Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 23 ERLENT Borís Jeltsín gagnrýnir eigin ríkisstjórn 1 útvarpsávarpi Segir fjárlögin ekkiraunhæf BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gagnrýndi eigin ríkisstjórn harðlega í útvarpsávarpi sem hann hélt í gær. Sakaði hann stjórnina um að hafa látið „slæm ijárlög“ frá sér fara, og gaf í skyn að hann kynni að sjá sig knúinn til að taka stjórn ríkisfjármálanna í eigin hendur. í ávarpinu lýsti Jeltsín efasemdum um að fjárlög ársins 1997 væru raunhæf, en þrátt fyrir efasemdirnar hefði hann staðfest þau til að koma í veg fyrir uppnám í stjórnmálum landsins. Hann lét hins vegar lítið uppi um hugmyndir um uppstokkun á ríkisstjórninni, sem búizt er við að gerðar verði í næstu viku. Hann forðaðist beina gagnrýni á Viktor Tsjernomyrdín forsætisráð- herra, en sumir rússneskir flölmiðlar spá því að honum verði vikið úr embætti. Á fimmtudag í næstu viku mun Jeltsín flytja árlega stefnuræðu sína í þinginu. Þess er vænzt, að í ræðunni muni forsetinn tilkynna breytingar á ríkisstjórninni. Jeltsín staðfesti þá stefnu sína að leggja niður herskyldu. „Rússland mun eignast atvinnumannaher ... Aðeins þetta mun gera okkur kleift að viðhalda varnarmætti hersins og kjarnorkufælingu á 21. öldinni,“ sagði forsetinn. Hyggst afnema dauðarefsinu Jeltsín steig í gær stórt skref í átt afnáms dauðarefsingar. Hann fyrirskipaði utanríkisráðuneytinu að undirrita þá grein alþjóðamannrétt- indasáttmálans, sem kveður á um bann við dauðarefsingu. 500 manns, sem hafa verið dæmdir til dauða, sitja nú í rússneskum fangelsum. Þeir geta ekki átt von á að þeim dómi verði breytt fyrr en rússneska þingið hefur breytt gildandi lögum um dauðarefsingu. Kína Tilræðis- menn teknir Peking. Reuter. KÍNVERSKA lögreglan hefur handtekið nokkra menn vegna þriggja sprengjutilræða í strætis- vögnum í borginni Urumqi sem urðu að minnsta kosti fjórum mönnum að bana á þriðjudag. Engin hreyfing hefur lýst tilræð- unum á hendur sér, en talið er að múslimskir aðskilnaðarsinnar hafi verið að verki. Auk þeirra sem biðu bana særð- ust rúmlega 60 manns þegar þrjár sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í strætisvögnunum sama dag og efnt var til minningar- athafnar í Peking um Deng Xiaop- ing, fyrrverandi leiðtoga Kína. Til- ræðin vörpuðu skugga á athöfnina og komu sér illa fyrir valdhafanna, sem hafa lagt áherslu á að eining ríki í landinu eftir andlát Dengs. Sérfræðingar i málefnum Kína sögðu að ólgan í Xinjiang væri ekki fyrirboði þess að Kína liðaðist í sundur líkt og Sovétríkin og gamla Júgóslavía. Þeir telja hins vegar lík- legt að aðskilnaðarsinnarnir haldi tilræðunum áfram og kínverska stjómin beiti hörku til að bijóta þá á bak aftur. Annar ráðherra deyr í Norður-Kóreu Seoul. Reuter. Bandaríkin Utlendingum bannað að kaupa byssur? Washington. Reuter. FYRSTI aðstoðarvarnarmálaráð- herra Norður-Kóreu, Kim Kwang-jin, er látinn af völdum „ólæknandi" sjúkdóms, að því er ríkisfjölmiðlar landsins skýrðu frá í gær. Stjórn- málaskýrendur sögðu andlátið flýta fyrir endurnýjun í her landsins þar sem Kim var næðstæðsti yfirmaður hans. Fyrir viku lést yfirmaður Kims, Choe Kwang varnarmálaráðherra, af völdum hjartveiki. Kim, sem var 69 ára, átti sæti í miðstjórn Kommúnistaflokks Norð- ur-Kóreu, og er einn nokkurra