Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 1
\ 88 SÍÐUR B/C 50. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hitnar undir Netanyahu Kærur sagðar vofa yfir háttsettum mönnum í ríkisstjórninni Jerúsalem. Reuter. RÍKISSAKSÓKNARI í Israel reyndi í gær að stemma stigu við fréttum, sem lekið hefur verið í fjölmiðla í landinu að undanförnu, um að rann- sókn lögreglu á spillingu í ríkis- stjórninni muni sennilega lykta með því að háttsettir menn í stjórninni verði sóttir til saka. Fregnir þessar ýttu undir vanga- veltur um að stjórn Benjamins Net- anyahus forsætisráðherra mundi falla vegna skipunar Ronis Bar-Ons i embætti dómsmálaráðherra. „Það er of snemmt að tala um að gefnar verði út kærur,“ sagði í yfirlýsingu frá Ednu Arbei ríkissak- sóknara og Elyakim Rubenstein, núverandi dómsmálaráðherra. í öllum fjölmiðlum í ísrael voru í gær fréttir um að Tsahi Hanegbi dómsmálaráðherra, Aryeh Deri, leið- togi Shas-flokksins, og Avigdor Lie- berman, aðstoðarmaður Netan- yahus, yrðu kærðir vegna málsins. Sumir ráðherrar í stjórn Netanya- hus hafa sagt að hún muni falla reynist fótur fyrir ásökununum. „Ég hef sagt það áður að nái þetta til forustunnar ... verður að senda stjórnina heim,“ sagði Avigdor Ka- halani, ráðherra öryggismála. í oddaaðstöðu Bar-On er í Likud-flokki Netanya- hus og sagði af sér ráðherradómi eftir tæpan sólarhring vegna ásak- ana um vanhæfni. Síðan hafa hins vegar komið fram ásakanir um að skipan hans í embætti hafi verið sakhæfur verknaður og Deri, sem er í oddaaðstöðu fyrir stjórnina og hefur átt í málaferlum undanfarin þrjú ár vegna spillingarkæru, hafi knúið stjórnina til að setja Bar-On í embættið til að sleppa sjálfur við málareksturinn. Reuter BEN Chapman, nýkjörinn þingmaður fyrir Wirral South, og John Prescott, aðstoðarleiðtogi Verka- mannaflokksins, fögnuðu sigrinum í gær með því að aka um kjördæmið á sérstökum sigurvagni. Úrslitin í Wirral South áfall fyrir breska íhaldsflokkinn Norðmenn finna lítið af stórþorski MIKLU minna hefur fundist af stór- „Við finnum minna af stórum um þorski í Barentshafi en fiskifræð- þorski en við áttum von á og það ingar áttu von á en ekki er ljóst er engu líkara en hann hverfi fyrr hvað veldur. Láta menn sér helst til úr stofninum en veiðiskýrslur segja hugar koma, að veiðin hafi verið "tii um. Það getur bent til, að um sé meiri og kannski verulega meiri en að ræða verulegar veiðar, sem hvergi fram kemur í veiðiskýrslum. koma frarn," sagði Tore Jakobsen, Norska Fiskeríbladet skýrði frá einn norsku fiskifræðinganna. þessu í fyrradag en um þessar Ljóst er, að sjávarhiti fer lækk- mundir er að ljúka leiðangri tveggja andi í Barentshafi og sagði Jakob- norskra hafrannsóknaskipa í Bar- sen, að það væri kannski ágætt með entshafi. Mikil óvissa ríkir þó um Smuguveiðarnar í huga en annars niðurstöðurnar því að Rússar leyfðu slæmt fyrir þorskstofninn. Vegna ekki rannsóknir innan sinnar lög- þess væri e.t.v. ekki að vænta stórra sögu. árganga á næstunni. Major viðurkennir líkleg sljórnarskipti London. Reuter. „SNÚIST kjósendum ekki hugur er ljóst, að ríkisstjórn Verkamanna- flokksins mun taka við að þingkosn- ingum loknum," sagði John Major, forsætisráðherra Bretlands, í gær um úrslit aukakosninganna í Wirral South á Englandi á fimmtudag. íhaldsflokkurinn vann góðan sig- ur í