Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 51 BRÉF TIL BLAÐSINS Orð í belg um skólamál Frá Jóni Á. Gissurarsyni: MARGIR hafa skrifað í blöð um fávísi íslenskra nemenda og orsak- ir hennar. Skal það ekki endurtek- ið hér en vikið að ýmsu, sem í lág- inni hefur legið en skipt getur sköpum. Eigi að vera unnt að ráða bót á meini verður að komast fyrir allar rætur þess. Fyrir aldarfjórðungi reyndust Rússar ofjarlar Bandaríkjamanna í geimflugi. Menn röktu það tii ólíkra viðhorfa í skólastarfi: Rússar veldu saman í bekki eftir getu en hinir eingöngu eftir aldri. Við höfð- um farið að hætti Rússa eftir föng- um en vorum nú að feta í fótspor Bandaríkjamanna, raunar með hlið- arhoppi til Svíþjóðar. íslenskir ráða- menn í skólamálum þá voru svo hallir undir Svía, að hvaðeina skyldi apað eftir þeim. Erum við nú að súpa seyðið af þessu Svía-dekri? Þegar skyldunám var lögfest 1907, var að vonum fátt um kenn- ara með réttindi. Gagnfræðingar réðust margir til kennslu. Þeir fengu ekki skipun og urðu að víkja, byðist réttindamaður. Var þá stundum farið harkalega að. Mér er í fersku minni tveir skólabræð- ur. Báðir luku gagnfræðaprófi frá Flensborg, báðir efndu þeir til skólahalds í heimahéruðum sínum, Sigurður Ágústsson á Flúðum en Þórður Loftsson á Hellu. Þegar þeim með ærnu erfiði hafði tekist að koma skóla vel á legg, komu réttindamenn, og báðir urðu að víkja. Enn eru þessir réttindalausu menn bjargvættir. Án þessara fjög- ur hundruð varamanna, sem nú starfa í grunnskólum íslands, yrðu mörg íslensk börn án skólagöngu. Engu að síður ráðskast Kennara- samband íslands með þá sem ót- índa brotamenn. En KÍ nægði ekki þessi ótvíræðu forréttindi til starfa í grunnskólum. Árið 1986 voru samþykkt lög að frumkvæði þess, sem sviptu rétt- indalausa kennara starfsheiti sínu. Framvegis skyldu þeir titlaðir leið- beinendur og hýrudregnir í þokka- bót. Engu að síður skulu þeir greiða KI félagsgjöld þótt réttinda- lausir séu með öllu. Varla bætir það skólastarfið að leika þessa starfsmenn svo grátt og það að ósekju. Endurtekin verkföll kennara bitnuðu fyrst og fremst á nemend- um en ekki launagreiðendum nema síður væri. Segja má þar að hegg- ur sá er hlífa skyldi. Verkfallsrétt- ur kennara er því hrein mótsögn, bitnar á þeim sem síst skyldi, Hag- ur kennara væri vissulega betri, ef Kjaranefnd hefði dæmt þeim laun. Hún er ekki það handbendi stjórnvalda, sem menn ætluðu í fyrstu. KÍ ætti að afsala sér svo- kölluðum verkfallsrétti og fela Kjaranefnd launamál sín. KÍ væri ekki á kot vísað að setjast á bekk með klerkum og dómurum. íslendingar munu einir þjóða velja smáþjóðarmál sem skyldu- grein í skólum sínum. Danska er fyrsta og aðalerlendamál í grunn- skólum á íslandi, samtals 14 viku- stundir. Lætur nærri að hálfsárs- námi sé varið til þessarar kennslu og engu öðru sinnt samtímis. Á hálfu ári hefði mátt lappa upp á sitthvað sem aflaga fór í öðrum fræðum. Þótt próf séu nauðsyn, tryggja þau ekki að viðkomandi geti kennt, dæmi þess að dúx á kennaraprófi reyndist ómögulegur kennari. Hann valdi sér annað ævistarf og reyndist í því frábær. Ekki fara allir að dæmi dúxins, þótt ástæða væri til. Má því búast við að slíkir dragbítar leynist í kennaraliði hinna ýmsu skóla, enda engin tök að losna við þá. Eiga þessir kennarar sök á því ófremdarástandi sem íslensk fræðslumál eru í? Kennarar á íslandi eru láglauna- stétt, enda fjórir af hveijum fimm grunnskólakennurum konur. Viss- um aldursskeiðum nemenda henta konur sem kennarar en öðrum karl- ar. Best mundi fara á að hér ríkti nokkuð jafnræði. Starfið kynni og að fara af sviði lágra launa, er körlum fjölgaði í stéttinni hlutfalls- lega. Er kvennaveldi hér til trafala? JÓN Á. GISSURARSON, Hringbraut 50, Reykjavík. Ákall um hjálp Indónesía ÞANN áttundajúlí 1996, var Dita Sari, leiðtogi samtaka í Indónesíu sem beijast fyrir rétti verka- manna (PPBI), handtek- inn ásamt tveimur sam- starfsmönnum í mót- mælagöngu í austur- hluta Java-borgarinnar í Surabaya. PPBI eru samtök sem beijast fyrir rétti verkamanna í landi sem hef- ur aðeins eitt opinberlega viður- kennt