Morgunblaðið - 25.02.1997, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 25.02.1997, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR „RÍKISSTJÓRNIN mun á kjör- tímabilinu beita sér fyrir því að stofnunum og þjónustu á vegum ríkisins verði komið fyrir utan höf- uðborgarsvæðisins eftir því sem hagkvæmt þykir.“ - Úr stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra segir að ákvörðun sín um að flytja starfsemi Landmæl- inga íslands frá Reykjavík til Akra- ness um áramótin 1998-1999 byggi á þessari stefnumörkun ríkisstjórn- arinnar. Hann segir jafnframt að ákvörðun sín sé „pólitísk" og hefur á þeim forsendum ekki fært frekari rök fyrir ákvörðun sinni. Ráðherr- ann sagði í viðtali við DV 4. júlí 1996 að „staðurinn hefði verið val- inn í tíð fyrirrennara síns, en hvað hefði legið að baki ákvörðunar hans vissi hann ekki, en hann hefði ákveðið að halda sig við hana engu að síður“. Stjórnviska er góður kostur í fari stjórnmálamanna! Staðreyndin er nefnilega sú að engin efnisleg rök eru fyrir því að flytja starfsemi Landmælinga ís- lands til Akraness. í öllum gögnum og fréttum af málinu kemur ekkert það fram sem mælir með flutningn- um. Ekki einu sinni í stjórnarsátt- málanum, þvi þar er kveðið á um flutning stofnana „eftir því sem hagkvæmt þykir“. Engar upplýs- ingar hafa komið fram sem benda til að hagkvæmt sé að flytja Land- mælingar frá Reykjavík. Þvert á móti hefur verið sýnt fram á að flutningur Landmæl- inga íslands frá Reykjavík er óhag- kvæmur á allan hátt: Kostnaður við flutn- inginn verður umtals- verður, meðal annars verður húsaleiga meiri þegar upp er staðið, eða a.m.k. 16,5 millj- ónir á 10 ára tímabili, skv. úttekt Fram- kvæmdasýslu ríkisins. Umhverfisráðuneytið reiknar með að kostn- aður við flutninginn verði 16-20 milljónir. Þá er miðað við að allir starfsmenn haldi áfram störfum hjá stofnun- inni. Hætti hins vegar allir nema for- stjórinn má gera ráð fyrir að bið- launakostnaður verði 15-20 milljón- ir króna. Einnig er viðurkennt að sértekjur stofnunarinnar muni minnka. Ekki er ólíklegt að minnk- unin verði um 40% á fimm ára tíma- bili - eða um 110 milljónir króna. Þá segir reynslan frá Svíþjóð og Noregi að starfsmannakostnaður muni hækka um 15-20% - eða um 120 milljónir á fimm árum. Þetta þýðir að heildarkostnaðurinn er kominn í 260-270 milljónir á fimm árum. Hvar felst hagkvæmnin í því? Mikill meirihluti (82,5%) almenn- ings er andvígur flutn- ingi Landmælinga frá Reykjavík. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem Félagsvísinda- stofnun HÍ gerði í fyr- rasumar. Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt flutningi ef staðsetning á lands- byggðinni yrði til að auka á kostnaðinn við starfsemina. Aðeins 10% þeirra sem af- stöðu tóku kváðust hlynntir slíkum flutn- ingi opinberra stofn- ana. Nær tveir þriðju kváðust andvígir flutn- ingi væri það gegn eindregnum vilja starfsfólks. Fram hefur komið að starfsfólk Landmælinga hefur allar Vilja starfsmanna, segir Kristmundur Hannes- son, er aðeins sýnd lít- ilsvirðing. götur lagst mjög gegn flutningi stofnunarinnar frá höfuðborginni, jafnt stjómendur sem almennir starfsmenn. Fulltrúar starfsmanna ítrekuðu síðast í Málstofu BSRB 6. nóvember sl. að enginn þeirra myndi fara með stofnuninni til Akraness, að forstjóranum undan- skildum. Felst hagkvæmnin í að losa sig við starfsmennina? Um kostnaðinn við flutning Landmælinga til Akraness sagði umhverfisráðherra í viðtali við Bylgjuna 8. júlí sl.: „Það sem við höfum skoðað núna í þessari athug- un minni og er það óháð því sem út af fyrir sig var búið að skoða áður, er það að við gerum ráð fyrir því að leigja húsnæðið, sem um er að ræða að stofnuninni standi til boða, og innréttað af húseiganda samkvæmt þörfum stofnunarinnar og þá .verður auðvitað ekki um stofnkostnað að ræða heldur kemur slíkt auðvitað fram í leigusamn- ingi.