Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forstjóri Landsvirkjunar segir niðurstöðu Járnblendifélagsins vonbrigði
Iðnaðarráðherra
Opel Astra C*xt/ieme
100.000.- kr. afsláttur
Sratrofl
%■
-Þýskt eöalmerki
Bílheimar ehf.
§ m □ #
Sœvarhöfba 2a Sími:525 9000
Svartsengi, sem yrði um 30 MW.
Ennfremur kæmi til skoðunar að
taka einungis fyrri vélasamstæðu
Sultartangavirkjunar í notkun, en
hún myndi framleiða 60 MW. Mikil
óvissa ríkir um hvort umhverfisráð-
herra muni leyfa virkjun í Bjarnar-
flagi, en áform um virkjun þar hafa
kallað á mótmæli. Hitaveita Suður-
nesja hefur um nokkurt skeið undir-
búið virkjun í Svartsengi, en ekki
hefur verið gert samkomulag um
hana milli Landsvirkjunar og Hita-
veitu Suðurnesja. Halldór sagði
ekki víst að það væri nægilega
hagkvæmt að virkja einungis 60
MW við Sultartanga. Landsvirkjun
myndi skoða þessa kosti vandlega
á næstu dögum og vikum.
Landsvirkjun í tímaþröng
Landsvirkjun hefur ekki margar
vikur til að taka ákvörðun í þessu
máli. Þegar er búið að opna tilboð
í gröft fyrir stöðvarhús Sultar-
tangavirkjunar og auglýsa útboð á
vélum og rafbúnaði. Landsvirkjun
verður að taka ákvörðun um miðjan
mars eða fljótlega upp úr því hvort
tilboðum verður tekið. Ef ákvörðun-
in dregst fram í apríl er hætt við
að fyrirtækið geti ekki staðið við
áætlun um að afhenda álveri Col-
umbia á Grundartanga nægilega
mikla orku í október 1999.
Halldór sagði að þó óhjákvæmi-
legt væri að endurskoða áform um
Sultartangavirkjun væri það
Landsvirkjun kappsmál að virkjun-
in yrði byggð og fyrirtækið myndi
á næstu dögum leita allra leiða til
að tryggja rekstrargrundvöll henn-
ar. Hann benti á að afhendingarör-
yggi Landsvirkjunar ykist verulega
með virkjun við Sultartanga. Með
henni yrðu öll ísvandamál á efra
Þjórsársvæðinu leyst í eitt skipti
fýrir öll.
í Morgunblaðinu í gær kom fram
að Landsvirkjun hefur í viðræðum
við erlenda orkukaupendur talið
koma til greina að selja raforku á
verðbilinu 21-24 Bandaríkja-
dali/MWst. Halldór sagði að þetta
væri það verð sem nefnt hefði ver-
ið í viðræðum við Atlantsál-hópinn,
Hydro Aluminium og Magnes-
íumfélagið. Þetta væri hins vegar
ekki það orkuverð sem rætt hefði
verið í samningum við Columbia
og Járnblendifélagið, vegna þriðja
ofnsins.
Áform um Sultartanga-
virkjun endurskoðuð
HALLDÓR Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir að ef ekki
takist að útvega nýja kaupendur
að orkunni sem ætluð var þriðja
ofni íslenska járnblendifélagsins hf.
á Grundartanga verði Landsvirkjun
að endurskoða áform um byggingu
Sultartangavirkjunar. Halldór
ræddi í gær við forstjóra Columbia
Ventures um þann möguleika að
álverið, sem fyrirtækið áformar að
reisa á Grundartanga, verði fljót-
lega stækkað úr 60 þúsund tonnum
í 90 þúsund tonn, en slík stækkun
hefur verið rædd á fyrri stigum
málsins.
Halldór sagði að Landsvirkjun
yrði nú að gefa sér að ekkert yrði
af áformum um stækkun Járn-
blendiverksmiðjunnar um einn ofn,
en áætluð orkuþörf hans var 370
GWst á ári. Þessi niðurstaða væri
vonbrigði fyrir Landsvirkjun.
