Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ > KRISTINN ÞORSTEINSSON + Kristinn Þor- steinsson fædd- ist í Litluvík við Borgarfjörð eystri 8. júní 1914. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra, Hulduhlíð á Eskifirði, 23. febr- úar síðastiiðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Magnúsdóttir frá Asgrímsstöðum, Hjaltastaðaþinghá, f. 24.12. 1893, d. 6.12. 1970, og Þor- steinn Magnússon frá Kjólsvík, bóndi í Litluvík, f. 16.10. 1878, d. 11.5. 1963. Kristinn var fjórði í röð tólf systkina. Þau eru í aldurs- röð: Magnús, f. 1910, látinn, Gunnþór, An- ton, Kristinn, látinn, yalborg, Jón, látinn, Ólafur, látinn, Anna, Þórhalla, Guðbjörg, Oddný og Ragnar, látinn. Eftirlifandi eigin- kona Kristins er Sveinbjörg Sveins- dóttir. Þeirra börn eru Sveinn, _ Ingi- björg, Skúli, Óskar, Helga, Sigfús, Þor- gerður og Þorbjörg. Utför Kristins fer fram frá Eskifjarð- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður á Borgarfirði eystri. Mig langar í örfáum orðum að minnast fyrrverandi tengdaföður míns, Kristins Þorsteinssonar, Kidda eins og hann var oftast kallaður. Okkar kynni hófust heima á Borgar- fírði eystra, þá bjó hann á Hofströnd ásamt eiginkonu sinni Sveinbjörgu Sveinsdóttur. ^ Þegar kynni okkar Skúla sonar þeirra hófust kom ég oft í Hofströnd og yfirleitt var alltaf skroppið þangað í kaffí og spjall um helgar. Þangað var gott að koma og alltaf tekið svo vel á móti okkur. Eftir að þau brugðu búi á Hof- strönd fluttu þau til Eskifjarðar, það var mikið átak fyrir þau sem höfðu alla tíð búið í sveit og stundað störf sem því tilheyra, en Borgarfjörð heimsóttu þau eins oft og þau gátu. Hittu vini og ættingja og fóru um . sveitina sína. Hápunktur svona ferða var ef hægt var að fara til Húsavíkur þar sem Kiddi átti mörg spor sem ungur maður, síðan sem flölskyldufaðir á Dallandi. Það eru margar stundir sem koma upp í hugann. Þegar setið var um sumarkvöld heima höfðu Kiddi og Sveina frá mörgu að segja frá liðnum árum, erfiðleikum og hættum sem fólk bjó við í afskekktum sveitum áður fyrr. Kiddi var mjög hrifinn af sönglögum og hafði gaman af því að taka lagið í góðum félagsskap, þá var sungið um vorið, ástina og fegurð sumarsins í sveitinni, því alltaf heillaði sveitin. Á sælum sumarkvöldum er sveitin glóir öll, og leikur ljós á öldum og loga gyllir ljöll. Hægur hvíslar blærinn í hljóðri aftanró. Þá er það bóndabærinn sem ber af öllu þó. Kiddi og Sveina voru mjög sam- hent og góð hvort við annað. INGVELDUR LARA KRISTJÁNSDÓTTIR 'ik + Ingveldur Lára Krisljánsdóttir húsmóðir í Stykkis- hólmi fæddist á Hrísum í Helgafells- sveit 23. nóvember 1913. Hún lést á St. Franciskusspítalan- um í Stykkishólmi 23. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jó- hanna Lárusdóttir og Kristján Einars- son, búendur á Hrís- um og síðar Hrísa- koti í Helgafells- sveit. Ingveldur Lára giftist 21. maí 1932 Sigurði Sigurgeirssyni, vélsmið og pípulagningameist- ara, frá Stykkishólmi, f. 27.9. 1903, d. 26.7.1988. Dætur þeirra eru: 1) Erla Guðný, f. 25.8.1932, maki Þórólfur Daníelsson. Barn Sigurður Ingi Geirs- son. 2) Gyða, f. 29.1. 1935, maki Jóhann- es Þórðarson. Þeirra börn Ing- veldur Þorbjörg og Valborg Elísabet. Hennar börn Agnes Agnarsdóttir, Hrönn Bernharðs- dóttir. 3) Jóhanna Kristín, f. 7.2. 1945, maki Sigurberg Arnason. Þeirra börn: Sigurður Ami, Hákon Arnar og Sara Rut. 4) Gerður Ruth, f. 25.11. 