Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MORG’JNBLAÐIÐ Vantar - Vantar - Vantar Vantar allar stærðir fast- eigna á söluskrá. Skoð- um og verðmetum sam- dægurs ykkur að kostn- aðarlausu. Opið um helgina frá kl. 10-14 Heimasímar 567 1325 og 852 0667 I smíðum Galtalind KÓp. Ný 3ja herb. íbúð á mjög hagst. verði. Teikningar og allar nánari uppl. á skrifstofunni. Sími 533 4200 Selásbraut Ný raöhús á tveimur hasðum ásamt bílskúr til afh. tilb. til innr. eða lengra komið eftir nánara samkl. Verð 10,8 m. Mögul. á skipt- um á minni eign. Skólavörðustígur Ný giæsi- leg stór 3ja herb. íbúð í miðborginni. Selst tilb. undir tréverk eða innrétttuð e.n. samkl. Einbýli Melteigur Akranesi stórt einbýli með mögul. á séribúð i kjall- ara. Rúmgóður bílsk. fylgir. Húsið er mikið endurn. að innan og f góðu ástandi. Selvogsgrunn Gott einbýii á þessum vinsæla stað. Fallegur rækt- aður garður. Stutt i Laugardalslaug. Verð 12,9 millj. Stigahlíð Glæsilegt nýtt einbýlis- hús ásamt bílskúr. Heitur pottur í garði. Húsið er laust strax. Sjón er sögu rikari. Nánari uppl. á skrifst. Rað- og parhús Efstahlíð Hafnarf. Mjög vönduð raðhús á 2 hæðum ásamt innb. bilsk. Til afh. tilb. að utan en fokheld eða lengra komin að innan e.n. samkl. Ekrusmári Kóp. Nýtt og vei innr. raðhús m. bílskúr, parket á gólf- um, 3 sv.herb., suður garður. Verð 11,9 m. Áhv. 6,8 m. 4ra til 7 herb. Ásbraut KÓp. Mjög falleg 4ra herb. íbúð ásamt bilskúr á frábærum útsýnisstað rétt við miðbæ Kópa- vogs. íbúðin er laus strax. Verð til- boð. Barmahlíð Mjog rúmgóð 4ra herb. íbúð í risi, 3 íb. á stigagangi. Verð 6,3 millj. Melgerði KÓp. Falleg sérhæð, 4 sv.herb og mögul. á því 5. Parket á gólfum. Sér suður-verönd. Verð til- boð. Áhv. 3,8 millj. Skógarás 4-5 herb. ib. á 2-hæð. Parket á gólfum. Dúkur á sv.herb. Þvottah. innaf forst. Verð 9,4 millj. Áhv. 2,1 millj. 3ja herb. Álftamýri Mikið endurnýjuð íbúð. Húsið er nýviðgert og málað. Verð 6,5 m. Áhv. Bygg.sj. 3,4 m. Gullsmári Kóp. Gullfalleg ibúð á 4-hæð í lyftuhúsi. (búðin er mjög vandlega innréttuð. Til afh. strax. Lóð og sameign fullfrágengin. Hraunbær Ágæt íbúð á 3-hæð. Góð sameign og aðstaða fyrir börn. Húsið er nýlega viðgert að utan. Verð 6,2 m. 2ja herb. Gautland Björt 2ja herb. íbúð á 1. hæð m. sér suðurgarði. Eitt sv.herb., stofa, eldhús og baðherb. m. sturtu. Lækkað verð 4,9 millj. Grettisgata Mikið endurnýjuð íbúð á 1. hæð I þribýli. Verð 4,3 millj. Áhv. 2 millj. Hvassaleiti Mjög rúmgóð, 70 fm ibúð á jarðhæð, Flísar á forstofu, teppi á stofu, sér þvottah. og geymsla innan íb. Ný eldhúsinnr. Ibúðin er laus strax. Verð 5 millj. Ársalir ehf. - fasteignasala Lágmúla 5, 108 Reykjavík, símar 533-4200, 852 0667 heimas. 565 1943. FRÉTTIR Halldór Blöndal samgönguráðherra Upplýsing’ar um stöðug- leika skipa rangtúlkaðar HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra segir að ekki megi rangtúlka þær upplýsingar sem fram komi í nýlegri skýrslu Siglingastofnunar íslands um stöðugleika íslenskra fískiskipa. Hann segir að líta eigi á upplýsingamar sem grundvöll frekari vinnu í öryggismálum fiski- skipa og við þær verði miðað þegar reglur um stöðugleika verða endur- skoðaðar. Halldór segir að lagt hafí verið út af nýlegri skýrslu Siglingastofn- unar Island um stöðugleika ís- lenskra skipa á öðrum forsendum en hún var unnin. „Það er erfítt að vinna að öryggismálum ef skýrslur tæknilegs og sérfræðilegs eðlis sem um þau birtast, eru rang- túlkaðar í almennri umræðu. Þó að skip hafí ekki verið stöðugleika- mælt er ekki hægt að segja að það sé hættulegra en annað. Skýrsla Siglingastofnunar íslands er fróð- leg og grundvöllur frekari vinnu. Það má ekki lesa hana sem svo að það séu svo og svo mörg skip hættu- leg,“ segir Halldór. Stöndum framar