„Hingað til höfum við reiknað
með að hann kæmi í gagnið í októ-
ber 1999 eða um svipað leyti og
Sultartangavirkjun. Virkjun við
Sultartanga hefur verið ein megin-
orkuöflunarframkvæmdin í okkar
virkjanaáætlunum vegna hins fyrir-
hugaða álvers Columbia á Grund-
artanga og vegna byggingar þriðja
ofns Járnblendiverksmiðjunnar.
Þegar fyrir liggur að þriðji ofninn
verður ekki að veruleika vaknar
óneitanlega sú spuming hvort Sult-
artangavirkjun eigi áfram rétt á sér
með hliðsjón af því hvað hún er
stór. Það verður vart raunhæft að
gera ráð fyrir því að svo sé miðað
við þessar breyttu aðstæður nema
því aðeins að það komi annar orku-
kaupandi, álíka stór í staðinn fyrir
þriðja ofn Járnblendiverksmiðjunn-
ar og að hann geti tekið við þess-
ari orku um svipað leyti, þ.e. haust-
ið 1999.“
Vænlegt að flýta stækkun
Columbia álversins
Halldór sagði að Landsvirkjun
myndi á næstu dögum kanna áhuga
annarra stórra orkunotenda á að
kaupa raforku af fyrirtækinu.
Landsvirkjun hefði átt í viðræðum
við Atlantsál-hópinn, Hydro Alumi-
nium og Magnesíumfélagið.
Halldór sagði að viðræður um
orkusölu til nýrra aðila væru á
frumstigi. „Kannski er vænlegasti
kosturinn að leita eftir viðræðum
við stjórnendur Columbia Ventures
um að hið fyrirhugaða álver á
Grundartanga verði fljótlega
stækkað úr 60 þúsund tonnum upp
í 90 þúsund tonn. Slík stækkun
þýddi að álverið þyrfti á um 450
GWst á ári að halda, sem er svipað
orkumagn og áætlað var að þriðji
ofn Járnblendiverksmiðjunnar
þyrfti. Ef samkomulag tækist um
að hraða þessari stækkun væri ekki
ástæða til að hrófla neitt við hug-
myndum okkar um byggingu Sult-
artangavirkjunar," sagði Halldór.
Halldór sagði að í viðræðum við
stjórnendur Columbia hefði komið
fram að arðsemi álversins ykist
umtalsvert við að stækka það úr
60 þúsund tonnum í 90 þúsund
tonn. Þess má geta að í umsókn
Columbia um starfsleyfi á Grund-
artanga er sótt um leyfi til reksturs
allt að 180 þúsund tonna álvers.
Smærri virkjanakostir
skoðaðir
Ef Landsvirkjun neyðist til að
leggja áform um Sultartangavirkj-
un til hliðar að sinni stendur fyrir-
tækið frammi fyrir því að finna
annan virkjunarkost. Virkjun á
Nesjavöllum, sem framkvæmdir eru
hafnar við, og Hágöngumiðlun,
koma ekki til með að framleiða
nægilega mikla orku fyrir álver
Columbia á Grundartanga.
Halldór sagði að þeir kostir sem
væru fyrir hendi væru gufuvirkjun
í Bjarnarflagi, sem yrði 40 MW og
virkjun Hitaveitu Suðurnesja í
Efnahags-
legt áfall
fyrir okkur
„ÞETTA er efnahagslegt áfall fyrir
okkur,“ sagði Finnur Ingólfsson iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra um þá
niðustöðu sem varð á fundi eigenda
Járnblendifélagsins í Osló, að
stækka ekki verksmiðjuna á Grund-
artanga.
„Það eru vonbrigði að þetta skyldi
ekki ganga upp. Þessi stækkun hefur
verið undirbúin í langan tíma og við
höfum trúað því að þetta myndi tak-
ast þegar á reyndi. Nú er komið í
ljós að eignaraðilar ná ekki saman
um þær ákvarðanir sem þarf að taka
til þess að af stækkun geti orðið.