1947, maki Andrés Kristjánsson, þau skildu. Börn: Inga Lára Andrés- dóttir og Magnús Þór Jónsson. Útför Ingveldar Láru fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún Inga á Aðalgötunni er látin. Hún lést á sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi á sunnudaginn var eftir aðeins sólarhrings stríð. Hún hafði þá átt heima á Aðalgötunni í sextíu ár og hafði ekki hugsað sér að flytja þaðan fyrr en hún færi í kirkjugarðinn „ef einhver nennti að fara með mig þang- að“, eins og hún orðaði það. Hún stóð við þetta eins og flest annað sem hún sagði. Einhver segði kannske að þetta væri þrjóska í henni, þar sem erfitt væri fyrir svo fullorðna konu að búa ein í húsi sínu, en hún var bara ekkert ein, þökk sé Agnesi og Marinó og þökk sé Hrönn og Gunn- ari. Hún sagði einhverntíman við mig þegar talið barst að veru hennar á Aðalgötunni og aldurinn færðist yfír hana, hvort ekki væri betra að fara á elliheimilið í Stykkishólmi: „Því má ég ekki búa hér á mínu heimili aiveg eins og þið á ykkar heimilum, ekki er ég að skipta mér af því?“ en ég maldaði í móinn og sagði, að við sunn- anfólkið hefðum áhyggjur. „Ekki get ég ráðið við það,“ var þá svarið. Við snerum okkur að öðru umræðuefni. Það gat verið svolítið erfitt að eiga bæði móður og tengdamóður, sem báðar voru Hólmarar, sérstaklega ef maður hafði efasemdir um að Stykk- ishólmur og nágrenni væru fegursti staður á jarðríki. Það gat þýtt um- ræðu sem var mér ekki til mikillar upphefðar því að báðar voru stoltar af Hólminum og fengust ekki til neinnar vitrænnar umræðu um, að eitthvað mætti betur fara þar um slóðir. Mér kæmi það að minnsta kosti ekkert við, aðkomumanninum. Inga var fædd á Hrísum í Helgafells- sveit en hún leit ekki þannig á, að það breytti stöðu hennar sem Hólm- ara enda aðeins klukkutíma reið á milli. Hún var tengd Helgafellsveit- inni sterkum böndum. Hún eignaðist jörðina Hrísakot þar í sveit eftir for- MINNIIMGAR Eftir að Kiddi varð veikur og fór á sjúkradeild reyndi hún að vera sem mest hjá honum þar til yfir lauk, það var það besta sem hún gat gert fyr- ir hann. Þó að leiðir okkar Skúla skildu hélst áfram gott samband við Kidda og Sveinu og hlýhugur þeirra í minn garð alltaf samur. Nú, þegar Kiddi er fallinn frá, vil ég þakka honum góð kynni, hlýtt viðmót og liðnar samverustundir. Samúðarkveðjur til þín, Sveina mín, og fjölskyldunnar allrar. Svandís Geirsdóttir. Pabbi og mamma giftu sig á jólum 1940 í Húsavík eystri og bjuggu fyrsta árið á félagsbúi þeirra bræðra pabba, Magga, Gunna og Tonna í u.þ.b. eitt ár. Árið 1941 festa þau kaup á jörðinni Dallandi sem er inn- ar í dalnum og þar bjuggu þau til ársins 1954 að þau flytja til Borgar- fjarðar að Hofströnd. Mamma sagði eitthvert sinn að þar hefðu þau átt sín beztu ár. Þegar við flytjum að Hofströnd erum við systkinin orðin fimm, flórir strákar og ein stúlka. Ekki hafa verið létt spor fyrir for- eldra okkar að yfirgefa aleiguna, en Dalland áttu þau þá skuldlaust. Þá var farið að verða þröngt í gamla bænum fyrir allt þetta fólk og fyrir- sjáanlegt að leggja þyrfti í umtals- verðar framkvæmdir í ræktun og húsbyggingum næstu árin. Auk þess var þá farið að fjara undan þessum afskekktari byggðum. Á Hofströnd eignast þau pabbi og mamma þijú börn til viðbótar. Jörðina Hofströnd kaupa þau svo 1958 