liðs- manna gamla valdakjarna flokksins sem dáið hafa undanfarnar vikur og taldir voru einarðir stuðningsmenn Kims Jong-il, ókrýnds leiðtoga lands- ins. Þá var forsætisráðherra landsins settur af á dögunum og einn helsti hugmyndafræðingur stjómarinnar, Hwang Jang-yop, leitaði hælis í sendiráði Suður-Kóreu í Peking. Stjómmálaskýrendur segja að ein skýringin á því hversu hægfara þró- unin í Norður-Kóreu hafi verið sé skortur á endurnýjun í æðstu röðum hersins, þar sem gamli valdakjarninn hefði hreiðrað um sig. Þessi kjami hefði í upphafi tryggt Kim Jong-il völd en síðan snúist gegn honum í þeirri viðleitni hans að ijúfa einangr- un landsins og koma á eðlilegu sam- bandi við Bandaríkin. Kjarnorku- úrgangur fluttur LEST þriggja sérbúinna vörubif- reiða, sem flytja kjarnorkuúr- gang áleiðis til varanlegrar geymslu í Gorleben austan Hannover, aka undir lögreglu- vernd hjá kjarnorkuverinu við Neckarwestheim hjá Stuttgart í gær. Um 100 kjamorkuandstæð- ingar voru handteknir er þeir reyndu að stöðva flutningana. Kjarnorkuúrgangi frá kjarnorku- verum í S-Þýzkalandi og Frakk- landi var safnað saman á járn- brautarvagna í gær. Gert er ráð fyrir að 30.000 lögreglumenn og landamæraverðir sinni örygg- isgæzlu með flutningunum. OLDUNGADEILD Bandaríkja- þings hefur fengið til afgreiðslu framvarp um bann við því að er- lendum ferðamönnum verði seld skotvopn. Tveir þingmenn demókrata, Edward Kennedy og Richard Durbin, lögðu frumvarpið fram í kjölfar skotárásarinnar í Empire State-byggingunni í New York á sunnudag. Palestínumaðurinn Ali Abu Kamal varð þá dönskum ferðamanni að bana og særði sex til viðbótar áður en hann svipti sig lífi. Kamal kom til Bandaríkjanna aðfangadag jóla og notaði hótel- kvittun sem sönnun fyrir því að hann dveldi á Flórida til að fá skil- ríki, sem hann notaði síðan til að kaupa morðvopnið í byssuverslun. Reynt var að kanna sakaskrá hans áður en hann keypti byssuna en þar sem hann var nýkominn til Bandaríkjanna fundust engar upplýsingar um hann. Hans van den Broek vísar hótunum Grikkja á bug Neitunarvaldi ekki beitt Morgunblaðið. Brussel. Reuter HANS van den Broek (t.h.), sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórn ESB, hefur í heimsókn sinni á Kýpur undanfarna daga rætt hugsanlega ESB-aðild við þarlenda ráðamenn. Hér brosir hann breitt á fundi með Glafcos Clerides, forseta eyríkis- ins (fyrir miðju), og utanríkisráðherranum Alecos Michaelides. HANS van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, vísaði í gær á bug þeiri hótun Grikkja að beita neitunarvaldi gegn hugsanlegri aðild Kýpur að Evrópusambandinu, ef hún á einnig að ná til hins tyrkneska hluta eyjarinnar. Eins og fram hef- ur komið settu Grikkir fram þessa hótun í kjöl- far fundar Evr- ópusambandsins með fulltrúum Kýpur í Brussel sl. þriðjudag, þar sem sambandið sagðist reiðubúið að semja við bæði þjóðarbrot eyjarinnur um aðild. Á fundi sínum með samtökum ungra viðskiptamanna í tyrkneska hluta Kýpur í gær, sagði Van den Broek að slík aðild væri alfarið í höndum þjóðarbrotanna tveggja. Evrópusambandið hygðist standa við tilboð sitt um aðild Kýpur og ekki myndi koma til þess að einstakt aðildarríki myndi beita neitunarvaldi gegn henni. „Evrópusambandið er sjálfvilj- ugt samstarf ríkja. Þó okkur kunni að greina á við samstarfsríki okkar og