verkalýðsfélag. Fullyrt hef- ur verið að Dita Sari og tveir samstarfsmenn hennar hafi hlotið barsmíðar þegar þau voru hand- tekin. Fyrst voru þau ásökuð um brot tengd mótmælagöngunni, en seinna reyndu opinberir starfs- menn að tengja verkalýðsstörf þeirra við tilraun til að endur- vekja kommúnisma - en sú stjórnmálaskoðun er ekki leyfileg í Indónesíu. PDI er í tengslum við Alþýðuflokk þjóðarinnar í In- dónesíu, en margir meðlimir flokksins hafa verið handteknir síðan gerð var skyndiárás á höf- uðstöðvar Alþýðuflokks Indónesíu (PDI) í Jakarta, þann 27. júlí, sem leiddi til óeirða. Frá því að skyn- diárásin var gerð hafa að minnsta kosti 103 aðilar, sem vinna á sviði stjórnmála, mannréttindamála, verkalýðsmála og fleira, verið Dita Sari teknir fastir. Dita Sari hefur verið ásökuð um aðild að óeirðunum, þó svo að hún hafi verið S varðhaldi á sama tíma. Dita Sari verður kærð samkvæmt lögum gegn spillingu, en við þeim liggur dauðarefsing. Hún er einnig kærð fyrir að láta í ljós „hatur“ gagnvart ríkisstjórninni, en við því liggur sjö ára fangelsisvist. Hún er ennfremur kærð fyrir að hvetja aðra til þess að bijóta lög- in eða óhlýðnast skipun ríkis- stjórnarinnar, en við því er í hæsta lagi sex ára fangelsisvist. Dita Sari er samviskufangi að mati Amnesty International. Vinsamlega skrifið kurteislega orðuð bréf og biðjið um að hún verði tafarlaust og án skilyrða látin laus. Textinn getur verið eitthvað á þessa leið: „I urge you to release Dita Sari immediately and unconditionally.“ Ykkur er frjálst að skrifa nafn ykkar og heimilisfang undir. Sendist til: Attorney General Agung Singgih S.H./Jaksa Agung/Jl. Sultan Hasanuddin No. 1/Kebayoran Baru/Jakarta Selata/Indonesia. (Fax: 62217208557). íslandsdeild Amnesty Internatrional Æskulýðsdagnr Þjóðkirkjunnar Guðspjall dagsins; Jesús rak út illan anda (Lúk. 11.) ÁSKIRKJA: Æskulýðsdagurinn. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sólveig Jónsdóttir, stud. theol., prédikar. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimili kirkjunnar eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörnum og foreldr- um boðið til þátttöku. Ávörp flytja Sigrún Kapitóla Bjarnþórsdóttir og Hreiðar Örn Stefánsson. Barnakór, bjöllukór og hljómsveit leika. Mjög fjölbreytt og létt tónlist. Pálmi Matt- híasson. DÓMKIRKJAN: Æskulýðsmessa kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Kór Vesturbæjarskóla syngur. Börn og unglingar aðstoða. Barnasam- koma kl. 13 í kirkjunni. Föstumessa kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmunds- son ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Altarisganga. Organ- isti Kjartan Ólafsson. Guðmundur Óskar Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Söngur, sögur, kennsla. Leið- beinendur Eirný Ásgeirsdóttir, Sonja Berg og Þuríður Guðnadóttir. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorg- unn kl. 10. Áhrif tónlistar á andlega líðan fólks: Sr. Gylfi Jónsson. Messa og barnasamkoma kl. 11. Æskulýðs- dagurinn. Jón Ármann Gíslason, cand. theol., prédikar. Barnakór Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Mörtu Hrafnsdóttur. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Foreldrafélag Barnakórs Hallgríms- kirkju verður með kökusölu í anddyri kirkjunnar eftir messu. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Barnakór Háteigskirkju syngur undir stjórn Birnu Björnsdótt- ur. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Æskulýðsmessa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Guðmunds- son. Organisti Jón Stefánsson. Hljóð- færaleikur og söngur á vegum Kór- skólans og Gradualekórs. Bamastarf kl. 13 í umsjá Lenu Rós Matthíasdótt- ur. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Björn Sveinn Björnsson, guð- fræðinemi, prédikar. Væntanleg fermingarbörn aðstoða. Hljómsveit leikur undir messusöng: Gunnar Gunnarsson á píanó, Tómas R. Ein- arsson á bassa og Pétur Grétarsson á trommur. Barnastarf á sama tíma. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Sr. Frank M. Halldórsson. Starfsmenn frá Hjálparstofnun kirkjunnar og kristni- boðssambandinu koma í heimsókn. Guðsþjónusta kl. 14. