Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 45 HERMANN HERMANNSSON + Hermann Her- mannsson var fæddur í Miðhúsum á Hellissandi 2. október 1926. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 22. febrúar síðastlið- inn. Faðir hans var Hermann Her- mannsson, f. í Svef- neyjum á Breiða- firði 29. júlí 1893, d. 7. nóvember 1979. Foreldrar hans voru Krist- björg Sveinsdóttir, f. í Flatey 19. desember 1853, og Hermann Hermannsson úr Eyrarsveit, f. 13. janúar 1869. Móðir Hermanns var Agústína Ingibjörg Krisljánsdóttir, f. 5. ágúst 1892 í Magnúsarbúð í Bjarneyjum á Breiðafirði, dótt- ir hjónanna Kristjáns Eyjólfs- sonar og Helgu Jónsdóttur sem þar bjuggu. Ágústína lést 17. febrúar 1979. Systkini Her- manns voru: Veróníka, f. 23. júní 1918, maki Lúðvík Júlíus Albertsson, f. 13. júlí 1912, d. 8. ágúst 1987; Arnbjörg, f. 22. september 1919, maki Magnús Krisljánsson, f. 16. júlí 1918, d. 22. mars 1978; Krist- björg, f. 22. janúar 1922, maki _ Guð- mundur Ólafur Bæringsson, f. 30. ágúst 1917, Kristín, f. 11. ágúst 1930, maki Sæmundur Bæringsson, f. 16. maí 1923; og Helga, f. 16. mars 1937, maki Sævar Frið- þjófsson, f. 30. októ- ber 1936. Hálfbróð- ir þeirra var Krist- inn Friðberg Hermannsson, f. 23. nóvember 1928, d. 30. júlí 1995, kona Svava Hrafnhildur Sigmundsdóttir, f. 16. ágúst 1936. Hermann ólst upp í foreldra- húsum. Hann kvæntist ekki en bjó með foreldrum sínum með- an þau lifðu. Eftir það bjó hann einn í húsi sínu, Garði á Hellis- sandi. Hermann stundaði sjó lengst af ævinnar og smábú- skap jafnframt. Hermann verður jarðsunginn frá Ingjaldshólskirlgu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Að eiga sitt æviskeið við rætur Jökulsins eru forréttindi. Hraunin, fjöllin og Breiðafjörðurinn með sín- um fjölbreytileika hljóta að móta huga og hönd. í þessu umhverfi fæddist og ólst upp, lifði og lauk, Hermann frændi minn, ævi sinni. Hermann fæddist í Miðhúsum á Hellissandi og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum og systrum. Á upp- vaxtarárum Hermanns byggðust atvinnuhættir fólks í litlum sjávar- þorpum að mestu á því að stunda sjó og smábúskap. Fólk bjó við nær engin þægindi og í flestum tilvikum við mjög þröngan húsakost. Við þessi skilyrði ólst Hermann upp. Faðir hans Hermann var sjómaður og var einnig með smábúskap til að framfleyta stórri fjölskyldu. Hugur Hermanns stefndi snemma á sjóinn og þar átti eftir að verða hans ævistarf. Fljótlega eftir ferm- ingu réð hann sig í skiprúm til Magnúsar Grímssonar sem átti bát sem nefndur var Marsinn og reri honum úr Krossavík. Faðir hans Hermann var þar einnig í skiprúmi og sagði hann mér, að hann hefði orðið að ábyrgjast að strákurinn kláraði sig af þessu sem raunar kom á daginn, því hans skiprúm var ávallt vel skipað. Hermann fór í vegavinnu suður í Borgarfjörð sumarið 1942, þá 16 ára gamall og aftur sumarið 1943. Þá var verið að leggja bílveg undir Hafnarfjalli og inn um Andakíl að Hvítárbrú til að bæta samgöngur vestur og norður um land. Guð- mundur Valdimarsson frændi hans var þar einnig. Sagði hann mér að Hermann hefði sýnt snilldar hand- bragð þá þegar, þótt ungur væri, svo að eftir því var tekið, við að hlaða upp vegkanta með sniddum. Bar þeta strax vott um handlagni hans. Fram undir tvítugsaldur var Her- mann