Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 21
r MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 21 á raftækjum og eldhúsáhöldum Skiptir hagkvæmni máli? Ráðstefna um skýrslu OECD um fiskveiðistj órnun Á ÁRUNUM 1993 til 1996 stóð fiskimálanefnd OECD fyrir könnun á mismunandi aðferðum við fisk- veiðistjómun í aðildarríkjum sam- takanna. Nefndin mun skila endan- legri skýrslu um þessa vinnu innan fárra vikna. í tilefni af þessu stend- ur sjávarútvegsráðuneytið fyrir ráð- stefnu um OECD-skýrsluna þriðju- daginn 4. mars nk. undir yfirskrift- inni: Skiptir hagkvæmni máli? Formaður sérstaks vinnuhóps sem vann að gerð skýrslunnar fyrir OECD, Per Mickwitz hagfræðingur, verður meðal ræðumanna og mun hann fjalla um helstu niðurstöður skýrslunnar. Yfirskrift ræðu Mickw- itz er: Mat OECD á aðferðum við fískveiðistjórnun í aðilarríkjum sam- takanna. Nýsjálendingar hafa um langt árabil búið við fiskveiðistjórnun með framseljanlegum aflakvótum sem að mörgu leyti líkist kerfinu sem nú gildir hér á landi. Alastair Macfarl- ane, aðstoðarforstjóri New Zealand Fishing Industry Board, mun á ráð- stefnunni Qalla um nýsjálenska fisk- veiðistjómun. Hann nefnir erindi sitt: Reynsla Nýsjálendinga af fisk- veiðum með framseljanlegum afla- kvótum. Myndun eignarréttinda með sér- stöku tilliti til fiskistofna nefnist erindi sem Hannes Hólmsteinn Giss- urarson prófessor fiytur. Þorkell Helgason orkumálastjóri heldur er- indi sem nefnist: Auðlindanýting og almannahagur. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ávarpar ráð- stefnugesti en Ragnar Árnason pró- fessor verður ráðstefnustjóri. Ráð- stefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 4. mars nk. og hefst klukkan 13.15 með innrit- un. Nánari upplýsingar eru veittar í sjávarútvegsráðuneytinu. -----» »------ FIMA verður lögð niður MARKAÐSRANNSÓKNASTOFN- UN þýska fiskiðnaðarins (FIMA) hefur verið lokað, en stofnunin hefur stuðlað að aukinni fiskneyslu meðal Þjóðveija. Sérstakri nefnd hefur ver- ið komið á laggirnar til að koma á fót einkareknu fyrirtæki í stað FIMA. FIMA varð sjálfstæð stofnun árið 1950 og náði til allra geira þýsks sjávarútvegs. Rekstur stofnunarinn- ar var fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem tekið var af fiskiðnaðinum og verður haldið áfram að innheimta það út þetta ár. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir VIKINGUR AK landaði 1.350 tonnum á Siglufirði í vikunni. Kæliskápar 8 gerðir Frystiskápar 3 gerðir Verðdæmi: Gerð KFS250 mál: 141x54x57. Fullt verð kr. 46.200. Uppþvottavélar 3 gerðir. Verðdæmi: Gerð GS601 12 manna, 4 prógrömm, mikrósía. Fulltverð kr. 59.900, Örbylgjuofnar 4 gerðir. Verðdæmi: Fullt verð kr. 19.900. r~~—■ Nú aðe'os Fermingar- stæða 2x25 wött. Með GD spilara Fullt verð kr. 33.200. Innbyggingartæki úr sýningareldhúsum. 4 gerðir. Verðdæmi: Ofn með grilli, Pyrolux hreinsikerfi og örgbylgjugjafa, spansuðuhelluborð. Fullt verð kr. 295.000. Hú aðe'nS Þvottavélar 3 gerðir. 800 sn. og 1.000 sn GERÐVM825. 800/550 sn. mín. Fullt verð kr.51.800. r * Kaffivélar 4 gerðir. Verðdæmi: Fullt verð kr. 3.590. Eldavélar 2 gerðir. Verðdæmi: Glerhelluborð, fjölkerfaofn með grilli, yfir- og undirhita og hitablæstri, háhitahellur. Gerð HSC604. Fullt verð kr. 99.900. Þurrkarar 2 gerðir. Verðdæmi: Gerð TA 438 Fullt verð kr. 38.800. Nú aðe'OS Sælkeraofn brauðrist og grillofn. Fullt verð kr. 6.850. Franskir stálpottar 30% afsláttur. Römerpottar 40% afsláttur. Brauðristar, straujárn og fl. með verulegum afslætti. Slepptuekkiþe^ktfi^ Opið laugardag ttl III' Einar Farestveit & Co. hf Borgartúni 28, sími 562 2900 / 562 2901 Bið eftir loðnulöndun magtt Stendur tíl 8. mars aimjji aa—> Siglufirði. Morgunblaðið. TÆPLEGA 30.000 tonnum af loðnu hefur verið landað hjá SR-mjöli á Siglufirði frá því að vetrarvertíð hófst á þessu ári, en fyrsta loðnan barst til Siglufjarðar 5. febrúar sl. Þar af hafa um átján þúsund tonn þegar verið brædd. Á sama tíma í fyrra höfðu aðeins borist um sex þúsund tonn til verksmiðjunnar frá áramótum. Geymslurými í loðnu- tönkum er um 6.500 tonn og því er allt við það að fyllast nú, en meðal afkastageta loðnuverksmiðjunnar er um 1.100 til 1.200 tonn á sólarhring. Að sögn Þórðar Andersen, verk- smiðjustjóra, er um sæmilegt hráefni að ræða. Loðnan er með öllu átulaus og þolir hún allt að fjögurra til fímm sólarhringa geymslu. Besta mjölið fæst úr henni ferskri þó auðveldast sé fyrir verksmiðjumar að bræða loðnuna þriggja sólarhringa gamla. Allar loðnuverksmiðjur landsins em vel settar með hráefni þessa dagana. Víðast hvar er orðin lönd- unarbið og skipin em jafnvel farin að panta löndunarpláss áður en þau halda á miðin. Sú loðna, sem undan- farið hefur borist til Sigluijarðar, hefur öll veiðst í Faxaflóanum og er um sólarhrings stím frá miðunum í verksmiðjuna nyrðra. SR-mjöl á Siglufírði borgar nú 5.200 krónur á tonnið. Kvótinn náðist ekki í fyrra Á þessu kvótaári er þegar búið að veiða um 900 þúsund tonn af loðnu, en upphaflegur heildarloðnu- kvóti, sem gefinn var út, nemur 1.277 þúsund tonnum. Því styttist í að hann náist með þessu áframhaldi þar sem ekki er eftir að veiða nema rúm 350 þúsund tonn. Á síðasta kvótaári var heildarveiðin 810 þús- und tonn, en útgefinn kvóti þá var 1.100 þúsund tonn. 120 þúsund tonnum af loðnu hefur verið landað hjá verksmiðjum SR- mjöls nú í febrúar. Frá áramótum hefur heildarveiðin verið 380 þúsund tonn, en á sama tíma í fyrra var hún 341 þúsund tonn. Síðasta loðnan á vertíðinni í fyrra barst til Siglufjarð- ar 27. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.