veija sérhagsmuni okkar, stönd- um við að lokum saman þar sem við vitum að hagsmunum okkar er betur borgið með samvinnu en sundr- ungu,“ sagði hann. Van den Broek ítrekaði að Evr- ópusambandið myndi standa við að hefja aðildar- viðræður við Kýpur að lokinni ríkjarráðstefnu ESB, sem ráð- gert er að ljúki í júní. Sagði hann hugsanlega aðild Tyrklands að Evrópusambandinu óháða aðild tyrkneska hluta Kýpur. Sættir þjóðarbrotanna forsenda aðildar Van den Broek lagði ennfremur áherslu á þá afstöðu framkvæmda- stjórnarinnar að nauðsynlegt væri að ná einhvers konar samkomulagi milli þjóðarbrotanna tveggja áður en aðild Kýpur að ESB gæti orðið að raun- veruleika. Sagði hann Evrópusam- bandið styðja tilraunir Sameinuðu þjóðanna til að bæta samskipti tyrk- nesku og grísku þjóðarbrotanna á Kýpur og sagðist hann telja að mögu- leikinn á aðild eyjarinnar að ESB kynni að flýta fyrir samkomulagi þeirra á milli, þar sem bæði þjóðar- brot hefðu mikinn hag þar af. Auk efnahagslegs ávinnings sagði hann að aðild að Evrópusambandinu gæti ýtt undir frekari stöðugleika í sam- skiptum þjóðarbrotanna. „Það er undir báðum samfélög- unum á Kýpur komið að nýta sér þetta tækifæri til að þokast í átt að friðsamlegu pólitísku samkomu- lagi,“ sagði van den Broek. „Evrópu- sambandið er tilbúið að aðstoða þar sem aðstoð er velkomin. Af þeim samræðum sem ég hef átt hér í dag er ég sannfærður um að mikill meiri- hluti Kýpurbúa þráir samkomulag og vill taka réttmætt sæti sitt sem aðilar að Evrópusambandinu." NATO beiti sér til að koma á sáttum Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði eftir fund með grískum ráðamönnum í Aþenu í gær, að hann myndi reyna sitt ítrasta til að koma á sáttum milli Grikklands og Tyrklands áður en til leiðtogafundar bandalagsins kemur í júlí næstkomandi, og leggja þannig sitt af mörkum til að leysa Kýpurdeiluna. Bæði Tyrkland og Grikkland eru aðilar að NATO, en aðeins Grikkland að ESB. Nýjar tillög- ur um flota- niðurskurð Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins, ESB, reynir nú að ieysa þann hnút sem áætlanir um að skera niður fiskveiðiflota ESB- ríkjanna voru komnar í. í maí í fyrra kynnti Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjóminni, róttæka áætlun sem mið- aði að því að minnka afkastagetu fískveiðiflotans, svo ná mætti betri árangri í að vemda fiskistofna. Fiskveiðiþjóðir sambandins gagn- rýndu tillögur Bonino harkalega, og vegna andstöðu þeirra hefur áætlun- in fram að þessu ekki náð fram að ganga. En ef sjávarútvegsráðherrum ESB tekst ekki að komast að mála- miðlun á fundi sínum í Lúxemborg 15.-16. apríl nk. falla niður allir úr- eldingarstyrkir til útgerðarmanna. „Þetta er spuming um að taka því sem boðið er, eða fá ekkert," hafði Filippo di Robilant, talsmaður Bon- ino, eftir henni á fimmtudaginn. Nýju niðurskurðartillögurnar era þríþættar. Fyrst verður hveiju aðild- arlandi falið að smíða eigin áætlan- ir um flotaniðurskurð. Fram- kvæmdastjómin ætlar sér ekki að taka þátt í að semja þær lengur. Hins vegar ætlar hún sér stærra hlutverk í öðrum áfanganum, sem er eftirlit með framkvæmd úrelding- ar. í þriðja lagi er ætlunin að strangt eftirlit verði haft með endurnýjun flotans, þannig að komið verði í veg fyrir að afkastageta hans vaxi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.