“ í Morgunblaðinu 6. júlí sagði ráðherrann: „Ég geri mér grein fyrir að flutningur stofnunar kostar mikla fjármuni en í þessu tilviki er ijármunum varið til að dreifa opin- berri þjónustu og fullnægja þeim viðhorfum sem hafa verið mjög ríkj- andi að ekki sé nauðsynlegt að all- ar opinberar stofnanir séu á höfuð- borgarsvæðinu." Lái nú hver sem vill starfsmönn- um Landmælinga fyrir að eiga erf- itt með að skilja í hveiju „hag- kvæmnissjónarmið" ráðherra ligg- ur. Hugsanleg sala á markaðs- og söludeildinni til einkaaðila mun engu breyta um þetta atriði, enda hefur komið fram í úttektum Fram- kvæmdasýslu ríkisins að sértekjur stofnunarinnar muni minnka um- talsvert við flutninginn, svo ekki sé talað um ef markaðs- og sölu- deildin verður seld. Það þýðir ein- faldlega að frekari þörf verður fyr- ir framlög úr ríkissjóði eða skatt- peninga almennings. í úttekt Framkvæmdasýslu frá júní 1994 segir ennfremur: „Önnur mesta tekjulind stofnunarinnar er sala loftmynda. í flestum tilvikum gerist það á þann hátt að viðskipta- vinurinn kemur til stofnunarinnar og skoðar fyrirliggjandi gögn með sérfræðingum áður en ákvörðun um kaup eni tekin. Ef stofnunin flyst á Akranes verður um óhag- ræði og kostnaðaraukningu að ræða fyrir meirihluta viðskipta- vina.“ Hvar er hagkvæmnin í því? Mannasiðir? Hjá Landmælingum starfa ná- lægt 30 manns. Fjölskyldur þeirra telja um 100 manns til viðbótar. Allir búa á höfuðborgarsvæðinu, flestir í eigin húsnæði. Flutningur vinnustaðarins mun því augljós- lega hafa umtalsverð áhrif á hag og stöðu þessa fólks. Laganefnd BHM hefur komist að þeirri niður- stöðu að ráðherra hafi til þess heimild í lögum að flytja stofnun- ina, „enda verði sýnt fram á að það þjóni þeim tilgangi að gera stofnuninni betur kleift að sinna verkefnum sínum,“ eins og segir í áliti laganefndar. Það er vitaskuld fjarri lagi að flutningur Landmælinga frá Reykjavík þjóni þeim tilgangi. Það viðurkenna allir - ráðherrann einn- ig- Framkoma umhverfisráðherra í garð starfsmanna Landmælinga Islands í tengslum við þetta mál hefði mátt vera önnur, svo ekki sé meira sagt. Á blaðamannafundi í júlí, þar sem ákvörðun um flutning- inn var tilkynnt, sagði ráðherra að „ráðuneytið muni koma til með að ræða þessi mál nánar bæði við ein- staklinga og stéttarfélög þeirra," eins og Morgunblaðið hefur eftir ráðherranum. Því er skemmst frá að segja að engar slíkar viðræður hafa farið fram. Vilja starfsmanna, áhyggjum þeirra og óskum er að- eins sýnd fyrirlitning. Kannski felst hagkvæmnin í því. Höfundur er starfsmaður Landmælinga íslands. Hagkvæmni um- hverfisráðherra Kristmundur Hannesson werzalitr í glugga SÓLBEKKIR Þola fyrirliggjandi vatn PP &CO SENDUM í PÓSTKRÖFU fc>. ÞORGRÍMSSON &CO Ármúla 29 • Reykjavík • Slmi 553 8640 Amerískar fléttimottur. Cl' Mörkinni 3, s. 568 7477. VIRKA FERMINGARMYNDIR Nú fer hver aö veröa síöastur BARNA ^FJÖISKYIDII LJÓSMYNDIR Síjjni 588-7644 Armúla 38 Tökum fiskínn okkar áður en kvótanum er spilað ót á hlutabréfamörkuðum SAMKVÆMT lögum er fiskur- inn í íslandsmiðum eign þjóðarinn- ar. Hinsvegar hefur ríkisstjórnin stundað það að bitla þessari sam- eiginlegu eign okkar fáeinum út- völdum einstaklingum og fyrir- tækjum. Þróunin stefnir nú í þá átt að blómlegra virðist fyrir út- gerðarmenn að selja kvótann á hlutabréfamörkuðum í stað þess að stunda heiðarlegar fiskveiðar. Kaupþing og aðrir spilasalir bankanna bíða nú í ofvæni eftir umboði til að höndla með hlutabréf Samheija hf. til þeirra sem betur standa í íslensku þjóðlífi og þess tækifæris að mjólka lífeyrissjóði almúgans um nokkra milljarða gegn hlutdeild í þessu „óskabarni" þjóðarinnar. Um leið og almúganum bjóðast bréf Samheija á uppsprengdu verði sem grundvallast á verðlagningu fiskanna í sjónum, munu örfáar fjöl- skyldur hagnast um fleiri milljarða á einni nóttu á kostnað þjóðarinn- ar. Enda verður það sögulegur við- burður þegar átta milljarðar veiðast á þurru landi úr vösum þjóðarinnar D6ENO B4 CBWvllCA f ->V si