Wirral South 1992 en nú sner- ust úrslitin við og var frambjóðandi Verkamannaflokksins, Ben Chap- man, kjörinn með 53% atkvæða. Ér þessi útkoma í dæmigerðu millistétt- arkjördæmi talin sýna, að Tony Bla- ir hafi tekist að koma til skila mynd- inni, sem hann hefur dregið upp af hinum „nýja Verkamannaflokki“. Fylgisaukning Verkamanna- flokksins var 17% frá kosningunum 1992 en miðað við þær þarf hann aðeins að bæta við sig 4,2% á lands- vísu til að sigra í þingkosningunum í vor. Blair skoraði í gær á Major að ákveða kjördaginn strax og sagði, að úrslitin í Wirral South væru póli- tísk uppreisn gegn Ihaldsflokknum. „Skærunum" lokið Þótt Major viðurkenndi, að úrslitin boðuðu ekkert gott fyrir ríkisstjórn- ina, bar hann sig samt vel og sagði, að nú væri „smáskærunum" lokið. Boðaði hann harða kosningabaráttu og fullyrti, að Verkamannaflokkur- inn væri þegar farinn að leggja á ráðin um skattahækkanir. Mannljón í jarð- skjálftum Dubai. Reutcr. AÐ MINNSTA kosti eitt hundrað manns týndi lífi og á þriðja hundr- að slasaðist í hörðum jarðskjálfta í Norðvestur-íran í gær. Að sögn íranska sjónvarpsins mældist styrkur jarðskjálftans 5,5 og olli mestu tjóni í borginni Arda- bil og bænum Meshkinshahr. Nokkurt tjón varð einnig í nálæg- um héruðum en þau liggja að Azerbajdzhan. Jarðskjálfti varð einnig við borgina Sandanaj í Vestur-íran á sama tíma en ekki voru fréttir um manntjón þar eða skemmdir á mannvirkjum. í Pakistan létust um 50 manns í öflugum skjálfta í Balúkistan- héraði og var hann líklega 7,3 stig á Richter-kvarða. Reuter Óttafullir sparifjáreigendur SÁ kvittur komst á kreik í Búdapest í Ungverjalandi í gær, að Postabank, þriðji stærsti banki landsins, ætti í miklum erfiðleikum og skipti þá engum togum, að fólk flykktist að til að taka út fé sitt. Yfirvöld bankamála og ungverska fjármálaráðuneytið lýstu yfir í gær, að Postabank væri stöndugur banki og gáfu í skyn, að um hefði verið að ræða samsæri gegn honum af hálfu stjórnarandstæðinga og keppinautanna. Hér eru áhyggjufullir sparifjáreigend- ur fyrir utan eitt útibúið í Búdapest. Ottast aldamóta- hrun í tölvum London. Reuter. LAG AFRUMV ARP um að breska stjómin tryggi strax, að ekki komi til stórkostlegs „tölvuhruns" um aldamótin var svæft á breska þinginu í gær. Samkvæmt frumvarpinu hefðu fyrirtæki og stofnanir verið skylduð til að meta og skýra frá hvernig þau hygðust aðlaga tölvukerfið nýjum tíma eftir 31. desember 1999 en margir sérfræðingar segja, að þá geti átt sér stað það, sem þeir kalla „tölvuhrun árþús- undsins". Flest tölvukerfi eru miðuð við 20. öldina og ártalið er táknað með tveimur síðustu tölunum, t.d. 97, og um alda- mótin tæki því aftur við alda- mótaárið 1900. Gæti þetta haft mjög alvarleg áhrif fyrir stór kerfi. Það var einn þingmanna íhaldsflokksins, David Atkin- son, sem flutti frumvarpið með stuðningi ýmissa fyrirtækja, en samflokksmaður hans, Ian Ta- ylor, aðstoðarviðskipta- og iðn- aðarráðherra, mælti gegn því vegna þess kostnaðar, sem hann sagði það mundu hafa fyrir fyrirtækin. Atkinson sagði, að mörg stór- fyrirtæki væru með mikinn við- búnað vegna aldamótanna og nefndi, að bandaríski fjárfest- ingarbankinn Morgan Stanley ætlaði að verja sex milljörðum ísl. kr. vegna þessa máls og ráða 200 manns til að annast það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.