við róðra í Krossavík en þá hleypti hann heimdraganum. Árið 1947 réð hann sig á Ólaf Bjarnason frá Akranesi. Á þeim bát var skip- stjóri hinn landskunni aflamaður Njáll Þórðarson. Á Ólafi Bjarnasyni var hann af og til í þijú ár, á þorsk- og síldveiðum m.a. í Hvalfjarðar- síldinni. í kringum 1949 fór Her- mann á vetrarvertíð til Sandgerðis. í Sandgerði var þá þó nokkur út- gerð orðin og þar var hann í tvær vertíðir. Sóttu sjómenn héðan þang- að á vertíðir. í Grundarfirði átti Hermann föð- ursystur, Björgu, sem gift var Sig- uijóni Halldórssyni og áttu þau mb. Farsæl og var Siguijón formaður á þeim bát. Árið 1952 réð Hermann sig á Farsæl til Siguijóns og var með honum í þijár vertíðir. Farsæll fiskaði vel í Sandabrúninni. Á þeim dögum mátti fiska, engin boð eða bönn. Á sumrin var farið á reknet. Á þessum árum stunduðu margir bátar hér við Breiðafjörð þennan veiðiskap með góðum árangri. Sig- uijón á Farsæli var spurður um það eitt sinn í viðtali hver væri ástæðan fyrir því að hann aflaði svo vel ár eftir ár. Svaraði hann þessu til; það er ekki mér að þakka heldur því hvað ég hef góðan mannskap. Þeg- ar Hermann minntist á þessi ár sín í Grundarfirði færðist hann allur í aukana og fékk glampa í augun og sagði; þá var ég uppá mitt besta. Árið 1951 keypti Hermann trillu- bátinn Ólaf ásamt frænda sínum Guðmundi Valdimarssyni frá Görð- um, en þeir voru systkinasynir, Guðmundur sonur Svanfríðar föð- ursystur Hermanns. Gerðu þeir bát- inn út á handfæri vor og sumar en á línu á haustin. Aflaðist þeim vel. Hermann naut þess að vera formað- ur á eigin báti. Til að ná árangri þurfti að beita lagni, hugviti og þekkja miðin, því ekki voru dýptar- mælar eða staðsetningartæki komin til sögunnar. Hermann afi minn lifði sig inn í þessa útgerð og hjálpaði til ef þörf var á. Bátinn Ólaf áttu þeir í fjögur ár. Næstu tvö árin reri hann úr Krossavík á Bárunni með þeim Þorvaldi Eggertssyni og Siguijóni Illugasyni. A þessum tíma voru framkvæmdir við hafnargerð í Rifi að komast í fullan gang. Arið 1957 réð Hermann sig í skiprúm hjá Sigurði Kristjónssyni, sem var nýfluttur í plássið og tekinn við skipstjórn á mb. Ármanni. Þar var Hermann í góðum félagsskap, því valinn maður var í hveq'u rúmi og aflinn eftir því. Skilyrði sköpuðust til að bæta skipakostinn og Skarðs- víkurnar komu hver af annarri. Þetta voru hin glæsilegustu skip sem slógu hvert aflametið á fætur öðru. Með Sigga á Skarðsvíkinni var Hermann til ársins 1989 eða í 32 ár. Öll þessi ár mátti segja að Skarðsvíkin væri hans annað heim- ili. En nú hætti Hermann glímunni við Ægi konung, enda orðinn 63 ára gamall. En starfsviljinn var óbilaður, enda átti Hermann eftir að taka þátt í beitningu við útgerð Helgu systur sinnar og Sævars mágs síns á Saxhamri. Þótt aldur- inn væri farinn að segja til sín skil- að hann sínu. Á sjómannadaginn 1994 var Hermann sæmdur heiðursmerki sjómannadagsráðs á Hellissandi og Rifi. Við þetta sama tækifæri var Sigurður skipstjóri á Skarðsvíkinni heiðraður. En sá sem sá um að heiðra þá við þetta tækifæri var Konráð Ragnarsson sem var' stýri- maður á Skarðsvíkinni margar ver- tíðir og góður vinur Hermanns. Hermanni þótti vænt um þessa við- urkenningu. Fannst hann hafa fengið umbun fyrir störf sín á sjón- um. Hermann móðurbróðir minn var