Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hlátur og
hlátur
LEIKUST
Frcyvangslcikhúsið
MEÐ VÍFIÐ í LÚKUNUM
eftir Ray Cooney í þýðingu Arna
Ibsens. Leikstjóri: Hákon Waage.
Leikendur: Stefán Guðlaugsson,
Valþór Brynjarsson, Helga Agústs-
dóttii-, Elísabet Friðriksdóttir, Frið-
rik Stefánsson, Garðar Björgvinsson,
Olafui' Theodórsson, Kristján Jónas-
son. Lýsing: Jónas Gunnarsson,
Hljóð: Bergur Þ. Benjamínsson
Sviðsmynd: Ki-istján Jónasson o.fl.,
Búningar: Sigrún R. Haraldsdóttir
og Anna Haraldsdóttir. Frumsýning
í Freyvangi í EyjaQarðarsveit
21. febrúar 1997.
ÞAÐ er fallegt á kyrru vetrar-
kvöldi í snævilögðum Eyjafírðinum.
Ljós í mannabyggð glóa eins og
perlur á festingu meðfram hlíðunum
og snjórinn magnar kyrrðina og
skerpir skugga af húsum og hæðar-
drögum. Eg stend fyrir framan
Freyvang og óska þess að geta tek-
ið þessa kyrrð með mér heim. Hún
er ekki til í Reykjavík. Þar búa tug-
þúsundir manna sem hafa gleymt
því að svona kyrrð er til. Og hafí
þeir einhvern pata af henni halda
þeir að henni fylgi fábreytni. En því
fer fjarri. Ég geng inn í hlýjuna í
félagsheimilinu og innan skamms
er ég farinn að orga af hlátri. Þeir
kunna nefnilega að skemmta sér
og öðrum á þessum slóðum. Með
vífið í lúkunum er eitt af þessum
drepfyndnu „stykkjum" sem löng
hefð er fyrir í breskri leikritun. Hér
er allt í svo miklum misgripum að
maður furðar sig hvernig meira má
verða, og einmitt þá verður meira.
Leigubílstjóri einn í London á tvær
eiginkonur og býr með báðum,
hvorri í sínu hverfínu. Lögreglan
kemst á snoðir um að ekki sé allt
með felldu í einkalífí þessa manns,
og þá fyrst verður ljandinn laus.
Þeir sem lítið þeklq'a til halda að
það sé lítill vandi að framreiða
fyndni. Þeir sem hafa vit þar á segja
að það sé grafalvarlegt mál. Víst
er, að það er mikil vinna og ekki
þýðir að kasta til þess höndunum.
Það hafa þeir í Freyvangsleikhúsinu
ekki gert, heldur fengið til sín Há-
kon Waage, margreyndan leikhús-
mann sem kann tökin á tækninni
og hefur að þessu sinni hjálpað leik-
hópnum til að setja á svið leikrit
þar sem einmitt það gengur upp að
vera fyndinn. Leikararnir eru vel
æfðir og koma, einn sem allir, frá
sér texta sem er umfram allt skýr.
Það er ekki svo lítill vandi þegar til
þess er horft að sumir verða óða-
mála mjög þegar allt fer í hnút á
sviðinu.
Mest mæðir á Stefáni Guðlaugs-
syni sem leigubílstjóranum kven-
holla. Hann stendur sig vel, og nær
að skapa mann sem veður ekki í
vitinu, en vill samt öllum vel í ein-
feldni sinni. Konur hans tv_ær eru
ágætlegar í meðferð Helgu Ágústs-
dóttur og Elísabetar Friðriksdóttur.
Einkum er gervi Elísabetar eftir-
tektarvert og ögrandi. I mínu ung-
dæmi voru svona stelpur kallaðar
gálur fyrir það eitt að vera karlvin-
samlegar og leyna því ekki. Valþór
Brynjarsson fer líka vel með sitt en
þarf að lifa sig aðeins betur inn í
hlutverkið eins og Ólafur Theodórs-
son sem annar lögreglumaðurinn.
En Garðar Björgvinsson og Friðrik
Stefánsson ná báðir að skapa hlægi-
legar persónur á sviði með hæfilega
ýktum tilburðum og töktum.