Við létum fara fram verðmæta-
mat á fyrirtækinu sem var unnið
af óháðum aðila, Salomon Brothers,
einum virtasta fjárfestingabanka á
þessu sviði í heiminum. Þrátt fyrir
það náðu menn ekki samkomulagi
um hvert verðmæti fyrirtækisins
ætti að vera. Það þýddi að um leið
komust menn ekki að niðurstöðu
um með hvaða hætti og undir hvaða
kringumstæðum Elkem gæti orðið
meirihlutaeigandi í fyrirtækinu,“
sagði Finnur. Hann vildi ekki greina
frá niðurstöðu Salomon Brothers.
Meirihlutaeignin lítils virði
Forsætisráðherra hefur lýst þyí
yfir að ríkisstjórnin áformi að selja
hlut sinn í Járnblendifélaginu. Finnur
sagði of snemmt að segja nokkuð
um hvort þessi niðurstaða hefði áhrif
á þessi áform. Það þyrfti samþykki
allra hluthafa ef einhver vildi selja
sinn hlut og engin ákvörðun hefði
verið tekin af hálfu stjórnvalda um
að fulltrúar ríkisins í stjórn félagsins
óskuðu eftir að selja hlut þess.
„Samningurinn, sem gerður var
milli eignaraðila við stofnun fyrir-
tækisins, tryggir okkur ekki virka
eignaraðild þrátt fyrir að hlutur
okkar í því sé 55%. Samningarnir
setja okkur miklar skorður og
tryggja mikil minnihlutaréttindi í
fyrirtækinu. Það þarf samþykki
allra aðila til að breyta markaðs-
samningi eða selja eignarhlut í fyrir-
tækinu. Það þarf 2/3 hluthafa til
að taka ákvörðun um að auka hluta-
fé eða taka lán til fjárfestinga."
Finnur sagði að þrátt fyrir að
eignaraðilar hefðu tekist á að
undanförnu vonaðist hann eftir að
samstarf innan Járnblendifélagsins
yrði gott. Það væri hins vegar ljóst
að samkeppnisstaða og arðsemi
fyrirtækisins yrði ekki eins góð og
ef af stækkun hefði orðið.
Starfsmenn Landmælinga afþökkuðu boðsferð til Akraness
Enginn
starfsmanna
hyggst flytja
STARFSMENN Landmælinga
íslands þáðu ekki boð bæjar-
stjórnar Akraness um að koma
þangað í kynnisferð í gær
vegna fyrirhugaðra flutninga
stofnunarinnar til bæjarins eft-
ir tæp tvö ár. Þess í stað snæddu
þeir saman hádegisverð í kaffi-
stofu Landmælinga.
„Það stóð til að fara með
okkur í skoðunarferð um bæinn
og bjóða okkur síðan til há-
degisverðar. Einnig átti að sýna
okkur bæjarskrifstofurnar og
væntanlegt húsnæði Landmæl-
inga. En hér reyndist enginn
áhugi fyrir ferðinni þannig að
bæjarstjórnin ákvað að fresta
henni um óákveðinn tíma,“ seg-
ir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir,
talsmaður starfsmanna Land-
mælinga.
Morgunblaðið/Ásdís
STARFSMENN Landmælinga íslands afþökkuðu boð bæjar-
stjórnar Akraness um kynnisferð og hádegisverð en dúkuðu
þess í stað borð í kaffistofu sinni og pöntuðu kínverskan mat.
„Við vorum svo ánægð með
að það langaði engan að fara
uppeftir að við ákváðum að
panta okkur mat utan úr bæ
og hafa það huggulegt. Við
dúkuðum borð í kaffistofunni
og borðuðum okkar eigin
mat í staðinn fyrir mat bæjar-
stj órnarinnar, “ segir hún enn-
fremur.
Starfsmannafundur miðviku-
daginn 26. febrúar sl. ályktaði
að enginn starfsmaður Land-
mælinga íslands hygðist flylja
með stofnuninni eða starfa hjá
henni á Akranesi.