Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Valgerður Ing- ólfsdóttir var fædd á Siglufirði 2. september 1947. Hún lést 24. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ingólfur Karls- son frá Karlaskála, Grindavík, d. 29.12. 1982, og Vigdís Magnúsdóttir frá Siglufirði. Systkini hennar eru þau Magnús Ingólfsson, kvæntur Bergljótu S. Steinarsdóttur, Guðrún, d. 9.4. 1957, Guðrún Jbára, gift David C. Bustion, Ágúst Þór, kvæntur Kristínu E. Pálsdótt- ur. Valgerður giftist Ólafi Sig- Vemdi þig engiar, elskan mín þá fógra augun lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill ert þú og engium þá of vel kann þig að lítast á. (Steingrímur Thorsteinsson) Elsku mamma, nú þegar leiðir okkar skilja í þessum heimi vil ég þakka þér fyrir allt það sem við áttum saman og fyrir allt það sem þú kenndir mér. Þú munt alltaf lifa í minningum mínum. Þín Vigdís. urpálssyni 6. júní 1971. Foreldrar hans eru Sigurpáll Aðalgeirsson _ og Erla Hjördis Ólafs- dóttir, d. 12.5. 1989. Böm Valgerðar og Ólafs em 1) Ingólf- ur Guðjónsson, f. 17.9. 1967, kvæntur Guðbjörgu Þóris- dóttur og eiga þau þrjú böm, Hönnu Rún, Valgerði og Ólaf Þór. 2) Erla Hjördís, f. 10.12. 1971, og 3) Vigdís Guðrún, f. 4.8.1973, unnusti hennar er Jón Þór Helgason. Valgerður verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Vala. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur, og komir ekki aftur. Við munum sakna þess að sjá ekki fallega brosið þitt og heyra rödd þína. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa okkur og gefa góð ráð þegar við þurftum á því að halda. Við minnumst góðra stunda við grillið hjá ykkur Óla þar sem mikil gleði og hlátur ríkti. Aníta Ósk, Valgerður, Ingólfur, Stéphanie og Davið Ingi missa góða frænku og vin sem vildi allt fyrir þau gera og þú hafðir alltaf tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með þeim þegar okkur skorti kraft og hug- myndaflug. Við þökkum þér fyrir allar yndis- legu samverustundimar sem urðu allt of fáar. Við elskum þig og biðj- um Guð að blessa þig. Elsku Óli, mamma, Ingólfur, Erla Hjördís, Vigdís Guðrún, Bogga og Jón Þór, Guð styrki ykkur og blessi í þessari miklu sorg. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér, en eg vil fá þér engla vörð, míns innsta hjarta bænagjörð: Guð leiði þig. (Matth. Joch.) Saknaðarkveðjur, Guðrún Bára, David, Ágúst, Kristín og börn. í fáum orðum vil ég minnast kærrar frænku minnar, Valgerðar eða Völu, eins og hún var gjarnan kölluð. Nú er hún látin langt um aldur fram. Eg lifi í Jesú nafni. í Jesú nafni eg dey. Þó heilsa og líf mér hafni, hræðist eg dauðann ei. Dauði, eg óttast eigi afl þitt né valdið gilt. í Kristí krafti eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr. Pét.) Elsku Vala mín. Þú varst ávallt svo góð og heil- steypt manneskja, yndisleg í alla staði. Við vomm systkinaböm og áttum því sömu ömmuna í Karl- skála í Grindavík. Við vomm líka fæddar sama árið og hittusmt oft þegar við vomm yngri, oftast í Grindavík, en þar bjóst þú alla þína tíð. Við áttum líka margar góðar stundir á okkar unglingsáram, ég man alltaf eftir okkur brosandi saman og síðast þegar við hitt- umst, var það líka svo. Við föðmuð- umst, hlógum og ég man hvað þú leist vel út, ég hafði orð á því og þú sagðist líka vera hætt að reykja. Við hlógum líka að því að nú á næsta ári ættum við stórafmæli. 50 ára varð ég þremur dögum áður en þú kvaddir, blóðtappinn fór af stað. Allar þær stundir sem við átt- um em mér mjög dýrmætar í minn- ingunni um þig. Að leiðarlokum kveð ég mína kæm frænku með þessum línum: Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykk- ar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Kveðja frá sonum mínum James og Helga Þór, einnig frá minni nánstu fjölskyldu. Elskulegi eiginmaður Óli, Vigga mín, Ingólfur, Erla Hjördís, Vigdís Guðrún, tengdadóttir og barnabörn Völu svo og systkini hennar og aðrir aðstandendur. Ég sendi ykkur innilegustu samúðarkveðjur og bið guð að styrkja ykkur öll í sorg ykk- ar. Við vonumst til að hitta hana aftur þegar að okkur kemur. Megi minningin um Völu vera lifandi og björt. Hvíl þú í friði, elsku frænka. Guðrún Pétursdóttir. í dag kveðjum við þig, elsku amma Vala. Það er erfítt fyrir okk- ur að skilja að við eigum ekki eftir að sjá þig aftur. Það var alltaf gam- an að fá að fara til þín og afa í Grindavík. Valgerður litla biður mikið um að fá að hringja í þig eins og hún var vön að gera og hún á erfítt með að skilja að hún geti ekki talað við þig aftur. Mamma segir okkur að þú sért hjá Guði og að nú líði þér vel. Þú stóðst þig eins og hetja í þessum veikindum og alltaf var VALGERÐUR INGÓLFSDÓTTIR --------------------------------------- < afí hjá þér. Við munum alltaf varð- 4 veita minninguna um þig og segja { Ólafi Þór frá þér því hann er of lít- ill til að muna þennan stutta tíma sem hann fékk með þér. Elsku amma, okkur þykir vænt um þig og við munurn aldrei gleyma þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við biðjum góðan Guð að styrkja afa á þessari stundu því missir hans ' er mikill. Góða ferð, elsku amma. | Guð geymi þig. ( Þín barnabörn, Hanna Rún, Valgerður og Ólafur Þór. Formáli minningar- ( greina ] ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formá- lanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. í i < Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalgötu 7, Stykkis- hólmi, þriðjudaginn 4. mars 1997 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Akrar, hluti, Breiðuvíkurhreppi, Snæfellsbæ, þingl. eig. Kristján Gunn- laugsson, Elín G. Gunnlaugsdóttir, Þorvaldur Gunnlaugsson og Ólína Gunnlaugsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og inn- heimtumaður ríkissjóðs. Bjarnarfoss, Staðarsveit, Snæfellsbæ, þingl. eig. Siguröur Vigfússon og Sigriður Gísladóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Hellisbraut 7, efri hæð, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sigurður Vigfússon og Sigríður Gísladóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Hótel Búðir, Staðarsveit, Snæfellsbæ, þingl. eig. Hótel Búðir hf., gerðarbeiðandi Ferðamálasjóður. Hraðfrystihús v/Reitarveg 12, Stykkishólmi, þingl. eig. Rækjunes ehf., gerðarbeiðendur Det Norske Veritas AS, Gjaldheimtan í Reykja- vík, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Tollstjóraskrifstofa. Hraunás 11, Snæfellsbæ, þingl. eig. Guðbjörg E. Þrastardóttir, Þröst- ur Kristófersson og Sigurbjörg Þráinsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður rikisins, Ingvar Helgason hf., innheimtumaður ríkissjóðs, Olíufélagið hf., Ríkisútvarpið og Vátryggingafélag (slands. hf. Ólafsbraut 38, efri hæð, Snæfellsbæ, þingl. eig. Katrín Ríkharðsdótt- ir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Sýslumaðurínn í Stykkishólmi, 28. febrúar 1997. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 12, 415 Boiungarvík, miðvikudaginn 5. mars 1997 kl. 15.00 á eftirfarandi eignum: Grundarhóll 3, þingl. eig. Ólafur Ingi Ólafsson, gerðarbeiðandi sýslu- maðurinn í Bolungarvík. Höfðastígur 6, e.h., þingl. eig. Jón Fr. Gunnarsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríksins, húsbréfadeild, og Byggingarsjóður ríkisins. Sýslumaðurínn í Bolungarvik, 28. febrúar 1997. Jónas Guðmundsson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 5. mars 1997 kl. 14.30. 'singar Þjóðólfsvegur 5, þingl. eig. Birna H. Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Bún- aðarbanki Islands, austurbær. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 28. febrúar 1997. Jónas Guðmundsson. Uppboð á bifreiðum verður haldið í dag, laugardaginn 1. mars, á Eldshöfða 4, Athafnasvæði Vöku hf., og hefst kl. 13.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík. S 0 L U «< Eftirtalinn búnaður úr Hótel- og veitingaskólanum er til sölu: Gashellur, rafmagnshellur, eldavél, drykkjar- og sælgætissjálfsali, ísskápur, stálhillur, stálborð, skrifborð, tölvuborð, skólaborð og stólar. Salan fer fram í kjallara Menntaskólans í Kópavogi laugardaginn 1. mars frá kl. 14.00-17.00. BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844, Bréfasimi 562-6739-Netfang: rikiskaup&rikiskaup.is RÍKISKAUP /KEFAS\ KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Gunnar Þorsteinsson predikar, Allir hjartanlega velkomnir. Hvitasunnukirkjan Fíladelfía Rokk '97, tónleikar unga fólks- ins í kvöld kl. 21.00. Ýmsir flytj- endur koma fram. Aðgangseyrir 500 kr. sem rennur til kaupa á nýju hljóðkerfi fyrir húsið. (•J I9i9i Hallveigarstíg 1 • simi 561 4330 Ferðakynning í Ráðhúsinu (tilefni af útkomu Ferðaáætlun- ar Útivistar verður haldin kynn- ing á ferðum félagsins fyrir árið 1997. Kynningin fer fram í Ráð- húsi Reykjavíkur laugardaginn 1. mars og mun standa yfir frá kl. 13.00 til 16.00. Kynningarbás- inn verður staðsettur í Tjarnar- salnum við stóra Íslandslíkaniö. Allir velkomnir. Dagsferðir 2. mars Kl. 10.30 Búrfellsgjá, Kaldársel. Létt ganga úr Heiðmörk um Valaból í Kaldársel. Kl. 10.30 Skíðaganga, Hellis- heiði, Innstidalur, Kolviðarhóll. netslóð: http://www.cpntrum.is/utivist Cranio Sacral-jöfnun Nám í 3. hl. 1. stig 14.-20. mars. Uppl. s. 564 1803 og 562 0450. FERDAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 2. mars 1) Kl. 10.30 Nesjavellir - Draugatjörn, skíðaganga (RS-2). Verð kr. 1.200. 2) Kl. 13.00 Óvissufjallganga og stutt skíðaganga. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Myndakvöld Snæfell - Lónsöræfi mánu- dagskvöldið 3. mars í Mörkinni 6 kl. 20.30. Ath. breytingu á sýningardegi. Inga Rósa Þórðardóttir frá Ferðafélagi fljótsdalshéraðs kynnir gönguleiðina frá Snæfelli til Lónsöræfa, myndir úr Víkum og vetrarmyndir. Feröafélag Islands. BJVHÁ’Í OPIÐ HÚS Laugardagskvöld kl. 20:30 Geoffrey Pettypiece talar um Bahá’u’lláh Kaffi veitingar. Álfabakka 12, 2. hœð sími 567 0344
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.