Þó er á þessari sýningu mest um
vert að það tekst að ná upp góðu
flæði þar sem hver hundakúnstin
og álappalegur misskilningurinn
rekur annan svo að áhorfandinn
hættir að vera meðvitaður um að
hann sé að horfa á leikrit en einfald-
lega skellihlær. Að það skuli hafa
tekist ber vott um þá reisn að skapa
sjálfur sína íjölbreytni i tilverunni
en láta ekki aðra skammta sér hlut-
ina, mikla vinnu og markvissa leik-
stjórn.
Guðbrandur Gíslason
EYFIRÐINGAR og aðkomufólk uppi á sviði í Freyvangsleikhúsinu: Þarna gengur svo vel að allt er í hönk.
Gaman og alvara
TÓNLIST
Ilafnarborg
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Guðrún Jónsdóttir og Olafur
Vignir Albertsson flutt söngva eftir
Karl O. Runólfsson, Atla Heimi
Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson,
Mozart, Verdi og Donizetti.
Sunnudagurinn 23. febrúar, 1997.
ÞAÐ er ávallt vandamál fyrir
söngvara að velja sér viðfangsefni,
ekki aðeins vegna raddarinnar,
heldur einnig vegna stíls verkanna
og er þá ýmist, hvað á saman og
með hvaða hætti fjölbreytnin kem-
ur ekki fram í of sterkum andstæð-
um. Efnisskrá Guðrúnar var tví-
skipt, íslensk lög og óperuaríur,
en auk þess var innri skipaninni
skipt á milli gamans og alvöru.
Fjögur fyrstu lögin eru eftir
Karl 0. Runólfsson, Viltu fá minn
vin að sjá, _ Hrafninn, sem bæði
Guðrún og Ólafur fluttu mjög vel,
grínlagið Spjallað við spóa og Síð-
asti dansinn, hressilegt lag, sem
Guðrún söng ágætlega. Næst á
efnisskránni voru Gamansöngvar
eftir Atla Heimi Sveinsson, glæsi-
lega unnar tónsmíðar, sem Guðrún
flutti ágætlega, en þó verður það
að segjast eins og er, að þessi
ágætu lög henta ekki alls kostar
rödd hennar. Ólafur Vignir var
hins vegar í essinu sínu, enda er
píanóundirleikurinn hjá Atla sér-
lega skemmtilegur og á köflum
smellinn.
Eftir Hjálmar H. Ragnarsson
söng Guðrún þijú lög úr Pétri
Gaut og „yfirlýsinguna" við kvæði
Magneu Matthíasdóttur. Söngur
Sólveigar og Vögguvísa Sólveigar
voru fallega flutt en val hennar á
íslensku viðfangsefnunum átti ekki
sem best við rödd hennar. Þetta
kom vel fram í seinni hluta efnis-
skrár, sérstaklega í söngverkum
Verdis og Donizettis, því þar
blómstraði rödd hennar. Fyrstu
lögin voru tvær aríur greifynjunn-
ar, Porgi amor og Dove sono, úr
Brúðkaupinu eftir Mozart. Ékki
var undirritaður sáttur við flutning
Guðrúnar á Mozart, en það brá til
betri tíðar í aríu Violettu, Addio
del Passato, úr La traviata eftir
Verdi, sem var sérlega vel sungin
og af djúpri tilfinningu. Saper vorr-
este, úr Grímudansleiknum, var
hressilega flutt og síðasta söng-
verkið, aría Maríu (Par le rang),
úr Dóttur herdeildarinnar eftir
Donizetti, var mjög vel sungin.
Rödd Guðrúnar á auðheyrilega
best heima í verkum sem liggja á
hærra sviði raddarinnar, enda
blómstraði rödd hennar í þremur
síðustu aríunum og einnig í auka-
laginu, II Bacio eftir Arditi, sem
var mjög vel sungið.
Samleikur Ólafs Vignis var sér-
lega góður og var leikur hans í
íslensku lögunum mjög vel mótað-
ur, t.d. í lögum Atla og lögunum
úr Pétri Gaut eftir Hjálmar.
Efnisskráin hjá Guðrúnu var
nær gamanseminni en alvörunni
en þrátt fyrir eðlislægt glaðlyndi
er ekki að vita nema að alvarleg
viðfangsefni hentuðu henni ekki
síður, því andstæðurnar geta
magnað upp sterka túlkun, eins
og þegar þegar gleðin umturnast
í andstæðu sína. Hvað sem þessu
líður, þá er það víst, að Guðrún
er vaxandi söngkona, sem vel má
vona að veljist til stórra verkefna í
framtíðinni.