öðrum þjóðum í öryggismálum Halldór segir að lög um eftirlit með skipum gildi jafnt um öll skip. Á grundvelli þeirra séu gefnar út reglugerðir um öryggismál, auk þess sem íslendingar séu aðilar að alþjóðasamþykktum um þau efni. „Islendingar hafa gengið þar á undan öðrum þjóðum. ' Hjálmar Bárðarson, fyrrverandi siglinga- málastjóri, beitti sér rnjög ?fyrir svokallaðri TorremolinoS-sam- þykkt um öryggi fiskiskipa, sem vonandi gengur í gildi á næsta ári. Stýrimannaskólarnir hafa auk þess í áratugi kennt sjómönnum þau eðlisfræðilegu lögmál sem liggja á bak við stöðugleika skipa. Ef þekking íslenskra skipstjórnar- manna er borin saman við þekk- ingu erlendra, íslensk skip og eftir- lit með öryggi þeirra er borið sam- an við það sem gerist erlendis, þá stöndum við öðrum þjóðum mun framar," segir Halldór. Reglurnar endurskoðaðar Halldór segir stöðugleikamæl- ingar, sem teknar voru upp hér á landi árið 1968, upphaflega byggð- ar á athugunum á fískiskipum frá ýmsum löndum sem vel höfðu reynst. „Á þeim grundvelli voru settir upp ákveðnir • staðlar sem viðmið, þegar mæld voru ný skip eða skipum sem hafðí verið breytt, vegna- þess að þá vár ekki við neina reynslu að styðjást. Reglan hefur því verið sú að stöðugleikamæla ný skip og skip sem hefur verið breytt. Það er á hinn bóginn mjög hæpið að dæma gamla eikarbáta úr leik sem vel hafa reynst áratugum sam- an og skipstjórar og sjómenn hafa ekki fundið neitt að. Þessi skip yrði hinsvegar að meta upp á nýtt ef þau færu á veiðar sem krefjast annars stöðugleika, til dæmis rækjuveiðar. Það verður hins vegar að segjast eins og er að stöðugleika- prófín eru orðin nokkuð gömul, skipin hafa breyst og veiðitæknin líka. Þess vegna er það eðlilegt að við tökum til endurskoðunar og endurmats þær reglur sem giida um stöðugleikapróf, án þess þó að í því felist gagnrýni á þau próf sem nú eru í gildi. Þannig verður áfram unnið að öryggi fískiskipa, meðal annars að hækka fríborðið á skipun- um. “ segir Halldór. Frumvörp fjármálaráðherra Gamlir skattar á skuldabréf Fjármálaráðherra hefur lagt fram í ríkisstjórn frumvarp um að heim- ilt verði að gera upp gamlar skatt- skuldir með ákveðnum hætti. Að sögn Indriða H. Þorláksson- ar hjá fjármálaráðuneytinu eru enn talsverðar eftirstöðvar af gömlum skattskuldum vegna skatta sem hætt er að leggja á, svo sem söluskatts, launaskatts og tekjuskatts sem lagður var á áður en staðgreiðsla var tekin upp. Til hefur staðið í fjármálaráðu- neytinu að hreinsa þessi mál upp, og er frumvarpið um að heimilt verði að gera upp þessar skatta- skuldir, með svipuðum hætti og gert var 1989, þegar heimilað var að ganga frá gömlum skattskuld- um með skuldabréfí. Indriði sagði að stærstur hluti þessara krafna væri tapaður, því um 75% þeirra væri á aðila sem þegar væri búið að taka til gjald- þrotaskipta. Því væri ekki von á að þessi innheimta skilaði miklum fjármunum. Indriði vildi ekki upp- lýsa hve háar þessar kröfur væru samanlagt. Til móts við stjórnrarskrá Fjármálaráðherra kynnti einnig frumvarp um breytingu á virðis- aukaskattslögum, en þar er gert ráð fyrir því að ýmis heimildar- ákvæði til fjármálaráðherra, sem nú eru í reglugerðum, verði færð inn I skattalögin. Indriði sagði að með þessu væri verið að laga lögin að stjórnar- skrárbreytingu, sem gerð var árið 1995, en samkvæmd henni er bannað að framselja skattlagning- arvald til framkvæmdavaldsins. Samkvæmt því væri ekki hægt að setja reglugerðir sem heimila fjár- málaráðherra að taka ákvarðanir um skattskyldu. