króatíu, tilkynnti um helgina að hann hygðist gefa kost á sér í forsetakosningum síðar á árinu þrátt fyrir fréttir um að hann sé haldinn krabbameini í maga. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær kosningarnar verða, en króatískir fjölmiðlar segja að kosið verði í júní. KfeOQDÖS) Það má æfa sig með ýmsu móti Ganga, hlaupa, synda, fara í þolfimi, pallapuð, I tækjasal, vaxtarmótun eða út að hjóla. ERLEIMT Madeleine Albright í Peking Kína opni markaði sína Peking. Reuter. MADELEINE Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði eftir við- ræður við háttsetta kínverska ráða- menn í Peking í gær, að hún hefði greint þeim frá því hve nauðsynlegt væri að Kína opnaði heimamarkað sinn fyrir erlendum fyrirtækjum. Al- bright lýsti ánægju sinni með að ekki skyldi hafa verið hætt við heimsókn hennar eftir andlát Dengs Xiao- Pings. Hún var í gær viðstödd útför leiðtogans fýrrverandi og átti viðræð- ur við Jiang Zemin, forseta Kína, Li Peng forsætisráðherra og Qian Qich- en, utanríkisráðherra. Hún sagði fréttamönnum jafn- framt frá því, að hún hefði náð sam- komulagi við kínverska ráðamenn um að sérfræðingafundur um eyð- ingu gjöreyðingarvopna yrði haldinn í Peking um miðjan marzmánuð. Staðan í mannréttindamálum Kína sagði Albright hins vegar því miður vera óbreytta. Reuter JIANG Zemin, forseti Kína, heilsar Madeleine Albright við upphaf viðræðna hennar við kínverska ráðamenn. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar á eftirtöldum gjöldum: Staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og með 12. tímabili með eindaga 15. janúar 1997 og virðisaukaskatti til og með 48. tímabili með eindaga 5. febrúar 1997 og öðrum gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. febrúar sl. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðis- aukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyni tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eft- irlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignar- skattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála- gjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddur barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxt- um og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimp- ilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 25. febrúar 1997. Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Olafsfirði Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheiinta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum Safnaóu 5 hollráóum og þú færó 1000 kr. afslátt af þriggja mánaóa kortum i Mætti og Gatorade brusa og duft frá Sól hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.