Jón Ásgeirsson
BÆKUR
Fr æ ð í r i t
ÁFANGI Á EVRÓPUFÖR
Evrópskt efnahagssvæði og íslensk
stjómmál eftir Olaf Stephensen.
Háskólaútgáfan, 1996,200 bls.
ÞAÐ er fátt mikilvægara í stjórn-
málum samtímans í Evrópu en að
skilja innviði og markmið Evrópu-
bandalagasins. Bandalagið er orðið
öflugasta stofnun álfunnar, hvort
sem mönnum líkar það betur eða
verr. Þeir sem taka þátt í stjórnmál-
um eða hugsa um þau eiga engan
kost annan en taka þetta bandalag
til rækilegrar skoðunar til að reyna
að átta sig á hvernig hagsmunir
ríkja og stofnana liggja í nútíð og
nánustu framtíð.
Það er mikil tízka, sérstaklega á
Bretlandseyjum, að geipa endalaust
um þetta bandalag. I brezkum fjöl-
miðlum eru nú flestir sótraftar á sjó
dregnir til að draga fram ókosti
þessarar stofnunar. En það er
ástæða til að benda ýmsum í þessu
landi sem taka mark á brezkum
blöðum til dæmis á að það er al-
mennt samkomulag meðal yfir-
gnæfandi meirihluta þeirra sem
málið varðar í brezku valdakerfi um
að Bretland eigi að vera hluti af
EB. Þegar kvartað er hæst um af-
skipti EB af hinum smæstu atriðum
er oftar en ekki við brezkt embætt-
ismannakerfi að sakast en það sem
er í Briissel. Brezkir embættismenn
hafa nefnilega mjög gaman af
reglugerðum og þrefalda gjarnan
reglugerðir sem koma frá EB og
síðan er Briissel kennt um allt sam-
an. Brezkir fjölmiðlar blása síðan
málið upp og fólk um víða veröld
er farið að trúa því að EB sé kæf-
Islenzk stjórnmál
í evrópsku samhengi
andi regluveldisfrumskógur sem
ógnarher óvígra embættismanna sér
um að þvinga upp á hvern þann sem
streitist á móti. Þetta er fjarri öllu
lagi. Embættismannaveldið í
Brússel er álíka og tvær borgar-
stjórnir í stórborgum á Bretlands-
eyjum og reglurnar eru að öllu jöfnu
komnar til af því að einstaklingar,
hagsmunahópar, stofnanir, fyrir-
tæki eða aðrir telja hag af þeim.
Auðvitað hafa verið gerð mistök í
EB, auðvitað er ýmislegt sem kemur
manni einkennilega fyrir sjónir en
það dregur ekki úr aðalatriðinu: EB
er til að auðvelda samskipti einstakl-
inga, fyrirtækja og stofnana í álf-
unni og binda ríki hennar föstum
böndum til að koma í veg fyrir vopn-
uð átök þeirra í milli. Ég veit fátt
þarfara nú á tímum og kannski á
öllum tímum.
í íslenzkum stjórnmálum hefur
EB verið umdeilt og í raun ekkert
við því að segja. En það mun koma
að því að við þurfum að sækja um
aðild að þessu bandalagi og það er
allt í lagi að menn byiji nú þegar
að velta fyrir sér hagsmunum Is-
lands í því sambandi. Þá er gagn-
legt að huga að nýlegri sögu og
hvernig tekizt var á um aðild að
Evrópsku efnahagssvæði. Olafur
Stephensen, stjórnmálafræðingur
og blaðamaður á þessu blaði, hefur
skrifað afar gagnlega bók um þessa
nýliðnu atburði. Bókin er prýdd
ýmsum höfuðkostum
bóka af þessu tæi: hún
er skýr og skipuleg,
efnið er vel afmarkað
og höfundur virðist
hafa skoðað öll þau
gögn sem málið varða.
Hann er sanngjarn í
dómum sínum þegar
hann lætur þá í ljósi
en er hlutlægur í frá-
sögn sinni og er ekkert
að dylja óþægilegar
staðreyndir eða leggja
á þær ofuráherzlu.