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Þorskar töfðu umferð Vogum. Morgunblaðið. EITT kar fullt af stórþorski féll um gatnamótin tafðist um stund af bílpalli um hádegisbil í gær en á myndinni er verið að tína á gatnamótum Víkurbrautar og fiskinn upp af götunni. Hafnargötu í Keflavík. Umferð Fjármálaráðherra svarar kröfum BSRB Vill fresta reglum um viðbótarlaun rrn i ■« rn rrn j Q7fl lárusþ.valdimarsson,framkvæmdastjóri UUC I I UlJ'UUL I u/U JÓHANNÞÓRBARSON,HRL.LÚG9ILTURFASTEIGNASALI. Nýjar á fasteignamarkaðnum m.a. eigna: Einstakt tækifæri Til sölu: Gott steinhús, hæð og kjallari, 152 fm samtals, við Austur- götu í Keflavík. Kjallari var áður séríbúð. Bílskúr 50 fm. f skiptum fyrir eigin í Reykjavík eða nágrenni. Tilboð óskast. Á vinsælum stað í Hlíðunum Sólrík rúmgóð 3ja herb. íbúð i kjallara, 85,3 fm. Nýlegt gler. Nýlegt parket á stofu. Danfoss-kerfi. Langtímalán 3,7 milljónir. Gjafverð. Á vinsælum stað í Laugarneshverfi Sóirík 2ja herb. íbúð á 2. hæð 55,6 fm. Teppi, svalir, vélaþvottahús. Stór og góð - frábært útsýni 4ra herb. íbúð á 4. hæð i lyftuhúsi 116,2 fm. 3 rúmg. svefnherb. Góð lán fylgja. Ýmiss konar skipti möguleg. Tilboð óskast. Skammt frá Sundlaug Vesturbæjar Sólrík 3ja herb. íb. á 2. hæð 81,9 fm. Mikið stofurými. Góð geymsla í kjallara. Ágæt nýendurbætt sameign. Tilboð óskast. Ofarlega í lyftuhúsi með bílgeymslu óskast góð 4ra herb. íbúð helst á Nesinu eða í vesturborginni. Rétt eign verður staðgreidd. • • • Opið í dag frá kl. 10-14. Fjársterkir kaupendur óska eftir eignum í vesturborginni og á Nesinu Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370 FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra svaraði í gær með bréfí kröfum sem BSRB hefur sett fram um áframhaldandi kjaraviðræður og breytt launakerfí ríkisstarfsmanna. BSRB hefur m.a. lagt áherslu á að samið verði um framkvæmd 9. greinar nýrra laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem kveður á um að ráðherra geti veitt forstöðumönnum ríkisstofnana heim- ild til að umbuna starfsmönnum. Hefur BSRB óskað eftir að ráðherra lýsi yfír að umrædd grein komi ekki til framkvæmda á samningstíman- um. I svari fjármálaráðherra erítrek- að að þetta atriði falli ekki undir samningsumboð stéttarfélaga og því sé ólögmætt að setja það fram sem hluta af kröfugerð eða skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum. „Ég er aftur á móti tilbúinn, í ljósi þeirrar vinnu sem það krefðist að koma á breytingum á launakerfi ef um slíkt semdist, að fresta því að setja reglur um viðbótarlaun skv. 2. mgr. 9. gr. á meðan unnið er að því að koma hinu nýja launakerfi í framkvæmd," segir í bréfí ráðherra til Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB. Launarammi í kjarasamningi Einnig eru í svari fjármálaráð- herra raktar hugmyndir samninga- nefndar ríkisins um breytingar á launakerfi opinberra starfsmanna. Lagt er til að samið verði um 3-4 launaramma í kjarasamningi, sem skiptist í mismunandi launaflokka og þrep. Samið verði um grófa flokk- un þess innan hvaða ramma tilteknir meginflokkar starfa falla. Síðan verði sérstakri nefnd, skipuð fulltrú- um félags og yfirstjórnar stofnunar falið að ákveða hvaða þættir verði lagðir til grundvallar við mat á því hvar raða eigi einstökum starfs- mönnum og hvað eigi að leggja til grundvallar við mat á því hvort við- komandi starfsmaður eigi rétt á launaflokkshækkunum. Stungið er upp á nokkrum þáttum sem leggja megi til grundvallar: 1. Aukin hæfni starfsmanna, sem tengja megi formlegri menntun eða áhuga og framtaki starfsmanna við að afla sér símenntunar og þekking- ar. 2. Aukin reynsla starfsmanna, sem gæti verið mælt sem starfs- reynsla. 3. Góður árangur og frammistaða starfsmanna, sem gæti tengst árangurs- eða frammistöðu- matskerfi. 4. Umfang verkefna, sem gæti verið mælt í manna- eða fjár- forráðum, eða þyngd verkefna. 5. Sjálfstæði í vinnubrögðum eða frum- kvæði í starfí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.