en hún var bæði illa hýst og ræktun fremur lít- il. Svo þar blöstu við foreldrum okk- ar ærin verkefni við lagfæringu á jörðinni, húsum og öðru, ásamt því að ala upp þijú börn til viðbótar. En um þessar mundir var pabbi 46 ára og mamma 44 ára svo verk- efnin er við blöstu hefði mörgum tvítugum þótt ærin, hvað þá fyrir fólk sem var að fylla fimmta tuginn. Því miður auðnaðist foreldrum okkar ekki að eyða ævikvöldinu á Hof- strönd vegna ofnæmis í lungum sem eldra sína og gat aldrei hugsað sér að láta hana af hendi. Hún var tengd jörðinni og skepnum og hefði senni- lega viljað búa í sveit ef hún og eigin- maður hennar, Sigurður Sigurgeirs- son pípulagningameistari hefðu átt það áhugamál sameiginlegt, en svo var ekki. í stað þess hafði hún hús- dýr heima á Aðalgötunni fyrstu árin og fullnægði þar þörf sinni fyrir að vera í námunda við dýr. Því varð líka að ljúka eftir því sem Hólmurinn stækkaði úr litlu einangruðu sjávar- plássi í bæ, sem varð þjónustukjarni miðsvæðis í stækkandi byggð á Snæ- fellsnesinu þar sem staðsett voru stærstu atvinnufyrirtækin á Nesinu í sjávarútvegi, skipasmíðastöð, sjúkrahús fyrir alla byggðina og sýslumaður fyrir Snæfellsnessýslu. En Inga sleit ekki tengsl sín við dýr- in. Hún eignaðist hesta og byggði yfír þá hús og hún gekk í hestamann- afélagið og tók þátt í útiveru með þeim félögum sínum í fjölda ára. Þar eignaðist hún vini fyrir lífstíð. Hún fór síðast á hestbak í fyrra þá 82 ára gömul með hjálp vina sinna. Hestana sína seldi hún ekki utan einn. Þeir voru felldir og heygðir á jörðinni hennar í Hrísakoti. Þeir voru líka vin- ir hennar og hún vildi sýna þeim þakklæti og vináttu með þessu. Fé- lagar hennar í hestamannafélaginu sýndu henni mikla virðingu þegar þeir gerðu hana að heiðursfélaga sín- um árið 1989. Hún sýndi hins vegar hve mikils hún mat þetta framtak vina sinna að hún hengdi skileríið upp á vegg í stofunni sinni. Henni var þó ekki sýnt um að láta taka eftir sér. Hún var ákaflega hlédræg og aldrei mikið fyrir að sýnast. Þau Inga og Sigurður eignuðust fjórar dætur. Einnig ólu þau upp barnabörnin Sigurð Inga Geirsson og Agnesi Agnarsdóttur. Væntumþykj- an umlykti þau ekki síður en dæturn- ar. Hjá þeim höfðu líka kært skjól Hrönn Bemharðsdóttir og Marinó Ingi Emilsson. Þau kveðja í dag ást- kæra ömmu og langömmu. Hún vakti yfir velferð afkomendanna, hvort sem þeir voru í nálægð hennar eða flogn- ir úr hreiðrinu heima. Hún reyndi að beina flugi þeirra í rétta átt, en gat litlu breytt ef fuglinn hennar flaug pabbi var farinn að fínna fyrir og þoldi því ekki að vera við búskap. Brugðu þau því búi 1974 og fluttu til Eskifjarðar eftir 20 ára búskap að Hofströnd. Stundum hefur mér orðið hugsað til þess öryggisleysis sem foreldrar okkar bjuggu við á Dallandi. Ef ein- hver veiktist var næsti læknir á Seyð- isfírði en seinna á Borgarfirði. Þá var undir hælinn lagt hvort hægt var að koma sjúklingi um boð í mótorbát í Húsavík. Ég man vel að mamma var nokkmm sinnum flutt fárveik með þessum hætti til Seyðisfjarðar og sat þá pabbi heima með fímm smábörn með búinu. En það verður þó að geta þess að þegar svona stóð á voru systkini pabba í Húsavík allt- af boðin og búin til hjálpar. í 57 ár leiddust þau og kysstust og ég held að þau hafí á hveijum degi gefið sambandinu ofurlítinn tíma frá amstrinu. Auðvitað bjátaði sitthvað á, svo sem