mjög náinn heimili foreldra minna og fjölskyldu á Svalbarða. Ég minn- ist þess að oft var til hans leitað og þeirra feðganna, afa míns og hans, vegna skyldleikans. Hann var nokkur konar ráðgjafi í búskapnum og aðstoðaði við byggingu fjárhús- anna. Og okkur krökkunum var hann sérlega góður frændi. Það fór ekki fram hjá okkur hvað móður okkar þótti vænt um þennan bróður sinn, enda bar hún alltaf mikla umhyggju fyrir honum og ekki síst síðustu æviárin hans. Þegar ég var smástrákur leit ég upp til Hemma eins og hann var oftast kallaður. Ég vildi líkjast hon- um þegar ég yrði stór. Hann var hár og myndarlegur með dökkt hrokkið hár. Ég man hvað ég var montinn af honum á sjómannadag- inn þegar hann varð fljótastur í beitningarkeppni, en í þá daga var það fastur liður að keppa í beitn- ingu á sjómannadaginn. Hermann var hlýr og barngóður og sérlega frændrækinn. Hændust yngstu börnin mjög að honum og hópurinn var stór sem fékk jóla- og tækifær- isgjafir frá Hemma frænda. Þegar við Ómar bróðir minn unn- um saman við smíðar vann Her- mann hjá okkur nokkur sumur. Það var gott að hafa hann í vinnu, því hann var sérlega stundvís og líkaði illa ef ekki var séð fyrir að nóg væri að gera. Okkur Auði eru veiði- ferðirnar með honum í Búðardalsá mjög minnisstæðar. Veiðiáhuginn var mikill. Þar fylgdi hugur máli. Um fátt annað var rætt en veiði- mennskuna eða hvað myndi veiðast næsta dag. Árið 1960 keypti Hermann húsið Garð og fluttist þangað ásamt for- eldrum sínum. Bjuggu þau þar í skjóli hans til æviloka. í Miðhúsum var húsakostur þröngur. Urðu því mikil umskipti er flutt var í Garð. Þar voru ætíð viss verkaskipti á heimilinu. Afí sá um búskapinn með dyggri aðstoð Hemma sem hafði alla tíð sérstaklega gaman af kind- um. Lögðu þeir feðgar sig fram við að eiga vænan og fijósaman bú- stofn. Amma Ágústína sá um allt innanstokks meðan heilsan leyfði. Henni féll aldrei verk úr hendi. Var sípijónandi, að stykkja eða bæta. Þegar kraftar hennar þrutu kom í ljós sérstök snyrtimennska Hemma við heimilishaldið og hæfileiki hans að halda heimilinu í sömu skorðum og áður. En ekki má gleymast þátt- ur Helgu systur hans. Hennar að- stoð við þetta heimili var ómetanleg bæði fýrr og síðar. Sérstaklega þó eftir að illvígur sjúkdómur fór að heija á Hemma. Þá var hún hans stoð og stytta og hjálpaði honum að taka þessum veikindum sínum af slíku æðruleysi að aðdáun vakti. Helga og Sævar eiga miklar þakkir skildar fyrir alla umönnun og ástúð sem þau sýndu honum í erfiðri bar- áttu þar til yfir lauk. Að leiðarlokum þökkum við hjón- in Hemma allar samverustundirnar. Hlýhug til okkar og barnanna okk- ar. Blessuð sé minning hans. Smári J. Lúðvíksson. Látinn er ástkær móðurbróðir okkar, Hermann Hermannsson, eða frændi eins og við kölluðum hann jafnan. Þegar við vorum börn viss- um við ekki hvort hann héti Hemmi eða frændi. Við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þennan sérstaka frænda, sem dekraði við okkur systkinin og síðar börnin okkar eins og hann ætti okkur. Honum fannst svo gaman að gleðja aðra, hann fylltist barnslegri gleði þegar hann gaf börnunum gafir. Frændi var alltaf rausnarlegur í gjöfum sínum, bara það besta voru hans einkunn- arorð. Félagsskapur barnana var honum mjög mikils virði. Við eld- húsborðið heima í Rifi