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. „Poppmessa". Kór fermingarbarna, einsöngur og hljóm- sveit. Prestur sr. Frank M. Halldórs- son. Veitingar að lokinni guðsþjón- ustu. SELTJARNARNESKIRKJA: Æsku- lýðsguðsþjónusta kl. 11. Börn og unglingar taka þátt í guðsþjón- ustunni. Fjölbreytt tónlist. Prestur sr. Hildur Sigurðardóttir. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir guðs- þjónustu. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Barnakór Árbæjarkirkju syngur, stjórnandi Margrét Dann- heim. Foreldrar, afar og ömmur boðin velkomin með börnunum. Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 14. Unglingar og leiðtogar úr æskulýðsfélagi kirkjunnar lesa ritningarlestra og flytja bænir. Hljómsveitin Pax spilar. Léttir söngv- ar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson Skólaprestur prédikar. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Organleikari Kristin G. Jónsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Barnakórinn syngur og fermingarbörn aðstoða. Kaffisala til styrktar orgelsjóði eftir guðsþjón- ustuna. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Barnaguðsþjónusta ó sama tíma. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 11 með þátttöku barna og unglinga úr æskulýðsstarfi. Unglingar sjá um leikþátt. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Barnaguðsþjónusta í Rima- skóla kl. 12.30 í umsjón Jóhanns og Ólafs. Engin guðsþjónusta verður kl. 14. Kl. 20.30 poppmessa á Æskulýðs- daginn (á efri hæð kirkjunnar) í sam- vinnu við ÆSKR. Popphljómsveitin Hringir spilar. Unglingakór syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdótt- ur. Bubbi Morthens syngur og flytur hugleiðslu. Félagar úr æskulýðsstarfi taka þátt íguðsþjónustunni. Prestarn- ir. HJALLAKIRKJA: Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11. Krakkar úr æskulýðs- og 10-12 ára starfi kirkjunnar aðstoöa. Létt tónlist. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í umsjá sr. írisar Kristjánsdóttur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Æskulýðsdagur- inn. Guðsþjónusta kl. 11 með þátt- töku barna úr æskulýðs- og barna- starfi kirkjunnar. Stóri kór Kársnes- skóla syngur. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgoirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Æsku- lýðsfélagið Sela og KFUK-stúlkur flytja dagskrá. Nemendur úrTónskóla Eddu Borg spila. Kökubasar kvenfé- lagsins eftir guðsþjónustu. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. KRISTSKIRKJA, Undakoti: Laug- ardag: Messa kl. 8 og kl. 14. Sunnu- dag: Hámessa kl. 10.30, messa kl. 14, messa á ensku kl. 20. Mánudaga til föstudaga: messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Kristni- boðsvika hefst með almennri sam- komu og barnasamverum. Jesús og börnin. Upphafsorð og bæn: Haraldur Jóhannsson. Efni: Valdís Magnúsdótt- ir. Hugleiðing: Karl Jónas Gíslason, kristniboði. Barnakór KFUK og KFUM syngur. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Erling Magnússon. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Mike Fitzger- ald. Allir hjartanlega velkomnir. KLETTURINN: Kristið samfélag, Bæj- arhrauni 2, Hafnarfirði. Samkoma sunnudag kl. 16.30. Jón Þór Eyjólfs- son prédikar. Halldór Lárusson og Árný Jóhannsdóttir þjónusta í söng. Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRIKIRKJA: Rauöarárstíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altar- isganga öll sunnudagskvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumaður Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna- þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan- lega velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudaga- skóli kl. 11. Bænastund kl. 19.30. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna og tala. LAGAFELLSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Fermingarbörn að- stoða. Ninna Sif Svavarsdóttir guð- fræðinemi flytur hugvekju. Barnakór Varmárskóla syngur. Athugið að krakkarnir í sunnudagaskólanum koma í guðsþjónustuna og fellur því morgunstundin í safnaðarheimilinu niður að þessu sinni. Jón Þorsteins- son. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar- nesi: Messa sunnudag kl. 14. Gunnar Kristjánsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Nemendur úr Hof- staðaskóla og Tónlistarskólans taka þátt í athöfninni. Skólakór Garðabæj- ar syngur. Tónlistarsamkoma kl. 16. Hljómsveitin Operation Big Beat leik- ur og syngur. Bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir leika á gítar og saxófón. Vænst er þátttöku ferming- arbarna og foreldra þeirra. Bragi Frið- riksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11,5 ára börn boðin sérstak- lega velkomin. Guðsþjónusta kl. 14, sérstaklega er vænst þátttöku ferm- ingarbarna. Kór Víðistaðasóknar syngur ásamt barna- og unglingakór Víðistaðakirkju. Stjórnandi Guðrún Ásbjörnsdóttir, organisti Úlrik Óla- son. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Hvaleyrarskóla kl. 11. Sunnudagaskóli í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Poppmessa kl. 20. Hljómsveit og sönghópur skipaður hafnfirsku tónlistarfólki leiðir söng. Sr. Þórhallur Heimisson og hljómsveit flytja sam- talspredikun. Fermingarbörn sýna helgileik undir stjórn sr. Gunnþórs Ingasonar. Sr. Þórhildur Ólafs þjónar fyrir altari. Fermingarbörn og æsku- lýðsfélag kirkjunnar bjóða til sam- komu í safnaðarheimilinu eftir popp- messuna. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnu- daga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudaginn 2. mars kl. 11, sem fer fram í Ytri-Njarð- víkurkirkju. Börn sótt að safnaðar- heimilinu kl. 10.45. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta 2. mars kl. 11. á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Barn borið til skírnar. Brúðuleikhús. Sara Vilbergsdóttir segir sögu og leikur á gítar. Kirkjukór Njarðvíkur leiðir söng. Organisti Steinar Guðmundsson. Öll- um aldurshópum velkomið að vera með. Baldur Rafn Sigurðsson. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14 með þátttöku æskufólks. Bragi Friðriksson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. ÞINGVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Organleikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Æskulýðsguðs- þjónusta kl. 11. Tónleikar unglinga- kórs Selfosskirkju og Gradualekórs Langholtskirkju kl. 16. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11 árdegis. Sóknarprest- ur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. ODDAPRESTAKALL: Fjölskyldu- guðsþjónusta í Oddakirkju kl. 11. Guðsþjónusta í Keldnakirkju kl. 14. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sókn- arprestur. HOLTSPRESTAKALL í Önundarfirði: Barnaguðsþjónusta í Flateyrarkirkju kl. 11.15. Börnunum kenndar bænir og söngvar. Guðspjallið í myndum. Gunnar Björnsson. BOLUNGARVÍKURPREST AKALL: Barna- og fjölskyldumessa í Hóls- kirkju kl. 14, sunnudaginn 2. mars. AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta í dag, laugardag, kl. 11. Skólakór Akraness kemur í heimsókn og syng- ur. I I I -samvera í safnaðarheimilinu kl. 13. Stjórnandi Sigurður Grétar Sig- urðsson. Æskulýðs- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Fjölnir Ásbjörns- son guðfræðinemi predikar. Ferming- arbörn aðstoða, vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Kvöldvaka Æskulýösdagsins í safnað- arheimilinu kl. 20.30. Kór FVA flytur gospeltónlist. Sönghópur úr Tónlist- arskólanum kemur fram. Anna Hall- dórsdóttir syngur. Trúbrot úr Hljóm- um í Keflavík flytja poppþátt. Hug- vekju flytur Sigurður Grétar Sigurðs- son sem einnig stjórnar almennum söng. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Fjölskyldu- guðsþjónusta verður i Borgarnes- kirkju kl. 11.15. Þorbjörn Hlynur Árna- son. Frikirkjan i Reykjiivik Messa kl. 11.00 Athugið breyttan tíma. Fermdir verða: Baldur Finnsson, Hlíöarvegi 26 og Davíð Magnússon, Víghólastíg 3. Organisti er Pavel Smid. Sr. Bryndís Malia Elídóttir þjónar í forföllum safnaðaqprests. Allir velkomnir, Fríkirkjan í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.