heilsuleysi, einkum seinni árin hjá pabba. Ég man að ef maður ætlaði að taka mynd af þeim og mamma var að laga sig eitthvað til þá sagði Kristinn, horfandi á hana af mikilli hrifningu, að hún þyrfti þess ekki, hún myndaðist alltaf svo vel. En hver skyldi vera lykillinn að farsæld í svo löngu hjónabandi? Ég kann auðvitað ekkert svar við því, en margt hefði meður átt að geta lært af framkomu þeirra hvort við annað. Aldrei var rifízt en stundum var ákveðið hljómfall í rödd mömmu sem þýddi einfaldlega: „Þetta verður svona.“ Þetta merki þekkti pabbi og þá var það mál úr sögunni. Svo var það kærleikurinn, mamma er svo rík af honum, góða skapið og æðruleys- ið á hverju sem gekk. Þessir eigin- leikar hennar milduðu pabba. Hann var harðari og ekki eins léttur í skapi. En innra var pabbi viðkvæmur og hlýr og náði mamma þessum eigin- leikum fram, til farsældar fyrir þau bæði. Á yngri árum var pabbi mikil ham- hleypa til verka að hveiju sem hann gekk, bæði til sjós og lands, en kannski ekki alltaf að huga eins og vert var að hagræðingu svo verk með öðrum hætti en hún vildi. Þá þyngdist svipur hennar. Hún vissi svo sem, að fyglinn flýgur eins og hann er fiðraður og allir urðu að fá að reyna sig. Þeir áttu þó afturkvæmt til að gera nýja tilraun. Aðalgatan varð þá miðstöðin, þar sem allir komu saman í sorg og gleði. Þar voru nýir meðlimir fjölskyldunnar kynntir til sögunnar og teknir inn. Nýir afkom- endur fundu heitan faðm hennar og vildu þaðan ekkert fara. „Hótel amma“ í Stykkishólmi var viðkomu- staðurinn, sem tók á móti öllum og þótt fjölskyldan ætti í önnur hús að venda vildu allir heldur sofa þröngt hjá Ingu en fara annað, þó að þar væru líka allir hjartanlega velkomnir. Heyrnin og sjónin voru farin að plaga hana síðustu árin, en svo er framförum í læknavísindum fyrir að þakka, að hún fékk verulega bót á sjóninni í fyrrasumar. Það var því margföld ánægja hjá okkur, sem fór- um með henni í ferðalag síðastliðið sumar um Vestfirði í heila viku og svo rúmlega vikuferðalag um Norð- austurland, Kelduhverfíð, Vopna- fjörð, yfír Hellisheiði eystri og til Egilsstaða. Hún naut hvers dags og sá nú betur og lengra en hún hafði gert í áratug. Glitrandi og meinlegar athugasemdir hennar um byggða- stefnu Framsóknarflokksins og bruðlið í landbúnaðinum skemmtu manni konunglega allt ferðalagið. Þar fór engin rúmlega áttræð kona. En nú er þessi hógværa en skemmtilega kona horfin af Aðalgöt- unni. Hún skilur eftir sig góðar minn- ingar um konu sem þráði það eitt að geta hjálpað sínum nánustu eins og hún gæti. Allsnægtaborðið á Aðal- götunni stendur okkur enn fyrir hug- skotssjónum. Þar komu þijár tegund- ir rétta fyrir hvern einn sem klárað- ist og þannig vildi hún hafa það. Ég geng með henni síðasta spölinn í djúp- ri þökk fyrir allt sem hún var mér. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hjá henni síðustu stundirnar þar til hún sofnaði inn í eilífðina á sama hógværa háttinn og hún lifði. Ég veit að hún fylgir okkur inn í Félagsheimilið í Stykkishólmi í erfis- drykkjuna og segir við hvern og einn yfír öxlina á honum: „Góðu, gjöriði ynnust léttar. Það var nefnilega fjarri honum að spara sig. Pabbi minn, þegar við hittumst. síðast í haust og þú fórst með mér í smábíltúr náði ég voða iitlu sam- bandi við þig þangað til er við kvödd- umst, þá sagðirðu: „Það verður lík- lega langt þangað til þú kemur næst.