kenndi hann okkur að spila ólsen ólsen og löngu- vitleysu og seinna börnum okkar. Gat spilamenskan dregist á langinn og oftar en ekki unnum við, hvern- ig sem á því nú stóð. Margar minn- ingar skjóta upp kollinum þegar við hugsum til baka. Þegar við vorum lítil fórum við í gönguferðir á sunnudögum og var þá mesta sport- ið að fá að leiða frænda. Frændi tjaldaði oft fyrir okkur á túninu sem hann og afi heyjuðu, tjaldið var einskonar sparitjald því það var fínna en önnur tjöld sem við höðum séð, vorum við alsæl að fá að leika okkur í því. Frændi var mikill dýravinur. Voru fuglar og kindur uppáhalds- dýrin hans. Hann þekkti flest allar fuglategundir, bæði af hljóðum þeirra og útliti. Sérstakur vinur hans var hrafninn sem hann gaf á hvetjum degi fyrir utan húsið sitt. Á vorin fylgdist hann með æðar- kolluvarpinu í Rifi og var áhuginn slíkur að hann taldi kolluhjónin í varphólmanum á hveijum degi á meðan á varptímanum stóð. Af sama áhuga sinnti hann kindunum sínum, en alla tíð hélt hann kindur, fyrst með föður sínum en síðar með föður okkar, mági sínum. Frændi bjó einn eftir að amma og afi dóu, en þau létust bæði árið 1979. Hann var sérstaklega mikið snyrtimenni og var alltaf mjög hreint í kringum hann, hvort sem um var að ræða heimilið, garðurinn eða vinnustaðurinn. Hann sló garð- inn í kringum húsið sitt einu sinni í viku, það brást ekki sama hvemig veðrið var, slík var reglusemin. Frændi var haldinn miklum lax- veiðáhuga og voru ófáar veiðferð- irnar sem hann fór með okkur fjöl- skyldunni. Spennan og tilhlökkunin leyndu sér ekki í öllu hans fasi og ræddi hann dögum saman um vænt- anlegar veiðferðir. Alltaf fannst honum gaman, en mesta skemmt- unin var þó ef vel veiddist. Frændi var alinn upp á þeim tíma sem fólk bar sig vel og kvartaði ekki undan smámunum, og hann kvartaði svo sannarlega ekki. Það má vera með ólíkindum að maður í nútímaþjóðfélagi fari ekki til lækn- is fyrr en hann er orðinn 67 ára gamall, en það var svo með hann. Hann var þá orðinn mjög kvalinn af því meini sem síðan dró hann til dauða á þremur árum. Það var í raun mjög merkilegt hvað hann aðlagaðist því að vera á hinum ýmsu spítölum og að þurfa að dvelj- ast langdvölum í Reykjavík. Hann hafði nefnilega aldrei séð neinn til- gang í Reykjavíkurferðum og hafði ekki komið þangað svo árum skipti. Það var dæmigert fyrir hans per- + Áslaug Sigurðardóttir fæddist í Söðulsholti í Eyja- hreppi í Hnappadalssýslu 15. ágúst 1907. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 19. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 27. febrúar. Áslaug Sigurðardóttir var á ní- tugasta aldursári er hún lést. Hún var ein þeirra kvenna sem unnu fjölskyldunni allt, var húsfreyja af bestu gerð. Hún átti níu börn með manni sínum Guðmundi Steinþóri Magnúsi á 14 ára tímabili, fyrsta barnið kom er hún var nýorðin 27 ára. Áslaug stóð þéttingsfast við hlið útivinnandi manns síns, er vann lengi baki brotnu við vöruflutninga á bifreið sinni. Áslaug sá sitt hlut- verk í mikilvægi heimavinnandi húsmóður sem hún vann af stakri kostgæfni og gerði heimilið að skjóli sem eftir var tekið. Alltaf var hún heima með matinn tilbúinn á réttum tíma. Að nærast var for- senda úthaldsins sem þörf var á hjá börnum og maka. Börnin ólust upp við nærveru sterkrar