Bókin skiptist í
tvennt. í fyrri hlutanum
er greint frá aðdrag-
andanum að EES-
samningnum og samningaviðræðun-
um og þeim fyrirvörum sem Island
gerði. Niðurstaða höfundar er að
Island hafi náð fram flestum fyrir-
vörum sem það hafí gert í samning-
unum. Hann notar nokkurt lúm í
að ræða hvort íslendingar hafí geng-
izt undir yfirþjóðlegt vald í þessum
samningum, fjallar um fullveldishug-
takið og rekur skilning manna á því
bæði í stjómmálafræði og lögfræði.
Hann segir síðan frá greinargerðum
íslenzkra lögfræðinga um þetta efni
og lýkur greinargerðinni með því að
segja að sjónarmið þeirra sem töldu
að ekki væri um fullveldisafsal að
ræða hefðu orðið ofan á á Alþingi.
Þetta er allt satt og rétt, en ég held
raunar að þetta mál eitt
verðskuldi ítarlega
rannsókn því að at-
kvæðagreiðsla á Al-
þingi er enginn loka-
dómur í álitaefni af
þessari gerð.
Síðari hluti bókar-
innar greinir frá af-
stöðu hvers stjórn-
málaflokks til málsins.
Hann fer skipulega yfir
þau gögn sem liggja
fyrir um afstöðu flokk-
anna, skoðar það sem
fulltrúar þeirra sögðu á
Alþingi og í fjölmiðlum
og leitast við að álykta
í ljósi þess um rök og
efnisatriði hjá hverjum þeirra fyrir
sig. Það virðast allir flokkar hafa
óþægilegar staðreyndir í lestinni
þegar þessi saga er rifjuð upp nema
Alþýðuflokkurinn. Fyrmm formanni
Alþýðubandalagsins virðist hafa
legið nokkuð á að ná samningnum
miðað við skoðanir annarra forystu-
manna þess flokks. Fyrrum formað-
ur Framsóknarflokksins virðist hafa
unnið að samningum án þess að
gera sér grein fyrir hvað hann var
að gera, ef túlkað er með hæfilegri
ósanngirni. Forysta Sjálfstæðis-
flokksins gleymdi stefnumörkuninni
um tvíhliða viðræður þegar kom að
því að afgreiða samninginn.
Kvennalistinn virtist enn vera að
Ólafur
Stephensen
heyja sjálfstæðisbaráttu síðustu ald-
ar og vera á móti helztu valdastofn-
unum nútímasamfélags með þeirri
undantekningu að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir var ekki mótfallin EES-
samningnum sem slíkum en felldi
sig ekki við nokkur efnisatriði hans
og útilokaði ekki aðild að EB. Helzta
skýringin á því að Alþýðuflokkurinn
var samstæðari í þessu máli en aðr-
ir flokkar var náttúrlega sú að hann
var í stjórn allan tímann sem málið
var unnið og formaður hans var
utanríkisráðherra.
Það er mikill fengur að jafn vand-
aðri frásögn og þessari af þessu
mikilvægasta hagsmunamáli íslend-
inga síðan útfærslu landhelginnar
lauk. Hún upplýsir alla sem áhuga
hafa og ætti að gera þá gagnrýnni
á orð og gerðir stjórnmálamanna.
Hún gæti líka þjónað því hlutverki
að minna stjórnmálamenn á hvað
þeir hafa sagt og fengið þá til að
taka mark á sjálfum sér. Þegar
gerðir eru samningar á borð við
EES-samninginn er verið að taka
ákvarðanir sem varða hag hvers
einasta íslendings. Þess vegna ber
öllum almenningi og stjórnmála-
mönnum að beita skynsemi sinni til
hins ýtrasta og leitast við að vera
samkvæmir sjálfum sér við mat á
efnisatriðum slíks máls.
Þessi samningur er enn að koma
til framkvæmda og ýmis atriði í því
efni umdeild. En það er komið að
því að fara að huga að eðlilegu fram-
haldi hans.
Ég sá engar prentvillur í bók-
inni. í henni er bæði heimildaskrá
og atriðisorðaskrá sem er mikill
kostur. En bókin er prentuð á frem-
ur slæman pappír sem er á nokkrum
stöðum til lýta og myndir koma
afleitlega út í prentun.
Guðmundur H. Frímannsson