SlórliöfJla 17 við GulUnbrú, sínU 567 4844 í skiptum fyrir fáein hlutabréf upp á sextíu og fimm milljónir króna að nafnverði. Þessa svikamyllu er búið að undirbúa vel. Bubbi Kóngur tróð þeim ólögum í gegn á Alþingi að festa kvót- ann við skipin og síðan var það einfalt mál að skiptast á pappírum til að ná skipum eins og Guðbjörginni frá ísafírði í spilaleikinn og geta selt þjóðinni kvótann í hlutabréfa- formi. Galdrakarlinn í Oz hefði ekki getað gert betur þótt hann hefði klætt fiskana í sjónum gulli og gersemum ög boð- ið til útsölumarkaðar. Slíkar svikamyllur sem byggjást á misnotkun stjómvalda á lýðræð- inu og fáránlegum ólögum frá Al- þingi, ætti þjóðin strax að lýsa ómerkar og koma þannig í veg fyrir stórkostlegt arðrán sem getur haft geigvænlegar afleiðingar fyrir lífsafkomu almennings í framtíð- inni. Oft hefur verið minni ástæða en þetta til að þjóðin taki til sinna ráða og lýsi frati á slíkan yfirgang kolkrabbans. í stað þess að þiggja ölmusu frá nunnunum í Kalkútta sem hér eru mættar til að hjálpa fátækum, væri nær fyrir þjóðina að taka sig saman og sigla eins og tuttugu togurum í landhelgina og ná í fisk- inn sinn í sjónum með heiðarlegum fiskveiðum. Landa þessum fiski síðan í frystihúsunum okkar og auka verð- mætin enn frekar með því að fullvinna aflann í neytendaumbúðir hérlendis. Það er alveg fáran- legt eftir að tolla- múrar hafa verið afn- umdir að íslendingar séu enn að senda óunninn afla í íslensk- ar verksmiðjur í Bret- landi og Bandaríkjun- um þar sem sífellt fleiri hundruðum manna er veitt atvinna við að fullvinna fisk- inn okkar meðan hérlendis ríkir atvinnuleysi. Stofna á eignarhalds- fyrírtækið Samtak hf., segir Ástþór Magnús- son, og gefa lands- mönnum hlutabréfin. Það er tími til kominn að stemma stigu við þessari þróun. Ef við tök- um höndum saman og gefum ólög- unum langt nef munum við kannski ná fram réttlæti og hrista kolkrabb- ann fram úr skúmaskotinu. Hann skal ekki lengur spýta bleki sínu í augu almennings eða festa sog- kraft sinn í atvinnuvegi á íslandi því þjóðin er óðum að átta sig. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera ef við tökum til okkar eigin ráða? Astþór Magnússon Eiga þessir þrír dallar landhelgis- gæslunnar að stöðva fiskveiðar tuttugu skipa sem gerð eru út með þátttöku þúsunda íslendinga, hinna réttmætu eigenda auðlindar- innar, til að veiða fisk úr sameigin- legri auðlind þjóðarinnar? Víst er að ef íslenskir útgerðarmenn eru ekki tilbúnir í slíkar aðgerðir verð- ur það hægðarleikur að ná í leigu- skip á góðum kjörum á alþjóðleg- um mörkuðum til að veiða í okkar blómlegu fiskimiðum. Ef við getum ekki náð fram rétt- látri tekjuskiptingu í þessu þjóðfé- lagi með því að kurteislega benda á misfellumar, þá gæti það verið heillavænlegast fyrir þessa þjóð að taka ráðin í eigin hendur og tryggja hag sinn áður en kolkrabb- inn gerir okkur að öreigum. Miðað við áætlað hlutabréfa- verðmæti Samheija á hver ein- staklingur á íslandi kröfu á hluta- bréfi í fiskimiðunum upp á nálægt kr. 500.000,-. Hver meðalfjöl- skylda á þarna ávísun upp á um tvær milljónir króna. Ef einhvers- staðar á að selja slík bréf á það að gerast með félagi sem öll þjóðin er hluthafi að, og seljast á alþjóð- legum hlutabréfamörkuðum þann- ig að spilagróðinn skili sér i beinum gjaldeyri í vasa þjóðarinnar. Eins og þeir vita sem til þekkja, er það hægðarleikur að selja ýmsa flokka hlutabréfa og hafa þannig áfram- haldandi stjóm á viðkomandi félagi og skiptingu arðsins. Hér með er þeirri hugmynd komið á framfæri að stofnað verði nú þegar eignarhaldsfyrirtækið Samtak hf. og allri þjóðinni gefin hlutabréfin í fyrirtækinu. Fiskveið- ikvótinn verði eign þessa nýja fyr- irtækis og útgerðinni svo og öðrum sem áhuga hafa boðin þátttaka með hlutafjárkaupum eða sam- vinnu um heiðarlegar fiskveiðar þar sem réttmætir eigendur auð- lindarinnar njóta arðsins. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.