“ Sveinn. Elsku pabbi, þá ert þú laus úr þessum táradal heilsuleysis. Við vit- um að nú líður þér vel. Einhveiju sinni er þú hafðir 2-3 ár yfir sex- tugt sagðir þú: „Aldrei hafði maður hugsað um að þessi skrokkur manns gæti gefíð sig.“ Að hlífa sér var ekki til í þinni orðabók. Enda fannst okkur strákunum þú kannski stund- um fullharður húsbóndi en samt var eins og þú vissir nokkuð hvað mætti bjóða okkur. Við fengum orf og hrífu við hæfí og fylgdum þér við heyskap- inn frá morgni til kvölds fyrst 7, 8 og 9 ára gamlir, eldri bræðurnir. Einhveiju sinni sagði _ Ingibjörg amma okkar við þig: „Ég er svo hrædd um að þú ofgerir drengjunum, Kiddi minn.“ En þetta uppeldi höld- um við að hafí reynzt okkur systkin- unum vel í lífsbaráttunni. Við höfum enn sem komið er risið undir því sem lífíð hefur á okkur lagt. Vertu sæll, hvíl þú í friði. Elsku mamma, Guð styrki þig í sorginni. Við systkinin viljum færa starfs- fólki Elli- og hjúkrunarheimilisins Hulduhlíðar á Eskifirði innilegt þakklæti okkar fyrir þolinmæði ykk- ar og fórnfýsi við að gera pabba líf- ið sem bærilegast. Þið voruð svo blíð og góð við hann en það er þung raun fyrir mann með hans skapgerð að verða alveg upp á aðra kominn, mann sem alltaf hafði verið veitandi en ekki þiggjandi. Móðir okkar lýsti því bezt um daginn þegar þetta barst í tal á milli okkar: „Þau hafa gert allt sem hægt var að gera fyrir okk- ur.“ Okkar gjald er ekki í krónum og aurum, aðeins innilegt þakklæti til ykkar allra. Börnin. svo vel og látið ykkur verða gott af þes_su.“ Ég votta öllum ættingjum og vin- um hennar samúð mína á þessum degi. Þórólfur Daníelsson. Þegar ég hugsa um ömmu og veit að hún er farin fyllist hjarta mitt miklum söknuði og því fylgir ein- kennileg tilfinning að eiga ekki eftir að hitta hana aftur. Amma var yndis- leg persóna og var alveg eins og ömmur eiga að vera. En besta leiðin til að muna eftir ömmu er að hugsa til þess hve glöð hún er núna. Hún vildi hafa þetta svona og henni varð að ósk sinni. Amma var alltaf svo glöð og vildi öllum vel. Skrítið verður að fá ekki lengur sendingar að vestan með vettlingum og sokkum sem amma gerði, þeirra verður sárt sakn- að. Eða lopapeysanna sem amma pijónaði og allir áttu, þær eru sko sannkallaðar ættarpeysur. Ég man eftir því í sumar þegar amma var hjá okkur að hún talaði um að hún ætti ekki að vera að borða sætindi því hún væri að passa upp á línumar. Já, hún var sko hefðarfrú hún amma, hún var alltaf að passa upp á útlitið. Þetta sama sumar fór hún í augnaðgerð, hún varð svo ánægð eftir aðgerðina. Hún varð ung á ný, skellti sér niður í bæ, keypti ilmvatn og hagaði sér alveg eins og unglingamir gera. Þetta var yndis- legur tími, ég mun alltaf minnast hans. Þegar ég var krakki og ég var að koma í heimsókn á Aðalgötuna til ömmu var þar alltaf fullt af fólki. Amma varð alltaf miður sín yfir því að hún ætti ekkert með kaffínu, en samt var borðið alltaf fullt af kökum. Og kökumar bragðast hvergi eins og hjá ömmu. Það fór heldur enginn svo frá henni að hann var ekki að springa af áti. Ég á eftir að sakna ömmu mjög mikið en maður verður að hugsa um að það var þetta sem amma vildi. Hún var alltaf svo glöð og það er mín huggun að núna er hún enn glað- ari. Guð blessi þig, amma mín. Við sjáumst nú aftur seinna. Sara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.