persónu- gerðar er var kröfuhörð við sjálfa sig og átti það vafalítið mikinn sónuleika að láta engan bilbug á sér finna og að valda ekki öðrum áhyggjum. Minninguna um frænda munum við og böm okkar varðveita í hjört- um okkar. Við erum þakklát fyrir allan þann kærleik, ást og um- hyggju sem hann sýndi okkur í gegnum árin. Guð geymi sálu hans og megi hann hvíla í friði. Halldóra, Sæunn og Friðþjófur. Vinur okkar Hermann er fallinn frá eftir langa og erfiða sjúkdóms- Iegu. Eftir að foreldrar hans dóu, bjó hann einn í húsi sínu sem heit- ir Garður á Hellissandi. Hermann var einhleypur alla sína ævi. Ég kynntist Hermanni fyrst árið 1957 þegar ég gerðist skipstjóri á bát frá Rifi á Snæfellsnesi sem hét Ármann SH. Þá byijaði Hermann að beita hjá útgerðinni. Síðan fylgdi hann mér til sjós þar til ég hætti sem skipstjóri árið 1989 eða í 32 ár. Aldrei var Hermann frá störfum einn einasta dag í öll þessi ár. Varð aldrei veikur. Hermann var einn af þessum mönnum sem var fullur af kappi og atorku allt sitt líf og allt til þess að sá sjúkdómur sem alltof marga leggur að velli, krabbameinið, leiddi hann að lokum til dauða. Eitt af því sem einkenndi Her- mann var það, að alveg sama var í hvaða störf hann gekk, hann var alltaf fyrstur til starfa. í þessi 32 ár höfum við víða far- ið og við margt fengist og það hef- ur verið ómetanlegt að hafa með sér mann eins og Hermann sem alltaf var hægt að treysta á. Hermann veitti sér ekki margt um ævina. Það var hans tilhlökkun þegar við sigldum með físk á erlend- ar hafnir og eins að fara í einn til tvo laxveiðitúra yfir sumarið. Ef Hermann fékkst með í veiðitúr var ferðinni borgið því hann smitaði alla með áhuga sínum. Hermann hafði reyndar slíkan áhuga á öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Þó að Hermann væri einhleypur alla sína ævi, var hann samt ekki einn á báti, því á heimili Sævars og Helgu systur hans var hans annað heimili. Samstilltari systkin er ekki hægt að hugsa sér. Enda á Helga systir hans sér fáa líka. Hef- ur hún mikið á sig lagt í veikindum Hermanns og ber þeim hjónum miklar þakkir fyrir það. Guð blessi minningu Hermanns Hermannssonar og hafi hann þökk fyrir samveruna. Sigurður Kristjónsson, Sigurður V. Sigurðsson. þátt í að öll reynast uppkomin börn- in elju- og nægjusöm. Áslaugu þótti reglulega vænt um öll barna- börnin sín. Upp úr 1950 var „Sveit- in við Sundin", Reykjavík, að sumu leyti enn sveitahérað. Þau hjónin hófu síðar sauðfjárrækt í Vatn- sendalandi. Eins og nærri má geta komu bömin og barnabörnin þang- að á sumrin og fengu góðar veiting- ar. Þau Áslaug og Guðmundur voru með aukabúskapinn í áratugi, kannski ekki af nauðsyn síður en einskærum áhuga. Áslaug var stolt kona og hafði til að bara það yfirbragð að geta leyst úrlausnarefni líðandi stundar án utanaðkomandi aðstoðar. Kyn- slóð hennar vildi gera þjóðfélaginu gagn með daglegri umönnun alls þess sem var í kringum mann. Hún vildi búa sem lengst heima á Lang- holtsvegi ásamt manni sínum, sem lifir hana, og varð þeim það auðið fram á síðasta ár. Með Áslaugu hverfur ein þeirra kjamakvenna sem hljóðalaust lögðu sitt af mörkum á vogaskál góðu verðmætanna í lífinu. Megi minning hennar lifa. Stefán F. Hjartarson. ÁSLAUG SIG URÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.