Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 29 GEIMVERU- OG SKRíMSLAHLJÓÐ Leikið an snertingar FLESTIR kannast við lag Beach Boys „Good Vibrations" og þeir sem hafa tekið eftir hafa eflaust velt því fyrir sér hvaða hljóðfæri það er sem vælir svo sérkennilega í viðlaginu, eins og spilað sé á sög. Hljóðfærið kallast theremin, eftir uppfinn- ingamanninum Leon Ther- emin, og líklega eina hljóð- færi í heimi sem leikið er á án þess að snerta það. Leon Theremin kynnti fyrir Vladimír Lenín fyrir- rennara theremins 1922, en síðar fluttist hann til Bandaríkjanna og vakti þar gríðarlega at- hygli fyrir hijóðfæri sitt sem varð geysivin- sælt. Meðal annars má heyra theremin-hljóð í nánast öllum geimferða- og hryllingsmyndum fjórða og fimmta áratugarins. í lok fimmta áratugarins hvarf Leon Theremin sporiaust í New York og spurðist ekkert til hans fyrr en bandarískur blaðamaður hitti hann fyi'ir tilvilj- un í Moskvu á sjötta áratugnum, og kom í ljós að útsendarar rússneskra yfirvalda höfðu rænt Theremin og flutt til Sovétríkjanna á laun til að hanna og smíða njósnatól. Theremin komst um síðir til Bandaríkjanna aftur og seinni ár hafa hljóðfæri hans notið æ meiri vinsælda. Fyrstur til að nota theremin í dægurtónlist var bandaríski tónlistarmaðurinn Les Baxter, en hann og Martin Denny urðu frægir fyrir frumskógatóna sína og notuðu theremin ótæpilega. Aður er getið Beach Boys og nefna má Led Zeppelin og Portishead, sem einnig hafa notað theremin. Tveir íslenskir tónlistarmenn að minnsta kosti eiga ther- emin, annar þeirra er Ör- lygur Örlygsson, sem troðið hefur upp með það á tónleikum og í sjónvarpi og vakið mikla forvitni sem vonlegt er. Mikill Beach Bays aðdáandi____________ Örlygur Örlygsson seg- ist mikill Beach Boys að- dáandi og hafi hrifist af theremin í laginu Good Vibrations. „Mér fannst það svo flott í því lagi og í tveimur Beach Boys lögum öðnim að ég linnti ekki látum fyrr en ég komst að því hvar hægt væri að fá slíkt hljóðfæri og pantaði það frá Bandaríkjunum," segir Örlygur. Eitt fyrir- tæki vestan hafs framleiðir slík tæki og Örlyg- ur segir í sjálfu sér ekki mikið mál að komast í sambandi við framleiðandann, Big Briar, en forsvarsmaður þess er Robert Moog sem smíð- aði hljóðgervilinn sem ber nafn hans. „Tækið kom hingað til lands í pörtum og ég fékk kunn- ingja minn sem gerir við magnara til að setja það saman, því það var frekar flókið að innri gerð,“ segir Órlygur, en hann lék á það 1 fyrsta sinn í nóvember síðastliðnum. Ekki leið á löngu uns hann var farinn að leika á tækið, eft- ir vikuæfingar var hann kominn í hljóðver og tveimur vikum eftir að hann kveikti á theremin í fyrsta sinn lék hann á það á tónleikum í Rósenbergkjallaranum. Til er það hljóðfæri sem leikið er á án þess að snerta það. Það kall- asttheremin ogÁrni Matthíasson hitti að máli ungan tónlistar- mann, Örlyg Örlygs- son, sem helgað hefur sig theremin-leik. UPPFINNINGAMAÐURINN Leon Therem- in. Vinstri höndin stýrir hljóðstyrk, en sú hægri tónhæð. Fer eftir eyranu Örlygur segir að ólýsanlegt hafi verið að leika á hljoðfærið í fyrsta sinn og alltaf finnst honum jafngaman að leika á það, æfir sig á hverjum degi. Hann segir erfitt að ná tökum á því, mkilu erfiðara en til að mynda á gítar, en hann er í gítarnámi. „Það er ógerningur að ná hreinum tóni á tækið, það er innbyggð bjögun í það og til að ná nánast hreinum tóni þarf hönd- in að vera sem lóðuð föst, það má ekki koma minnsti titringur. Umhverfið skiptir líka miklu máli, það verður að vera gott pláss í kringum mig og engin hreyfing; það er miklu auðveldara að spila á gítar, þá veit maður alltaf hvað e og a er, á theremininu veit ég ekkert hvar hljóm- arnir eru, verð bara að fara eftir eyranu. Eg þyrfti að komast í læri hjá einhverjum klárum." Örlygur segir að þó hljómurinn sé sérkenni- legur sé hann takmarkaður að vissu leyti, en möguleikarnir óteljandi, því allskyns tæki má tengja við hljóðfærið og fá fram ólíka hljóma og hljóð. Örlygur er að smala saman í hljómsveit sem stendur, var í hljómsveit á síðasta ári og fór með þá sveit í hljóðver að taka upp með theremininu, en sem stendur væri hann að svipast um eftir meðleikurum í theremin-sveit. hhhhhhhhhHBHSHÍ ' ' ' , Wíj,. t',' ' ' ''. aaiiiipiiips ■ ínarbrauð kaffi • o Ostapylsa með kartöflusalati oa 0,5 Itr. ■Í!”l195kr. % m o Select ALLTAF FERSKT SHELLSTODIN VESTURLANDSVEGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.